Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað n Aðeins nokkrar af íbúðunum sem Arnar og Bjarki byggðu komnar í útleigu N okkrar leiguíbúðir sem leigufélagið V Laugaveg­ ur ehf. byggði í Þórshöfn í Langanesbyggð síðast­ liðinn vetur standa auð­ ar. Félagið sem á íbúðirnar er í eigu tvíburabræðranna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona en þeir gerðu samning við sveitarfélag­ ið um að leigja húsnæðið af þeim næstu tíu árin. Um er að ræða tvö raðhús sem reist voru úr forsteypt­ um einingum sem fluttar voru til Þórshafnar. Húsin eru þau fyrstu sem reist eru þarna á síðustu fjór­ tán árum. Nokkrar íbúðanna komnar í leigu Samkvæmt heimildum DV er búið í að minnsta kosti tveimur íbúðanna. Samkvæmt heimasíðu sveitarfé­ lagsins er leiguverðið 606,33 krón­ ur á hvern fermetra en sú tala tók gildi um áramótin 2010. Það þýðir að um það bil 113 þúsund krónur séu að skila sér mánaðarlega til sveitar­ félagsins í leigutekjur sem sveitar­ félagið notar síðan til að fjármagna leiguna til Arnars og Bjarka. Mikil óánægja var meðal sumra íbúa á svæðinu þegar samningur­ inn um byggingu húsanna kom fram í dagsljósið á síðasta ári. Í samtali DV við íbúa á svæðinu kom hinsvegar fram að nokkuð breið sátt hafi mynd­ ast um byggingu húsanna og fyrir­ komulag á leigu þess til íbúa núna eftir að húsin eru komin í notkun; húsnæði hafi hreinlega vantað á svæðið. Sam­ kvæmt heimildum DV hefur sveitar­ félaginu borist fleiri fyrirspurnir um íbúðirnar en frá þeim sem þegar hafa fengið úthlutað íbúðum. Samningur hundrað milljóna virði DV fjallaði ítarlega um málið á síð­ asta ári og kom þá fram að kostnað­ ur sveitarfélagsins hlaupi á tugum milljóna króna á samningstímanum þrátt fyrir að allar íbúðirnar væru í leigu allan samningstímann. Samn­ ingurinn sem gerður var á milli leigu félagsins og sveitarfélagsins fól meðal annars í sér skuldbindingu sveitarfélagsins til að taka allar íbúð­ irnar á leigu fyrir 1.500 krónur á fer­ metra á mánuði næstu 10 árin. Hver íbúðanna er um 93 fermetrar að stærð og hljóðaði því samningur­ inn upp á rúmar 100 milljónir króna samtals. Það er því ekki hægt að segja að bræðurnir Arnar og Bjarki hafi tek­ ið mikla áhættu með byggingu íbúð­ anna þar sem grunnforsenda þess var að þeim yrði tryggðar tekjur af þeim. Samningurinn um byggingu og leigu íbúðanna var samþykktur einróma í sveitarstjórn Langanes­ byggðar og hefur Gunnólfur Lárus­ son, sveitastjóri Langanesbyggðar sagt, að þetta hafi verið eina leiðin til að hægt væri að fá einhverja aðila til að byggja íbúðir á svæðinu. Ekki náðist í fulltrúa Langanes­ byggðar við vinnslu fréttarinnar. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Það er því ekki hægt að segja að bræðurnir Arnar og Bjarki hafi tekið mikla áhættu með byggingu íbúðanna þar sem grunnforsenda þess var að þeim yrði tryggðar tekjur af þeim. Tvíburar græða á Tómum íbúðum Lítil áhætta Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki tóku ekki mikla áhættu með byggingu íbúðanna en þeir eru varðir fyrir áhugaleysi fólks um leigu þeirra. Samsett mynd Hæfur til að dæma Börk n Hæstiréttur fellir úr gildi úrskurð héraðsdóms H æstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Sveinn Sigurkarlsson hér­ aðsdómari víki sæti í máli ákæru­ valdsins gegn Berki Birgissyni sem sakaður er um ýmis gróf ofbeldis­ verk. Sveinn taldi sig vanhæfan til að dæma í málinu þar sem að Börkur hefði veist að samstarfsmanni hans við Héraðsdóm Reykjaness, Söndru Baldvinsdóttur dómara, og þannig brotið gegn valdstjórninni. Verjandi Barkar fór fram á það að Sveinn viki sæti og hann varð við þeirri bón. Sækjandi í málinu kærði úrskurð Héraðsdóms til Hæstaréttar og Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi. Hæstiréttur taldi að málin tvö; annars vegar ofbeldismálið sem tek­ ið var fyrir þegar Börkur gerðist brot­ legur gagnvart valdstjórninni og hins vegar málið sem varðaði brotið gegn valdsstjórninni væru tvö óskyld mál og úrskurðaði þess vegna Svein hæf­ an til að dæma. Börkur var í vikunni dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa hrækt á dómara og í tvígang kallað hann „tussu.“ Börkur viðurkenndi fyrir dómi að hafa hrækt í átt til dómar­ ans og að hafa sagt orðið „tussa,“ en sagðist ekki hafa beint því til dóm­ arans heldur annarrar manneskju í dómsalnum. Fyrir dómi Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari telst hæfur til að dæma í máli Barkar. Ræddu veiði- bann á Lunda Bæjarráð Vestmannaeyja ræddi á fundi sínum á fimmtudag hvort leyfa ætti lundaveiðar í eyjunum í ár. Þar var ákveðið að málinu skyldi vísað til umhverfis­ og skipulags­ ráðs og búist er við niðurstöðu þaðan í næstu viku. Eyjamenn hafa sjálfir haft frumkvæði að algjöru veiðibanni á lunda sem ríkt hefur undanfarin ár. Þeir telja að stíga þurfi varlega til jarðar og sleppa veiðum, ógni það lundastofninum. Farþegi óskaði hælis Maður sem kvaðst vera frá Erítreu kom á Lögreglustöðina á Egils­ stöðum á fimmtudagsmorgun. Maðurinn sagðist hafa komið til Seyðisfjarðar frá Danmörku fyrr um morguninn með ferjunni Norrænu. Hann óskaði eftir hæli á Íslandi. Hann var skilríkjalaus en sagði til nafns og kvaðst vera fæddur árið 1983. Haft var samband við Útlendingastofnun sem mun útvega honum talsmann en hælisskýrsla verður tekin af honum fyrir sunnan. Hann verður fluttur til Reykjavíkur og þaðan til Reykjanesbæjar þar sem hann mun dvelja meðan á hælismeð­ ferð stendur. Styrkir HÍ Rektor Háskóla Íslands og for­ maður Öryrkjabandalags Ís­ lands undirrituðu á fimmtudag, samning um kennslu og rann­ sóknir á sviði fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Öryrkjabanda­ lagið mun styrkja háskólann um allt að fimm milljónir króna og verður styrkurinn notaður til þess að kanna hvort og þá með hvaða hætti unnt er að stofna til grunnnáms í fötlunarfræðum sem aukagrein í Félags­ og mannvísindadeild. Þau Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmda­ stjóri Öryrkjabandalags Íslands, Guðmundur Magnússon, for­ maður Öryrkjabandalags Ís­ lands, Kristín Ingólfsdóttir, rekt­ or Háskóla Íslands, og Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvís­ indasviðs Háskóla Íslands undirrituðu samninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.