Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Qupperneq 56
56 Afþreying 29. júní - 1. júlí 2012 Helgarblað
Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 29. júní
Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport
dv.is/gulapressan
Tökum þetta 4 ár í senn...
Vinsælast í sjónvarpinu
11.–17. júní
Dagskrárliður Dagur Áhorf í %
1. EM í fótbolta (Holland–Þýskaland) Miðvikudagur 28,9
2. EM í fótbolta (Spánn–Írland) Fimmtudagur 26,4
3. EM í fótbolta (Pólland–Rússland) Þriðjudagur 26,1
4. EM í fótbolta (Úkraína–Svíþjóð) Mánudagur 25,7
5. EM í fótbolta (Svíþjóð–England) Föstudagur 25,4
6. EM í fótbolta (Danmörk–Þýskaland) Sunnudagur 24
7. Landinn Sunnudagur 23,2
8. EM í fótbolta (Tékkland–Pólland) Laugardagur 23
9. Tíufréttir Vikan 21,7
10. Aðþrengdar eiginkonur Fimmtudagur 20,9
11. Fréttir Vikan 12
12. Lottó Laugardagur 10,9
13. Masterchef USA Fimmtudagur 10,8
14. Rizzoli & Isles Sunnudagur 10,6
15. Ísland í dag Vikan 10,1
HeimilD: CapaCent Gallup
Skáksumar!
Þá er það skáksumarið
með sinni sól og blíðu.
Það er engin nýlunda að
veturinn er vertíð skák-
manna hér á landi sem
annars staðar. Þá eru
helstu mótum gerð skil
og bíða nú margir í of-
væni eftir Ólympíuskák-
mótinu sem fer fram í
Istanbúl í ágúst og sept-
ember. Til Tyrklands
sendir Ísland karla- og
kvennalið, sem eiga
hina mestu möguleika
á að gleðja landann.
En bíðum nú við – það er jú teflt á Íslandi á sumrin. Um síðustu helgi
fór fram skákhátíð á Ströndum; í einni fegurstu sveit Fróns. Urðu þeir
efstir félagarnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson. Að fornum sið
kollega sinna frá Sovétinu ákváðu þeir að deila titlinum. Kvöldið áður
fór fram tvískákmót í Djúpuvík. Inga Birgisdóttir fyrrum Íslandsmeist-
ari kvenna og Gauti Páll Jónsson skólaskákmeistari Reykjavíkur voru þá
hlutskörpust. Á sunnudeginum fór fram hraðskák í Norðurfirði. Jóhann
Hjartarson sigraði þar. Milli móta nutu menn veðurblíðunnar og fegurð-
ar Stranda. Þvílík fegurð. Hvert sem var á litið. Strandir Open 2013 er
þegar í burðarliðnum.
Og inn í borgina; alla föstudaga í sumar verða haldin skákmót á veg-
um Skákakademíunnar. Skákakademían býður einnig upp á skáknám-
skeið fyrir börn og unglinga; líkt og síðustu sumur. Föstudaginn 29. júní
verður riðið á vaðið þegar Ávaxtaskákmótið 2012 fer fram. Þá mun Ingv-
ar Þór Jóhannesson reyna að verja titilinn frá því í fyrra og hefur hann
titilvörn sína gegn Hjörvari Steini Grétarssyni helsta stórmeistaraefni
okkar. Fyrr um morguninn eða klukkan 11 mun Hjörvar einmitt flytja fyr-
irlestur um helstu afrek sín að undanförnu. Eftir að Hjörvar hefur lok-
ið máli sínu mun mótið hefjast, klukkan 12. Allir velkomnir og exótískir
ávextir í boði. Sjáumst í Skáksumarhöllinni, að Þingholtsstræti 37, rétt
fyrir neðan Holtið.
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
15.35 leiðarljós(Guiding Light) (e)
16.15 leiðarljós(Guiding Light) (e)
16.55 leó (34:52) (Leon)
17.00 Snillingarnir (49:54) (Little
Einsteins)
17.25 Galdrakrakkar (56:59) (Wiz-
ard of Waverly Place) Bandarísk
þáttaröð um göldrótt systkini
í New York. Meðal leikenda eru
Selena Gomez, David Henrie,
Jake T. Austin, Maria Canals-
Barrera, David DeLuise og
Jennifer Stone.
17.50 táknmálsfréttir
18.00 Fréttir
18.30 Veðurfréttir
18.35 Baráttan um Bessastaði
Allir frambjóðendur mætast
í sjónvarpssal til að ræða
um stefnumál sín og framtíð
forsetaembættisins. Umsjón:
Margrét Marteinsdóttir og
Heiðar Örn Sigurfinnsson.
20.15 prinsinn af persíu: Sandur
tímans 6,6 (Prince of Persia:
The Sands of Time) Myndin
gerist í Persíu og segir frá prinsi
og prinsessu sem reyna að
afstýra því að illmenni komist
yfir töfrarýting sem getur snúið
tímanum við. Leikstjóri er Mike
Newell og meðal leikenda
eru Jake Gyllenhaal, Gemma
Arterton, Ben Kingsley, Alfred
Molina og Gísli Örn Garðarsson.
Bandarísk ævintýramynd frá
2010.
22.15 Reimleikar í Connecticut
(The Haunting in Connecticut)
Fjölskylda flyst á gamalt sveita-
setur þar sem áður var líkhús og
upphefst þá mikill draugagang-
ur. Leikstjóri er Peter Cornwell
og meðal leikenda eru Virginia
Madsen, Martin Donovan
og Elias Koteas. Bandarísk
hrollvekja frá 2009. Atriði í
myndinni eru ekki við hæfi ungra
barna.
23.55 Draumur Kassöndru 6,8
(Cassandra’s Dream) Bandarísk
bíómynd frá 2007. Tveir bræður
í London eru í peningavandræð-
um. Ríkur frændi þeirra fellst á
að hjálpa þeim en í staðinn vill
hann fá svolítið sem bræðurnir
eiga erfitt með að verða við.
Leikstjóri er Woody Allen og
meðal leikenda eru Ewan
McGregor, Colin Farrell, Hayley
Atwell, Sally Hawkins og Tom
Wilkinson. e.
01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:05 Waybuloo
08:25 Oprah
09:10 Bold and the Beautiful
(Glæstar vonir)
09:30 Doctors (160:175) (Heimilis-
læknar)
10:15 Sjálfstætt fólk (7:38)
10:55 Cougar town (2:22) (Allt er
fertugum fært)
11:20 the Glades (8:13) (Í djúpu feni)
12:10 Kalli Berndsen - Í nýju ljósi
(4:10)
12:35 nágrannar (Neighbours)
13:00 the invincible iron man
(Ósýnilegi járnmaðurinn)
14:20 the Cleveland Show (8:21)
(Cleveland-fjölskyldan)
14:45 tricky tV (3:23) (Brelluþáttur)
15:10 Barnatími Stöðvar 2
16:15 Waybuloo
16:40 Barnatími Stöðvar 2 Ævintýri
Tinna
17:05 Bold and the Beautiful
(Glæstar vonir)
17:30 nágrannar (Neighbours)
17:55 the Simpsons (21:22) (Simp-
son-fjölskyldan)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:06 Veður
19:15 american Dad (3:19) (Banda-
rískur pabbi)
19:40 the Simpsons (15:22) (Simp-
son-fjölskyldan)
20:05 evrópski draumurinn
(1:6) Hörkuspennandi og
skemmtilegur þáttur um tvö lið
sem þeysast um Evrópu þvera
og endilanga í kapplaupi við
tímann og freista þess að leysa
þrautir og safna stigum. Liðin
eru mönnuð þeim Audda og
Steinda annars vegar og Sveppa
og Pétri Jóhanni hins vegar.
20:45 So You think You Can Dance
(4:15) (Dansstjörnuleitin)
22:10 the Day after tomorrow
(Ekki á morgun heldur hinn)
Sláandi raunsæ, vel gerð og
æsispennandi stórslysamynd
sem fjallar um það hvað gæti
gerst ef spár svartsýnustu
veðurfræðinga og umhverfissér-
fræðinga yrðu að veruleika.
00:10 this is england 7,8 (Svona
er England) Mögnuð mynd
sem er að miklu leyti byggð á
minningum leikstjórans Shane
Meadows og fjallar hún á
áhrifaríkan hátt um líf unglinga í
norðurhluta Englands árið 1983.
Hinn ungi Shaun kynnist eldri
piltum sem eru í skallaklíku og
fyrr en varir hann er orðinn hluti
af hópnum. En þótt vinatengslin
séu sterk líður ekki á löngu áður
en stjórnmálaskoðanir skipta
hópnum í tvær fylkingar og þá
er ekki von á góðu.
01:50 notorious Dramatísk kvikmynd
sem byggð er á sannsöguleg-
um atburðum en söguhetjan
er rapparinn Notorious eða
Christopher Wallace sem
var myrtur árið 1997 og tókst
aldrei að hafa hendur í hári
morðingjans.
03:55 lost City Raiders (Týnda
borgin) Spennandi vísinda-
skáldsaga sem gerist árið er
2048 og jörðin á floti í kjölfar
hlýnunar.
05:35 Fréttir og Ísland í dag
06:00 pepsi maX tónlist
08:00 Dr. phil (e)
08:45 pepsi maX tónlist
16:30 Hæfileikakeppni Íslands
(2:6) (e)
17:20 Dr. phil
18:00 the Good Wife (22:22) (e)
18:50 america’s Funniest Home
Videos (13:48) (e)
19:15 Will & Grace (13:27) (e)
19:40 the Jonathan Ross Show
(1:21) (e)
20:30 minute to Win it Einstakur
skemmtiþáttur undir stjórn
þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri.
Þátttakendur fá tækifæri til að
vinna milljón dollara með því að
leysa þrautir sem í fyrstu virðast
einfaldar. Feðgarnir Hugo og
Anthony Rizzuto halda áfram
og fjallgönguhetjan Aron Ral-
ston safnar fé til góðgerðamála.
21:15 the Biggest loser (8:20)
Bandarísk raunveruleika-
þáttaröð um baráttu ólíkra
einstaklinga við mittismálið í
heimi skyndibita og ruslfæðis.
22:45 Ha? (18:27) (e) Íslenskur
skemmtiþáttur með spurn-
ingaívafi. Gestir kvöldsins að
þessu sinni eru þau leikaraparið
Hannes Óli Ágústsson og Aðal-
björg Árnadóttir ásamt Óskari
Jónassyni leikstjóra.
23:35 prime Suspect (9:13) (e)
Bandarísk þáttaröð sem gerist
á strætum New York borgar.
Aðalhlutverk er í höndum
Mariu Bello. Grunur leikur á að
klámkóngur hafi óhreint mjöl
í pokahorninu í morðmáli þar
sem fórnarlambið er illa útleikið.
00:20 the River 6,7 (2:8) (e)
Hrollvekjandi þáttaröð um hóp
fólks sem lendir í yfirnáttúruleg-
um aðstæðum í Amazon. Ýmis
teikn eru á lofti um að hópurinn
eigi að hætta við björgunarleið-
angurinn og halda heim á leið.
Í kjölfar þess að vísbendingar
finnast um hvar sjónvarpsmað-
urinn Emmet er niðurkominn er
ákveðið að halda áfram - dýpra
í frumskóga Ameríku.
01:10 Jimmy Kimmel 6,4 (e)
Húmoristinn Jimmy Kimmel
hefur staðið vaktina í spjall-
þættinum Jimmy Kimmel
Live! frá árinu 2003 og er einn
vinsælasti spjallþáttakóngur-
inn vestanhafs. Jimmy lætur
gamminn geysa og fær gesti
sína til að taka þátt í ótrúleg-
ustu uppákomum.
01:55 Jimmy Kimmel (e)
02:40 pepsi maX tónlist
17:30 Sumarmótin 2012
18:20 Borgunarbikarinn 2012
20:10 Borgunarmörkin 2012
21:10 Kraftasport 20012
21:40 uFC live events (UFC 116) Út-
sending fra UFC 116 en þangað
mættu margir af snjöllustu
og færustu bardagamönnum
heims i þessari mögnuðu
iþrott.
19:25 the Doctors (147:175)
20:05 Friends (24:24)
20:30 modern Family (24:24)
21:00 Fréttir Stöðvar 2
21:25 Ísland í dag
21:45 masterchef uSa (6:20)
22:30 the Closer (8:21)
23:15 Fringe (2:22)
00:00 Rescue me 7,8 (19:22)
00:45 evrópski draumurinn (1:6)
01:20 Friends (24:24)
01:45 modern Family (24:24)
02:10 the Doctors (147:175)
02:50 Fréttir Stöðvar 2
03:40 tónlistarmyndbönd frá
nova tV
Stöð 2 Extra
06:00 eSpn america
08:10 at&t national - pGa tour
2012 (1:4)
11:10 Golfing World
12:00 at&t national - pGa tour
2012 (1:4)
15:00 lpGa Highlights (12:20)
16:20 inside the pGa tour (26:45)
16:45 at&t national - pGa tour
2012 (1:4)
19:00 at&t national - pGa tour
2012 (2:4)
22:00 Golfing World
22:50 pGa tour - Highlights (23:45)
23:45 eSpn america
SkjárGolf
20:00 Hrafnaþing
21:00 motoring
21:30 eldað með Holta
Dagskrá Ínn er endurtekin um
helgar og allan sólarhringinn.
ÍNN
08:00 30 Days until i’m Famous
10:00 Balls of Fury
12:00 ice age: Dawn of the Din-
osaurs
14:00 30 Days until i’m Famous
16:00 Balls of Fury
18:00 ice age: Dawn of the Din-
osaurs
20:00 Smother
22:00 Right at Your Door
00:00 Speed
02:00 i’ts a Boy Girl thing
04:00 Right at Your Door
06:00 that thing You Do!
Stöð 2 Bíó
18:15 man. City - aston Villa
20:00 1001 Goals
21:00 Heimur úrvalsdeildarinnar
(Premier League World)
21:30 man. utd. - everton
23:15 Football legends (Luis
Enrique)
23:40 pl Classic matches
(Everton - Leeds, 1999)
Stöð 2 Sport 2
Lýðskrumandi geimverur
V
ísindaskáldskapur
er oftar en ekki frá-
bær samfélagsádeila.
Áhugi minn á slíkum
skáldskap á uppruna
sinn einmitt þar. Vísinda-
skáldskapur sækir raunar vin-
sældir sínar í ádeiluna. X-men
sögurnar verða til í miðju að-
skilnaðar- og kynþáttadeilna
í Bandaríkjunum. Þjáningar
og ofsóknir stökkbreyttra voru
líklegri til vinsælda en lýsingar
á raunverulegum þjáning-
um þeldökkra. Enda spurning
hvern langar að lesa skáldskap
sem saxar í eigin þvermóðsku
og fordóma.
Sams konar dæmi eru V-
þættirnir sem verða til úr bók
Lewis, It Can’t Happen Here,
sem er pólitísk ádeila um
uppgang lýðskrumandi fasista
í Bandaríkjunum. Saga um
framgang skrumara þótti ef-
laust komast of nærri sann-
leikanum til að falla í kramið
hjá fjöldanum. Geimverur
heilla meir en prinsipplaus-
ir stjórnmálamenn með
messíasar komplex.
Lýðskrumandi geimverur,
lofandi öllu – fyrir ekkert – eru
líklegri til áhorfs en skrum-
andi stjórnmálamenn, still-
andi sér upp sem verndarar
þjóðarinnar gegn þingi, fjöl-
miðlum og 101 lattelepjandi
pakki.
Anna er sætari og sjón-
varpsvænni en Berzelius Buzz
Windrip. Geimverur höfða al-
mennt til fleiri en prinsipplaus
stjórnmálamaður sem þrá-
ast svo við eigin valdasetu að
ekki einu sinni kveðjuávarpið
getur talist áreiðanlegt.
Anna og Buzz eru
sitthvorar umbúðirnar á sama
innihaldinu. Skruma sig bæði
í gírinn, tala um óvissu og ala
á óöryggi í þeirri von að þú
verði nægjanlega hræddur til
að blanda þér ekki í baráttuna
gegn þeim.
Söguna af Buzz er erfiðara
að lesa, en ferskari umbúðir
Önnu gera skilaboðin aðeins
óskýrari -– þau eru samt ná-
kvæmlega það sama – úr eins
grunni og pólitískt samfeðra.
Atli Þór Fanndal
atli@dv.is
Pressupistill
V