Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Page 54
ÚRSLITIN RÁÐAST 54 Sport 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Sex Íslandsmet Íslendingar stóðu sig vel á Opna þýska meistaramóti fatlaðra í sundi, en sex Íslandsmet féllu á fyrsta keppnisdegi. Jón Margeir Sverrisson setti tvö Íslandsmet. Annars vegar Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á tímanum 2:01,56 mínútum og Ís- landsmet í 200 metra bringusundi á tímanum 2:45,80 mínútum. Kolbrún Alda Stefánsdóttir setti Ís- landsmet í 100 metra baksundi á tím- anum 1:21,09. Thelma Björg Björns- dóttir setti Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á tímanum 0:42,19 sek- úndum. Marinó Ingi Adolfsson setti Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á tímanum 2:49,26 mínútum og Vignir Gunnar Hauksson setti sjötta Íslands- metið í 200 metra bringusundi á tím- anum 5:14,53 mínútum. Graphic Story Size Artist Date Reporter Research Code SOCCER-EURO/ITALY SOCCER-EURO/ 10 x 14 cm Fabian Chan 01 / 06 / 12 - - SPO © Copyright Reuters 2012. All rights reserved. http://link.reuters.com/ryt68q M V V M MM V V F F F Markverðir Gianluigi Buon (fyrirliði) Morgan De Sanctis Salvatore Sirigu Varnarmenn Ignazio Abate Federico Balzaretti Andrea Barzagli Leonardo Bonucci Giorgio Chiellini Christian Maggio Angelo Ogbonna Miðjumenn Daniele De Rossi Alessandro Diamanti Emanuele Giaccherini Claudio Marchisio Riccardo Montolivo Thiago Motta Antonio Nocerino Andrea Pirlo Framherjar Mario Balotelli Fabio Borini Antonio Cassano Antonio Di Natale Sebastian Giovinco Þjálfari Cesare Prandelli (Ítalía) Heimildir: Reuters, UEFA, Svenska Grakbyran, BBC, topendsports.com Líkleg uppstilling Ítalía Gælunafn: „Azzurri” Graphic Story Size Artist Date Reporter Research Code SOCCER-EURO/SPAIN SOCCER-EURO/ 10 x 14 cm Fabian Chan 01 / 06 / 12 - - SPO © Copyright Reuters 2012. All rights reserved. http://link.reuters.com/ryt68q M V V M MM V V M M F Markverðir Iker Casillas (fyrirliði) Pepe Reina Victor Valdes Varnarmenn Alvaro Arbeloa Sergio Ramos Juanfran Jordi Alba Raul Albiol Gerard Pique Javi Martinez Miðjumenn Xavi Sergio Busquets Andres Iniesta Xabi Alonso David Silva Santi Cazorla Cesc Fabregas Juan Mata Framherjar Jesus Navas Pedro Fernando Llorente Fernando Torres Alvaro Negredo Þjálfari Vicente del Bosque (Spánn) Heimildir: Reuters, UEFA, Svenska Grakbyran, BBC, topendsports.com Líkleg uppstilling: 4-2-3-1 Spánn Gælunafn: „La Furia Roja” S pánverjar og Ítalir mætast í úrslitaleiknum á EM sem fram fer á sunnudaginn. Liðin fóru saman upp úr C-riðli sem nefndur var dauðariðillinn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með knattspyrnu síðustu ár að Spánverjar séu komnir í úrslitaleikinn, þeir eru ríkjandi Evrópu- og heimsmeistarar. Ítalir hafa hins vegar ekki riðið feitum hesti í alþjóðaknattspyrnunni síðustu ár og komu haltrandi inn í mótið eft- ir veðmálahneyksli og dapurt gengi. Liðin mættust í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni og gaf sá leikur ekki miklar vísbendingar um úrslitaleik- inn á sunnudag. Spánverjar hafa skorað átta mörk í keppninni hingað til en Ítalir hafa skorað sex mörk. Vörn Spánverja hefur haldið geysivel á mótinu hing- að til en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk, þar af annað á móti Ítölum. Varnarleikurinn hefur löng- um verið aðalsmerki Ítala og hafa þeir aðeins fengið á sig þrjú mörk. Spánverjar hafa þó farið léttar í gegn- um keppnina en Ítalir sem hafa að loknum venjulegum leiktíma gert jafntefli í þremur leikjum af fimm það sem af er mótinu. Spánverjar hafa aftur á móti unnið þrjá leiki af fimm, gert eitt jafntefli og unnið einn leik í vítaspyrnukeppni. 90 ára gamall ólympíuleikvangur Leikur Spánverja og Ítala fer fram á Ólympíuleikvanginum í Kiev í Úkra- ínu. Leikvangurinn var endurbyggð- ur sérstaklega fyrir keppnina og kostuðu framkvæmdirnar um það bil 65 milljarða króna. Rúmlega 70 þúsund áhorfendur rúmast í stúkun- um og verður mörg hundruð sjón- varpsmyndavélum stillt upp í kring- um völlinn. Fari svo að Spánverjar sigri á sunnudaginn verður lið þeirra það fyrsta sem vinnur tvö Evrópumót í röð. Ólympíuleikvangurinn er stærsti völlurinn í Úkraínu og sá næststærsti í Austur-Evrópu. Völlurinn var fyrst opnaður árið 1923 og þá kenndur við Trotsky. Leikvangurinn var endurbyggður í fyrra og opnaður þann 9. október. Leikurinn á sunnudaginn verður sögulegur að því leyti að þetta verð- ur í fyrsta sinn frá árinu 1976 sem úrslitin eru haldin í fyrrum austan- tjaldslandi. Leo Beenhakker, lands- liðsþjálfari Pólverja, fagnar því að leikurinn sé haldinn í Austur-Evrópu og segir Austur-Evrópumenn lengi hafa notið góðs af öflugum fótbolta- mönnum. Hins vegar hafi skort al- mennilega leikvanga og þjálfunar- aðstöðu. Mikill spenningur er meðal íþróttaáhugamanna vegna keppn- innar og búast má við því að gríðar- legur mannfjöldi safnist saman í Kiev á sunnudaginn. Ásta Sigrún Magnúsdóttir íþróttablaðamaður skrifar astasigrun@dv.is n Stóra stundin rennur upp í Kænugarði á sunnudag Hart barist Mario Ba- lotelli og Sergio Ramos verða í eldlínunni þegar liðin mætast öðru sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.