Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Síða 24
Þjáning K ínverjar hafa farið mikinn á Ólympíuleikunum í London að vanda og þegar þetta er skrifað höfðu kínverskir íþróttamenn sankað að sér á fjórða tug verðlaunapeninga, þar af sautján gullverðlaunum. En þegar málið er skoðað nánar þá kemur í ljós hvers vegna Kínverjar ná jafn góðum árangri og raun ber vitni. Víðs vegar um landið eru fjölmargar alræmd- ar æfingabúðir og skólar fyrir börn sem sérvalin eru til að sæta ströng- um æfingum fimm daga vikunnar eða meira. Börn allt niður í þriggja ára gömul eru gerð að vel smurðum íþróttavélmennum sem kennt er frá upphafi að sætta sig ekki við neitt nema sigur. Aðferðirnar virðast í okk- ar augum yfirgengilega grimmúð- legar og myndu líklega hvergi líðast í hinum vestræna heimi. Þegar mynd- ir eru skoðaðar má vart greina hvort verið sé að þjálfa börnin eða pynta þau. En aðferðir sem þessar þykja sjálfsagður hlutur í Kína þar sem fólk er sannfært um að þetta sé ástæðan fyrir ótrúlegum árangri þjóðarinnar á Ólympíuleikum. Hér má sjá dæmi um þjálfunaraðferðir Kínverja. n Í Kína eru afreksmenn framtíðarinnar þjálfaðir af hörku frá barnæsku Sláandi mynd Þjálfarinn stígur á fótleggi þessarar litlu telpu sem engist um af sársauka. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is eða Þjálfun? Vöðvatröll Það er fátt eðlilegt við vöðva- byggingu þessa unga drengs. Komin í U Þessi fimleikastúlka í íþrótta- skólanum í Shenyang fær aðstoð við teygjuna frá þjálfaranum sem sest á hana. Látin hanga Þessi smábörn frá Jiaxing, eru ekki há í loftinu en látin hanga við erfiðar æfingar löngum stundum. Tárast í teygjuæfingu Þessi unga stúlka er ein af rúmlega hundrað börnum á aldrinum 4–13 ára sem æfa í Shenyang. Lagður saman Hér er einn barnungur dreng- ur teygður í tvennt í æfingabúðum fyrir 4–7 ára fimleikabörn í Jiaxing. Snemma beygist krókurinn Þessi telpa æfir sig fyrir dýfingar í Xuzhou. 24 Erlent 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Skýjakljúfar sjást varla Meiri mengun mælist nú í Hong Kong en venjulega. Með einni undantekningu hefur mengun- in ekki mælst meiri frá því árið 1999, þegar mælingar hófust. Út- línur skýjakljúfa sjást varla fyr- ir mengunarskýi sem hvílir yfir borginni. Yfirvöld hafa hvatt íbúa til að halda sig innandyra á með- an ástandið er jafn slæmt og raun ber vitni. Hluti mengunarinnar er rakinn til fellibylsins Saola. Hann gekk yfir Taívan nýlega, sem er í 700 kílómetra fjarlægð, en hefur þau áhrif að þrýstingur eykst við jaðar fellibylsins; í Hong Kong. Fellibylnum hefur fylgt mikil sól og hiti sem lyftir ósonlaginu yfir svæðinu, að því er fram kemur á mbl.is. Umhverfisverndarsinnar gagn- rýna stjórnvöld fyrir að varpa sök- inni á aðra þætti en mengunina í borginni sjálfri. Talið er að þrjú þúsund manns látist árlega í Hong Kong vegna mengunar. Afstýrðu gjald- þroti Grikklands Gríska ríkisstjórnin ákvað á fimmtudag 11 milljarða evra niðurskurð. Upphæðin jafngildir 1.635 milljörðum íslenskra króna. Með þessu tekst þeim að tryggja að ríkið geti innt af hendi næstu greiðslu af neyðarláni Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Að öðrum kosti hefði þjóðargjaldþrot blasað við gríska ríkinu. Leiðtogar Sósíalista- flokksins PASOK og Lýðræðislega vinstriflokksins létu af kröfum sín- um um tafarlausa endurskoðun á skilmálum fyrir neyðarláninu áður en meira yrði skorið niður. Með þeirri eftirgjöf náðist sátt um mál- ið og stjórnin heldur velli. Ekki hefur komið fram hvar skorið verður niður en stjórnmála- skýrendur telja að laun verði lækk- uð sem og eftirlaunagreiðslur. Á myndinni er Evangelos Venizelos, leiðtogi PASOK. Ritar endur- minningar um son sinn Jens Breivik, faðir fjöldamorðingj- ans Anders Behrings Breivik, ritar um þessar mundir endur- minningar um son sinn. Verdens Gang greinir frá þessu. Þar kemur fram að hann hafi enn ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að gefa verkið út og vill ekkert tjá sig um þetta. Jens vildi ekki bera vitni þegar lögreglan rannsakaði verknaðinn á sínum tíma en hann er búsettur í Frakklandi. VG segir að hann hafi hljómað þreytulegur þegar blaðið náði af honum tali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.