Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Page 44
Tónlist og fjör í Vatnaskógi 12 3.–7. ágúst 2012 Verslunarmannahelgin n Sérstök dagskrá fyrir unglinga á kvöldin n Vímulaus hátíð „Vill nokkur vera nauðgari?“ n Þjóðhátíðarnefnd snýr vörn í sókn og ætlar að uppræta nauðganir Þ rjár nauðganir voru kærðar eftir Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum, stærstu úthátíð sum- arsins, í fyrra. Einn dómur féll á endanum og var nauðgar- inn dæmdur í fimm ára fangelsi á báðum dómsstigum. Í kjölfarið var mikil umræða um Þjóðhátíð og kynferðisbrot. Hart var geng- ið fram í gagnrýni á Þjóðhátíð sem gat illa borið ábyrgð á nauðgunun- um fyrir utan að lítið hafði verið gert til þess að sporna beinlínis við kynferðisbrotum. Engin sérstök fræðsla var í gangi, eða sýnilegt forvarnarstarf. Sögulegur stirðleiki hefur verið í samskiptum Stíga- móta og Þjóðhátíðarnefndar og því lítið fyrir samstarfi að fara auk þess sem Nei-hópnum gegn nauð- gunum hafði ekki verið boðið. Hundrað karlmenn skrifuðu þjóð- hátíðarnefnd og bentu á að þögnin væri ærandi og spurðu hvort það ætti að þegja vandamálið í hel. Vörn í sókn Svo var ekki og Þjóðhátíðarnefnd hefur nú blásið til sóknar. Forvarn- arhópur ÍBV var stofnaður og hann setur markið hátt. Hópnum er ætlað sjá um fræðslu um kyn- ferðisbrot og forvarnir gegn þeim og segir ÍBV ekki lengur hægt að horfa framhjá vandamálinu. „Við neitum að taka þátt í því. Það er bleikur fíll í stofunni. Hann heit- ir nauðgun. Við ætlum að moka honum út. Við viljum með þessu opna umræðuna. Nauðgun er of- beldisglæpur sem hefur grafalvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir fórnarlambið og ekkert réttlætir slíkt,“ segja Eyjamenn og bæta við: „Ef samþykkið vantar er það nauð- gun. Ef það hefur ekki heyrst skýrt já, þá er það nauðgun. Vill nokk- ur vera nauðgari? Vill nokkur vera bleikur fíll?“ Yfirskrift átaksins er sú að fólk „fíli samþykki“. Bleiki fíllinn verður sýnilegur á Þjóðhá- tíð en með því vonast Eyjamenn til að kynferðisbrotamennirnir láti sig hverfa. Nauðsynlegt í útileguna Að mörgu er að hyggja áður en haldið er af stað í útileguna um verslunarmannahelgina og leiðin- legt getur verið að uppgötva að eitthvað sem hefði getað gert helgina betri hafi gleymst heima. Um helgina er spáð góðu veðri og ef sólarvörnin er tekin með get- ur helgin orðið sársaukaminni en ella. En þótt heitt gæti orðið í veðri að degi til geta kvöldin og næt- urnar reynst kaldar. Þess vegna er gott að hafa nóg af hlýjum föt- um og teppum meðferðis ef fólk vill vera úti fram eftir kvöldi að grilla, drekka, spjalla eða spila. Skemmtilegt er að taka spilastokk og önnur skemmtileg borðspil eða svifdisk (frisbí) með. Að sjálf- sögðu þarf að muna eftir grilli, hvort sem það er einnota grill eða ferðagrill, og þá eldspítum, kolum eða gaskúti. Sömuleiðis er gott að hafa diska og hnífapör með sér, eldhúsrúllu og tusku. Kæliboxið má heldur ekki gleymast ef mat- ar- og drykkjarföng eiga að hald- ast köld. Ef óhapp á sér stað getur skipt sköpum að hafa fyrstuhjálp- arkassa við höndina. Einnig er gott að taka með sér stóran vatnsbrúsa ef langt er að sækja vatn. Þegar búið er að grilla, spila, borða og drekka og ferðinni er heitið heim er um að gera að halda náttúrunni hreinni og hafa ruslapoka með sér til að taka til eftir skemmtilega helgi. Leikur með svifdisk Útilegan verður skemmtilegri ef spil og alls kyns leikföng eru tekin með, til dæmis svifdiskur. Grillið er nauðsynlegt Þá þarf að muna eftir eldspítum og kolum eða gaskúti. Moka út Það vill enginn vera bleikur fíll. Mynd: ForVarnarhópur ÍBV Á rlegu Sæludagarnir í Vatna- skógi hófust í gær, fimmtu- dag, og munu standa yfir fram til mánudags. Ógrynni uppákoma og skemmti- legra atriða verða á Sæludögum yfir verslunarmannahelgina. Meðal þess sem verður á dagskrá í ár eru kvöldvökur, bátaferðir, fótboltaleik- ir, bænastundir í kapellunni, fjöl- skylduguðþjónusta, kassabílarallí, dansleikur og grillveisla. Þar að auki verður sérstök dagskrá fyr- ir unglinga á kvöldin þegar for- eldrarnir og börnin vilja fara að sofa. Mikið lagt upp úr tónlist Töluvert verður lagt upp úr söng og tónlist í Vatnaskógi og geta krakk- ar sem eru sex ára og eldri meðal annars sótt gospelæfingar og ung- lingar sem eru fjórtán ára og eldri sungið í gospelkór. Þar að auki verða kvöldvökur í íþróttasalnum í Vatnaskógi þar sem verður boð- ið upp á söng, skemmtiatriði og hugleiðingu út frá Guðs orði. Tón- leikar með Hundi í óskilum verða á laugardagskvöldið og hljómsveitin Tilviljun? mun spila fyrir gesti nokkrum sinnum yfir helgina. Vímulaus hátíð Skógarmenn KFUM ásamt KFUK á Íslandi standa fyrir fjölskyldu- hátíðinni. Sæludagar í Vatnaskógi eru vímulausir og er markmiðið með hátíðinni að skapa heilbrigða og eftirsóknarverða hátíð fyrir fólk á öllum aldri og á sanngjörnu verði. hagnýtar upplýsingar Verð á Sæludaga er 4.500 krónur en ókeypis er fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Verð fyrir dags- heimsókn er 2.500 krónur. Rútuferð á Sæludaga verður frá húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í dag, föstu- daginn 3. ágúst, klukkan 17:30. Þeir sem ætla að nýta sér rútuferðina eru beðnir um að láta þjónustumiðstöð KFUM og KFUK vita í síma 588 8899. Nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á vefsíðunni kfum.is eða hjá starfsfólki KFUM og KFUK í síma 588 8899. rallíbílar Börnin sem koma í Vatnaskóg geta skemmt sér vel í kassabílarallí. Boðið verður upp á bátsferðir Hægt er að fá bát lánaðan án endurgjalds. Margt í boði fyrir unglinga Sérstök dagskrá er í boði fyrir unglinga á kvöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.