Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Page 64
48 Lífsstíll 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Breskur matur oft umdeildur E inhverra hluta vegna hefur bresk matargerð á sér slæmt orðspor. Og það þrátt fyrir að hún hafi átt sér marga ágæta talsmenn. Einn þeirra var rit- höfundurinn Enid Blydon sem lét söguhetjur sínar nasla í eggjasamlok- ur og sötra te á annarri hverri síðu svo að hvern lesanda hungraði ákaflega við lesturinn. Fótboltakappinn David Beckham er mikill aðdáandi breskrar matar- gerðar og er fastakúnni á Tony‘s Pie & Mash matsölustað sem sérhæf- ir sig í breskri matargerð og þá helst bökum. Þegar David fer á staðinn fær hann sér kjötböku með kartöflumús, grænni sósu og til hliðar fær hann sér ál í hlaupi. Bresk matargerð hefur einnig feng- ið það óþvegið. Fyrrverandi Frakk- landsforseti Jacques Chirac á að hafa sagt fyrir mörgum árum síðan að breskur matur væri sá versti í heimi á eftir þeim finnska og einnig var haft eftir honum i frönsku blaði að „Að eina sem þeir [Bretar] hafa lagt til landbún- aðar í Evrópu er kúariða.“ Á meðan á ólympíuleikunum stendur fær bresk matargerð tæki- færi til þess að hrista af sér slæmt orðspor. Í London keppast veitinga- staðir við að kynna hefðbundinn breskan mat með stolti. Lambakjöt með mintusósu, fiskur og franskar, indverskur matur, búðingar, te og samlokur og síðast en ekki síst kynna þeir bjórinn sem rennur ofan í gesti borgarinnar. DV fékk Nönnu Rögn- valdardóttur til að ræða breska mat- argerð og gefa lesendum uppskriftir til að reyna heimavið og ná sönnum ólympíubrag á heimilishaldið. Of mikið af djúpsteiktum mat „Breskur matur á alls ekki skilið það slæma orðspor sem af honum fer“ segir Nanna. „Ég hef oft fengið virki- lega góðan breskan mat, steikur og pæ til að mynda, en ég hef auðvitað líka smakkað vondan breskan mat. Mér finnst enskur sumarbúðingur til dæmis einstaklega góður ef hann er almennilega gerður.“ Það sem Nönnu finnst síst er of- uráhersla Breta á djúpsteiktan og brasaðan mat. „Mér finnst of mikið af djúpsteiktum mat í boði,“ segir hún og gefur lesendum DV uppskriftir að skonsum og Welsh rabbit. Welsh rabbit Welsh rabbit (eða Welsh rarebit, en rabbit er upprunalegra) er afskaplega dæmigerður breskur réttur sem er tilval- ið að gera þegar maður nennir eiginlega ekki að elda. Það eru til ýmis afbrigði en þessi uppskrift er frá kunningjakonu minni, breska matar sagnfræðingnum Lauru Mason, sem hefur borið saman ótal útgáfur og valið þessa sem dæmig- erða klassíska uppskrift. Mörgum finnst svolítil worchestersósa ómissandi í sós- una en því er þó sleppt hér. En osta- brauð gerist varla betra. n 200 gr cheddar-ostur, rifinn n 30 gr smjör n 1 tsk. sinnepsduft (Colemans) eða sinnep eftir smekk n 2 tsk. hveiti n 4 msk. bjór (dökkur er bestur) n pipar n 4 þykkar sneiðar af góðu brauði Allt nema brauðið sett í pott, hit- að rólega og hrært þar til osturinn er bráðinn og sósan samlöguð og slétt. Tekin af hitanum og látin kólna aðeins. Grillið í ofninum hitað og brauðið ristað á annarri hliðinni. Svo er því snúið, ostasósunni smurt þykkt yfir óristuðu hliðina og sett undir grillið þar til osturinn búbblar og tek- ur lit. Ég strái oft örlitlum cayennep- ipar yfir en það er ekki nauðsynlegt. Enskar skonsur Fátt er breskara en síðdegiste með enskum skonsum, jarðarberjasultu og hleyptum rjóma (clotted cream). Rjóminn er að vísu ekki fáanlegur hér en það má nota þeyttan rjóma eða mascarpone-ost blandaðan rjóma. Og það er afskaplega einfalt að baka skonsurnar. n 90 gr smjör, ekki alveg ískalt n 250 gr hveiti n 2 tsk. lyftiduft n 2 msk. sykur n ½ tsk. salt n 1 egg n 3 msk. hrein jógúrt eða súrmjólk Ofninn hitaður í 220°C. Smjörið skorið í litla bita og hrært aðeins, þar til það er farið að linast. Hveiti, lyftidufti, sykri, salti, eggi og 2 mat- skeiðum af jógúrt hrært saman við en best er að hræra ekki mik- ið. Deigið hnoðað í kúlu og síðan flatt út í um 2 cm þykkt og stungn- ar úr því kringlóttar kökur, 5–7 cm í þvermál. Best er að nota skera með hvössum brúnum og stinga hon- um beint niður án þess að snúa, þá lyfta skonsurnar sér best. Þær eru svo penslaðar að ofan með af- ganginum af jógúrtinni og bakaðar neðst í ofni í 10–12 mínútur. Látn- ar kólna og bornar fram með sultu og þeyttum rjóma eða mascarpo- ne-rjóma (250 grömm mascar- pone-ostur hrærður með 100 millilítrum af rjóma, ½ teskeið af vanilluessens og 1 teskeið af flór- sykri; kælt vel). kristjana@dv.is n Nanna Rögnvaldardóttir gefur uppskrift að Welsh rabbit og enskum skonsum 10 ómissandi breskir réttir n Pæ og kartöflumús n Beikonborgari (bara með beikoni-engu öðru kjöti) n Kanil -og rúsínusnúðar n Klístraður karamellubúðingur n Skosk egg (egg í kjötbúðingi) n Kippers (köld, reykt síld með meðlæti) n Grillaður beinmergur með ristuðu brauði n Rækjubollar n Kjötávextir (Nokkurs konar kæfa með ávaxtahjúpi) Welsh rabbit Tilvalið að gera þegar maður nennir eiginlega ekki að elda. Enskar skonsur Fátt er breskara en síðdegiste með enskum skonsum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.