Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Side 10
10 | Fréttir 15.–17. júlí 2011 Helgarblaðið Mikil óánægja er meðal Samfylking- arfólks í Reykjavík og Suðvesturkjör- dæmi varðandi skiptingu ríkisstyrkja til flokksins á milli kjördæma ráða. Mikill munur er á upphæðum sem renna til kjördæmafélaga á lands- byggðinni og í Reykjavík og kragan- um svokallaða. Samkvæmt heim- ildum DV munar meira en helmingi á styrkjum til kjördæmaráðanna á landsbyggðinni og þeirra á höfuð- borgarsvæðinu. Trúnaður ríkir um nákvæma skiptingu styrkjanna seg- ir formaður Samfylkingarfélags- ins í Reykjavík en hann staðfestir að óánægja sé með skiptinguna. Vilja breyttar forsendur Um fjörutíu prósent þingmanna Samfylkingarinnar sitja fyrir Reykjavíkur kjördæmin tvö og telur Kjartan Valgarðsson, formaður Sam- fylkingarfélagsins í Reykjavík, að rétt væri að skipta ríkisstyrknum á milli félaganna í samræmi við þing- mannafjölda hvers kjördæmis. Hann vill ekki gefa upp hversu háir styrkir fara til kjördæmafélaganna en heim- ildir DV herma að alls nemi styrkirn- ir um 19 milljónum króna. „Við teljum að það eigi að skipta þessu fé eftir þingmannafjölda. Al- þingi skiptir þessu fé á milli flokka eftir kjörfylgi, borgin skiptir sínum styrk til stjórnmálaflokkanna eft- ir fjölda borgarfulltrúa,“ segir Kjart- an. „Það er ekkert leyndarmál að við erum óánægð með þessa skiptingu.“ Ef farið yrði að kröfu Kjartans og annars Samfylkingarfólks á höfuð- borgarsvæðinu yrði skipting fjár- munanna talsvert öðruvísi en í dag. Myndi það til að mynda þýða að Reykjavíkurfélagið fengi 5,2 milljón- ir af þeim 13 milljónum sem Sam- fylkingin ráðstafar til kjördæma- félaganna. Þá myndu kragafélögin fá 2,6 milljónir og norðvesturkjör- dæmi 1,3 milljónir en norðaustur- og suðurkjördæmi tæpar 2 milljón- ir hvort. Kjartan telur líklegt að lögð verði fram tillaga á næsta landsfundi flokksins um hvernig skipta eigi fjár- mununum á milli kjördæmaráð- anna. Íbúafjöldi og svæði skoðuð Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra Samfylkingarinnar, vill ekki stað- festa um hversu háar upphæðir er að ræða en segir að farið hafi verið eftir reiknireglu sem framkvæmdastjórn flokksins útbjó. Staðfestir hún einn- ig að hærri upphæðir renni til kjör- dæmaráða á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. „Ákveðinni upphæð var skipt á milli eftir reiknireglu sem fram- kvæmdastjórn ákvað í vor. Þar er annars vegar tekið tillit til stærðar landsbyggðarkjördæmanna og hins vegar miðað við íbúafjölda,“ segir Sigrún. „Í krónutölu fá þau lægra.“ Framlög til Samfylkingarinnar frá ríkinu fara eftir fjölda atkvæða sem flokkurinn hefur á bak við sig hverju sinni, rétt eins og framlög til ann- arra stjórnmálaflokka. Á undanförn- um tveimur árum hafa þessi fram- lög verið skorin niður en þau námu um 115 milljónum króna árin 2008 og 2009. Dælir fé í lands- byggðarkjördæmin n Samfylkingin lætur landsbyggðarfélög hafa meira fé en félög flokksins á höf­ uðborgarsvæðinu n Telja dýrara að reka félög á landsbyggðinni en í Reykjavík„Það er ekkert leyndarmál að við erum óánægð með þessa skiptingu. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Farið eftir reglum Sigrún segir að farið hafi verið eftir reiknireglu sem framkvæmdastjórn ákvað í vor. Ágreiningur um reikniformúlu Ekki eru allir á eitt sáttir hvernig fram- kvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur ákveðið að dreifa fjármagni til kjördæmaráða flokksins. Glitnir hreinsar upp eftir Novator og Salt Investments: Yfirtaka félag Björgólfs og Róberts Félagið Mainsee Holding ehf., sem var í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar og Róberts Wessman í gegn- um Novator og Salt Investments, hef- ur yfirtekið félagið Mainsee Pharma GmbH sem skráð er í Þýskalandi. Skilanefnd Glitnis er eigandi Main- see Holding sem hélt utan um eign- ina í Mainsee Pharma. Glitnir lánaði Björgólfi og Róberti fyrir kaupun- um á þýska lyfjafyrirtækinu Mainsee Pharma í gegnum Mainsee Hold- ing og skulduðu þeir Glitni um ell- efu milljarða haustið 2008 eins og DV greindi frá í ágúst í fyrra. Eign þeirra í félaginu þótti athyglisverð enda var þá orðið ljóst að litlir kærleikar voru á milli þeirra. Undanfarna mánuði hafa þeir svo staðið í málaferlum hvor við annan. Samkvæmt Árna Harðarsyni, for- stjóra Salt Investments og lögmanni Róberts Wessman, stóð alltaf til að Actavis tæki yfir hlutinn í Mainsee Pharma. Bið hefði orðið á yfirtökunni vegna endurskipulagningar skulda Actavis. „Glitnir var kröfuhafi þessara félaga en Björgólfur Thor gerði upp við Glitni síðasta sumar þannig að hann hefur ekkert með félögin að gera lengur. Glitnir tók bara félögin yfir,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, tals- kona Björgólfs Thors Björgólfsson- ar. Árni hafði svipaða sögu að segja, að Glitnir hefði einfaldlega tekið hlut Salt Investments yfir. Virðist því sem Mainsee-félögin hafi aldrei ratað inn í Actavis heldur séu þau ennþá á hendi skilanefndar Glitnis. Ekki er ljóst hvað skilanefnd Glitnis ætlar sér að gera við félögin né heldur hvort einhverjar eignir séu eftir innan félaganna. Stór lán hvíldu á félögunum og því áhuga- vert að sjá hversu stórar endurheimt- urnar verða hjá skilanefndinni þegar til kastanna kemur. Hreinsar til Skilanefnd Glitnis hefur tekið yfir. Kylfingar í kröppum dansi: Kúlan fór í bifreið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir ýmsum verkefnum. Á fimmtu- dag var golfiðkun tveggja ungra pilta í Kópavogi stöðvuð eftir að golfkúla annars þeirra hafnaði á bíl sem ekið var um eina af götum bæjarins. Eng- an sakaði og eins og lögregla bendir réttilega á í tilkynningu er það fyrir mestu. „Atvikið minnir okkur hins vegar á að golf er heppilegast að spila á þar til gerðum golfvöllum. Við þá marga er einnig að finna sér- staklega útbúin æf- ingasvæði sem eru kjörin fyrir áhuga- sama kylfinga. Pilt- unum var gerð grein fyrir þessu en þeir höfðu svo mikla trú á eigin getu að þeir drógu í efa að golfkúla frá þeim hefði get- að lent á bíln- um. Engir aðrir kylfingar voru sjáanlegir á svæðinu og því þykir líklegast að strákarnir séu ekki eins góðir og þeir sjálfir halda.“ Flugmenn í Karphúsinu Félag atvinnu- flugmanna fundaði á fimmtudag með Icelandair í Karphúsinu um kjaramál flugmanna. Á mánudag voru nýgerðir kjara- samningar á milli flugmanna og Icelandair felldir með naumum meirihluta, eða fimmtíu og einu prósenti greiddra atkvæða. Fundurinn á fimmtudag var sá fyrsti eftir að kjarasamningurinn var felld- ur. Flugmenn vilja meðal annars að fyrirkomulagi sumarráðninga hjá Icelandair verði breytt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.