Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Qupperneq 18
18 | Fréttir 15.–17. júlí 2011 Helgarblað S kiptar skoðanir eru um skuldastöðu hins opinbera. Sumir halda því fram að skuldir ríkissjóðs séu við- ráðanlegar og að Ísland sé í betri málum en mörg önnur ríki sem nú glíma við himinháar opinberar skuldir. Ber þá helst að nefna lönd eins og Bandaríkin, Belgíu, Bretland, Írland, Ítalíu, Grikkland, Portúgal og Spán. Þegar útistandandi skuldir ís- lenska ríkisins eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa nærri fimmfaldast á rúmum þremur árum frá því í janúar árið 2008. Þá voru skuldir ríkissjóðs rétt um 300 milljarðar króna en í dag eru þær komnar yfir 1.400 milljarða króna. Fyrir sama tímabil hafa tekjur ríkissjóðs hins vegar staðið í stað og nú nýlega bárust fregnir af því að tekjurnar árið 2011 yrðu jafnvel lægri en árið 2007 þegar skuldir ríkissjóðs voru nærri fimm sinnum lægri. Ef þetta er sett í samhengi við ís- lensk heimili sem mörg hver hafa samið um 110 prósenta veðhlutfall á fasteignalánum sínum hlýtur 465 prósenta hækkun á skuldum ríkis- sjóðs að kalla á skuldaleiðréttingu. Að minnsta kosti myndu fá fyrirtæki fá að starfa áfram í óbreyttri mynd ef tekjur þeirra myndu standa í stað en skuldir nærri fimmfaldast. Og er ríkissjóður ekki einmitt sameiginlegt fyrirtæki okkar allra? Alltof hár vaxtakostnaður Haraldur Líndal Haraldsson, hag- fræðingur skrifaði greinina „Er land- ið að rísa?“ fyrir Hagsmunasamtök heimilanna og birtist hún í Morgun- blaðinu nú nýverið. Þar sagðist hann meðal annars eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvernig ríkissjóður ætlaði sér að greiða niður allar nú- verandi skuldir sínar, hvað þá ef bætt yrði við þær. Samkvæmt núverandi fjárlögum er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði um 74 milljarða króna í vaxtagjöld á árinu 2011. Tekin verði löng lán fyrir 267 milljónum króna sem fjár- mögnuð verði með erlendri lántöku. Nú nýverið fór Seðlabankinn í út- gáfu á skuldabréfi í Bandaríkjunum upp á einn milljarð dollara eða um 115 milljarða króna. Ríkissjóður ger- ir síðan ráð fyrir að afborganir lána nemi 235 milljörðum króna. „Ég hef verið þeirrar skoðunar og kom þeirri skoðun á framfæri þeg- ar í byrjun árs 2009, að skuldir ríkis- sjóðs væru orðnar það miklar, að það væri ekki hægt að bæta við þær. Það hefur ekkert komið fram sem sýnir að annað hafi verið mögulegt. Menn verða að hafa það í huga að núna er einungis verið að glíma við vaxtaút- gjöld. Það er verið að reyna að ná jöfnuði á ríkisútgjöld einungis með því að eiga fyrir vöxtum. Síðan þarf ríkið líka að eiga fyrir afborgunum lána þegar fram í sækir. Eins og staðan er núna virðast áætlanir stjórnvalda um ríkisútgjöld ekki ætla að ganga eftir. Halli ríkis- sjóðs á þessu ári virðist ætla að verða meiri en 37 milljarðar króna, eins og gert var ráð fyrir í fjárlögum. Til þess að ná hallanum niður hefur ríkis- sjóður verið að auka álögur á fyrir- tæki og einstaklinga alveg gríðar- lega. Það held ég að sé nú farið að virka öfugt. Spurningin er líka alltaf sú hversu langt stjórnvöld eru tilbú- in að ganga í því að skerða þjónustu sína, eða með öðrum orðum vel- ferðarkerfið,“ segir Haraldur Líndal í samtali við DV. Hann tekur dæmi um það að á árinu 2011 sé gert ráð fyrir því að vaxtaútgjöld ríkissjóðs verði nærri 80 milljarðar króna sem nemur um 20 prósentum af tekjum ríkissjóðs sam- kvæmt fjárlögum. „Það virðist ekki koma til greina að ná vaxtaútgjöldum ríkissjóðs nið- ur með viðræðum eða samningum við kröfuhafa,“ segir hann. Það skipti ekki máli þótt mikið af skuldunum hafi safnast upp eftir bankahrunið sem skall á haustið 2008. „Það er alltaf hægt að semja við kröfuhafa. Þegar ríkissjóður er kom- inn í þá stöðu að hann getur ekki staðið við sínar skuldbindingar þá eiga stjórnvöld að semja við kröfu- hafa sína,“ segir Haraldur. „Ég hefði ætlað að miðað við stöðu ríkissjóðs þyrfti ríkið að semja um skuldir sínar við lánardrottna. Ríkissjóður er mjög skuldsettur. Þótt öðru hafi verið haldið að fólki þá hafa skuldir hans verið að aukast. Ef það er ætlunin núna að skera niður í öllum rekstri ríkisins til þess að ná hallalausum fjárlögum þá liggur það fyrir að allt annað en vaxtakostnaður í útgjaldaliðnum verður skorið niður. Maður hefði talið það ómaksins virði að athuga hvort ekki væri hægt að semja við lánardrottna um ein- hverjar breytingar á lánskjörum eða afskriftir skulda í stað þess að hækka skatta upp úr öllu valdi og höggva til- viljanakennt í grunn velferðarþjón- ustunnar. Verklag ríkisstjórnar mun því miður á endanum hafa þveröfug áhrif en ætlað er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í fjárlaganefnd Alþingis, í samtali við DV. Hverjir eru kröfuhafar ríkisins? Samkvæmt yfirliti frá Lánamálum ríkisins námu skuldir ríkissjóðs um 1.430 milljörðum króna í lok júní 2011. Ef efnahagsreikningur íslensku lífeyrissjóðanna er skoðaður kemur í ljós að þeir eiga um 200 milljarða króna í formi ríkisskuldabréfa. Er- lendar skuldir ríkissjóðs nema síðan tæplega 400 milljörðum króna. Har- aldur segir erfitt að gera sér grein fyr- ir því hverjir hinir kröfuhafarnir séu sem eigi þá rúmlega 800 milljarða króna. „Væntanlega er einhver hluti þeirra innlendir fjárfestar sem sjá fáa betri fjárfestingarkosti í dag. Hins vegar er það athyglisvert ef lífeyris- sjóðirnir hafa ekki verið tilbúnir til að kaupa meira af skuldabréfum ríkisins, ef þetta er rétt, og segir þá nokkuð um það hvernig þeir meta ríkisskuldabréf sem fjárfestingar- kost,“ segir hann. Þess skal þó getið að lífeyris- sjóðirnir eiga einnig um 80 millj- arða króna í blönduðum innlend- um verðbréfasjóðum sem að hluta til fjárfestu í íslenskum ríkisskulda- bréfum. Haraldur segir líka umhugsunar- vert hvert þeir peningar fara sem rík- issjóður hefur verið að taka að láni eftir hrun. Þeir hafi farið í allt ann- að en að reka ríkissjóð. „Mér finnst það vanta meira inn í umræðuna af hverju ríkið hefur verið að taka þessi lán. Það spyr enginn um það.“ Komnir langt fram úr fjárlögum Kristján Þór Júlíusson er einn þeirra sem hefur hvað harðast gagnrýnt áætlanir stjórnvalda í ríkisfjármálum. Nú nýlega var tilkynnt um afkomu rík- issjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði árs- ins. Þar kom fram að tekjuhalli ríkis- sjóðs væri þegar kominn í 27 milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum ársins en núverandi fjárlög gera ráð fyrir 37 milljarða króna halla fyrir allt árið. Töldu þingmenn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks að inn í afkomu ríkissjóðs vantaði nokkra OPINBERAR SKULDIR HAFA FIMMFALDAST FRÁ 2008 n Skuldir hins opinbera hafa aukist úr 300 milljörðum í upphafi árs 2008 í 1.430 milljarða króna n Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur segir lántöku ekki notaða til reksturs ríkissjóðs Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Skuldum vafin þjóð Skuldir hins opinbera hafa aukist úr 300 milljörðum í ársbyrjun 2008 í 1.430 milljarða. Hugsa um erlenda fjármagnseig- endur Að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaga- nefnd, mun ríkisstjórnin að óbreyttu skipa hagsmunum erlendra eigenda fjármála- fyrirtækja framar hagsmunum íslenskra heimila og fyrirtækja. „Eins og staðan er núna virðast áætlanir stjórnvalda um ríkisútgjöld ekki ætla að ganga eftir. Úttekt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.