Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Qupperneq 26
26 | Umræða 15.–17. júlí 2011 Helgarblað tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. endalok sparisjóðanna Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar Bókstaflega Hallur undir Engilbert n Athafnaðurinn Engilbert Runólfsson hefur fengist við eitt og annað í gegnum tíðina og ekki farið troðnar slóðir. Hann mun nú vera með stórvirki á teikni- borðinu. Sérstaka athygli vekur hver er nýr félagi hans og ráðgjafi. Þar er á ferðinni sérfræðingurinn Hallur Magnússon sem veit öðrum meira um fasteignamál. Hallur hefur verið áberandi í Framsóknarflokknum og starfaði lengi við ráðgjöf á sviði fast- eignaviðskipta. Hermt er að sam- starf þeirra Engilberts sé líklegt til að vekja gríðarlega athygli. Lýðskrum Ömma n Þráinn Bertelsson alþingismaður er ófeiminn við að skamma þá sem honum finnst verða sér til minnk- unar. Nú síðast tók hann Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á bein- ið fyrir að vilja ekki flytja flugvöllinn í Reykjavík og ganga þannig gegn stórum hluta VG. Þráinn setti inn athugasemd á DV.is þar sem ekkert var gefið eftir. „Ótrúlegt lýðskrum. Við sama tækifæri væri upplagt að þjóðin kysi um hvort ekki sé best að flytja innanríkisráðuneytið til Tré- kyllisvíkur, Húsdýragarðinn til Vest- mannaeyja, Alþingishúsið til Akur- eyrar og Ögmund til Bessastaða.“ Gutti til í slaginn n Uppáhaldsráðherra Jóhönnu Sig- urðardóttur, Guðbjartur Hannesson, er sagður ganga með þann draum í maganum að verða sjálfur forsætis- ráðherra. Gutti, eins og forsætis- ráðherra kallar hann, mun þó aldrei fara gegn húsmóður sinni. Hvíslað er um það í Samfylkingunni að hann hafi látið það berast út að hann sé til í að taka slaginn ef Jóhanna ákveður að víkja og hart verði lagt að honum sjálfum að gefa kost á sér. Sýslumaður í rennibraut n Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, er vanafastur maður. Þessi þekktasti aðdáandi Rolling Stones á Íslandi hefur þann sið að fara í sund á morgn- ana. Hermt er að hann endi jafnan sundferðina á að fara í rennibraut- ina og taka eina salibunu. Hermt er að aðrir sundlaugargestir gæti þess þá að verða ekki í vegi sýslumanns- ins. Sú saga gengur að á dögunum hafi ekki betur viljað til en svo að eldri borgari var að lóna við enda rennibrautarinnar þegar sýsli kom á ógnarhraða. Hlaust af ákeyrsla og féll sá eldri um koll. Ekki mun þó hafa hlotist af mikill skaði ef frá er talið áfallið. Sandkorn B laðamaðurinn Agnes Braga- dóttir er einn sá frjóasti á Ís- landi. Agnes hefur marga fjör- una sopið í þjónustu Moggans. Hún hefur gjarnan gert út á sannfær- ingu sína í fréttum þótt á stundum hafi staðreyndir legið til grundvallar. Þ essa dagana er Agnes sann- færð um að Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra vilji alls ekki fá forsætisráðherra Kína í heim- sókn. Mun Kín- verjinn, ef marka má Mogg- ann, nánast hafa far- ið nið- ur á fjóra fætur til að grátbiðja um að fá að koma í heimsókn á þessa eyju við ysta haf. En Jóhanna eyjadrottning mun vera því andsnúin. Mogginn hefur lýst því sem svo að Jóhanna hafi fundið ótal aðra hnappa til að hneppa þeg- ar Kínamaðurinn vildi koma í heim- sókn. Þetta er, eins og segir í einum af fjölmörgum leiðurum Moggans um málið, „dæmalaust klúðurmál“. S jálf hefur Jóhanna sagt að mál- ið eigi sér enga stoð. Sendiráð Kína hefur tekið í sama streng. En þetta er auðvitað sam- ræmdur lygavaðall eins og Mogginn hefur bent á í einum raðleiðaranum: „Vondur málstaður versnar bara ef ósannindi eru meginvopnin í vörn- inni“. Svarthöfði er algjörlega sam- mála leiðarahöfundi Moggans. Þetta er klúður sem nær alla leið til Kína og aftur til baka. Mogginn hefur lært það af Göbbels heitnum að ef eitthvað er endurtekið nógu oft verður það satt í huga þeirra sem á hlýða. Og Svart- höfði er einmitt sú manngerð sem hlustar og efast í fyrstu en trúir og kyngir þegar nógu oft er tuggið ofan í hann. N ú er svo komið að Svarthöfði er genginn í náhirð Sjálf- stæðisflokksins. Það er bein- línis skelfilegt að Jóhanna skuli ekki treysta sér til að taka á móti Kínamanninum og sendi- nefnd hans sem tel- ur hundruð manna sem allir hafa það mark- mið að efna til viðskipta við eyja- skeggja. það er ekki von að landið rísi nema í eldgosum þeg- ar svona er á málum haldið. Agnes og Dav- íð eru á vakt- inni á með- an Jóhanna sefur af sér tækifærin og hrek- ur frá sér góðvilj- uð stór- veldi. Mikil er skömm hennar. M eð kaupum Íslandsbanka á sparisjóðnum Byr hafa þrír stærstu sparisjóðir landsins runnið inn í viðskiptabank- ana þrjá á árunum 2010 og 2011. Inn- og útlán Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis runnu inn í Arion banka í fyrra og er sjóðurinn í slitameðferð; Landsbankinn yfirtók starfsemi Spari- sjóðs Keflavíkur, sem samsettur var úr fjórum sparisjóðum, í mars, og nú hefur Íslandsbanki keypt sparisjóðinn Byr fyrir fjárhæð sem fæst ekki upp- gefin. Ekki má gleyma því að Byr varð til við samruna fjögurra sparisjóða á árunum 2006 og 2007: Sparisjóða Vél- stjóra, Hafnarfjarðar, Norðlendinga og Kópavogs. Því má segja að fjórir minni sparisjóðir undir hatti Byrs séu að renna inn í Íslandsbanka. Þeir sparisjóðir sem eftir standa sem sjálfstæðar einingar eru ein- ungis tíu talsins og allir fremur smá- ir. Bankasýsla ríkisins á helming eða meira í fimm þeirra og hefur lítinn áhuga á að sparisjóðirnir starfi áfram í óbreyttri mynd sökum þess hversu mikið óhagræði er innan sparisjóða- kerfisins, ef marka má viðtal við Elínu Jónsdóttur, forstjóra Bankasýslu ríkis- ins, í Viðskiptablaðinu í vikunni. „Við hefðum gjarna viljað sjá spari- sjóðina sameinaða í einn, einnig þeg- ar SpKef var enn inni í myndinni,“ segir Elín í viðtalinu en með yfirtöku Sparisjóðsins í Keflavík minnkaði efnahagsreikningur sparisjóðakerfis- ins um helming – fór úr 120 milljörð- um króna niður í 60. Þessi sameiningarleið er önnur þeirra leiða sem Bankasýsla ríkisins vill helst fara varðandi framtíð spari- sjóðakerfisins. Hin er sú, líkt og gerst hefur í tilfelli þriggja stærstu spari- sjóðanna, að sparisjóðirnir tíu sem eftir lifa renni inn í viðskiptabankana. Þessi lausn væri því í reynd sú sama og í tilviki Sparisjóðs Reykjavíkur, Kefla- víkur og nú síðast Byrs. Þetta myndi þýða að til yrðu þrír stórir viðskipta- bankar í landinu en engir sparisjóðir. Starfshópur um framtíð spari- sjóðakerfisins, sem unnið hefur að því að finna leiðir til að hagræða innan þessa kerfis, hefur hins vegar valið þá leið að stefna að því að búnir verði til þrír til fimm landshlutabundnir spari- sjóðir. Hvaða leið sem farin verður á endanum í einstökum tilfellum þýða þessar breytingar á eignarhaldi spari- sjóðanna að sparisjóðakerfið eins og það hefur verið til um árabil er liðið undir lok. Inn í þessar hræringar spilar að upplýsingafyrirtækið Teris, sem unnið hefur að upplýsingaþjónustu fyrir alla sparisjóði landsins, er að tæplega 40 prósentum í eigu Byrs en færist vænt- anlega yfir til Íslandsbanka með spari- sjóðnum. Átján starfsmönnum var sagt upp hjá Teris við yfirtöku Lands- bankans á Sparisjóði Keflavíkur í mars og er ekki ólíklegt að fækka þurfi hjá fyrirtækinu vegna sameiningar Ís- landsbanka og Byrs. Þetta veikir Teris enn frekar en rúmlega 50 starfsmönn- um hefur verið sagt upp hjá fyrirtæk- inu frá bankahruninu vegna breytinga á eignarhaldi sparisjóða í landinu. Þá sá Byr um alla innlenda greiðslumiðl- un fyrir sparisjóðina í landinu eftir að Sparisjóðabankinn var tekinn til slita- meðferðar árið 2009. Þessi greiðslu- miðlun færist því væntanlega yfir til Íslandsbanka með kaupunum á Byr. Sparisjóðakerfið, og ýmislegt sem því tengist, verður því að stóru leyti komið í eigu og umsjá Íslandsbanka og hinna viðskiptabankanna. Kínamanni úthýst Svarthöfði „Svakalega æstur í að fá að hitta okkur.“ Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson um Michael Moore sem valdi á dögunum mynd hans Gnarr, sem fjallar um borgarstjóra Reykjavíkur, á kvikmyndahátíðina Travers City Film Festival. -DV. „Mér hefur alltaf þótt Anna Mjöll líða fyrir að vera ljóshærð.“ -Bubbi Morthens um söngkonuna Önnu Mjöll Ólafsdóttur. Hann hefur fengið hana til liðs við sig á jólaplötu sem hann hyggst gefa út fyrir næstu jól. -DV. „Ég fæ að heyra hljóð- dæmi af hræðilegri teknó- tónlist og hræðilegu rappi alla nóttina.“ -Íbúi við Skólabrú sem segir lokun Austurstrætis fyrir vélknúnum ökutækjum hafa fært alla umferð í litlu götuna sem hann býr við. Hann segist ekki lengur geta opnað þá glugga sem snúa út að götunni vegna hávaða og mengunar. DV. „Allt snýst þetta um að geta treyst rafrænum samskiptum.“ -Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytis- stjóri í innanríkisráðuneytinu, um stýrihóp sem settur hefur verið á laggirnar um netöryggi. -Morgunblaðið. E itt sinn bjuggu bræður tveir, bóndasynir, í plássi fyrir vest- an eða austan. Þeir höfðu á langri ævi haft þann háttinn á að deila aldrei. Eldri bróðirinn hefði gefið móður þeirra það loforð, þegar sú gamla var í þann mund að hverfa undir græna torfu, að hann myndi alla tíð veita bróður sínum allt hið besta í lífinu. Líf þeirra bræðra hafði þokast fram með þeim hætti, að eldri bróð- irinn hafði komið þeim yngri á bestu spena samfélagsins. Sá hinn yngri þurfti aldrei að kvarta því eldri bróð- irinn hafði efnt þann eið, sem hann hafið gefið fársjúkri móður. Hann hafði ávallt gefið bróður sínum bestu bitana og meira að segja látið honum eftir besta skikann á landareigninni. En þegar kom að efri árum þeirra bræðra gerðist það að einhver árans slæmska hljóp í geðslag yngri bróð- urins. Hann varð önugur og sá svarta púka í hverju horni og hverjum hól. Móðurbetrungurinn lét sér þó hvergi bregða, hann sinnti bróður sínum af kostgæfni og veitti honum enn sem fyrr allt hið besta. En þar eð sálsýki yngri mannsins ágerðist, fór svo að fólmennska varð hans aðalsmerki. Og nú hóf hann þann ljóta leik, að finna að ýmsu sem eldri bróðirinn hafði gert um dagana. Sá yngri lét þess getið, í votta viðurvist, að ein- hverju sinni hefði eldri bróðirinn sussað á hann, nánast án tilefnis. Hann sagðist muna eftir tilvikum í æsku, þar sem eldri bróðirinn hefði í tvígang haft rangt við í spilum; fyrst í ólsen-ólsen og svo í hornafjarðar- manna. Og hann sagðist muna það, að eitt sinn hefði eldri bróðirinn far- ið með fleipur þegar veðurfar hafði borið á góma. Svo sagði hann að eitt sinn hefði hann verið neyddur til að fara um stofugólf með hálffullan búkött af grænsápublöndu og skúr- ingasófl. Þá hafði hann mátt þola þá raun að horfa á bróður sinn þrífa stofuna hátt og lágt. Nú magnaði yngri bróðirinn upp slíkar illdeilur, vegna alls þess sem ranghugmyndir hans drógu fram í dagsljósið, að hið hálfa hefði ver- ið rúmlega nóg. Hann gleymdi öllu því góða sem bróðirinn hafði gert en leyfði sparðatíningi sínum að lita líf- ið sterkum litum. Grös þeirra bræðra visnuðu án þess að uppskera kæmist heim í hlað, skepnur þeirra drápust úr hor og að þremur misserum liðnum sátu þeir bræður sárir eftir; slippir og snauðir. Af reynslunni á lífi löngu ég lært það hef og veit að munur er á gleðigöngu og gæfuríkri leit. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Bræðraböl „Hann varð önugur og sá svarta púka í hverju horni og hverjum hól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.