Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Page 28
28 | Viðtal 15.–17. júlí 2011 Helgarblað „Þetta var auðvitað ákveðið áfall fyrst, því ég skildi ekki af hverju. Ég var bara fyrst og fremst hissa. Fljót- lega fór ég síðan að líta þetta raun- sæjum augum og sá að það var bara hið besta mál fyrir mig að hafa ver- ið sagt upp föstum samningi því það gefur mér fullkomið frelsi og það er í raun lúxusstaða að vera lausráðin. Eitthvað sem mig hefur alltaf langað til en ekki verið tilbúin í,“ segir stór- leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir um það að hafa verið sagt upp föstum samningi í Þjóðleikhúsinu. Fjórum leikurum var sagt upp störfum þar nýlega og sex aðrir ráðnir í staðinn. Margir urðu hissa þegar þeir sáu nafn Elvu Óskar þar á meðal enda hefur hún lengi ver- ið talin ein fremsta leikkona þjóð- arinnar. Hún hafði starfað í 18 ár í Þjóðleihúsinu með smáhléum þeg- ar henni var sagt upp. „Þetta opnar á mörg tækifæri fyrir mig og það hefur aldrei verið meira að gera. Það eru náttúrulega breytingar í leikhúsinu eins og alls staðar annars staðar. Ég hef alltaf verið hlynnt því að það sé hreyfing á leikurum innan leikhúsa. Það þarf alltaf, en ég tel nauðsynlegt að þar sé líka fastur kjarni.“ Nýjar dyr opnast þegar aðrar lokast Elva hefur leikið mörg burðarhlut- verk í leikhúsinu og komið víða við. Hún segir þó að uppsögnin hafi komið á ágætum tímapunkti. Börn- in hennar séu orðin það stór að hún geti leyft sér meira frelsi í atvinnu- vali. „Það opnast nýjar dyr þegar aðr- ar lokast og það er algjörlega rétt í mínu tilfelli. Fram undan er fullt af stórum verkefnum og svo er ég líka að skoða ýmsa möguleika erlendis.“ Henni finnst það vera ágæt til- breyting að vera ekki samnings- bundin og lítur það jákvæðum augum. „Sem fastráðinn leikari í leikhúsi þarf maður að standa sína plikt og sinna vissri vinnuskyldu. Það er oftast mjög gaman og gef- andi, en á hinn bóginn þarf að sjálf- sögðu líka að sinna ýmsum verk- efnum sem gefa ekki næga næringu fyrir listamanninn. Fastráðning hef- ur sínar góðu og slæmu hliðar. Nú er ég loksins komin á þann stað að geta valið verkefni og hafnað að vild“ Dásamleg barnæska í Eyjum Hún er fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum. Hún hefur sterkar rætur þar og segir það hafa mótað sig bæði sem leikkonu og mann- eskju að hafa alist þar upp. „Minn bakgrunnur frá Vest- mannaeyjum hefur haft mikil áhrif á mína jarðbundnu sýn á lífið. Ég upplifði og sá lífsbaráttuna í kring- um mig og lærði snemma að hlutir koma ekki að sjálfu sér upp í hend- urnar á manni, það þarf að hafa fyrir þeim. Það hefur mótað mig og styrkt mína framþróun sem leikkona. Ég fékk frið sem barn til að vera úti í náttúrunni í mínum eigin heimi að skapa og búa til á mínum for- sendum án allra truflana. Það var dásamlegt að alast þarna upp. Tím- inn var einhvern veginn svo afstæð- ur og það var svo mikið frelsi. Engar hömlur og krakkar á þessum tíma gengu nánast sjálfala og maður kom bara heim til að borða liggur við,“ segir hún og brosir að minningunni. Elva er yngst sex systkina og seg- ist hafa fengið hamingjuríkt upp- eldi hjá yndisleg- um foreldrum. „Mamma og pabbi eru látin en við systkin- in erum öll mjög náin. Það er mik- ið og gott sam- band okkar á milli. Ég sæki enn mikið til Eyja og reyni að fara reglu- lega. Ég hef til dæmis farið tvisvar núna í sumar, á ættarmót og í úti- legu.“ Renndi sér á snjóþotu í öskunni Elva segir sérstakan samhug og samkennd vera ríkjandi í bæjar- bragnum í litlu samfélagi eins og Vestmannaeyjum. Eldgosið í Heimaey árið 1973 kann kannski að hafa haft eitthvað um það að segja. Elva var níu ára þegar gaus. „Við flúðum eyjuna eins og all- ir hinir. Fórum í bát og upp á land. Síðan vorum við ein af tíu fyrstu fjöl- skyldunum sem komu til baka. Það var mjög skrítið að koma til baka því það var enginn á eyjunni. Það var ekki komið rafmagn eða neitt. Ég man að ég var að leika mér á snjó- þotu uppi á húsþökunum í öskunni. Þetta var svolítið Palli var einn í heiminum fílingur.“ Elva segir það hafa verið sárt að missa vinina sem margir hverjir hafi flutt á meginlandið. „Það voru engir gemsar á þessum tímum og maður vissi ekkert hvert vinirnir fóru eða neitt. Þetta var vissulega áfall. Mað- ur missti vinkonurnar og vinina út um allt land og maður vissi ekkert hvar fólk var niðurkomið. En sem betur fer hélt Viðlagasjóður utan um þetta og þar var allavegana hægt að finna út hvar fólk væri.“ Leiklistin átti hug hennar allan Leiklistarbakterían gerði fljótt vart við sig hjá Elvu. Tólf ára göm- ul byrjaði hún að leika með Leik- félagi Vestmannaeyja auk þess sem hún lék með skátunum og tók þátt í skólaleikritum. „Í leikfélaginu kviknaði áhug- inn gríðarlega. Ég hafði afskaplega gaman af þessu og þetta átti hug minn allan. Síðan lék ég í myndinni Nýju lífi og þá sá ég að ég gæti hugs- anlega gert þetta að atvinnu minni. Ég hreinlega vissi bara ekki að það væri hægt að mennta sig til að verða leikari og hvað þá að vinna við það,“ segir hún hlæjandi og bætir við glettin: „Ég var nú ekki betur að mér en það á þessum tíma.“ Elva fékk mikla hvatningu til að feta leiklist- arbrautina. „Það voru ýmsir í leik- listarstéttinni sem hvöttu mig til að reyna fyrir mér í leiklistinni.“ Hún ákvað að slá til og skellti sér í bæinn og lét reyna á drauminn. „Ég fór í inntökupróf og komst inn. Ég var ekki með stúd- entspróf og þurfti að taka nokkra áfanga í ensku, íslensku og eitthvað svona í kvöldskóla.“ Örninn og Danirnir Síðan þá hefur Elva farið með fjölda hlutverka í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hún hefur leikið fjölda burðarhlutverka í leikhúsinu og einnig mörg aðalhlutverk í kvik- myndum og sjónvarpi. Athygli vakti þegar hún lék í dönsku spennu- þáttaröðinni Erninum sem hlaut alþjóðlegu Emmy-verðlaunin sem besti dramaþátturinn árið 2005. „Ég var beðin um að koma í prufu í gegnum Ríkissjónvarpið. Ég var spurð hvort ég talaði dönsku og ég játaði því. Ég fékk síðan hlutverk- ið og þetta var bara skemmtilegt. Þetta var ekkert öðruvísi en annað sem ég hef gert en þetta vakti tals- verða athygli,“ segir hún. „Eða þó. Það var smá munur á vinnubrögðunum. Danir tala rosa- lega mikið um hlutina, Íslendingar gera þá frekar. Í eitt skiptið átti ég til dæmis eftir eina töku og átti flug heim daginn eftir. Dagurinn var að verða búinn og þetta snerist þá um að allir hefðu þurft að vinna klukku- tíma lengur. Þá var haldinn 20 mín- útna fundur um það þar sem allir samþykktu að vinna lengur en á Ís- landi þá hefði ekki einu sinni verið spurt. Fólk hefði bara unnið,“ segir hún hlæjandi. Sigraðist tvisvar á krabbameini en fékk svo heilablæðingu Fljótlega eftir að hún flutti í bæ- inn til að halda í leiklistarskólann kynntist hún sambýlismanni og barnsföður sínum, Andra Erni Clau- sen. Þau hittust fyrst þegar hún var að þjóna á veitingastað í miðbæn- um. Þau urðu ástfangin en fengu skemmri tíma saman heldur en þau höfðu vonað. „Ég átti þessi tvö yndislegu börn mín með honum,“ segir hún og á við börnin sín tvö Agnesi Björt 20 ára og Benedikt 18 ára. „En svo fékk hann heilablæðingu árið 2000 og lést 2002,“ segir hún og þungi færist yfir andlit hennar. „Það var svaka- legt áfall, alveg rosalegt. Börnin mín voru bara 7 og 9 ára þegar þetta gerðist.“ Þegar áfallið dundi yfir hafði Andri tvisvar sigrast á erfiðu krabba- meini og fjölskyldan hélt að erfið- leikarnir væru að baki. „Hann gekk í gegnum tvö erfið krabbamein sem hann sigraðist á. Hann fékk fyrst krabbamein í eistað, sem var fjar- lægt. Síðan fékk hann krabbamein í eitlana í hálsinum og var í mjög erfiðum lyfjameðferðum. En hann sigraðist á þeim báðum.“ Dáinn lifandi í tvö ár Andri lifði í tvö ár eftir heilablæð- inguna en hún segir að fyrir sér og börnunum hafi hann sem persóna verið „farinn“ árið 2000 þó svo að hjartað hafi enn slegið. „Hann var dáinn lifandi. Það kom samt tímabil þar sem hann var að reyna að tjá sig, en ég vissi aldrei hvað var þarna á bak við. Stundum fannst mér eins og ég næði sam- bandi og stundum vissi ég ekki hvort það væri eða ekki. Stundum fannst mér eins og það glitti aðeins í hann en ég vissi ekki hvað það var eða hvort það væri hann,“ segir hún og auðséð er að það er ekki auðvelt fyrir hana að rifja upp þessa reynslu þótt hún beri sig vel. „Það er svo auðvelt að lifa í blekk- ingu, þykjast og búa til eitthvað sem ekki er. Stundum er raunveruleikinn svo sársaukafullur að það er næst- um ógjörningur að komast í gegnum hann. Algengt er í slíku ástandi að fólk ljúgi að sjálfu sér til að lifa sárs- aukann af. Ég gerði það aldrei, held- ur fór í gegnum sársaukann á minn hátt og auðvitað tók það á. Þetta er hluti af sorgarferlinu. Fólk upplifir svona reynslu á mismunandi hátt. Það er oft sárt að þora að viðurkenna fyrir sjálfum sér erfiðar staðreyndir,“ segir hún þungt hugsi. „Ég er ofboðslega mikið niðri á jörðinni. Þótt ég sé leikari þá hef ég alltaf verið mjög jarðbundin. Það hefur stundum hjálpað mér, allavega sem manneskju.“ Elva segist minn- ast Andra á fallegan hátt. Hann var sterkur karakter, gleðigjafi og afskap- lega fallegur og góður maður, sjarm- Stórleikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir gefst ekki upp þegar í harðbakkann slær. Henni var nýlega sagt upp föstum samningi í Þjóðleikhúsinu en er alsæl með að vera hætt því það veitir henni frelsi í verkefnavali. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá henni en hún lætur það ekki á sig fá enda hefur hún bjartsýnina að leiðarljósi í öllu sem hún gerir. Hún sagði Viktoríu Hermannsdóttur meðal annars frá því hvernig það að alast upp í Eyjum mótaði hana sem manneskju og í leiklistinni, hvernig hún tókst á við erfiðan ástvinamissi, kjaftasögur og gagnrýni og frá nýju ástinni í lífi sínu, ævintýramanni sem býr í Miami. „Stundum fannst mér eins og það glitti aðeins í hann en ég vissi ekki hvað það var eða hvort það væri hann. „Fullkomið frelsi“ MyND: GuNNaR GuNNaRSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.