Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Síða 37
Skrýtið | 37Helgarblað 15.–17. júlí 2011
n Ótrúlegar sögur af föngum sem hafa flúið fangelsi eða fangabúðir n Gengu frá Sovét-
ríkjunum til Indlands n Eini Bandaríkjamaðurinn sem náði að flýja úr fangabúðum í Víetnam
Flóttinn frá
Alcatraz
n Alcatraz-fangelsið við San Francisco-flóa
er enn þann dag í dag álitið eitt alræmdasta
fangelsi heims, 47 árum frá lokun þess.
Fangelsið var aðeins starfrækt í 29 ár og
samkvæmt opinberum gögnum reyndu 34
fangar að flýja á þeim tíma, en engum tókst
það. Líkur eru þó á að þremur föngum, Frank
Morris, Lee Morris og Clarence Anglin, hafi
raunverulega tekist að flýja úr fangelsinu.
Þann 11. júní 1962 hrintu þeir í framkvæmd
fífldjarfri áætlun sem þeir höfðu unnið að í
tvö ár: flóttanum frá Alcatraz.
Þeir héldu af stað að nóttu til, settu þrjú
gervihöfuð sem þeir höfðu útbúið í rúmin sín
og skriðu í gegnum göng sem tók þá langan
tíma að bora. Þeir komust inn í rými bak við
sjálfa fangaklefana og þaðan komust þeir
upp á þak fangelsisins. Þremenningarnir
klipptu á girðingar og komust af þakinu með
því að renna sér niður niðurfallsrör. Þar sem
Alcatraz stendur á eyju í flóanum höfðu
þeir smíðað lítinn fleka sem þeir notuðu að
lokum. Þrátt fyrir gríðarlega umfangsmikla
leit fannst hvorki tangur né tetur af föng-
unum þremur. Ómögulegt er því að segja
til um hvort þeir hafi komist í land en mjög
straumhart er í flóanum. Myndin Escape
From Alcatraz frá 1979 þykir ein besta heim-
ildamyndin um flóttann. n
Fangavörður lést
úr hjartaáfalli
Uppreisnin í Maze-fangelsinu á Norður-Ír-
landi árið 1983 verður lengi í minnum höfð.
Aðfaranótt 25. september, klukkan hálf
þrjú, gerðu 38 fangar sem allir voru meðlimir
Írska lýðveldishersins, IRA, uppreisn. Á óút-
skýrðan hátt hafði þeim tekist að smygla
gríðarlegu magni af byssum inn í fangelsið.
Byssurnar notuðu þeir til að hafa fangaverði
á gangi sjö undir; atburðarásin var hröð, einn
fangavarðanna lést úr hjartaáfalli meðan
á hamaganginum stóð, tveir voru skotnir
og tuttugu slösuðust. Fangarnir afklæddu
fangaverðina, tóku lykla að bifreiðum þeirra
og yfirgáfu fangelsið með hraði. Klukkutíma
síðar höfðu allir 38 fangarnir flúið. Lögreglu
tókst á næstu dögum að hafa hendur í hári
18 þeirra. Hinir fangarnir fundust aldrei. n
Ofbeldisgengið
Þann 13. desember árið 2000 fylgdist bandaríska þjóðin með fréttum af ofbeldisfullum
flótta sjö fanga úr John Connally-hámarksöryggisfangelsinu í Texas. Fangarnir beittu
fangaverði og aðra fanga sem reyndu að stöðva þá skelfilegu ofbeldi. Þeir stálu fötum
fangavarðanna, kreditkortum þeirra og bíllyklum. Þá stálu þeir talstöðvum þeirra til að
vekja ekki grunsemdir. Fangarnir sjö; Michael Anthony Rodriguez (á myndinni), George
Rivas, Donald Keith Newbury, Patrick Henry Murphy Jr, Larry James Harper, Randy Ethan
Halprin og Joseph C. Garcia, komust svo undan með því að nota fangaflutningabíl.
Sjömenningarnir gengu lausir í mánuð og á þeim tíma rændu þeir peningum, byssum
og myrtu lögregluþjón. Einn úr hópnum hefur þegar verið líflátinn, aðrir fimm eru á
dauðadeild og sá sjöundi svipti sig lífi.
Gengu frá Sovét-
ríkjunum til Indlands
Nútímafangelsi líta út eins og lúxushótel í samanburði við Fangabúðir 303 (e. Camp 303)
sem staðsettar voru í freðmýrum Síberíu á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Gúlagið var
eitt það versta í Sovétríkjunum. Árið 1939 var pólskur hermaður, Slawomir Rawicz, dæmdur
í 25 ára þrælkunarvinnu. Hann kom í búðirnar ári síðar, en ástæðan var sú að hann, ásamt
þúsundum annarra fanga, þurfti að ganga hundruð kílómetra í fangelsið sem þá var enn í
byggingu. Dag einn geisaði mikið óveður, kafaldsbylur, og ákvað Rawicz ásamt sex öðrum að
leggja á flótta.
Þeir héldu í suður og komust við gríðarlega erfiðar aðstæður yfir til Mongólíu. Þar létu þeir
ekki staðar numið heldur héldu áfram fótgangandi næstu ellefu mánuðina. Þeir komust
yfir Gobi-eyðimörkina og yfir Himalaya-fjöllin sem tók sinn toll. Þrír úr hópnum létust en
hinir fjórir komust að endingu til Breska Indlands sem þá var og hét. Um raunir sínar skrifaði
Rawicz bókina The Long Walk. Áhugasömum er einnig bent á myndina The Way Back með
Colin Farrell í aðalhlutverki sem frumsýnd var í fyrra.
Flóttinn úr Libby-fangelsinu í Banda-
ríkjunum árið 1864 er enn þann dag
í dag einn sá stærsti í sögu Banda-
ríkjanna. Þá tókst 109 föngum að
flýja fangelsið í gegnum göng sem
tók þá sautján daga að grafa. Fang-
arnir komust í kjallara fangelsisins og
fylgir það sögunni að hann hafi verið
stútfullur af rottum. Fimmtán fangar
stóðu að greftrinum og skiptu þeir
sér niður á átta tíma vaktir, fimm og
fimm í hóp, allan sólarhringinn. Þetta
gekk þó ekki allt eins og í sögu því þeir
komu upp á vitlausum stað – voru enn
innan fangelsisveggjanna. Þeir héldu
hins vegar áfram og komust að lokum
út úr fangelsinu. Aðeins 59 fangar af
þeim 109 sem flúðu komust undan og
fundust aldrei aftur.
Grófu göng
á 17 dögum
Stalag Luft III fangabúðirnar í Þýskalandi
nasismans þóttu alræmdar á sínum tíma.
Þangað voru fluttir orrustuflugmenn
sem Þjóðverjar höfðu náð að handtaka í
seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1944 reyndu
76 fangar að flýja fangabúðirnar. Hvorki
fleiri né færri en 600 fangar tóku þátt í að
grafa þrenn göng yfir tólf mánaða tímabil.
Verkefnið var erfitt, enda var eftirlit með
föngum mikið. Með samstilltu átaki tókst
föngunum þó að grafa göngin, en talið er að
þeir hafi þurft að losa sig við yfir 200 tonn
af sandi meðan á greftrinum stóð. Sem fyrr
segir reyndu 76 fangar að flýja en aðeins þrír
komust alla leið. Hinir voru teknir höndum
af fangavörðum. Samkvæmt heimildum
voru 50 þeirra teknir af lífi. Flóttinn mikli
var gerður ódauðlegur í myndinni The Great
Escape árið 1963.
Flóttinn mikli
Dieter Dengler, þýsk/bandarískur
orrustuflugmaður, er eini Banda-
ríkjamaðurinn sem tókst að
flýja úr fangabúðum á tímum
Víetnamstríðsins. Vél hans var
skotin niður yfir Laos árið 1966.
Dengler lifði slysið af og var hand-
tekinn í kjölfarið og færður í Hoi
Het-fangabúðirnar. Þegar verið var
að flytja Dengler í fangabúðirnar
reyndi hann árangurslaust að flýja.
Hann beið ekki lengi eftir því að
reyna aftur. Hann, ásamt tveimur
öðrum bandarískum orrustuflug-
mönnum, skaut þrjá fangaverði
til bana og komst inn í skóglendi
skammt frá fangabúðunum. 23
dögum síðar fannst Dengler á lífi
úr bandarískri flugvél. Hann var illa
haldinn af vökva- og næringar-
skorti en náði sér á strik aftur. Hinir
tveir flugmennirnir létu lífið.
Einstakur flótti
Jesúítapresturinn og reipið
Árið 1597 var Jesúítapresturinn John Gerard dæmdur til dauða á Englandi fyrir kaþólska trúar-
skoðun sína. Þá réð ríkjum á Englandi Elísabet I. Gerard sat í einu sögufrægasta fangelsi Eng-
lands, The Tower of London, en það var rammgert og erfitt viðureignar fyrir fanga í flóttahug.
Um leið og Gerard hóf afplánun fór hann að skipuleggja flóttann. Hann fékk ráð hjá samföngum
og fékk meðal annars að heimsækja einn fangann sem sat í hinum svokallaða Salt Tower, en sá
turn snéri út að ánni Thames. Saman tókst þeim að komast upp á þak turnsins. Þaðan köstuðu
þeir reipi að báti sem beið þeirra á ánni. Gerard og samverkamaður hans renndu sér svo niður að
bátnum og komust undan. Gerard tókst að flýja til Rómar þar sem hann lifði allt til dauðadags.
Sjarmör á flótta
Árið 1753 var
goðsagnakenndi
sjarmörinn
Giacomo Casanova
handtekinn í
Feneyjum fyrir
hórdóm. Hann var
dæmdur í fimm ára
fangelsi, en sætti
sig engan veginn við það að þurfa að afplána
dóminn. Hann skipulagði því flótta úr Leads-
fangelsinu þar sem hann afplánaði dóminn.
Með stöng úr stáli að vopni hóf Casanova að
grafa sig út úr fangelsinu. Verkefnið tók marga
mánuði, en að endingu tókst honum að grafa
sig inn í klefa hjá presti einum sem einnig
afplánaði dóm. Honum tókst að fá prestinn í
lið með sér og grófu þeir sig í sameiningu út úr
fangelsinu.
Fífldjarfar
flóttatilraunir