Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Qupperneq 39
Fókus | 39Helgarblað 15.–17. júlí 2011 Jóhanna Sigurðardóttir opnar miðstöð fræða og menningar: Garðarshólmi ýtt úr vör Garðarshólmi, miðstöð fræða og menningar, verður ýtt formlega úr vör á mánudag en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Timo Summa, sendiherra Evrópu­ sambandsins, Anders Ljunggren, sendiherra Svíþjóðar, Bergur Elí­ as Ágústsson, sveitarstjóri Norður­ þings og Kristen Hastrup, prófess­ or við Kaupmannahafnarháskóla opna miðstöðina. Á sama tíma verður verða und­ irritaðir samstarfssamningar á milli Garðarshólms og Háskóla Ís­ lands, Kaupmannahafnarháskóla og Háskólans í Stokkhólmi. Þema Garðarshólms verður samlíf manns og náttúru. Áhersla verður lögð á hvernig maður­ inn mótar náttúruna og náttúran manninn en Húsavík og Þingeyj­ arsýsla veita fágæt tækifæri til að fræðast um þetta samband. Starf­ semin verður fjölþætt en kjarni hennar verður sýning sem rek­ ur sögu Íslendinga og Íslands frá landnámi Garðars Svavarsson­ ar til okkar daga. Að auki mun Garðarshólmur vera aðstaða fyr­ ir menningarviðburði, ráðstefn­ ur, veitingaþjónustu, fundahöld, kynnisferðir, rannsóknir og fleira. Fyrsta fyrirlestraröð Garðars­ hólms fer svo fram þriðjudaginn 19. júlí í húsi Garðarshólms við Hafnarstétt. Fyrirlesarar í þessari fyrstu fyrirlestraröð eru Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða, Krist­ en Hastrup, prófessor við Kaup­ mannahafnarháskóla, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Stephan Barthel, Stockholm Re­ silience Centre, Þröstur Eysteins­ son, sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, og Ari Trausti Guðmundsson, rithöfundur og vísindamaður. Fyrirlestraraðir Garðarshólms nefnast einu nafni Garðarsbrunn­ ur og eru ætlaðar leikum sem lærðum. Hvað er að gerast? n Hárið í Hörpu Hópur valinkunns tónlistarfólks setti upp söngleikinn Hárið í Hofi fyrir nokkru og nú er sýningin komin í Hörpu. Miðasala fer fram á harpa.is en á föstudag hefst sýningin klukkan 19.00. Meðal leikenda eru Matti Matt og Jóhannes Haukur. n Quarashi á Nasa Hljómsveitin Quarashi snéri aftur á Bestu útihátíðinni um síðustu helgi og voru viðtökurnar slíkar að ákveðið var að halda tvenna aukatónleika á Nasa þessa helgi. Húsið opnar klukkan 23.00 bæði föstudag og laugardag. Miðaverð er 3.000 krónur. n Endurspeglun í Listasal Mosfellsbæjar Klukkan 16.00 opnar Sigtryggur Berg sýninguna Endurspeglun úr heila lista- mannsins í rými listasalsins í Listasalnum í Mosfellsbæ. Sýningin stendur til 5. ágúst en þar sýnir Sigtryggur hluta úr dagbókum sínum auk málverka í samtali við árstíðirnar. n Frumsýningarteiti Emmsjé Gauta Rapparinn Emmsjé Gauti og Illusion standa fyrir frumsýningarteiti á Café Oliver. Frumsýnt verður myndbandið við lagið Hemmi Gunn sem er af nýútkominni plötu rapparans. Húsið opnar klukkan 22.00 og er aldurstakmark 20 ár. n LungA á Seyðisfirði Hápunktur listahátíðarinna LungA er á Seyðisfirði á laugardag. Nánast samfleytt tónleikadagskrá verður frá 16.00 á laugar- deginum til 00.30. Á meðal listamanna sem koma fram eru GusGus, Mammút, Berndsen, Sin Fang, Reptile and Retard og Hanna Von Bergen. Miðasala fer fram á midi.is. n Gröndal í Gamla bænum Söngkonan Ragnheiður Gröndal heldur tónleika í Gamla bænum við Hótel Reynihlíð í Laufási á laugardag. Ásamt Hauki Gröndal á saxófón, Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar, Þor- grími Jónssyni á bassa og Pétri Grétarssyni á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og er aðgangur opinn öllum meðan húsrúm leyfir n Tónleikar á Gljúfrasteini Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari koma fram á Gljúfrasteini á sunnudag. Á efnisskránni eru klassísk verk fyrir píanó og flautu eftir Bach, Messiaen og Boehm. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 og aðgangseyrir er 1000 krónur. n Vaddý í Eden Valgerður Ingólfsdóttir, Vaddý, heldur sína áttundu málverkasýningu í Eden Hveragerði, dagana 12. júlí til 9. ágúst, næst- komandi. Málverkin á sýningunni eru fjöl- breytt, landlagsmyndir, götulíf í Reykjavík og á Eyrarbakka, hesta- og fuglamyndir svo eitthvað sé nefnt. 15 júlí Föstudagur 16 júlí Laugardagur 17 júlí Sunnudagur Ég hef svona í gegnum tíðina ver­ ið sá sem hefur mest verið að semja heima. Við Friðrik gerðum mikið af því að spila saman úti í skúr þar sem hann var á trommunum og ég glamr­ aði á gítarinn. Síðan lærði Friðrik á gítarinn sjálfur og svona aðeins í gegnum mig og fór þá að semja líka,“ en Jón segir þá bræður hafa verið á sömu bylgju í tónlistinni til að byrja með. „Hann var svona í þessu gítar­ poppi líka. En svo bara fyrir tilviljun fór hann út í þetta íslenska R&B þeg­ ar hann gerði lagið Hlið við hlið. Sem er bara frábært og hann hefur staðið sig vel þar. Hann er búinn að vinna sér inn töluverða virðingu svona miðað við hvernig þetta var fyrst.“ Hlæja að eigin bröndurum Jón segir það hafa hjálpað sér í að koma ferlinum af stað hve vel hefur gengið hjá litla bróður. „Það er bara jákvætt.“ Jón gerði eitt lag á plötunni hjá Friðrik Dór en þess utan hafa þeir bræður gefið lítið út saman. „Við spilum þó oft saman. Komum fram og syngjum lög hvor annars sem er bara skemmtilegt. Við erum líka með svipaðan húmor þannig að við skemmtum okkur vel saman. Segj­ um lélega brandara og hlæjum síðan sjálfir.“ Þó svo að ekkert samstarf hafi verið ákveðið í augnablikinu segir Jón það nokkuð öruggt að af því verði í framtíðinni. „Það væri nú fáránlegt ef við færum í gröfina án þess að gera eitthvað magnað saman.“ En hvaðan frá bræðurnir þessa hæfileika? Jón segir pabba þeirra oftar en ekki eigna sér heiðurinn af því. „Hann var söngvari í hljómsveit­ inni Frostmark á Laugarvatni. Ég hef aldrei heyrt neitt með þeirri hljóm­ sveit. Hann er samt flottur söngv­ ari, karlinn. Hann var nú annar bassi í Karlakórnum Þröstum hérna um árið,“ en Jón segir það nokkuð skondið þar sem þeir bræður sé báð­ ir nokkuð mjóróma. Slakur í Boston Jón útskrifaðist úr hagfræði frá Bos­ ton­háskóla vorið 2009 og hann saknar stundum skóladaganna. „Ég kunni mjög vel við mig þar. Þetta var frábær tími. Ég var í fótboltaliðinu þannig að maður þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ en Jón leikur í dag með bikarmeisturum FH. „Mað­ ur kynntist strax haug af drengjum í gegnum liðið og þeir redduðu manni íbúð og öllu sem þurfti.“ Jón saknar hvað mest nálægðar­ innar á skólasvæðinu. „Þar var fólk ekkert á bílum eins og hérna. Hér heima er maður alltaf að drífa sig eitthvert og alltaf að hoppa upp í bíl til að fara eitthvað. Ég sakna þess svolítið að geta ekki bara rölt um skólasvæðið slakur með iPodinn í eyrunum. Jón var að byrja í nýju og spenn­ andi starfi en hann var að taka sem ritstjóri tímaritsins Monitor af Birni Braga Arnarsyni. „Þetta er ótrúlega spennandi og skemmtilegt starf. Það er gaman að gera blað sem fjallar bara um jákvæða hluti. Ég væri örugglega ömurlegur rannsóknar­ blaðamaður.“ Allir syngi með Jón mun á næstunni fylgja útkomu plötunnar eftir en stærsta verkefni sumarsins er að koma fram á Þjóðhá­ tíð í Eyjum. „Það verður örugglega hressandi upplifun. Ég hef sjálfur farið fimm sinnum á Þjóðhátíð og alltaf skemmt mér vel.“ Jón Jónsson og hljómsveit spila á laugardegin­ um og telur tímasetninguna henta sér vel. „Þar sem við strákarnir erum ekki beint í ballgírnum þá held ég að þetta sé tilvalin tímasetning þarna á laugardagskvöldinu. Við tökum lög af plötunni og nokkur góð cover­lög. Vonandi fáum við fólkið með okkur. Draumurinn er að fá alla brekkuna til þess að syngja með í When You're Around. asgeir@dv.is Með Hemma Gunn á línunni Jón er nýr ritstjóri Monitor. Jón Jónsson Var að senda frá sér plötuna Wait for Fate. Jóhanna opnar Garðarshólm Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er á meðal þeirra sem opna miðstöðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.