Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 44
44 | Tækni 15.–17. júlí 2011 Helgarblað S uður-kóresk stjórn- völd hafa heitið því að hætt verði að nota bækur í skólum lands- ins og öll kennslu- gögn verði færð yfir á tölvutækt form. Í stað þess að krefjast þess af nemendum að mæta með skólabækurnar í skólann verður börnum kennt í gegn- um miðlægt net sem mennta- málayfirvöld munu uppfæra með nýjustu kennslugögnun- um. Þurfa því nemendurnir að tileinka sér að nota tölvur og spjaldtölvur í skólanum og til að vinna heimaverkefni. Mörg hundruð milljarða verkefni Stjórnvöld í landinu hafa þeg- ar ráðstafað um jafnvirði 235 milljarða íslenskra króna í verkefnið. Hugmyndin er svo að þróa samhliða skýþjónustu þar sem allt námsefni verður geymt þannig að nemendur hafa aðgang að sínum gögn- um sem og kennslugögnunum hvar og hvenær sem er. Þannig er það lengur ekki afsökun fyrir nemendur að hafa verið veikir hafi þeir ekki unnið heima- vinnuna sína. Munu mennta- málayfirvöld líka bjóða upp á fjarnám í gegnum skýþjón- ustuna. Mun þetta því að öll- um líkindum auka aðgengi íbúa Suður-Kóreu að mennt- un. Þrátt fyrir að stjórnvöld reikni með miklum kostn- aði við umbreytingarnar mun menntakerfið í landinu lík- lega spara mikið til langs tíma litið. Margfalt ódýrara er að gefa út efni á tölvutæku formi en að prenta það í bækur. Með breytingunni mun líka verða talsvert einfaldara að uppfæra kennslugögnin og verða því minni líkur á að kennslugögn úreldist. Grunnurinn að þessu er skýþjónustan sem virkar eins og miðlægt internet fyrir upplýsingar. Stjórnun netsins mun svo liggja hjá mennta- málaráðuneytinu þannig hægt sé að tryggja gæði efnisins. Líklegt til að ganga vel Þessi mikla bylting sem stjórn- völd í Suður-Kóreu boðar mun að öllum líkindum ganga ágætlega. Landið er mjög framarlega er varðar tækniþró- un og eru íbúar landsins flest- ir duglegir við að tileinka sér nýja tækni. Spjaldtölvur hafa þá einnig þróast mjög hratt og hafa náð góðri útbreiðslu á skömmum tíma. Það er þó hugsanlega háleitt markmið að ætla að útrýma öllum bók- um úr skólum í heilu landi en það mun þó að öllum líkind- um gerast á endanum. Þetta mun þó án efa flýta fyrir þróun í útgáfu efnis á stafrænu formi í landinu. „Við gerum ekki ráð fyrir því að það verði flókið að skipta út bókum fyrir stafrænt efni þar sem nemendur eru van- ir stafræna umhverfinu,“ seg- ir menntamálaráðherra Suð- ur-Kóreu í samtali við erlenda fjölmiðla. Þá er talið líklegt að með tilkomu spjaldtölva verði enn auðveldara að fá nemend- ur til að nota tölvur í stað bóka. Það mun þó ekki koma í ljós fyrr en eftir fjögur ár hvern- ig verkefnið gengur í raun og veru. Engar bækur – bara tölvur n Hætta að nota bækur í kennslu fyrir árið 2015 n Ætla að setja upp miðlæga skýþjónustu með námsgögnum n Nemendur munu læra í gegnum spjaldtölvur Framleiða spjaldtölvur Eitt stærsta tæknifyrirtæki heims, Samsung, framleiðir spjaldtölvur en ekki kemur fram í áætlunum stjórnvalda hvort spjaldtölvur frá því fyrirtæki verði notaðar í kennslu. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Tækni Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Tækni S amfélagssíðan Google+ hefur strax vakið mikla at- hygli en aðeins eru tvær vikur frá því að prufuút- gáfa af henni var opnuð. Strax er um ein milljón manns um víða veröld farin að nota síðuna. Þó nokkrir Íslendingar eru meðal þeirra sem byrjaðir eru að nota vefinn. Vefurinn á að vera svar Google við vefsíðum á borð við Facebook og Myspace en þær hafa notið gífurlegra vinsælda. Ef þú ert að skrifa uppfærslur eða skilaboð á Google+ geturðu notað styttingar til að feitletra, skáletra eða strikað yfir texta með því að setja stjörnu (*) báð- um megin við orðið sem þú ætlar að feitletra, með því að setja und- irstrik (_) báðum megin við orð- ið sem þú ætlar að skáletra eða bandstrik (-) báðum megin við orðið sem þú ætlar að strika yfir. Til að merkja vini þína í stöðuuppfærslum eða skila- boðum á Google+ geturðu bæði notað plús (+) eða hjá-merkið (@) á undan nafni þeirra. Þegar þú gerir þessi merki og byrjar að skrifa eitthvert nafn færðu lista yfir þau nöfn vina þinna sem koma til greina. Þú getur stytt þér leið og valið nafnið sem þú vilt úr listanum. Þú getur sent fólki skila- boð beint úr stöðuuppfærslu- glugganum sem er á upphafs- síðu Google+. Til að skilaboðin fari bara á tilætlað fólk geturðu eytt út þeim vinahringjum sem sjálfkrafa er deilt til og bætt við Google+ vin og hvaða netfangi sem er. Þú verður svo bara að passa þig að breyta stillingunum næst þegar þú sendir inn stöðu- uppfærslu. Í myndasafninu þínu á Google+ geturðu gert einfaldar breytingar á myndunum þínum. Til að breyta myndunum ferðu í myndaalbúmið, velur mynd, velur „actions“ og svo „edit photo“. Þá færðu upp glugga þar sem þú getur gert margvíslegar breytingar á myndinni. Fjórir hlutir til að gera á Google+ n Samfélagssíðan Google+ vekur athygli Facebook fyrir venjulega síma Stjórnendur Facebook hafa loksins áttað sig á því að það eiga ekki allir snjallsíma. Fyrir- tækið hefur nú sent frá sér java- viðbót fyrir venjulega farsíma en margar eldri tegundir síma, það er að segja símar sem ekki teljast til svokallaðra snjall- síma, geta keyrt java-forrit. Gefst notendum einafaldari síma loksins tækifæri á að nota sérhæfða Facebook-viðbót sem gerir þeim kleift að ná betri stjórn á Facebook-síðunum sínum í gegnum farsímann. Fundu galla í iOS Tölvuhakkarar hafa fundið ör- yggisgalla í iOS-stýrikerfinu frá Apple. Stýrikerfið er meðal ann- ars notað til að keyra iPad-spjaldtölvur, iP- hone-farsíma og iPod Touch-tónlistarspilar- ann. Sérfræðingar sem fréttastofan Reuters ræddi við vegna örygg- isgallans segja hann vera það alvarlegan að óprúttnir aðilar gætu misnotað hann til að ná stjórn á tækjum sem keyrð eru á stýrikerfinu. Hakkararnir greindu frá öryggis- gallanum á heimasíðunni Jail- breakMe.com. 50 milljón síður nota WordPress WordPress-vefumsjónarkerfið hefur náð enn einum áfang- anum en það er nú notað til að keyra yfir 50 milljón vefsíður. Þetta staðfesti Matt Mullenweg, mað- urinn á bak við Wor- dPress-verkefnið, á blogginu sínu á mánudag. Nýjustu útgáfu kerfisins hefur þá einnig verið hlaðið niður yfir milljón sinnum, en útgáfan kom út fyrir viku. Mullenweg sagði á blogginu sínu í tilefni áfangans að þetta væri ánægju- legur áfangi en hann sjálfur var staddur á WordCamp-ráðstefnu þegar þetta met var slegið. Toyota keyrir á Linux Brátt mun Toyota-bíllinn þinn keyra á Linux. Það kanna að hljóma undarlega en Toyota hefur gengið til liðs við Linux Foundation og mun bílafram- leiðandinn, sem er einn sá stærsti í heimi, nota Linux-stýri- kerfið í framtíðinni til að stjórna öllum þeim tölvustýrðu tólum sem er að finna í bílunum. Stjórnendur Toyota tilkynntu þessa breytingu í síðustu viku. Kom fram í tilkynningunni að með þessari breytingu reyndi fyrirtækið að fylgja þeirri öru tækniþróun sem á sér stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.