Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Qupperneq 54
54 | Fólk 15.–17. júlí 2011 Helgarblað Grét þegar Dobby dó Leikarinn og útvarpsmað- urinn Ævar Þór Benedikts- son var með tárin í augunum á miðvikudag þegar hann fór á tvöfalda sýningu á Harry Potter og dauðadjásnunum en seinni hluti myndarinnar var forsýndur þá. Deildi hann með Facebook-vinum sínum í hléi á milli myndanna hvernig stemningin væri í salnum. „Mynd 1 var ad klárast og salurinn tárvotur eftir dauda húsálfsins Dobby. Ég þori ekki ad hugsa til þess hvernig þetta verður eftir mynd 2,“ sagði hann áður en seinni hlutinn byrjaði. Bergþór að skúra Stórsöngvarinn Bergþór Páls- son er þekktur fyrir einstaka snyrtimennsku og kurteisi. Hann reyndi þó engu að síður að sannfæra sjálfan sig og Face book-vini sína um að hann gæti ekki ryksugað gólfin heima hjá sér á fimmtudag. „Skv. heimilisplaninu á ég gólfin í dag, verð eiginlega að fresta því, þarf nefnilega að æfa franska þjóðsönginn af kappi fyrir móttöku sendiráðs- ins í tilefni þjóðhátíðardags- ins. Eða er ég kannski bara að reyna að finna mér afsökun? Ertu að meina að ég geti alveg æft þjóðsönginn, skúrað og ryksugað líka? Og farið létt með?“ sagði hann á Facebook- síðunni sinni og bætti við: „Jæja þá.“ Gaf stera- tröllinu rödd Rithöfundurinn Mikael Torfa- son fór mikinn í viðtali í út- varpsþættinum Harmageddon á X-inu á fimmtudaginn. Fór hann ítarlega yfir fjölmiðla- sviðið og skaut þar í allar áttir. Mikael var ritstjóri DV en þar kynnti hann til leiks tvær pers- ónur sem hafa farið mikinn í fjölmiðlum undanfarin ár. Bæði réð hann Tobbu Marinós í sitt fyrsta starf sem blaða- mann og þá var það Mikael sem kynnti Gillzenegger fyrst til leiks sem pistlahöfund. „Ertu ánægður með það?“ var hann spurður. „Maður vill veita einhverjum rödd sem hefur enga rödd. Þarna fékk hann að tala, steratröllið og vitleysingurinn sem hékk bara í ljósabekkjum og var að gera grín að sjálfum sér og öðrum.“ Þ að er bara stórkost- legt. Þetta gengur bara vel,“ segir Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra að- spurð hvernig það sé að vera í fæðingarorlofi. Hún eignaðist sinn þriðja son þann10. júní síðastliðinn. „Þetta er bara merkilega skemmtilegt allt saman,“ segir hún og bætir við að allt gangi vel. „Ég get allavega ekki kvartað yfir neinu.“ Drengurinn fékk nafnið Ármann Áki fljótlega eftir að hann fæddist. Fyrra nafnið er úr fjölskyldu Katrínar en það seinna út í loftið. „Ég á bróð- ur sem heitir Ármann og svo átti ég afa sem hét Ármann. Svo er Áki bara gott skandi- navískt nafn, þekkt frá land- námi.“ Hún er alsæl í fæðingarorlof- inu en viðurkennir þó að það sé mikið að gera á stóru heim- ili. „Ég hef reyndar aldrei skil- ið fólk sem lítur á þetta sem frí. Þetta er mikil vinna, sér- staklega þegar maður er með tvo aðra herramenn, 3 ára og 5 ára, þá er nóg að gera,“ segir Katrín hlæjandi og bætir við: „Ég dáist að konum um aldur og ævi sem hafa verið að ala upp börn.“ Pólitíkin er þó enn í huga hennar þó hún sé í fæðing- arorlofi. „Ég fylgist með en svona öðruvísi. Það er allt öðruvísi að vera í fæðingar- orlofi og bera ekki ábyrgð á því sem er að gerast. Maður hlustar á fréttirnar með öðru hugarfari. Ég er ekta svona týpan núna sem situr heima í sófanum og er með skoðanir á öllu.“ Hún segir þó auðvelt að gleyma pólitíkinni. „Það er alveg hættulega auðvelt að hætta að hugsa um pólitíkina og hugsa bara um barnaupp- eldi.“ Fjölskyldan er hamingju- söm með nýjustu viðbótina og allir una sér vel. „Við erum bara orðin mjög góð. Við erum komin yfir vístölustærð- ina. Það eina sem við þurf- um að hafa áhyggjur af er að kaupa stærra hjónarúm. Það enda eitthvern veginn allir á þeim stað,“ segir Katrín. Ráðherrann hefur ekki ákveðið hvenær hún snúi aft- ur til starfa og nýtur þess að vera heima með strákunum sínum þangað til. „Það kem- ur með haustinu einhvern tímann en það er engin dag- setning komin á það enn.“ viktoria@dv.is n Nýtur þess að vera í fæðingarorlofi með yngsta syninum n Fékk nafnið Ármann Áki n Fylgist með pólitíkinni heima í stofu n Skilur ekki fólk sem lítur á fæðingarorlof sem frí „Hættulega auðvelt að gleyma pólitíkinni“ Svala ekki á leið heim í bráð og losar þess vegna úr geymslunni: Selur fötin sín á Íslandi „Ég er bara að selja föt sem ég á hérna heima á Íslandi. Ég er að losa geymslu sem ég er með á Íslandi sem er full af fötum,“ segir söngkonan Svala Björgvinsdóttir en hún heldur fatamarkað á laugar- daginn. Hún er núna í stuttri heimsókn á Íslandi eftir að hafa verið á tónleikaferða- lagi í Evrópu með hljómsveit sinni Steed Lord. Hún ætl- ar að nota tækifærið meðan hún er á Íslandi til selja föt- in sem hún skildi eftir þegar hún flutti út. „Núna hef ég búið í LA í tvö ár og er ekkert á leið- inni að flytja til Íslands í bráð. Sum fötin eru ónotuð og þau sem eru notuð hef ég kannski farið í þrisvar, fjór- um sinnum á ævinni.“ Svala er þekkt fyrir að vera mikil tískudrós og hefur sér- stakan áhuga á svokölluð- um „vintage“ fatnaði. Það verður því vafalaust hægt að finna einhverja gullmola úr geymslunni hjá henni. „Ég ætla að selja þetta rosalega ódýrt því ég vil losa mig við öll fötin. Vonandi geta sem flestar stelpur kom- ið og fundið eitthvað flott á sig.“ viktoria@dv.is Stutt stop Svala er í stuttri heimsókn á landinu og nýtir tímann til að selja fötin sín. Fæðingarorlof er ekkert frí Þriggja barna móðirin og menntamálaráðherrann Katrín kann vel að meta að vera í fæðingarorlofi með yngsta soninn. Hún fylgist með pólitíkinni af hliðarlínunni en snýr aftur til starfa með haustinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.