Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Page 56
Sérstakur
gæslu-
maður!
Birgitta minnist
Sævars
n Andlát Sævars Ciesielski hefur
snert við mörgum. Alþingiskonan
Birgitta Jónsdóttir tjáði sig um fráfall
hans á Facebook-síðu sinni og finnst
sorglegt að mál hans hafi ekki verið
tekið upp að nýju. „Blessuð sé minn-
ing hans. Ég þekkti Sævar aðeins
– kynntist honum sem unglingur
þegar mamma stóð fyrir tónleikum
með reglulegu millibili á Litla-
Hrauni. Hann var þá í hljómsveitinni
Rimlarokk:) Sorglegt að það hafi ekki
tekist að fá málið hans tekið upp að
nýju,“ skrifaði Birgitta. Eva Hauks-
dóttir skrifar athugasemd við færslu
Birgittu og bendir henni á undir-
skriftalista á netinu þar sem skorað er
á yfirvöld um endurupp-
töku málsins. Birgitta
lét ekki segja sér
það tvisvar
og skrifaði
á listann
nokkrum
mínútum
síðar.
Ánægður með
fiskisúpuna
n Hagfræðingurinn Ólafur Arnarson
hefur verið á ferð og flugi um landið
að undanförnu og eytt góðum tíma á
Vestfjörðum. Ólafur skrifar pistil um
ferðina á bloggsíðu sína, en meðal
þess sem stóð upp úr er dýrindis
fiskisúpa sem hann fékk á Tjöruhús-
inu á Ísafirði. „Fiskisúpan var engu
lík. Ég hef fengið hina frægu „Soup
de Poisson“ á frönsku Rívíerunni
en sú hefur ekkert í fiskisúpuna
hans Magga Hauks
á Tjöruhúsinu.
Við Íslendingar
þurfum svo
sannarlega
ekki að
þvælast til
útlanda til að
fá heims-
klassamat,“
segir
Ólafur.
Henry hrekktur
n Henry Birgir Gunnarsson, íþrótta-
fréttamaður á Fréttablaðinu, lenti illa
í klóm félaga sinna á fimmtudag. Þeir
settu smáauglýsingu í Fréttablaðið
þar sem búslóð hans var auglýst
til sölu fyrir slikk. Meðal þess sem
boðið var til sölu var 50 tommu Bang
& Olufsen sjónvarp á 35 þúsund
krónur. Það þykir afar lítið fyrir slíkt
tæki. Henry sagði í samtali við DV.is
á fimmtudag að varla liðu meira en
tvær mínútur á milli símtala. Slíkur
væri áhuginn.
„Þetta er dagur
eitt í steggjun,“
sagði Henry
sem gengur í
það heilaga á
næstunni.
„Foreldrar yngri flokkanna í fót-
boltanum sjá um gæsluna á vell-
inum og þar sem ég er með drengi
í yngri flokkum tek ég mínar vakt-
ir í gæslunni eins og aðrir,“ seg-
ir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, spurður út í mynd sem
tekin var á leik ÍA og Leiknis á Skag-
anum í vikunni. Þar sést Ólafur Þór
ábyrgðarfullur á svip við gæslustörf
í gulu vesti sem er ólíkt þeirri mynd
sem landsmenn hafa af Ólafi Þór
sem sérstökum saksóknara.
Ólafur Þór hefur unnið í ýms-
um erfiðum málum á vegum
embættisins en aðspurður hvort
hann hafi lent í hasar eða þurft að
beita sér sem gæslumaður segir
Ólafur að leikurinn hafi farið vel
fram að öllu leyti. „Eins og leikirn-
ir eru venjulega. Þetta er allt saman
mjög rútínerað. Foreldrar og krakk-
ar eru settir á ákveðna pósta og
standa þar meðan á leik stendur.“
Hann segist ekki geta logið því
að blaðamanni að hann sé mikill
fótboltaáhugamaður. „Ég hef nú
takmarkað fylgst með fótbolta og
enn minna eftir að ég hóf það starf
sem ég gegni í dag. Nú er ég hins
vegar í sumarfríi og þá gefst stund
milli stríða til að taka þessar vakt-
ir. Sem ég geri eins og aðrir foreldr-
ar sem eiga börn í þessum flokki.
Þetta er þó ekkert hálaunastarf,“
segir hann hlæjandi.
Þrátt fyrir að Ólafur Þór hafi ekki
getað fylgst mikið með fótboltan-
um vegna anna segist hann vera
harður ÍA-maður. „Ég bý á Akranesi
og þá er nánast sjálfgefið að vera
ÍA-maður,“ segir hann að lokum.
Þess má geta að Skagamenn unnu
leikinn 2–0.
Ólafur Þór Hauksson fylgist ekki mikið með fótbolta vegna anna í starfi:
Saksóknari í gæslunni
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelgarBlaÐ 15.–17. Júlí 2011 80. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr.
Sérstakur saksóknari í gæslunni
Ólafur Þór stóð vaktina sem gæslumaður
á leik ÍA og Leiknis í vikunni.
Mynd ÓlAfur ÞÓr HAlldÓrSSon