Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 6
– Reykjavík – Akureyri – E i t t s í m a n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0 KarEtta Hægindastóll frá Furninova VErð frá: 99.990 HægindAstólar DEgano Hægindastóll frá Furninova VErð frá: 99.990 aDElE Borðstofustóll Vönduð áklæði, margir litir VErð frá: 39.990 gyro Hægindastóll frá Conform VErð frá: 149.990 gaga Hægindastóll frá Conform VErð frá: 179.990 Forritun á eftir að vera notuð enn meira í framtíðinni.  Vegagerð Skógræktarfélög leggjaSt ekki gegn Vegi um teigSSkóg Engin náttúrufræðileg rök gegn vegabótum Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt átta skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigs- skóg í Þorskafirði, að því er fram kemur í ályktun þeirra. „Í umræðu um ráðgerðan veg hefur því m.a. verið haldið fram að nauðsynlegt sé að varðveita Teigsskóg. Telja verð- ur að þetta séu haldlaus rök, notuð sem yfirvarp. Örlítið brot af Teigs- skógi og skóglendi að vestanverðu í Þorskafirði fer undir veg samkvæmt nýjustu tillögu Vegagerðarinnar, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. Skaðinn er því óveruleg- ur. Við fyrirhugaðar framkvæmdir verður jafnmikill birkiskógur rækt- aður innan héraðs til mótvægis við skerðingu í Teigsskógi. Birkiskóg- lendi á sunnanverðum Vestfjarða- kjálkanum minnkar því ekki við gerð vegarins,“ segir meðal annars í ályktuninni. Þar segir jafnframt að nýr veg- ur um Teigsskóg muni greiða al- menningi leið til að njóta skógarins og annarra fallegra náttúrufyrir- brigða við utanverðan Þorskafjörð. „Engin sérstök náttúrufræðileg rök hníga því til þess,“ segir síðan, „að fáeinir hektarar af birki í Teigs- skógi skuli vera sá farartálmi nauð- synlegum vegabótum sem raun ber vitni. Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna.“ - jh Skógræktarfélag Íslands og átta skógræktarfélög á Vestfjörðum styðja vegagerð um Teigsskóg á sunnanverð- um Vestfjörðum. Innanríkisráðherra og vegamálastjóri kynntu sér staðhætti í fyrra. Mynd innanríkisráðuneytið  tækni eftirSpurn eftir forriturum er meira en framboð Evrópska forritunarvikan hefst á laugardag en þá sameinast fólk á viðburðum og námskeiðum gagngert til að læra forritun og til að auka tæknilega tilburði sína. Berglind Ósk Bergsdóttir tölv- unarfræðingur segir mikilvægt að almenningur öðlist þekkingu á forritun enda eigi hún eftir að skipta mun meira máli þegar fram líða stundir. Sérstaklega finnst henni þurfa að auka forritunar- kennslu í grunnskólum. Þ að ætti að kenna forritun í grunn-skólum. Það er alveg jafn mikilvægt, ef ekki mikilvægara, að kenna for- ritun í grunnskólum og að kenna smíði,“ segir Berglind Ósk Bergsdóttir tölvunar- fræðingur. Hún starfar sem Android-forrit- ari hjá Plain Vanilla en var áður hjá tónlist- arveitunni Gogoyko. Berglind hélt erindi sem bar yfirskriftina „Mikilvægi forritunar fyrir framtíðina“ á fundi sem haldinn var í tilefni af Evrópsku forritunarvikunni sem hefst á laugardag. Markmið forritunarvik- unnar er að vekja áhuga og auka skilning fólks á forritun. Forritun verður sífellt stærri hluti af lífi almennings. Þannig eiga öpp í síma, nýjar þvottavélar, GPS-leiðsögutæki, samskipta- miðlar á netinu og tölvuleikir það sameig- inlegt að það er allt byggt á forritun. Berglind var um tíma formaður NÖRD, Nemendafélags tölvunarfræðinema við Há- skóla Íslands, og segir hún marga skorta grunn þegar þeir hefja nám í tölvunarfræði á háskólastigi. „Stór hluti þeirra sem hefja háskólanám í forritun hafa aldrei áður for- ritað og brottfallið er mikið enda treysta sér ekki allir til að byrja forrita upp á eig- in spýtur. Forritun er kennd í einhverjum framhaldsskólum en alls ekki öllum. Þá veit ég að Skema hefur verið í samstarfi við um tíu grunnskóla vegna kennslu í forritun,“ segir Berglind sem finnst að þetta fag eigi að vera kennt í öllum skólum. „Forritun á eftir að vera notuð enn meira í framtíðinni en þekking á forritun eykur líka skilning á því hvernig tölvur virka sem þá einnig veitir fólki skilning á tölvuöryggi. Að undanförnu hafa komið upp margir alvarlegir öryggis- brestir því fólk áttar sig ekki á því hvernig tölvuöryggi virkar,“ segir hún. Forritun í daglegu lífi og tæknivæðing verður sífellt fyrirferðarmeiri á komandi árum og má reikna með að hefðbundin heimilistæki verði forrituð í meira mæli en áður. Berglind tekur dæmi um hvernig hægt er að leika sér með forritun. „Í Pla- in Vanilla vorum við nýlega með svokall- að Hakkaþon þar sem þemað var að gera vinnustaðinn skemmtilegri. Við skiptum okkur í hópa og minn hópur forritaði lyft- una þannig að hún spilaði tónlist þegar hún opnaðist,“ segir hún. Berglind bendir á að með þekkingu á for- ritun sé hægt að gera ýmsar hugmyndir að veruleika. „Það þarf ekki að eyða neinum náttúruauðlindum til að forrita. Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín með hug- myndir að appi eða vefsíðu en vantar bara forritara til að hugmyndin komist til fram- kvæmda. Það sárvantar fleiri forritara og fólk þarf að læra að forrita sjálft til að vinna áfram með hugmyndir sínar,“ segir hún. Skráða viðburði á Íslandi í Evrópsku for- ritunarvikunni má finna á vefnum Events. codeweek.eu. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Grunnskólabörn þurfa forritunarkennslu Berglind Ósk Bergs- dóttir, tölvunarfræð- ingur og forritari hjá Plain Vanilla. Börn eru afar áhugasöm um tækni og fljót að læra. Þrátt fyrir það er lítið um forritunarkennslu í yngstu árgöngunum og jafnvel þó komið sé upp í framhaldsskóla eru ekki allir skóla sem bjóða upp á nám í forritun. NordicPhotos/Getty 6 fréttir Helgin 10.-12. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.