Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 28

Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 28
Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma Sími 568 6880 Prófaðu ALTA frá Oticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum. Missir á meðgöngu breytir manni til frambúðar Í kjölfar missis á með- göngu ákváðu þrjár konur að gera þyrfti endurbætur á duftreitnum í Fossvogs- kirkjugarði. Styrktarfélagið „Gleym mér ei“ var stofnað og síðan hafa þær ekki hætt að láta sig málefnið varða. Anna Lísa Björnsdóttir er ein þessara kvenna en hún á í dag lítinn dreng eftir að hafa farið í smásjáraðgerð á leghálsi. Þessi nýstárlega aðgerð hefur verið fram- kvæmd þrisvar á Íslandi af kvensjúkdómalækninum Jóni Ívari Björnssyni, sem starfar við Háskólasjúkra- húsið í Harvard. A nna Lísa missti son sinn árið 2011 og í kjölfarið greindist hún með legháls- bilun. Leghálsbilun veldur fóstur- missi í um það bil 2% tilfella þeirra sem missa á meðgöngu og síðan á sjötta áratug síðustu aldar hefur verið framkvæmd inngripsmikil aðgerð á leghálsi til að koma í veg fyrir missi. Í þá daga voru konur í nokkra daga inni á spítala og í allt að átta vikur að jafna sig en í dag er hægt að framkvæma kviðsjár- aðgerð á leghálsinum með smásjá sem er ekki eins mikið inngrip í líkama og gerir konum kleift að fara heim samdægurs. Síðan árið 2007 hefur kvensjúkdómalæknir- inn Jón Ívar Einarsson sérhæft sig í aðgerðinni á kennslusjúkrahúsi Harvardsjúkrahússins Brigham and Women’s Hospital, þar sem hann starfar. Jón Ívar framkvæmdi aðgerðina á Önnu Lísu árið 2011 og hefur síðan hjálpað tveimur öðr- um konum hérlendis. „Eftir að hafa kynnt mér þessa gömlu aðgerð á leghálsi fannst mér hún ekki koma til greina, fannst hún of inngrips- mikil og gamaldags og enn síður þegar ég frétti af þessari aðgerð sem Jón Ívar framkvæmir í Banda- ríkjunum. Hún er mjög árangurs- rík og engan veginn inngripsmikil og mér fannst alls ekki koma til greina að reyna að verða barns- hafandi aftur fyrr en ég væri búin að fara í þessa aðgerð. Við höfðum bara samband við Jón Ívar beint og hann bauðst til að gera þetta í næsta fríi á Íslandi.“ Hræðslan eftir missinn Anna Lísa segir það auðvitað ekki vera auðvelt að ganga í gegnum aðra meðgöngu eftir að hafa misst. Það fylgir því gríðarleg hræðsla og óöryggi. „Ég hafði hellt mér út í upp- lýsingaöflun við gerð bæklinganna fyrir Landspítal- ann og vissi því að það er enginn tími öruggur þegar kemur að því að missa og það er aldrei hægt að vera 100% öruggur um það að barnið komi með heim lifandi af fæðingardeildinni. En að sama skapi var alveg sérstaklega vel hugsað um mig í meðgöngu- eftirlitinu á Landspítalanum þar sem ég var í áhættu. Við þurftum að mæta reglulega og það var mikið að- hald. Það er svo ofsalega góð þjónusta þar og gott starfsfólk, bæði læknar og sálfræðingar, sem verður til þess að manni fór að líða í betur í svona öruggum höndum.“ Anna Lísa segist hugsa daglega til Örlygs, en það er nafnið sem þau hjónin gáfu syni sínum. Hún segir svona reynslu breyta lífinu til frambúðar. Björn kom með sólina inn í líf mitt en ég á samt aldrei eftir að hætta að syrgja Örlyg. Ég varð móðir árið 2011 þótt það sé ekki áþreifanlegt og ég lít svo á sem ég eigi á tvo syni, það verður alltaf þannig í mínum huga.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Anna Lísa Björnsdóttir með kraftaverkabarnið sitt. Anna Lísa fór í aðgerð á leghálsi hjá Jóni Ívari Einarssyni kven- sjúkdómalækni árið 2011 og varð barnshafandi að Birni syni sínum tveimur árum síðar. Mynd/Hari Styrktarfélagið „Gleym mér ei“ var stofnað af þremur mæðrum sem hafa misst á meðgöngu, þeim Önnu Lísu Björnsdóttur, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. „Til að byrja með vildum við safna fyrir endurbótum á duftreitnum í Fossvogskirkjugarði, en þar er sérstakur duftreitur fyrir fóstur og börn sem fæðast andvana. Það er yndislegt og alveg nauðsynlegt að hafa einhvern stað til að heimsækja þar sem litlu krílin eru. Svo vatt samstarf okkar upp á sig, við gerðum bækling fyrir Landspítalann um missi á meðgöngu og fórum í samstarf við Aurum við gerð skartgripalínunnar „Gleym mér ei,“ segir Anna Lísa. Hugsunin á bak við skartgripalínuna er að gefa fólki tækifæri til þess að styðja málstaðinn ásamt því að eignast eða gefa fallegan skartgrip sem gerir fólki kleift að tengja minningu um látinn ástvin við eitthvað áþreifanlegt, en það er oft stór hluti af sorg foreldra sem missa á meðgöngu. „Svo ákváðum við að skipuleggja minningarstund 15. október ár hvert, en það er alþjóðlegur dagur fyrir missi á með- göngu og skömmu eftir fæðingu.“ Minningarstund verður klukkan 21:00 í Bústaðakirkju þann 15. október næstkomandi. Missir á meðgöngu Fósturlátum er oftast skipt í snemmkomin og síðkomin fósturlát. Með snemm- komnum fóstur- látum er átt við þau sem verða á fyrsta þriðjungi með- göngu, þ.e. fyrstu 12 vikum hennar en með síðkomnum fósturlátum er átt við þau sem verða eftir 12. viku og til og með 22. viku meðgöngu. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Uppgefnar tölur um fósturlát eru nokkuð á reiki en algengt er að talað sé um að meðganga endi með fósturláti í 10-20% greindra þungana sem þýðir að 1 af hverjum 10 og allt upp í 1 af hverjum 5 með- göngum endi með slíkum missi. Missir á meðgöngu verður því að teljast mjög algengur. Ef reynt er að heimfæra þessar tölur upp á Ísland, þar sem fæðast rúmlega 4000 börn á ári, má áætla að a.m.k. 440 og allt upp í 1000 meðgöngur endi með fósturláti á ári hverju. Þannig má sjá að missir á meðgöngu snertir hundruð fólks hér á landi árlega. Tekið af vef Ljó- mæðrafélagsins. 28 úttekt Helgin 10.-12. október 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.