Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 34
ég næstum dauð. Læknarnir vildu endilega láta skipta um blóð í mér en ég vildi það alls ekki. Á þessum tíma var mikil umræða um eyðni­ smit og það eina sem ég hugsaði var að ég ætlaði ekki að fá blóð úr einhverjum úti í bæ, kom ekki til greina,“ segir Kata. „Endurhæfingin tók 3 til 4 mán­ uði og var gríðarlega erfiður tími, og upp úr þessu var samband okkar John orðið stirt og ég vildi skilja.“ Umsvifamikil fasteignavið- skipti í Kaliforníu Kata hefur undanfarin 30 ár unnið í fasteignabransanum í Kaliforníu og byrjaði snemma í viðskiptum með íbúðir. Í dag á hún tæplega 40 íbúðir í Los Angeles og vinnur við það að leigja þær út. „Þetta byrjaði þannig að við keyptum okkur inn í félag í L.A sem sá um nokkrar íbúðir,“ segir Kata. „John leit þannig á að hann þyrfti ekkert að vinna aftur, en mitt íslenska eðli var nú ekki á sama máli. Ég er alin þannig upp að maður þarf að hafa fyrir hlutunum. Þegar okkar leiðir skildu keypti ég hann út og hélt áfram,“ segir Kata. „Ég leit ekki upp í 5 ár, ég djöflaðist bara áfram í þessu til þess að koma Jonathan í skóla og búa til líf fyrir okkur. Hann er í dag fjölmiðlafræð­ ingur og býr í Japan ásamt japanskri konu og barni, sem er yndislegt,“ segir Kata með stóru brosi og er greinilega stolt móðir og amma. Katrín býr í dag með eiginmanni sínum, Lou Fabbiano, og hafa þau búið saman í 10 ár. „Þegar ég varð fertug kynntist ég honum í boði hjá vinkonu minni. Það var tekin mynd af okkur sam­ an ásamt öðru fólki og einhverju seinna var ég að skoða þessa mynd og fór að forvitnast um þennan kall, sem hafði þá verið að forvitn­ ast um mig líka,“ segir Kata. „Ég var alveg til í að fara að hitta hann og prófa. Við fórum út að borða og töluðum saman í 5 tíma,“ seg­ ir Kata. „Svo deituðum við í 9 ár. Ég ætlaði ekkert að gifta mig, ég ætlaði að koma Jonathan í gegnum skóla og svoleiðis og vildi ekkert að Lou tæki við mínum pakka,“ segir Kata. „Svo þegar það var búið þá sagði Lou að ég hefði engar afsak­ anir lengur og hann fékk mig upp að altarinu árið 2004. Hann er Ítali, prentari sem átti sitt eigið fyrirtæki, níu árum eldri en ég og ofsalega góður maður. Við náum mjög vel saman.“ „Ég hef það fínt og mér finnst þetta rosalega gaman. Ég er búin að hafa suma leigjendur í 27 ár og þeir eru bara eins og fjölskylduhóp­ ur. Mikið samband og hefur gefið mér mikið,“ segir Kata. „Ég hef aldrei átt fjölskyldu þarna úti og Lou í rauninni ekki heldur. Hann hefur ekki átt börn og nú er hann hættur að vinna og er sáttur.“ Vantar þig gistingu í útlöndum? Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is. T Ú R I S T I Sækir jólakonfektið í september Kata hefur verið viðriðin Íslend­ ingafélagið í Kaliforníu í 30 ár og hefur unnið gríðarlega óeigin­ gjarnt starf í þágu Íslendinga sem flutt hafa á vesturströnd Banda­ ríkjanna í gegnum tíðina. „Ég var forseti í 24 ár og í stjórn­ inni í einhver 6 ár og er enn,“ seg­ ir Kata. „Félagið var stofnað árið 1944 af Guðmundi Jónssyni söngv­ ara og Rögnvaldi Sigurjónssyni sem voru í námi á þessum tíma. Þeir, ásamt íslenskum konum sem komu frá Utah, giftar bandarísk­ um hermönnum, stofnuðu þetta félag. Þarna voru fleiri, eins og Bragi Freymóðsson frá Akureyri sem féll frá fyrir ekki svo löngu síðan og systir hans, Arndís, sem er enn í Kaliforníu og er um ní­ rætt.“ Hvað eru margir meðlimir í fé­ laginu í dag? „Það eru um 250 félagar skráðir í dag og það eru bæði Íslendingar og börn og barnabörn þeirra, sem tala kannski ekki málið en vilja halda tengslunum, og eru stolt af upprunanum,“ segir Kata. „Svo fæ ég hringingar í hverjum mánuði frá íslenskum krökkum sem eru í námi og vilja komast í kynni við aðra Íslendinga.“ Ert þú að leigja Íslendingum? „Nei, ég vil það ekki. Ég vil bara halda mínum rekstri sér. Það er oft sem maður þarf að vera leiðin­ legur í þessum bransa og þá er ágætt að halda því fyrir utan Ís­ lendingafélagið,“ segir Kata. „Ég hjálpa þeim að leita annarsstaðar og geri allt sem ég get til þess að hjálpa til.“ Íslendingafélagið stendur að þremur stórum viðburðum á ári. Þorrablóti, 17. júní skemmtun og jólaballi og segir Kata þátttökuna yfirleitt vera góða. „Ég er einmitt á leiðinni í Nóa Síríus að ná í jólakonfektið í þess­ ari ferð minni núna,“ segir Kata. „Við höfum verið heppin að fá hjálp frá íslenskum fyrirtækjum eins og Icelandair. Þeir hafa hjálpað með yfirvigt og flutninga á skemmti­ kröftum og slíkt,“ segir Kata. Kata var á landinu í heimsókn hjá móður sinni. Hún er mjög efins um það að hún muni flytja heim á endanum. „Nei, elskan mín,“ seg­ ir hún. „Mitt líf er í Los Angeles, ég mundi frekar flytja til Japan til þess að vera með Jonathan og ömmustelpunni minn, en vonandi koma þau frekar til mín.“ Líf Kötu hefur verið alveg ótrú­ lega viðburðaríkt og hún er enn að upplifa ný ævintýri. Er þetta amer­ íski draumurinn? „Já ætli það ekki bara, svei mér þá,“ segir hún og hlær. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég áttaði mig fljótt á því að það er meira í heiminum en Ísland og Hafnarfjörður. Í Boston lenti ég í mjög slæmum félagsskap. Var í hópi sem notaði mikið af eiturlyfjum og mörgum árum seinna fattaði ég að þetta hafði í rauninni bara verið mansal. 34 viðtal Helgin 10.-12. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.