Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 20
Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipratrópíumbrómið. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahettum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Otrivin Comp - gegn nefstíflu og nefrennsli Andaðu með nefinu Þ að sem ég gerði er að ég bjó mér til reikning hjá veitu sem heitir Tunecore. Þeir sjá um alla internet dreifingu á minni músík. Hvort sem það er á iTunes, Spotify eða álíka veitum,“ segir Svavar Knútur tón- listarmaður. „Spotify borgar beint inn á Tune- core-ið mitt. Það er ekki ennþá búið að ná Stefgjöldunum, er enn nokk- uð undir þeim. En á þremur árum hefur Spotify margfaldað greiðsl- urnar til mín og þær vaxa jafnt og þétt,“ segir Svavar sem kann vel við þetta fyrirkomulag. „Mín tónlist er mjög aðgengileg á netinu og margir sem bæði hlusta á og kaupa mína músík í gegnum netið. Ég hef verið að skoða streymið mjög mikið. Ein spilun í útvarpi eru náttúrlega mörg þúsund „streymi“ í raun, þar sem mörg þúsund manns eru með þetta í eyrunum á þeim tíma. Eitt streymi í Spotify er eitt par af eyrum að hlusta. En hlutfalls- lega held ég að Spotify borgi margfalt betur „per eyra“ sem heyrir, heldur en útvarp. Held að ein spilun á Spotify borgi sem samsvarar um 50 aurum, hálfri krónu. Það er ansi fljótt að leggjast saman. Þetta eru núna tæpar 14.000 spilanir í mánuði en vex mjög hratt,“ segir Svavar en lag hans sem er hvað mest spilað á Spotify er Emotional Anorexic með rúmlega 50.000 spilanir. Spotify borgar fyrir hvert land eftir tekjupotti í hlutfalli af spilunum í því landi. „Þetta er mjög jákvætt, töluvert jákvæðara en Torrent, þar sem bara er verið að stela. Spotify borgar 70% af sinni innkomu til listamannanna, sem er nú töluvert meira en allir smásalar geta gert,“ segir Svavar. Hvað með þá sem stela alltaf músíkinni, eru þeir líklegri til þess að kaupa áskrift að Spotify en þeir sem kaupa plötur? „Ég hef alltaf séð það svoleiðis að fólk stelur af forvitni og ef það er hrifið af því sem það heyrir, þá kaupir það viðkomandi vöru eða nálgast hana á hátt sem listamaður- inn græðir,“ segir Svavar. „Annars er því bara sama og það er allt í lagi. 95% fólks er ekki sama og vill styðja listamanninn. Þess vegna fer það í síauknum mæli til lausna eins og Spotify. Stuldur á músík hefur hrunið síðan Spotify byrjaði. Og það er dálítið eins og lögleiðing eiturlyfja. Hún leiðir til þess að skipulögð glæpasamtök missa al- gerlega máttinn, þar sem fólk kaup- ir vöruna löglega en ekki gegnum þeirra tekjustreymi,“ segir Svavar. „Umræðan er alltaf of neikvæð og oft kemur hún frá mönnum sem eiga aðdáendahóp sem hefur ekki tileinkað sér þessa nýjung. Spotify er ekki að eyðileggja plötusölu, hún bætir við ef eitthvað er,“ segir Svavar Knútur tónlistarmaður. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Misskilningur að Spotify sé að eyðileggja plötusölu Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sagði frá því á Facebook-síðu sinni í vikunni að hann hefði fengið ágætis greiðslur fyrir spilun á sínum hugverkum á tónlistarveitunni Spotify. Yfir- leitt hefur umræðan um Spotify verið um það hve lítið flytjendur fái fyrir sinn snúð og margir listamenn hafa hreinlega sniðgengið veituna. Svavar segir þetta mikinn misskilning. Spotify borgar 70% af sinni inn- komu til lista- mannanna, sem er töluvert meira en allir smásalar geta gert, segir Svavar Knútur. 20 tónlist Helgin 10.-12. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.