Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 50
50 ferðalög Helgin 10.-12. október 2014  XXXXX XXXXXX  MatarMenning nágrannaþjóðanna Create Now – Reykjavík Grand Hótel, 15.-16. október Námsstefnan Adobe Create Now verður haldin á Grand Hótel Reykjavík með fjölda frábærra fyrirlestra um notkun Adobe hugbúnaðar fyrir ljósmyndun, prenthönnun, vefhönnun og kvikmyndagerð. Ókeypis kynningarfyrirlestur um Adobe Creative Cloud báða dagana. - Allir velkomnir. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráning er á heimasíðu Hugbúnaðarsetursins: www.hugbunadarsetrid.is 2 dagar, 27 fyrirlestrar frá 6 sérfræðingum Verð aðeins 15.000 kr. Í Östermalms Saluhall koma íbúar Stokkhólms þegar þeir ætla að elda eitthvað sérstak- lega gott eða fá sér góða fyllingu í hádeginu. Það er því hvert sæti skipað um miðjan dag á þessum 126 ára gamla matarmarkaði og fyrir stórhátíðir liggur við að hleypa þurfi inn í hollum. Vin- sældir Saluhallen í Stokkhólmi eru þó alls ekki einsdæmi því sam- bærilegir markaðir eru víða taldir nauðsynlegur hluti af borgarskipu- laginu. Nýlega fengu því íbúar Oslóar og Kaupmannahafnar sín hús og í Helsinki er nýlokið við- haldi á þekktasta matarmarkaði borgarinnar. Dönum þótti þetta dýrt Það var hart deilt á verðlagið í Torvehallerne við Nørreport í Kö- ben haustið 2011 þegar markaður- inn opnaði. En eftir að hópurinn stækkaði sem varð háður anda- samlokunni hjá Ma Poule, pizzun- um hjá Gorm og kaffinu hjá Coffee Collective þá þögnuðu óánægju- raddirnar og í dag heimsækja um 60.000 manns Torvehallerne í viku hverri. Húsin tvö sem hýsa allt góðgætið eru orðin meðal þeirra staða sem laða til sín flesta ferða- menn í Kaupmannahöfn. Ferskt blóð í Helsinki Túristar eru líka stór hluti þeirra sem fá sér í svanginn í Vanha Kauppahalli (Gamla Saluhallen) við suðurhöfnina í Helsinki. Gengi þess markaðar hefur verið upp og niður frá stofnun hans árið 1889 en hefur blómstrað eftir að ferða- þjónusta borgarinnar fór að dafna. Vanha Kauppahalli er reyndar nýopnað eftir að hafa verið lokað í meira en eitt og hálft ár vegna við- halds. Tíminn var líka nýttur í að endurnýja úrvalið í húsinu og nú spreyta margir ungir verslunar- menn sig þar í fyrsta skipti. Þrátt fyrir það er markaðurinn ennþá sagður góður staður til að kynnast finnskri matarmenningu. Styttist í lokun í Stokkhólmi Það eru hnoðaðar kjötbollur í gríð og erg við standana í Östermalms Saluhall í Stokkhólmi og þeir sem vilja klassískan sænskan mat í höfuðborginni eru vel settir í þess- ari fallegu byggingu í útjaðri mið- borgarinnar. Bakari hússins kann líka að búa til góða snúða og því hægt að slá margar flugur í einni heimsókn á markaðinn. Húsinu verður reyndar lokað á næsta ári því það er kominn tími á viðhald og á meðan færist starfsemin út á torgið fyrir framan. Mysuostur og lax Það er langt í næstu framkvæmd við Mathallen í Osló því húsið var opnað í hittifyrra í útjaðri hins líf- lega Grünerløkka hverfis. Í Mat- hallen er mikið lagt upp úr því að gestirnir borði á staðnum og því leita margir ferðamenn þangað. Í Mathallen er líka að finna allt það sem Norðmenn eru þekktir fyrir þegar kemur að mat. Nóg er af laxi, skelfiski og villibráð og auð- vitað mysuosti. Þeir sem vilja gera matarmenn- ingu nágrannaþjóðanna skil ættu að koma við á þessum matarmörk- uðum í næstu reisu. Vonandi stytt- ist líka í að við getum boðið gest- um okkar inn í þess háttar hús. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Borðað úr búri nágrannanna Matarmarkaðir eru vinsælir áfangastaðir hjá ferðamönnum og í norrænu höfuðborgunum er mikill metnaður lagður í þessar menningarstofnanir. Vikulega heimsækja um sextíu þúsund manns Torvehall- erne í Kaupmanna- höfn en þessi helsti matarmarkaður borgarinnar opnaði fyrir þremur árum. Mynd/Copenhagen MediaCenter Norðmenn fengu nýlega alvöru matarmarkað þegar Mathallen opnaði. Þar er fjöl- breytt úrval fyrir þá sem vilja borða á staðnum. Mynd/Innovasjon Norge
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.