Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 72
Veik fyrir raunveruleikaþáttum Helga Karólína Karlsdóttir er 22 ára förðunarfræðingur sem opnaði nýlega snyrtivöru- verslunina CoolCos með mömmu sinni í Smáralind. Helga Karólína býr með vinkonu sinni í miðbæ Reykjavíkur og dansar á b5 um helgar. Staðalbúnaður Ég klæðist, held ég, bara rosalega klass- ískum fötum, blöndu af dömulegum og smá töffaralegum fötum. Ég kaupi helst föt í út- löndum en hér heima aðallega í Zöru og Tops- hop. Ég geng alltaf í svörtum skóm og oftast þægilegum hælaskóm. Þá kaupi ég oft í Boss- anova, þeir eru góðir og endast lengi. Ég er ekkert rosalega glysgjörn en mér finnst gaman að vera með granna hringa eða nett háls- men og fallega tösku. Hugbúnaður Mér líður best þegar ég hef nóg að gera yfir daginn en þegar ég er ekki að vinna finnst mér gaman að slaka á og kannski fara í ræktina. Svo vil ég nýta tímann til að fara upp í bústað með kærastanum eða vera með fjölskyldunni. Ég er á öðru ári í uppeldis- og menntunar- fræði í Háskóla Íslands og það er talsvert félagslíf í skólanum. Svo finnst okkur vinkonunum líka gaman að fara út að dansa og við förum oft á b5. Kærastinn minn velur oftast eitthvað sjónvarps- efni fyrir okkur og við höfum til dæmis haft gaman af að horfa á Dexter og Orange is the New Black. Ég er sjálf svolítið veik fyrir raunveruleikaþáttum. Þeir eru mitt „guilty pleasure“. Vélbúnaður Ég er með iPhone sem er algjör snilld. Hann er eiginlega tölvan mín. Ég nota Calendar mikið til að skipuleggja mig og svo nota ég Facebook og Instagram. Aukabúnaður Ég nota að sjálfsögðu vörur frá CoolCos sem eru án ilmefna og parabena. Ég mála mig reyndar ekkert sérstaklega mikið dags daglega. Ég legg mikla áherslu á húðina og nota Multi Perfect Make Up sem er léttur og þægi- legur. Svo set ég á mig eyeliner og Volume maskarann. Og svo oftast bara glært gloss. Uppá- halds maturinn minn er lasagna- að hennar mömmu og pottrétt- urinn hjá ömmu stendur alltaf upp úr. Ég er líka svo heppin að tengdapabbi er kokkur og það er alltaf gott að koma til hans. Í sumar fór ég til Spánar með kærastanum mínum. Það var frá- bært að slaka á áður en skólinn og allt þetta byrjaði. Uppáhalds staðurinn minn er samt alltaf Kaupmannahöfn, hún á hjarta mitt. Lj ós m yn d/ H ar i  Í takt við tÍmann Helga karólÍna karlsdóttir  appafengur Cat Communicator Appið Cat Communicator er nauðsynlegt fyrir alla þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem kattar- eigendur. Þar er að finna hin ýmsu kattarhljóð og þau flokkuð eftir því hvað þau merkja. Hægt er að hlusta á leikglaðan kött – raunar fjórar út- gáfur af hljóðum hans, ánægju- mal, hvæs, hljóð í pirruðum ketti og svangri kisu. En þetta app er ekki bara fyrir þá sem eru að kynnast kettinum sínum heldur hef ég öruggar heimildir fyrir því að veraldarvanir heimiliskettir fari í leikgírinn þegar þeir heyra leikglöðu kisuna í appinu mjálma og þeir fari að leita að bráð þegar þeir heyra í veiðikett- inum sem sam- kvæmt appinu er með fugl í sigtinu. Með þessi appi er meira að segja hægt að fá kött sem er í felum í fylgsni sínu. Já, það er sumsé búið að búa til app fyrir allt og kattarhljóð eru þar engin undantekning. Þetta app er fyrir iPhone en sambærileg öpp eru til fyrir stýrikerfi annarra síma. -eh 72 dægurmál Helgin 10.-12. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.