Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 46
E ldhúsið er staður til að næra sálina og líkamann. Því er mikilvægt að eldhúsið sé eins þægilegt, fallegt og hag- kvæmt og mögulegt er. Hér eru nokkur heilræði sem gott er að hafa í huga þegar hanna á hið full- komna eldhús: Raunhæft mat á þarfir og langanir Áður en farið er af stað með að hanna nýtt eldhús er mikilvægt að skoða hvað það er sem þú vilt, hvað þú getur raunverulega fengið og hvað virkar best. Það er mis- jafnt eftir hverjum og einum hvers- konar eldhús hentar best. Reyndu að meta á raunhæfan hátt hversu miklum fjárhæðum þú getur eytt áður en þú byrjar að hanna eld- húsið. Reyndu síðan að velja gæða- vörur sem henta þínum fjárhag. Nýjungar eða breytingar Þó að núverandi eldhús þarfnist breytinga er ekki þar með sagt að þú þurfir að rífa allt niður og byrja frá grunni. Hönnun og smíði eldhúss fellur í fjóra meginflokka: • Nývirki: Byggt alveg frá grunni. Veitir meira frelsi til sköpunargleði í hönnun. Getur aftur á móti kostað háar fjárhæðir. • Gera upp: Felur í sér meiriháttar breytingar sem gætu haft mikil áhrif á ásýnd eldhússins. Breytingarnar eru þó háðar stærð og lögun eldhússins. • Endurnýjun: Felur í sér endurbætur og lagfæringar í takt við núverandi útlit eld- hússins. • Skreytingar: Ef einungis þarf að gera eld- húsið fallegra eða hagkvæmara er óþarfi að gera miklar breytingar. Stundum er nóg að kaupa ný heimilistæki, mála eða skipta um eldhúsborð. Með litlum tilkostnaði Hvort sem þú ert að byggja upp frá grunni eða endurnýja geta ófyrirséð útgjöld hlaðist upp á skömmum tíma. Skipulag og hagsýni skiptir miklu máli til lengri tíma litið. Flokkaðu allar breytingar sem þú vilt gera eftir því hvort þær eru nauðsynjar eða langanir. Biddu vini og fjölskyldu um aðstoð við vinnuna ef hægt er. Að ráða fagaðila Það getur sparað mikinn tíma og vinnu að láta fagaðila sjá um verkið. Skoðaðu möguleikann á að ráða fagaðila með tilliti til hversu miklar breytingar þú vilt gera og fjárhags. Nokkrar ráðleggingar • Reyndu að hafa fjarlægðina milli vasksins, ísskápsins og eldavélarhellnanna í 3-7 metra beinni línu. • Hafðu vaskinn milli ísskápsins og elda- vélarhellnanna ef mögulegt er. • Ef ofninn er innbyggður í vegginn er betra að hafa smá pláss milli hans og ísskápsins öryggisins vegna. • Athugaðu hvort allt pláss sé fullnýtt. Hönnun með tilliti til stærðar Ef eldhúsið er mjög lítið má athuga hvort hægt sé að stækka það með plássi úr öðrum herbergjum. Ef það er ekki í boði má stækka glugga eða setja inn fleiri glugga eða þakglugga. Mörg heimili eru með eldhús í miðstærð. Til stækka það enn frekar er hægt að brjóta niður veggi og tengja þannig eld- húsið við önnur rými. Hönnun með tilliti til lögunar Svæðið sem tengir vaskinn, eldavélar- hellurnar og ísskápinn myndar ákveðinn þríhyrning því þetta er það sem er mest notað í eldhúsinu. Þessi þríhyrningur ákvarðast af lögun eldhússins. Borðhald Við hönnun eldhúss þarf að hafa í huga hvort það eigi einnig að vera notað sem borðstofa eða aðeins til að borða morgun- matinn. Hér þarf einnig að hafa stærð og lögun eldhússins í huga. heimili & hönnun Helgin 10.-12. október 201446 TILBOÐ EX20 skrifstofustóll ALMENNT VERÐ 95.026 kr. TILBOÐSVERÐ 66.518 kr. Hæðarstillanlegt bak Armar hæða- og dýptarstillanlegir Dýptarstilling á setu Hallastilling á baki, fylgir hreyfingu notanda Hæðarstilling setu Mótstöðustilling fyrir mismunandi þyngd notanda Sjálfstæð „fljótandi“ hallastilling setu fylgir hreyfingu notandans Mjúk hjól STOFNAÐ 1956 Íslensk hönnun & handverk Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. S krautlýsing skapar ákveðið andrúmsloft og dregur fram lögun hluta og er misjöfn eftir herbergjum. Dimm lýsing er hentug í svefnherberginu og björt lýsing í barnaherberginu. Hinsvegar þarf sá möguleiki að vera fyrir hendi að aðlaga lýsinguna að þeim athöfnum sem fara fram í rýminu. Lýsingu í eldhúsi þarf til dæmis að laga að því hvort verið er að halda matar- boð eða þrífa. Fagfólk í húsgagna- verslunum getur aðstoðað þig við val á lýsingu. Hægt er að skipta ljósaskreyt- ingum í þrjá f lokka en þeir eru hefðbundin lýsing, vinnulýsing og áherslulýsing. Blandaðu þessu þrennu saman til að ná fram skraut- lýsingu. Hefðbundin lýsing Hefðbundin lýsing lýsir upp rými fyrir sýnileika og öryggi. Ljósið endurkastast milli veggja og lofts til að ná yfir eins mikið svæði og mögulegt er. Hefðbundin lýsing kemur frá yfir-ljósum sem lýsa upp á við og undir-ljósum sem lýsa nið- ur á við. Sumir borð- og gólflampar lýsa bæði upp og niður. Vinnulýsing Vinnulýsing lýsir minni svæði með bjartara ljósi. Vinnulýsing ætti að vera þrisvar sinnum bjartari en hefðbundin lýsing. Reyndu samt að lýsa rýmið vel með hefðbundinni lýsingu í staðinn fyrir að nota mjög bjarta vinnulýsingu, en það gæti valdið þreytu í augunum. Áherslulýsing Áherslulýsing er notuð til að draga athygli að málverkum, höggmynd- um og öðrum munum á heimilinu. Notaðu perur sem eru ekki meira en þrisvar sinnum bjartari og hefð- bundna lýsingin í rýminu. Halogen ljós eru bestu áhersluljósin. Ljósaskreytingar í innanhússhönnun Það er óþarfi að eyða miklum peningum í lýsingu til að lífga upp á rými. En það er gott að þekkja grundvallaratriðin varðandi hagnýta lýsingu og skrautlýsingu. Góð lýsing lífgar rýmið upp. Hefðbundin lýsing. Ljósið endurkastast milli veggja og lofts. Vinnulýsing er notuð til að lýsa minni svæði með bjartara ljósi. Notaðu áherslulýsingu til að draga athygli að munum á heimilinu. Heilræði við hönnun á eldhúsi Að mörgu er að huga þegar hanna á nýtt eldhús. Stundum er betra að láta fagmenn sjá verkið spari Stólinn Spari er hannaður af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur fyrir Á. Guðmundsson ehf og fæst í mismunandi litum og áklæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.