Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 38
Barnaveiðar í Vúlgaríu B Börn samtímans eru vön því að geta valið sér efni við hæfi á sjónvarpsstöðvunum eða gegnum netið, hvort heldur horft er á sjónvarpsskjá, tölvuskjá eða skjá snjall- símans. Vera kann að mörg þeirra dvelji of lengi í þessum víddum í stað þess að fara út að leika sér – en víst er glápið auðveld lausn fyrir vinnulúna foreldra og for- ráðamenn. Það þarf ekki mikið fyrir þeim að hafa á meðan. Börnin eru fljót að læra meðferð þessarar tækja og ekki há í loftinu þegar þau sækja sér efnið af kunnáttu. Það er hins vegar ekki gefið að afinn og amman séu stödd á sömu blaðsíðu, einkum afinn. Mér þykir þægilegast að kveikja einfaldlega á barnaefni í sjónvarpinu að morgni dags – og á þá við helgarmorgna þegar mestar líkur eru á að ungviði sé í okkar umsjá. Þess utan kann ég að kalla fram Krakkastöðina og get svo sem fundið á YouTube ýmsa þætti sem hæfa aldri barnanna, hvort heldur eru Stubb arnir eða ofurbíllinn Leiftur McQueen. Þetta er hins vegar ekki í boði þegar við förum með barnabörnin í sveitina. Þar er ekkert val. Aðeins barnadagskrá Ríkis- sjónvarpsins. Það dugar mér að morgni dags – og börnunum líka. Þau gera sér hvorki rellu vegna fæðar sjónvarpsrása né netleysis sem kemur í veg fyrir tölvu- og símagláp. Þetta þýðir líka að börnin, þau sem aldur hafa til, horfa á það sama og hinir fullorðnu þegar kvölda tekur. Síðastliðið laugardagskvöld vorum við með tvo fimm ára drengi og einn tveggja ára í okkar umsjá í sveitinni. Litla barnið sofnaði fljótt og það var svo sem ekki fyrirferðin í þeim stærri heldur. Drengirnir höfðu hamast úti allan daginn. Samt vildu þeir ekki fara að sofa strax. Sjónvarpið var í gangi án þess að amman og afinn festu hugann við það. Ég heyrði að kynnt var myndin Kitty Kitty Bang Bang, ævintýra- og fjölskyldumynd frá árinu 1968. Okkur fannst raunar að Magnús Geir hefði getað gert betur á besta útsendingartíma á laugardagskvöldi fyrir okkur sveitafólkið en létum gott heita. Það er þröngt í búi hjá Ríkisútvarpinu og vafalaust hefur þessi 46 ára gamla mynd fengist fyrir lítið. Ég kannaðist við nafnið á myndinni og aðalleikaranum, Dick Van Dyke, sem einkum lék á móti Julie And- rews í söngvamyndum þess tíma. Hvort ég hafði séð hana á unglingsárum mundi ég ekki. Kosturinn við myndina var að þetta var ævintýramynd sem drengirnir festu hugann við. Hún fjallaði um töfrabíl sem ýmist gat ekið, siglt eða flogið um loftin blá. Þess utan voru tvö börn meðal helstu leikara en heldur versnaði í því þegar ill- menni í kvikmyndinni lét veiða þau og setja í búr. Svo vond meðferð á börnum skelfdi drengina svo þeir leituðu í faðm ömmu sinnar eftir öryggi. Samt vildu þeir horfa áfram enda sagði ég, án þess að hafa neitt fyrir mér í því, að allt færi vel að lok- um og börnin slyppu úr prísundinni. Þetta varð til þess að við sáum lok myndarinnar. Auðvitað fór það eins og spáð var, börnin sluppu ósködduð. Faðir þeirra, túlkaður af fyrrnefndum Dick Van Dyke, brast í söng í tíma og ótíma og reddaði málunum. Barn- vonda fúlmennið fékk makleg málagjöld. Myndin hafði samt meiri áhrif á fimm ára guttana en við áttuðum okkur á. Það fyrsta sem ég heyrði þegar ég vaknaði á sunnudagsmorgninum var tal þeirra, nánast á innsoginu. „Þetta var hræðileg mynd,“ sagði annar og hinn gat ekki verið meira sammála. Það er ekki víst að Magnús Geir hafi gert sér grein fyrir þessu þegar hann setti myndina á dagskrá á vökutíma barna með aðgang að aðeins einni sjónvarpsrás. Svo má auðvitað ávíta ömmu og afa fyrir að fylgjast ekki betur með dagskránni en svo að þau hafi leyft tveimur fimm ára drengjum fylgjast með því þegar barnafangari í ríkinu Vúlgaríu veiddi tvö börn. Við höfðum það okkur þó til afsökunar að við þekktum ekki gjörla efni ævintýra- og fjölskyldumyndarinnar. Skelfing drengjanna vegna barnaveið- anna í Vúlgaríu varð til þess að ég gúglaði þessa frægu söngvamynd, Kitty Kitty Bang Bang. Það gat varla annað fyrirbrigði borið þetta nafn enda rímaði nafn myndar- innar við hljóðin í fyrrnefndum töfrabíl í kvikmyndinni. Fyrsta leit mín í hjá Google sjálfum skilaði hins vegar engum niður- stöðum um þessa gömlu kvikmynd. Þess í stað blasti við mér glyðra með sama nafni og kvikmyndin. Sú var sögð allt í senn, söngkona, leikkona, dansari og sýningar- stúlka. Í kynningu á henni var jafnvel gengið svo langt að kalla hana súper- stjörnu. Fjöldi mynda fylgdi frásögnum af téðri Kitty Kitty Bang Bang og áttu þær það allar sameiginlegt að söngkonan var ber að kalla. Af þeim mátti dæma að hún syngi allt sitt prógramm berbrjósta með rassinn út í loftið. Aldrei hafði ég heyrt þessarar valin- kunnu listakonu getið, en það segir meira um mig en stórstjörnuna. Eflaust er pró- gramm hennar hið ágætasta og alls ekki reiknað með að fimm ára drengir fylgist með því. Við hefðum trúlega tekið fyrir augun á litlu drengjunum hefði Kitty þessi skyndilega birst á skjánum í stað hins ráðagóða Dick Van Dyke í baráttunni við barnaveiðarann. Ég velti því samt fyrir mér hvað gerist þegar drengirnir, flinkir sem þeir eru á öll snjalltækin, fletta í sakleysi sínu upp á Kitty Kitty Bang Bang til þess að sjá aftur „hræðilegu myndina“ en fá þess í stað brjóstin og rassinn á glyðrunni. Þá eru hvorki amma né afi til staðar til þess að grípa fyrir augu þeirra – eða slökkva. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 01.10.14 - 07.10.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Í innsta hring Viveca Sten Matargatið Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal Lífið að leysa Alice Munro Afdalabarn Guðrún frá Lundi Náðarstund Hannah Kent Rottuborgari David Walliams Handan minninga Sally Magnusson Jóga fyrir alla Sólveig Þórarinsdóttir Hot stuff Ragnar Th. Sigurðsson Þegar dúfurnar hurfu Sofi Oksanen 38 viðhorf Helgin 10.-12. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.