Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 36
M ikið óskaplega leiðist mér meistaramánuð-ur. Ég fæ útbrot yfir digurbarkalegum yfir-lýsingum á samfélagsmiðlum, myndum af grænum djúsum og að þurfa að borða Snickers-ið mitt undir rúmi til þess að verða ekki álitið samfélagslegt úrhrak. Ég hef alveg reynt að sýna þessari hjarðhegðun skilning. Jafnvel reynt að vera partur af hjörðinni. Ég á miður glæsilegan íþróttaferil að baki. Ég var tilneydd til þess að hætta í fótbolta á sínum tíma vegna þess ég fylltist alltaf svo gífurlegum æsingi þegar ég fékk boltann. Æsingurinn var slíkur að ég gerði engan greinarmun á mínu eigin marki og marki andstæðinganna. Ég setti boltann bara í það mark sem var næst mér. Það þótti ekki til eftirbreytni og var ég einkar óvinsæl meðal liðsfélaga minna. Þá sér- staklega hjá markverðinum. Eins hef ég æft skíði, sund og frjálsar. Í dag hangi ég í barnalyftunni þegar ég fer á skíði, ég kann ekki að stinga mér til sunds og gæti ekki hlaupið einn fótboltavöll á enda án þess að kalla þyrfti út Landshelgisgæsluna. Nei, þrotlausar tilraunir mínar til íþróttaiðkunar hafa ekkert skilið eftir sig. Ég er löt. Ég viðurkenni það fúslega. Ég hef aldrei haft áhuga á íþróttum. Ekki nokkurn einasta. Hef bara viljað tilheyra hjörðinni. Ég hætti blessunarlega þessari tilraunastarfsemi að loknum grunnskóla og viðurkenndi bæði metnaðar- og getuleysi mitt á þessu sviði. Ég sá svo fram á bölvanleg menntaskólaár og jafnvel að ljúka aldrei stúdentsprófi. Það þurfti á þeim tíma að klára heilar 8 einingar í íþróttaiðkun hvers- konar til þess að fá hvíta kollinn. Á einhvern hátt tókst mér þó að sannfæra íþróttakennarann minn um að fá að vera „fjarnemi“ í íþróttum. Ég mætti þess vegna ekki í hina hefðbundnu hóptíma heldur átti ég að fara í ræktina eða í sund tvisvar í viku. Klukku- tíma í senn og skrá mætingu mína hjá afgreiðslufólki íþróttahússins. Ég kláraði svo menntaskóla án þess að synda sundtak eða lyfta lóði. Á hverri einustu önn mætti ég þó samviskusamlega í íþróttahúsið. Lét skrá mætinguna mína og svo fór ég í hlýja og notalega sturtu í þrjú korter. Eyddi svo öðru korteri í að greiða mér og mála. Fór svo heim. Já – 8 einingar á stúdents- prófi mínu eru fyrir sturtuferðir. Guðrún Veiga Guðmunds- dóttir er mann- fræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarpsþætt- inum Nenni ekki að elda og gefur út samnefnda bók fyrir jólin. Guðrún Veiga fór á námskeið í súludansi. Meistaramánuður Nýr miði, nýtt útlit - sömu gæðin! Áleggið frá Kjarnafæði er sannkallað gæðaálegg og því bera margar tegundanna græna skráargatið. Svo má ekki gleyma gullinu sem pepperóníið og spægipylsan státa af. Veldu gæði, veldu Kjarnafæði. Kjarnafæði framleiðir flestar þær afurðir úr íslensku gæðakjöti sem í boði eru á íslenskum neytendamarkaði. Höfuðáherslur Kjarnafæðis eru á vöruvöndun og gæði framleiðslunnar og því er markvisst stefnt að aukinni hollustu, unnið að fækkun aukefna og ofnæmisvalda. Kjötiðnaðarmeistarar fyrirtækisins hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir færni sína. Kjarnafæði hf. 601 Akureyri Sími 460 7400 kjarnafaedi.is Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ritstjorn@ frettatiminn.is Það var svo í fyrra, einmitt í þessum mánuði sem kenndur er við meistara og meinlæti, að ég ákveð að brjóta odd af oflæti mínu og sýna lit. Vera með. Hætta að sitja heima, bora í nefið og drekka pítusósu. Verandi búin að prófa flestar íþrótta- greinar undir sólinni með grátlegum árangri fer ég á stúfana eftir einhverju nýju og óhefðbundnu. Hvað finn ég? Jú, ég skráði mig í súludans. Súlufimi er sennilega fallegra orð en jæja – þvílíkt og annað eins helvíti á jörðu. Ég nánast beið bana í fyrsta tíma. Ég var eiginlega rúmliggjandi eftir þetta ævintýri. Ég var svo marin á báðum lærunum að ég gat ekki gengið. Lærin á mér strjúkast saman sjáið þið til og það duglega. Ég festi vart svefn dögum saman af því ég þurfti að sofa með aukasæng og sex kodda á milli fótanna svo þeir myndu örugglega ekki snertast. Ég gat varla lyft höndunum nógu hátt til þess að koma mat upp í mig, greiða mér eða klæða. Hausinn á mér neitaði að fara í aðra átt en til hægri og það var virkilega sársaukafullt að draga andann. Ferli mínum sem súludansara lauk þá og þegar. Eftir einn tíma. Æ, ég veit svo sem ekki hvern ég var að reyna að blekkja með þessari þátttöku minni. Ef þessi mánuður ætti að eiga möguleika á að ganga upp hjá mér yrði Dominos að loka, stöðva þyrfti innflutning á Oreokexi og ég yrði að sjá njálginn í nammibar Hagkaupa með eigin augum. Meistaramánuður er kannski ágætis vitundar- vakning. Eitthvað sem vekur mann til umhugsun- ar um hvar má standa sig betur í lífinu almennt. En ég neita að skrifa undir að gera október að hinum nýja janúar. Ég kæri mig bara ekkert um að eyða október í hvers kyns meinlætalíf. Þjökuð af harðsperrum og vindgangi sökum grænmetis- áts. Nei takk. 36 pistill Helgin 10.-12. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.