Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 2
„Við erum mjög ánægð með þessa stað- setningu,“ segir Davíð Ólafsson, sagn- fræðingur og stjórnarformaður Reykjavík- urAkademíunnar sem um mánaðamótin flytur í nýtt húsnæði við Þórunnartún 2. Fræðastarfsemin hefur í tvo áratugi verið til húsa í JL-húsinu við Hringbraut en eigendur sögu upp leigusamningi nýverið þar sem ætlunin er að breyta skrifstofu- rýminu í gistiheimili. Rúmlega 60 sjálfstæðir fræðimenn, út- gáfu- og fræðafélög höfðu þar aðsetur og voru uppi áhyggjur af því hvort hægt væri að finna hentugt húsnæði fyrir starfsem- ina. Davíð segir Þórunnartún 2 vera afar vænlegan kost. „Þetta húsnæði er örlítið minna en ef við vinnum þétt saman kom- um við þarna fyrir svipuðum fjölda. Þetta er vaxandi svæði, við njótum góðs af ná- lægð við Eflingu en við höfum verið í sam- starfi við þau í nokkur ár vegna reksturs bókasafns Dagsbrúnar. Þá erum við þarna í næsta húsi við stjórnsýslu Reykjavíkur- borgar sem einnig býður upp á möguleika. Listaháskólinn er stutt frá og Háskóli Ís- lands í kallfæri,“ segir Davíð. Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is 20% afsláttur Gildir í október Lyfjaauglýsing Nicotinell 3 20%-L&H-2x10 copy.pdf 1 26/09/14 12:41 Einar Magn- ússon lyfja- málastjóri segir regl- unum hafa verið breytt til að beita aðhaldi þar sem kostn- aður á því ári stefndi í að fara umtals- vert fram úr fjárlögum. ReykjavíkurAkademían verður til húsa í Þórunnartúni 2 sem stendur á mótum Þórunnartúns og Borgartúns. Ljósmynd/Hari Á ður fyrr var miðað við reglur ann-arra Norðurlanda við upptöku lyfja svo Íslendingar stóðu jafnfætis öðrum Norðurlandabúum hvað varðar að- gang að nýjum lyfjum, en nú er miðað við Bretland þegar kemur að því að innleiða ný lyf. Einar Magnússon lyfjamálastjóri segir reglunum hafa verið breytt til að beita aðhaldi þar sem kostnaður á því ári stefndi í að fara umtalsvert fram úr fjárlögum. Þá minnir hann á að fyrst eftir hrun hafi almennt ekki verið svigrúm til að innleiða ný og kostnaðarsöm lyf. Flóknar reglur um mál sem eiga ekki að vera flókin Helgi Sigurðsson, yfirlæknir krabbameins- lækninga, er ekki sáttur við stöðu mála og telur okkur vera að dragast aftur úr þeim löndum sem við höfum alltaf miðað okkur við. „Hér hafa verið búnar til flóknar reglur um mál sem eiga ekki að vera flókin. Áður fyrr tókum við alltaf mið af Norðurlönd- unum en nú vilja Sjúkratryggingar og yfirvöld hinsvegar að við miðum við NICE (National Institute for Health and Care Excellence), sem er breskt frekar íhalds- samt apparat.“ Helgi bendir jafnframt á að í Bretlandi hafi sjúklingar í aðra sjóði að sækja sem sé ekki raunin á Íslandi. Anna Sigrún Baldursdóttir, verkefnastjóri forstjóra Landspítala, tekur undir með Helga og telur heppilegra að miðað sé við Norðurlöndin. Heilbrigðisráðherra vill norrænt sam- starf Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra telur norrænt samstarf mikilvægt þegar kemur að ákvörðunum um dýr líftæknilyf. „Ég mun á fundi norrænna ráðherra þann 16. október næstkomandi í Kaupmanna- höfn ræða samstarf milli Norðurlandaþjóð- anna hvað varðar upptöku og notkun nýrra og kostnaðarsamra lyfja. Ísland er fámennt land og við sjáum lyfjakostnað aukast ár frá ári, einkum vegna líftæknilyfja. Því er nauðsynlegt að vanda mjög ákvarðanir um innleiðingu slíkra lyfja og hafa fulla vissu um að þau skili þeim ávinningi sem til er ætlast. Noregur og Svíþjóð hafa undan- farið verið að endurskoða ferla sína við inn- leiðingu nýrra lyfja og ég vonast til að við munum njóta góðs af samstarfi við þessar þjóðir.“ Þar að auki telur Kristján Þór ekki sjálf- sagt að einskorða innleiðni nýrra lyfja við ákveðnar leiðbeiningar, eins og t.d. NICE, heldur að horfa heildstætt á kostnað og ávinning hvers lyfs fyrir sig og að upptaka þeirra rúmist innan fjárheimilda. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Flutningur reykjavíkurakademían Flytur úr jl-húsinu um mÁnaðamótin ReykjavíkurAkademían flytur í Þórunnartún  velFerðarmÁl Flóknar reglur um mÁl sem eiga ekki að vera Flókin Fáum ekki ný krabba- meinslyf vegna sparnaðar Í fréttaskýringu í Líftímanum, sem fylgir Fréttatímanum í dag, er fjallað um þverrandi aðgengi sjúklinga að nýjum lyfjum vegna sparnaðar. Þar kemur fram að árið 2012 hafi verið teknar upp nýjar reglur við innleiðingu nýrra lyfja sem læknar eru ósáttir við. Lyfjamálastjóri segir reglunum hafa verið beitt í sparnaðarskyni. Krabbameinslæknar og Landspítalinn vilja breyta reglunum til baka og heilbrigðisráðherra útilokar ekki að það verði gert. Lifað með geðklofa Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn verður haldinn hátíðlegur með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju í Bíó Paradís og hátíðar- dagskrá í anddyri bíósins í dag, föstudag. Hátíðardagskráin hefst með ávarpi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við upphaf skrúðgöngunnar, klukkan 16. Eftir að komið verður í Bíó Paradís hefst fjölbreytt dagskrá á vegum aðstandenda hátíðar- haldanna, félagasamtaka og stofnana á sviði geðheilbrigðismála. Færri styðja stjórnina Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman um þrjú prósentustig milli mánaða en tæplega 39% þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja hana, að því er fram kemur í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Litlar breytingar eru hins vegar á fylgi flokka milli mánaða. Breyting á fylgi einstakra flokka er á bilinu 0,2 til 1,3 prósentustig. Slétt 27% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag, liðlega 19% Samfylkinguna, rúmlega 16% Bjarta framtíð, rösklega 13% VG, rúmlega 12% Framsóknarflokkinn og ríflega 7% Pírata. Nær 5% segjast myndu kjósa aðra flokka en nú eiga sæti á Alþingi. Rúmlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag og 12% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. -jh Icelandic Glacial vatnið selt í Macau Icelandic Water Holdings hf, framleiðandi Icelandic Glacial vatnsins, og dreifingar- fyrirtækið Remfly Wines & Spirits Ltd. frá Macau í Kína hafa gert með sér samning um dreifingu á Icelandic Glacial í Macau. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Remfly Wines & Spirits Ltd. er nýr dreifingaraðili okkar í Macau,“ sagði Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Water Holdings hf. „Það er gífurlegur vöxtur í Macau og hefur Remfly Wines & Spirit Ltd. mikla reynslu í dreifingu drykkjarvara í Macau og Kína.“ Fyrsti fundur nýstofnaðrar kerfisáhættu- nefndar var haldinn á dögunum en verk- efni hennar er að leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og fjármálastöðugleika hér á landi. Nefndin skal koma saman til fundar að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Í kerfisá- hættunefnd sitja fimm: Seðlabanka- stjóri, sem er formaður nefndarinnar, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sem er varaformaður, aðstoðarseðlabankastjóri, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og ráðherraskipaður sérfræðingur í málefnum fjármálamarkaðar eða hag- fræði. Ráðuneytisstjóri, eða tilnefndur embættismaður ráðuneytisins, á sæti á fundum nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt en án atkvæðisréttar. -jh Fyrsti fundur Kerfisáhættunefndar Kerfisáhættunefnd á sínum fyrsta fundi ásamt ritara og sérfræðingum. 2 fréttir Helgin 10.-12. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.