Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 70
Þyngir ekki hárið og hefur þykkjandi áhrif með hjálp Collagen þykknis. Vatnsroð hveiti prótín hjálpar við að gera hárið þykkara og heilbrigðara. Frábært fyrir þunnt, fíngert og linnt hár. Ert þú búin að prófa ? Biotin & Collegen sjampó og næring D ömulegir dekurdagar hóf-ust í gær, fimmtudag, á Akureyri og standa fram á sunnudag, að því er fram kemur í tilkynningu Viðburðastofu Norður- lands. „Vinkonur, systur, mæðgur, dætur og frænkur njóta lífsins og gera sér glaðan dag saman. Boðið er upp á alls kyns skemmtanir um all- an bæ, kynningar og tilboð í versl- unum. Bleiki þráðurinn í gegnum allt það sem fram fer er fjáröflun- arátak til styrktar rannsóknum á krabbameini í konum. Krabba- meinsfélag Akureyrar og nágrenn- is mun í þessum alþjóðlega bleika október njóta góðs af því sem safn- ast á Dömulegum dekurdögum,“ segir enn fremur. Alls kyns uppákomur fara fram þessa daga í rómantísku og bleiku umhverfi þar sem dans, söngur, ljúfir tónar, list, hönnun, heilsa kvenna, forvitnilegur fróðleikur, matur, drykkur og kruðerí koma meðal annars við sögu. Í kvöld, föstudag, verða kvöldopnanir í verslunum bæði á Glerártorgi og í miðbænum. Konukvöld verður á Glerártorgi og dömukvöld í mið- bænum þetta sama kvöld. Úrval viðburða af ólíku tagi sem heillað gætu bæði dömur og herra eru á boðstólum á föstudags- og laugar- dagskvöld en þar má nefna tón- leika, ball og diskótek. Í kvöld, föstudag, verður sér- stök happdrættissala sem versl- anir á Glerártorgi standa fyrir og alla helgina verða til sölu hand- þrykktir taupokar en allur ágóði af sölu þeirra og happdrættismiðanna rennur óskiptur til Krabbameins- félags Akureyrar og nágrennis. -jh  KrabbameinsstyrKur bleiK aKureyri Dömulegir dekurdagar Bleikur miðbær skreyttur. Verslanir á Akureyri verða opnar í kvöld, föstudag, á Glerártorgi og í miðbænum. Mynd Dömulegir dekurdagar Our Lives frumflytur nýtt lag í þættinum Entertainment Weekly Hljómsveitin Our Lives heldur tónleika á laugardaginn á Gamla gauknum. Þetta eru fyrstu tón- leikar sveitarinnar hér á landi í þó nokkurn tíma. Our Lives eru að leggja lokahönd á plötu sem kemur út innan skamms og verð- ur hún gefin út í Bandaríkjunum og á Íslandi. Mikil vinna var lögð í plötuna sem nefnist Den Of Lions og kemur einnig út á vínyl, sem er gamall draumur meðlima sveitar- innar. Fyrr í vikunni var fyrsta lag- ið af plötunni frumflutt í sjónvarps- þættinum Entertainment Weekly og heitir lagið Blurry Eyes. Our Lives hafa að undanförnu fengið lög sín spiluð á sjónvarpsstöðinni MTV sem og í fjölda sjónvarps- þátta. Fyrsta lagið sem fer í spilun á íslenskum stöðvum heitir Higher Hopes og er byrjað að heyrast. Á tónleikunum á laugardaginn kem- ur hljómsveitin Himbrimi einnig fram en húsið verður opnað klukk- an 21.  mynDlist sýning og sjónvarpsmynD s ýning Leifs Breiðfjörð á nýjum málverkum og vatnslitamynd-um verður opnuð á sunnudaginn í Borgum, safnaðarheimili Kópavogs- kirkju, eftir messu í Kópavogskirkju sem hefst klukkan 11. Einnig verður á sýningunni sérstök myndröð 17 vatns- lita- og pastelmynda, sem byggðar eru á efni Opinberunarbókarinnar, myndir sem á vissan hátt tengjast steindum glugga á vesturhlið Hallgrímskirkju sem Leifur gerði 1999, að því er fram kemur í tilkynningu. Á miðvikudaginn næstkomandi frumsýnir RÚV heimildarmynd um Leif. Myndin ber heitið Litir ljóssins, líkt og sýningin í safnaðarheimilinu. Myndina gerðu Jón Þór Hannesson og Haukur Haraldsson. Sýningin í safnaðarheimilinu stendur til áramóta. Hún er opin virka daga klukkan 9-13, eða eftir samkomulagi, til 12. janúar. Leifur Breiðfjörð hefur unnið við myndlist og gerð steindra glerlista- verka síðan 1968. Hann hefur gert steinda glugga í fjölmargar opinberar byggingar og kirkjur bæði hér á landi og erlendis. Þekktustu verk hans er- lendis eru stór steindur gluggi í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg og steindur gluggi í Southwark dóm- kirkjunni í Lundúnum. Meðal stærri listaverka Leifs hér á landi eru steind- ir gluggar fyrir Hallgrímskirkju, Bú- staðakirkju, Fella- og Hólakirkju, Grafarvogskirkju og stór glerlista- verk fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Grand Hótel í Reykjavík. Leifur hefur í samvinnu við konu sína og aðstoðarmann, Sigríði Jó- hannsdóttur, unnið veflistaverk og skrúða fyrir kirkjur. Þau hafa haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. -jh Sýning Leifs Breiðfjörð verður opnuð í safnaðarheimili Kópavogskirkju eftir messu í Kópavogskirkju sunnudaginn. Litir ljóssins í túlkun Leifs Breiðfjörð Sláturtíð í Hafnarhúsinu Sláturtíð, árleg tónlistarhátíð S.L.Á.T.U.R., Samtaka listrænt ágengra tónsmiða um- hverfis Reykjavík, hófst í gær, fimmtudag, og stendur fram á laugardag. Markmið Sláturtíðar er að kynna tónlist eftir meðlimi samtakanna auk annarra valinna sam- tímatónskálda. Hátíðin er unnin í samstarfi við tónleikaröðina Jaðarber og Listasafn Reykjavíkur og fer fram í Hafnarhúsi. 70 menning Helgin 10.-12. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.