Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 87

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 87
10. október 2014 — 11 — H ingað til hefur ekkert lyf fengist gegn naglsveppum án lyfseðils í apótekum,“ segir Hákon Steinsson, lyfjafræðingur hjá LYFIS. „Það er því mjög ánægjulegt að bæta lyfinu við úrval lausasölulyfja LYFIS, en við höfum markvisst unnið að því að auka framboð lyfja sem hægt er að kaupa án lyfseðils.“ Lyf sem innihalda amorolfin eru komin í lausasölu í nokkrum öðrum Evrópulöndum og hefur tilkoma lyfsins í lausasölu aukið aðgengi al- mennings að meðferðarkosti við nagl- sveppum. Amorolfin er breiðvirkt sveppalyf sem er mjög virkt gegn algengum tegundum af naglsveppum. Amorolfinið smýgur úr lyfjalakkinu inn í og í gegnum nöglina og getur þar af leiðandi útrýmt sveppnum sem er illa aðgengilegur í naglbeðnum. Þar sem meðferðin er staðbundin eru aukaverkanir mjög sjaldgæfar og þá aðallega svæðisbundnar sem er mikill kostur fyrir notandann. Algengustu einkenni naglsveppa- sýkingar eru þykknun naglarinnar og litabreyting. Nöglin getur t.d. orðið hvít, svört, gul eða græn. Verkir og óþægindi geta einnig komið fram. Bera skal lyfjalakkið á sýktar fingur- eða táneglur einu sinni í viku eða samkvæmt ráðleggingu læknis. Meðferð skal haldið áfram óslitið þar til nöglin hefur endurnýjað sig og við- komandi svæði er læknað. Amorolfin ratiopharm má nota með öðrum lyfjum en ekki má nota naglalakk eða gervi- neglur á meðan verið er að nota lyfið. Mikilvægt er að lesa fylgiseðil lyfs- ins fyrir notkun og kynna sér helstu varúðarreglur. Stutta samantekt um lyfið má sjá hér aftar. Unnið í samstarfi við lyfis LYFIS kynnir Amorolfin ratiopharm lyfjalakk á neglur gegn naglsveppum. Fæst án lyfseðils í næsta apóteki. Naglsveppir – ný lausn án lyfseðils Amorolfin ratiopharm er notað einu sinni í viku eða samkvæmt ráðleggingum læknis. Með í pakkningu eru einnig hreinsigrisjur, naglaþjalir og fjölnota spaðar til að dreifa úr lakkinu. Námskeiðin Heilsustoð býður upp á námskeið sem miða að því að efla almenna heilsu og hreyfigetu þeirra sem þurfa á endur- hæfingu að halda eða stuðningi við að breyta um lífsstíl. Í boði eru fjölbreytt námskeið sem henta vel bæði einstaklingum og hóp- um sem vilja auka líkamlegan styrk og virkni. Námskeiðin henta einnig vel þeim sem hafa lokið meðferð hjá sjúkraþjálfara, eru að bíða eftir með- ferð á heilsustofnunum eða hafa lokið meðferð þaðan. Kennarar námskeiða eru sjúkraþjálfarar og eru námskeið- in kennd í Sporthúsinu í Kópavogi og Sporthúsinu Reykjanesbæ. Stoðkerfisskólinn er ætlaður fólki sem á í erfiðleikum með ýmis störf og líkamsþjálfun vegna stoðkerfisvanda- mála. Í Stoðkerfisskólanum er lögð áhersla á að fræða fólk um stoðkerfið, kenna leiðir til uppbyggingar, bæta lík- amsvitund, líkamsbeitingu og hreyfi- færni. Fólki er kennt að létta á ein- kennum, þekkja þolmörk sín og auka álagsþol sem stuðlar að auknu þreki, bæði í leik og starfi. Vefjagigtarklúbbur hentar þeim sem eru með meðalslæma (40– 60/100 á FiQ) til illvígrar gigtar og þeim sem hafa lent í erfiðleikum með að byrja að hreyfa sig. Námskeiðið er kennt í Hot-Yoga sal Sporthússins í Kópavogi. Í upp- hafi tímans er salurinn í u.þ.b. 35°C og hækkar hitinn á meðan tímanum stendur og endar hitinn í u.þ.b. 38°C. Í tímunum er lögð áhersla á grunn- styrks-, jafnvægis- og liðkandi æfing- ar fyrir bak, kvið og herðar. Heilsuklúbbur er tilvalinn fyrir þá sem eiga ekki við mikinn stoðkerfis- vanda að etja en vilja auka styrk sinn og hreyfigetu. Markmiðið er að bjóða upp á úrræði sem tekur við þegar með- ferð hjá sjúkraþjálfara á stofu lýkur eða við útskrift frá endurhæfingarstofnun. Heilsustoð heldur áhugaverða heilsufyrirlestra á þriggja vikna fresti fyrir skjólstæðinga sína. Nánari upplýsingar eru á heima- síðu www.heilsustod.is og á Facebo- ok-síðu www.facebook.com/heil- ustod. Skráning á heilsustod@heilsustod. is eða í síma 564 4067. Unnið í samstarfi við HEilsUsTOÐ Heilsustoð – stuðningur til betra lífs Heilsustoð er samstarfs- verkefni Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu, Kírópraktorstofu Íslands og Sporthússins. Mark- mið Heilsustoðar er að veita þjónustu á sviði líkamsþjálf- unar fyrir einstaklinga og hópa sem þurfa á faglegri þjónustu að halda eða vilja bæta líkam- lega getu sína með stuðningi háskólamenntaðs fagfólks. Öll þjónusta er veitt með velferð einstaklingsins í huga og lögð er áhersla á hvatningu og eftirfylgni. Heilsuklúbbur Heilsustoðar er frábær leið til að æfa á öruggan hátt í góðum félagsskap. Áhersla er lögð á fjölbreyttar æfingar með réttri líkamsbeitingu. Tímarnir henta sérstaklega þeim sem: • Hafa ekki verið í virkri hreyfingu • Þurfa stuðning og leiðbeiningu við að koma sér af stað í hreyfingu • Hafa verið að kljást við lítilsháttar verki • Þurfa að læra betri líkamsbeitingu í æfingum Þolpróf er í byrjun og lok námskeiðs til að mæla árangur. Heilsuklúbburinn er fjórar vikur og næsti klúbbur hefst 15. september. Tímar: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 11.10-12.00. Kennarar: Elsa Sæný Valgeirsdóttir og María Jónsdóttir sjúkraþjálfarar. H e i l s u k l ú b b u r Skráning: heilsustod@heilsustod.is eða í síma 564 4067. Dalsmára 9-11 201 Kópavogur Heilsuklúbbur Heilsustoðar er frábær leið til að æfa á öruggan hátt í góðum félagsskap. Áhersla er lögð á fjölbreyttar æfingar með réttri líkamsbeitingu. Tímarnir henta sérstaklega þeim sem: • Hafa ekki verið í virkri hreyfingu • Þurfa stuðning og leiðbeiningu við að koma sér af stað í hreyfingu • Hafa verið að kljást við lítilsháttar verki • Þurfa að læra betri líkamsbeitingu í æfingum Þolpróf er í byrjun og lok námskeiðs til að mæla árangur. Heilsuklúbburinn er fjórar vikur og næsti klúbbur hefst 15. september. Tímar: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 11.10-12.00. Kennarar: Elsa Sæný Valgeirsdóttir og María Jónsdóttir sjúkraþjálfarar. H e i l s u k l ú b b u r Skráning: heilsustod@heilsustod.is eða í síma 564 4067. Dalsmára 9-11 201 Kópavogur Elsa Sæný Valgeirsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, María Jónsdóttir og Sigrún Konráðsdóttir sjúkraþjálfarar í Heilsustoð. Anna Pála Magnúsdóttir sjúkraþjálfari Sporthússins í Reykjanesbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.