Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað fari vonandi að batna núna eftir bréfið mitt. Ég vil að við séum öll hjá mömmu. Ég vildi helst fá nálgunarbann á pabba, ég er svo taugaveiklaður. Ég vil ekki hafa hann nálægt mér. Ég er bara hræddur við hann ennþá. Samt er maður svona hættur að vera hræddur – hann hræðir mig eiginlega ekki leng- ur. Ég er búinn að læra að verja mig og ég hugsa mikið og mér finnst bara að ef maður kann að verja sig þá fer maður að standa betur með sjálfum sér og júdóið hefur hjálpað mér mikið. Það eru alltaf ör í hjartanu – þó örin að utan grói.“ Hann ber þungan hug til föður síns en segir að hann sé ekki þess virði að hata. „Ef hann bæðist afsök- unar – virkilega afsökunar – þá myndi ég kannski tala við hann aftur. Það er best að viðurkenna mistök, en ekki lifa í lygi,“ segir hann. Alltaf var um sig Hann segir að hluti af því að segja frá sé að ná aftur stjórn- inni á eigin lífi. Hann er þreytt- ur á fölskum brosum og felu- leikjum. „Það á ekkert að leyna þessu,“ segir hann. „Mér líður betur núna. Ég er stressaður og spenntur – bara allt. Ég er samt hrikalega taugaveiklaður. Ég get varla farið að ganga einn, ég er alltaf að horfa í kring- um mig eftir þetta bréf. Í gær var ég að hjóla og það öskraði einhver út um gluggann á bíl sem fór framhjá og mér brá svo hrikalega að ég datt næst- um því af hjólinu. Þetta er bara taugaveiklun. Þetta er ekki auðvelt – ég á engin orð til að lýsa þessu.“ Viðbrögðin við glósunni voru einstök og hún fór eins og eldur í sinu í netheimum. Hann veit að ekki eru allir á eitt sátt- ir við ákvörðun hans en hann sjálfur er sáttur og það er fyrir mestu. „Pabbi er reiður og ég vissi að það myndi gerast. Það væri kannski bara best fyrir hann að biðjast afsökunar og viðurkenna hvað hann gerði heldur en að lifa í lygi.“ Hann er mikill heimspek- ingur og hefur greinilega eytt miklum tíma í að velta fyrir sér hvernig lífið eigi að vera. Það á að hans mati ekki að vera svona. „Ég hugsa mjög mikið bara um lífið og allt. Það er auð- vitað allt líf sérstakt og enginn einn er mikilvægari en aðrir. Það eiga allir rétt á því að tjá sig. Það eiga allir skilið að fá hjálp sem þurfa á henni að halda. Við fengum ekki mikla hjálp á þess- um tíma.“ Hann er líka metnaðarfull- ur og veit hvað hann vill gera þegar hann fullorðnast. Hann vill starfa við vel launað starf og hjálpa öðrum með pening- unum. „Mig langar að verða flug- maður. Ég vill verða ríkur og reka heimili fyrir börn og ung- linga eins og mig og systkini mín. Mig langar alltaf að hjálpa fólki sem hefur lent í svona. Ég vona að ég geti hjálpað fólki með því að segja frá. Það á eng- inn skilið að líða illa.“ D rengurinn var hér í fyrsta til fjórða bekk og alltaf með sama kennara,“ segir Helgi Árnason, skólastjóri í Rimaskóla. Á þeim tíma kom aldrei kæra um eineltismál. „Málið kom aldrei formlega á borð til mín,“ segir Helgi. „Það var stundum vond lykt af hon- um sem olli því að krakkarnir stríddu honum. Skólinn þurfti tvisvar að til- kynna fjölskylduna til barna- verndar af út áhyggjum af hag drengsins. Í annað skiptið var það út af mætingum og í hitt skiptið var það vegna umhirðu. Við könnumst eingöngu við það að eftir að skólagöngu hans hér í skólanum lauk að ættingi hans hringdi í mig til að kvarta undan einelti af hálfu samnemenda hans og kvarta undan kennara. Þegar barn- ið er hætt í skólanum er orðið ansi flókið að bregðast við því. Þetta er í stórum dráttum það sem skólinn hefur um þetta að segja. En það er auðvitað mjög erfitt fyrir skólastjóra að tala um einstaka nemendur. Oft óskar maður sér þess að það væri gripið fyrr inn í og börnin fjarlægð af heimilinu. Öll viðbrögð barnaverndar miða að því að styrkja heimil- ið og kannski er það alveg rétt. Seinasta úrræðið er að taka börnin af heimilinu og það eru sárafá dæmi um það á hverju ári. En þetta var svo stuttur tími sem þetta ríkti. Ég held að við hefðum ekki getað gert meira.“ ingibjorg@dv.is É g er hálfhrædd við hann. Hann er snarklikkað- ur,“ segir fyrrverandi ná- granni fjölskyldunnar um föður drengsins. „Ég get staðfest það að hann beitti konuna sína ofbeldi. Bæði sá ég áverka á henni og eins flúði hún undan honum til okkar. Hún átti virkilega erfitt. Og börnin voru alltaf grátandi, við heyrð- um alltaf í þeim. Maður heyrir þegar allt er brjálað í íbúðinni. Ég og annar nágranni okk- ar fórum á fund í skólanum þar sem við greindum þeim frá þessu ofbeldi. En við viss- um það ekki þá að þetta væri svona slæmt gagnvart börn- unum. Við létum barnavernd- arnefnd vita líka. Það vissu allir af þessu. En hann kem- ur rosalega vel fyrir. Hann tók bara köst inni á milli og ógnaði mörgum. Einu sinni horfði ég upp á hann bæði kýla hana og berja hana með stól. Hvöttum hana til að fara Hún reyndi að fara frá honum og við hvöttum hana til þess en hún hætti við það. Síðan gáf- umst við upp og töldum að það væri ekki hægt að hjálpa þessu fólki. Við vissum ekki hvað við ættum að gera. Ef við hefðum vitað af því að hann væri að berja börnin hefðum við ef- laust reynt að gera meira. Það hvarflaði aldrei að okkur. Þau voru oft blá og marin en börn eru oft með marbletti. Einu sinni var yngri sonurinn með svakalega kúlu á enninu. En ég veit ekki af hverju það var.“ Fleiri nágrannar segjast hafa vitað af þessu. „Ég held að hann hafi verið ofbeldis- maður,“ segir einn sem varð þó aldrei beint vitni að neinu. „En ég vissi að það væri eitt- hvað meira en lítið að þarna.“ Annar segist hafa vitað af því að konan hefði farið í Kvenna- athvarfið. „Það vissu það allir,“ sagði hún. Enn annar nágranni sagði að hann hefði einu sinni tilkynnt heimilisofbeldið til barnaverndar. Þá hafði móð- irin í trúnaði sagt þeim frá of- beldinu. „Þegar til kastanna kom dró hún allt til baka og ekkert varð úr málinu.“ Þá hafði hann grunað þetta lengi þótt hann hefði aðeins einu sinni séð áverka á konunni. „Hann var án efa mjög ofbeldisfullur,“ segir hann og bætti því við að hann væri nokkuð sannfærður um að drengurinn væri ekki að búa þetta til. ingibjorg@dv.is Strítt út af lyktinni Hún flúði til okkar „Það sem ég hef upplifað er sannleikur“ n Skólinn tilkynnti fjölskylduna til barnaverndar n „Við vissum ekki hvað við ættum að gera“ n Systirin reynir að gleyma en man allt Þ að sem ég hef upplifað er sannleikur, það er ekkert að fara að breyta því. Ég stend með sjálfri mér,“ segir systir drengsins. Hún er að verða sext- án ára og býr hjá móður sinni. „Ég sagði sálfræðingnum frá öllu sem hefur verið að gerast. Ég sagði bara við sálfræðinginn að ég vildi ekki að þetta færi til pabba. Hann sagðist ætla að sjá til þess. En síðast þegar ég fór til pabba í janúar, þá var hann með þetta á blaði. Þá sagði hann að ég væri að ljúga því að hann væri að lemja mömmu og að mamma væri að segja mér að ljúga fyrir sig. En þetta er satt.“ Hún segir að vinir hennar hafi verið viðstaddir þetta síð- asta skipti sem hún hitti föður sinn, ásamt bróður hennar og föður. „Hann öskraði á mig og reif í höndina á mér. Hann sló mig og sagði: „Ég vil aldrei sjá þig aftur, mamma þín má eiga þig.“ Þá ákvað ég bara: Þá vil ég ekkert sjá þig aftur heldur, og fór.“ Lítil og hrædd „Mér líður ekki vel með þetta, ég er að reyna að gleyma þessu. En ég man þetta samt. Þegar við bjuggum í Grafarvoginum þá man ég eftir því að mamma og pabbi voru frammi að rífast og við vorum svakalega hrædd að fela okkur inni í herbergi. Oftast eru börn hrædd þegar foreldrar þeirra rífast. Við vorum örugglega bara fjögurra og fimm ára, en við kíktum fram. Þá var pabbi frammi að lemja mömmu á fullu.“ Mikilvægt að fá hjálp „Það á enginn þetta skilið. Ef þetta er að gerast hjá einhverj- um þá eiga þeir að leita sér hjálp- ar strax. Það á enginn að vera svona ruglaður að beita heimil- isofbeldi. Ég vona að þetta hætti, það er erfitt að stoppa þetta en ég vona að þetta minnki. Þegar fólk segir brandara um heimilis- ofbeldi eða kvenfyrirlitningu þá brotna ég alveg saman. Ef fólk segir svona hluti sem tengjast heimilisofbeldi þá segi ég því að þetta sé ekki sniðugt. Það er fólk að lenda í þessu, þetta er ekkert fyndið fyrir suma.“ Ættu að heyra meira Hún segir að það hafi kannski ekki allir fjölskyldumeðlimir verið meðvitaðir um ástand- ið á heimilinu. „Ég sá þetta, en aðrir fjölskyldumeðlimir sáu þetta kannski ekki. Ég má segja frá því sem ég sé og kemur fyr- ir mig. Það er óþægilegt að fólk segi að þetta sé lygi þegar ég segi sannleikann. Fólk á að standa með sjálfu sér. Umfjöllunin um heimilisofbeldi er svo lítil. Fólk ætti að heyra meira um þetta og vita hvernig þetta er. Ég veit sjálf að bróðir minn er ekki að ýkja.“ ingibjorg@dv.is „Einu sinni horfði ég upp á hann bæði kýla hana og berja hana með stól. „Oft óskar maður sér þess að það væri gripið fyrr inn í og börnin fjarlægð af heimilinu. „Við vorum svakalega hrædd að fela okkur inni í herbergi. Erfitt líf Mamma drakk og pabbi beitti ofbeldi, segir strákurinn sem átti sér hvergi skjól, því í skólanum var hann lagður í einelti. Mynd SViðSEtt M y n d S V ið SE t t Allir vissu Nágrannar staðfesta frásögn konnunar og segja að allir hafi vitað af ofbeldinu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.