Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 13
A mma drengsins fór fram á að greinin yrði ekki birt og sagðist jafn- vel ætla að fá lögbann á blaðið ef svo yrði. Faðir drengs- ins sver af sér sakir og segist vera að íhuga að stefna syni sínum fyrir meiðyrði. Hann var þó ekki búin að taka endan- lega ákvörðun um það hvern- ig hann ætlaði að bregðast við orðum sonarins og vildi ekkert segja að svo stöddu. Hann full- yrti aftur á móti að ástæða þess að börnin töluðu svona væri foreldrafirring, heilaþvottur af hálfu móður barnanna sem kæmi svona fram. Alvarlegt ofbeldi Foreldrafirring er hugtak sem notað er yfir það þegar for- eldrar beita „ljótum“ aðferðum gegn hinu foreldrinu þegar þeir deila, meðal annars um for- ræði. Falskar ásakanir eru yfir- leitt óaðskiljanlegur hluti af foreldrafirringu ásamt því að foreldrar reyni að hindra um- gengni barns við hitt foreldrið. Breskur sálfræðingur, dr. L. F. Lowenstein, hefur rannsakað þetta fyrirbæri og segir að það sé óforsvaranlegt og alvarlegt ofbeldi. Hugarburður geðlæknis Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sál- fræðingur í Barnahúsi, seg- ir að foreldrafirring sé þó afar umdeilt hugtak á meðal sál- fræðinga. „Þetta er tekið frá manni sem heitir Richard Gar- dner sem var geðlæknir og bjó til þetta hugtak. Í kringum það smíðaði hann stóran pakka sem leit út eins og fræðigrein og sendi á alla dómstóla í Banda- ríkjunum. Dómstólar í Banda- ríkjunum notuðu þetta hugtak til að taka börn frá mæðrum sem sökuðu menn um ofbeldi. Síðan, þegar farið var að skoða þetta, kom í ljós að þetta var í raun bara hugarburður þessa manns, en engar kenningar eða rannsóknir sem stóðu þarna á bak við. Ennfremur kom í ljós að hann var mjög líklega pedófíll.“ Varað við hugtakinu „Það er ekkert sem styður þetta hugtak. Það er bara orð sem foreldrar nota eftir hentug- leika. En ameríska sálfræði- félagið hefur tekið klára afstöðu gegn þessu hugtaki og varar við því. En núna þegar dómstólar í Bandaríkjunum eru hættir að nota þetta því þessi börn eru orðin fullorðin og það er tekið meira mark á þeim fyrir rétti þá er þetta hugtak komið til Evr- ópu. En þetta er mikið hitamál innan stéttarinnar – hvort það sé fræðilega hægt að heilaþvo einstakling til þess að segja svona. Ég held að það sé fræði- lega hægt en líkurnar á því eru kannski ekkert mjög miklar.“ ingibjorg@dv.is H ann er að tala út frá sínu hjarta,“ segir móð- ir drengsins. Hún er greinilega stolt af syni sínum fyrir að hafa sagt frá en einnig í nokkru áfalli. Hún kynntist föður hans þegar hún var 19 ára og varð strax ólétt. „Hann er sjö árum eldri en ég. Við vorum saman í 15 ár.“ Sam- an eiga þau fjögur börn en eitt þeirra býr hjá pabba sínum. Stofnanir brugðust Forræðisdeilan hefur verið löng og erfið. „Miklu hefur verið log- ið upp á mig og þetta hefur verið hálfgerð múgæsing. Við höfum sjálf tekið þann pól í hæðina að vera ekki í skotgrafarhernaði,“ segir móðir drengsins og á við sig og sambýlismann sinn. Þau eiga samtals sex börn, en eiga von á barni saman innan tíðar. „Stofnanir hafa brugðist okk- ur að mörgu leyti. En þær hafa fyrst og fremst brugðist börnun- um. Það sem sonur minn er að segja hefur hann sagt öðru fólki. Við erum búin að reyna en það hefur ekkert gengið. Þess vegna er ég svo hissa á viðbrögðun- um við glósunni. Við erum búin að ganga í gegnum allt þetta og búin að reyna að fá hjálp og tala við allar stofnanir sem gætu að- stoðað okkur. Við erum hins vegar í staðinn alltaf sjálf und- ir eftirliti. Við erum alltaf að fá lögguna hingað þar sem pabbi hans er alltaf að tilkynna okkur. Þessi viðbrögð á netinu eru því ótrúleg“. Sjálf kvíðasjúklingur Hún dregur ekkert úr því að sjálf eigi hún við sín vandamál að stríða. „Ég er kvíðasjúklingur og óvirkur alkóhólisti. Ég þróaði með mér sjúkdóm með heimil- isofbeldinu. Það er kvíðaröskun – maður getur kviðið öllu. Ég hef tekið mig á og það hefur geng- ið vel síðustu tvö árin. Ég féll einu sinni fyrir tveimur árum og hann fullnýtti það tækifæri.“ Börnin gleymast Það er erfitt fyrir hana að rifja upp ofbeldið. „Mér finnst mjög erfitt að rifja upp þessa slæmu hluti sem hann er að segja. Ég vil bara setja þetta á bak við mig. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Börnin mín þurfa hjálp við að komast út úr þessu. Þau eru búin að heyra tröllasög- ur og ljótar sögur af mömmu sinni síðan þau voru bara börn. Við erum búin að reyna og reyna, en börnin gleymast bara. Börnin og þeirra líðan er það sem gleymist – þau eru margbú- in að segja þetta.“ „Ekki svona mikil hetja“ Hún segir að hún hafi gefist upp á því að velta því fyrir sér hvers vegna hún lenti í ofbeldi, við því séu engin svör. „Ég velti því fyrir mér í fimmtán ár, af hverju hann væri svona ofbeldisfullur. Ég fékk aldrei svar við því. Ég er hætt að leita að því. Ég er hætt að reyna að skilja af hverju. Ég veit ekki hvers vegna þetta er svona. Þetta var gróft ofbeldi. Ég dáist að syni mínum að gera þetta svona. Ég er bara ekki svona mikil hetja. Mér þykir þetta mjög erfitt. Þetta er erfitt fyrir þau enda áttu þau alltaf von á því að vera vakin upp á nóttunni til að vera sýnt hvað mamma þeirra var rugluð. Ég á bara ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Þú getur ekki lýst þessum sársauka. Ég skil ekki, en samt skil ég það af hverju ég lét mig hafa þetta svona lengi. Ég varð bara veik með honum.“ Lögreglan vanmáttug „Í fyrsta skiptið sem ég fór í Kvennaathvarfið var hann bara pínulítill, þá vorum við þar í nokkrar vikur.“ Hún segir eins og sonurinn að leyndin sé samt verst. „Maður leynir þessu svo rosalega. Það verður manni svo að falli. Ef maður kall- aði á lögregluna þá gat hún ekki gert neitt. Og maður sat bara uppi með verra ástand. Í dag er verið að tala um að breyta lögunum. Ég vona að það verði farið eftir því. Mað- ur verður bara svo meðvirkur. Þetta er ekki eitthvað sem þú kastar fram úr erminni. Fólk hugsar: „iss, þetta er ekki svo slæmt“ en þú segir konum ekkert gerðu þetta og gerðu hitt. Þetta er ekki auðvelt. Það sem ég sé núna er hvað börn- unum svíður þetta og hvað þetta bitnar á þeim.“ ingibjorg@dv.is Fréttir | 13Helgarblað 26.–28. ágúst 2011 Feluleikur Öll tala þau um hversu mikill feluleikur fylgi ofbeldinu. Íhugar að kæra son sinn „Ég varð veik með honum“ n Pabbinn segist saklaus og kennir foreldrafirringu um n Móðirin segist ekki hafa sama hugrekki og sonurinn Óskemmtileg skilaboð Þetta fékk drengurinn sent seint í gærkvöldi af já.is. Hann heldur að þetta komi frá ömmu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.