Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað Þorsteinn Hjaltested fyrir dómi: Auðmaður tapar máli Hæstiréttur úrskurðaði á miðviku- daginn að skiptum á búi Sigurðar Kristjáns Hjaltested, afa Þorsteins Hjaltested, sé ekki lokið. Þorsteinn komst í fréttirnar í sumar þegar greint var frá því að hann hefði greitt mest allra Íslendinga í opinber gjöld árið 2010. Afi Þorsteins, Sigurður Kristján, átti Vatnsendalandið sem var hluti af búi hans þegar hann lést 13. nóvem- ber árið 1966. Landið gekk í arf til föð- ur Þorsteins, Magnúsar Hjaltested. Þeir sem sóttu málið eru erfingj- ar Sigurðar. Hæstiréttur féllst á kröfu þeirra um að skiptum á búinu væri ekki lokið en Vatnsendalandið teld- ist ekki lengur eign búsins þar sem það var afhent Magnúsi Hjaltested á skiptafundi í dánarbúi Sigurðar 7. maí 1968, sem kemur fram og stað- fest er í dómi Hæstaréttar 30. maí 1969, sem birtur er á blaðsíðu 780 í dómasafni réttarins það ár. Hæstiréttur taldi að ekki væri nóg að telja líklegt að skiptunum væri lok- ið. Lögmaðurinn Unnsteinn Beck sá um skiptin á búinu en hann lést árið 2004. Ekki hafa fundist nein gögn sem sýna fram á að skiptunum hafi verið lokið með formlegum hætti. Því taldi Hæstiréttur að skipa þyrfti nýjan skiptastjóra til að ljúka skiptunum. Þorsteinn hefur á undanförnum árum auðgast mjög á landsvæðinu á Vatnsenda þar sem Kópavogsbær hefur reist mikla íbúðabyggð. Harð- vítugar deilur hafa staðið á milli Þor- steins og föðurbræðra hans vegna landsins en þar sem það tilheyrði óð- alsbúi föður hans, Magnúsar Hjalte- sted, var það Þorsteinn einn og sér, elstur systkina sinna, sem erfði allt. Skattaskóngur Þorsteinn Hjaltested tapaði dómsmáli um skipti á dánarbúi. V ið erum gamlir vinir frá námsárunum,“ segir Hjör- leifur Sveinbjörnsson um tengsl sín við Huang Nubo, stjórnarformann kínverska fjárfestingafyrirtækisins Zhongkun Group, sem hefur hug á reisa fimm stjörnu glæsihótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra, sem er mágur Hjörleifs, átti fund með Nubo á miðvikudaginn þar sem hann greindi frá fyrir fyrirætl- unum Zhongkun Group um að fjár- festa í umhverfistengdri ferðaþjón- ustu á Íslandi. Fyrirtækið vill þannig taka þátt í uppbyggingu ferðaþjón- ustu á Íslandi í samstarfi við íslensk stjórnvöld. Ráðherrann hefur tekið vel í hugmyndir Nubos og fagnar er- lendri fjárfestingu sem og uppbygg- ingu í ferðaþjónustu hér á landi. Deildu herbergi Hjörleifur og Nubo deildu saman her- bergi á heimavistinni í Peking-há- skóla þegar þeir stunduðu þar nám og hafa því þekkst í á fjórða áratug. „Mað- ur getur auðvitað sagt að ef það ekki verið þá hefði hann sjálfsagt aldrei heyrt um Ísland eða tekið sérstak- lega eftir því,“ segir Hjörleifur. Þeir fé- lagar hafa haldið góðu sambandi allar götur síðan en Hjörleifur vill þó ekki meina að það sé honum að þakka að þessi fjárfesting sé á leiðinni. Hann vill allavega ekki eigna sér heiðurinn af því þó hann viðurkenni að kynni hans og Nubos á háskólaárunum hafi vissulega verið óbein kveikja að verk- efninu. Umsvifamikið ljóðskáld Nubo sem er í 161. sæti á lista For- bes yfir ríkustu menn í Kína, er einnig ljóðskáld og aðalstyrktaraðli Kínversk- íslenska menningarsjóðsins. „Þessi sjóður stóð fyrir ljóðaþingi í Norræna húsinu í fyrrahaust og þá kom hann til landsins í tilefni af því og ferðaðist um og leist dálítið vel á landið. Hann er umsvifamikill í ferðamennsku og sá möguleika á að leggja hönd á plóg- inn hér og svo kemur hann aftur hing- að núna til að fylgja þessu eftir,“ segir Hjörleifur um ástæðu þess að Nubo heillaðist svo af Íslandi. Hjörleifur bendir þó að fyrirætlanir Nubos séu allar með þeim fyrirvara að allt takist vel og að sátt náist um verk- efnið. Það er sveitarstjórnin í Norð- urþingi sem hefur skipulagsvaldið á þessu svæði en þar hefur verið tekið vel í hugmyndirnar. „Hann er búinn að semja við land- eigendur á Grímsstöðum með því for- orði að samþykki stjórnvalda í Kína og á Íslandi fáist.“ En kínversk stjórn- völd þurfa að heimila fjárfestingar og jarðakaup erlendis. Nubo stefnir á að staðsetja glæsi- hótel sitt á Grímsstöðum á Fjöllum, eins og áður sagði, en það er mitt á milli Vatnajökuls- og Jökulsárgljúfur- þjóðgarðs. „Hann sér fyrir sér upp- byggingu í ferðamennsku mitt á milli þessara tveggja þjóðgarða,“ segir Hjör- leifur en ítrekar að Nubo sé þó ekki að ásælast þjóðgarðana enda séu þeir utan þeirrar landareignar sem hann vill kaupa. „Hann sér ekki Grímsstaði fyrir sér sem gegnumstreymisstað þar sem fólk stoppar yfir nóttina heldur vill hann byggja þar upp þjónustu,“ segir Hjörleifur. „Þetta yrði svona áfangastaður,“ bætir hann við. Golfvöllur og hestabúgarður Að sögn Hjörleifs vill Nubo meðal annars byggja upp 18 holu golfvöll á Grímsstöðum. Þeir fóru saman að skoða svæðið nýlega og fundu þar gömul tún sem ágætis rækt er í. „Það gæti verið dæmi um það sem hann kallar umhverfisvæna ferða- mennsku. Hann er ekki að tala um að flytja inn gras heldur að nota það sem fyrir er og myndi þá nota þessi gömlu tún sem uppistöðu í golfvelli.“ Hjörleifur segir Nubo einnig sjá fyr- ir sér að byggja upp hestabúgarð á Grímsstöðum og að það verði lík- lega með því fyrsta sem fari í gang á svæðinu. Þá mun hann einnig vera mjög áhugasamur um að græða upp svæðið í samstarfi við Landgræðsl- una. Ekki stórkarlaleg uppbygging Nubo mun líklega aðallega gera út á ferðamenn frá Kína og Bandaríkj- unum en að sögn Hjörleifs hefur hann einnig hug á að byggja hótel í Reykjavík. „Þetta er miklu þolinmóð- ara fjármagn en við búum yfir. Við erum alltaf svo blönk að við viljum fá þetta helst um leið. Þarna er hann að tala um vandaða uppbyggingu sem hann sér fyrir að taki nokkur ár,“ segir Hjörleifur. Honum líst sjálfum prýði- lega á fyrirætlanir Nubos. „Ég held að þetta séu fín plön, þetta er ekki svona stórkarlaleg uppbygging. Hann vill standa að þessu með metnaði.“ n Kínverskur auðkýfingur vill reisa hótel á Grímsstöðum á Fjöllum n Gamall skólafélagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar n Utanríkisráðherra, mágur Hjörleifs, tekur vel í verkefnið n Hestabúgarður og 18 holu golfvöllur á teikningunum Kynnti Ísland fyrir auðkýfingi Nubo skoðaði náttúruna í boði ráðuneytis: Ráðuneytið greiddi fyrir bílaleigubíl DV greindi frá því í október í fyrra að Hjörleifur hefði ekið um landið með Huang Nubo í bílaleigubíl sem utanríkisráðuneytið greiddi fyrir. Um var að ræða Suzuki Vitara-jeppling frá Bílaleigu Akureyrar. Nubo var þá staddur hér á landi í tengslum við kínversk-íslenskt ljóðaþing í Norræna húsinu. Í samtali við DV á þeim tíma sagði Hjörleifur það alls ekki óeðlilegt að hann hefði fengið bílinn lánaðan til að sýna Nubo íslenska náttúru. „Þetta er nú ósköp lítið mál. Utanríkisráðuneytið tengist verkefninu og því er þessi heimsókn ráðu- neytinu dálítið skyld. Því þótti ráðuneytinu það við hæfi að gera vel við manninn með því að setja undir hann bíl,“ sagði Hjörleifur í samtali við DV í október 2010. Hjörleifur sagðist einungis vera á bílnum sem bílstjóri til að sýna Nubo, sem er aðalstyrktaraðili Kínversk- íslenska menningarsjóðsins, eitt og annað. „Þetta er bíll í einn dag, til að sýna manninum eitthvað af landinu enda er hann að leggja talsverða peninga í 10 ára samstarf Íslands og Kína. Ég er ekki að dandalast á einhverjum bíl í einhverri spillingu.“ Ætla má að þeir Hjörleifur og Nubo hafi á síðasta ári skoðað þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfri og svæðið þar í kring sem sá síðarnefndi er nú svo heillaður af. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Fréttir Huang Nubo Kínverskur auðmaður með stór áform á Íslandi. Herbergisfélagar Hjörleifur og auðkýfingurinn Huang Nubo deildu herbergi á heimavistinni í Peking-háskóla á námsárum sínum. Ásgeir fær forgangskröfu Hæstiréttur Íslands komst á fimmtu- daginn að þeirri niðurstöðu að launa- krafa Ásgeirs Jónssonar, fyrrverandi forstöðumanns greiningardeildar Kaupþings, sé for- gangskrafa í bú bank- ans. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykja- víkur sem áður hafði úrskurðað að launa- krafan væri ekki forgangskrafa. Ásgeir vildi fá viðurkenndan sem forgangskröfu samning sem hann gerði við bankann árið 2006 sem kvað á um bónusgreiðslur 1. október 2008 og 1. janúar 2009. Þegar Fjármálaeftir- litið skipaði skilanefnd yfir Kaupþingi 29. október 2008 var Ásgeiri sagt upp störfum. Krafa Ásgeirs vegna greiðsl- unnar 1. janúar 2009 hljóðaði upp á 1,3 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.