Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 29
Viðtal | 29Helgarblað 26.–28. ágúst 2011 Svefnvana í kjarabaráttu Kennaraháskóla Íslands árið 2006 sendu þeir Heiðar Örn frá sér plötuna Pollapönk. Plat- an féll í góðan jarðveg bæði hjá börnum og fullorðnum enda er það stefnan hjá þeim. Í sveitinni með Heiðari og Halla eru Arnar Gíslason og Guðni Finnsson úr hljómsveitunum Ensími og Dr. Spock. Þetta er því þungavigtarsveit, ekki satt? „Jú, það má enginn gera þau mistök að taka okkur ekki alvarlega,“ segir Halli. „Þetta er svo rosalega skemmtilegt, þetta gefur mér ótrúlega mik- ið. Ekki er verra að við dönsum aðeins á línunni í textunum og laumum smá samfélagsrýni í þá. Markmiðið með Pollapönki er að búa til tónlist og texta sem bæði börn og fullorðn- ir hafa gaman af. Þótt þetta sé hugsað fyrir börn reynum við að tengja þetta þannig að fullorðnir geti ekki síður haft gaman af tónlistinni.“ Aukatekjur með tónlistinni Tónlistin hefur fært Halla aukatekjur í aðra hönd í gegn- um tíðina. Hann segir það hafa bjargað afkomunni því laun þeirra hjóna hafi verið lág. „Ég starfaði sem leikskóla- kennari og konan mín sem þroskaþjálfi. Hvorugt þessara starfa er metið að verðleikum. Tekjurnar af tónlistinni voru því kærkomnar.“ Á sjötíu þúsund króna bíl Halli segir marga leikskóla- kennara ekki hafa ráð á að borga alla reikningana. „Ég hefði ekki getað það heldur. Ég er ekki að segja að með tónlistinni hafi ég getað lifað í vellystingum, ég á sjötíu þús- und króna bíl og hóflega stóra íbúð!“ Halli vakti athygli áður en hann landaði nýjum kjara- samningi og fór út í Bónus og fyllti þar vörukörfu fyrir 15 þúsund krónur. „Ég fór í Bón- us og fyllti körfuna til þess að sýna fram á að það sem boðið var upp á var í raun og veru ein ferð í Bónus. Þetta var gert bæði í alvöru og gamni. Eftir á að hyggja hefði ég átt að fylla körfuna af holl- ari mat,“ segir hann og hlær. „Gott að þetta náðist ekki á mynd enda var ég með kók- osbollur og alls kyns gúm- mulaði í körfunni. Konunni minni finnst kókosbollur svo góðar,“ segir hann. Saknar þess að kenna Halli segist sakna þess að kenna og ætlar sér ekki að fest- ast inni á skrifstofu. „Ég ætla að vera duglegur að fara í leikskólana og taka í gítarinn. Ég sakna þess að kenna, alveg virkilega. Ég þarf líka að spila fyrir krakkana til að sjá hvað virkar. Við nefni- lega hendum þeim lögum sem krakkarnir eru fíla ekki. Mig langar að reyna að heim- sækja alla leikskóla á landinu sem vilja á annað borð fá mig í heimsókn.“ Halli ætlar ekki bara að heimsækja leikskóla til þess að spila fyrir krakkana. Hann vill ná til kennara, foreldra og samfélagsins alls. Stóra mark- miðið er að leikskólakennara- stéttin njóti virðingar í sam- félaginu og fái greidd laun í samræmi við þá miklu ábyrgð sem leikskólakennarar bera. „Það viðurkenna allir að við erum að vinna með það dýrmætasta sem fólk á. Það viðurkenna líka flestir að við eigum skilið góð laun fyr- ir þá ábyrgð sem við berum. Ábyrgð kennara er gríðarlega mikil,“ segir Halli. „Fólk áttar sig ekki á því hversu mikil hún er og gleymir að setja þessa ábyrgð í víðara samhengi. Við berum ábyrgð á þroska, námi, vellíðan og öryggi barnsins. Þegar við förum út með barn- ið í göngutúr væri skelfilegt að ímynda sér það ef eitt barnið myndi verða fyrir bíl. Þá væri það á okkar ábyrgð. Sá kenn- ari sem myndi lenda í því ætti ekki afturkvæmt.“ Góður vinur bregst ekki „En það er líka okkar ábyrgð- arhlutverk að fylgjast með því hvort barn sé beitt ofbeldi og þarfir þess vanræktar. Við hljótum þjálfun í því að fylgj- ast með því hvort barn hef- ur verið beitt ofbeldi og eig- um að tilkynna öll merki um slíkt til barnaverndar og koma barninu til hjálpar.“ Halli leggur áherslu á að skylda kennara til að koma þessum börnum til aðstoð- ar með þessum hætti sé gríð- arlega rík. „Hún er líka erfið,“ segir hann. „Foreldrar og að- standendur bregðast hart við. En þetta er nauðsynlegt, það er alltof mikið af börnum sem eru nú vaxin úr grasi og segja sögu af áralöngu ofbeldi og afskiptaleysi kennara sinna. Kennari á að vera vinur og góður vinur bregst ekki.“ „Ég hlakka til að eyða meiri tíma með litlu stúlkunni minni Var óþekkur og uppátækjasamur Halli skilur vel fjörugu strákana sem margir eiga í basli með að ná til á leik- skólanum. Enda var hann ansi fjörugur sjálfur. „Ég hljóp alltaf á harðaspretti heim úr skólanum. Ég var að reyna að ná heim áður en kennarinn hringdi í mömmu til að segja henni af prakkarastrikum dagsins.“ mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.