Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 28
28 | Viðtal 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað Svefnvana í kjarabaráttu S tigagangurinn í gamla Kennarahúsinu ilmar af kaffi. Bæði stöðnu kaffi og nýlöguðu. Sjálfsagt hefur verið drukkið mikið kaffi í þessu húsi undanfarið þar sem hörð kjara- barátta hefur verið skipulögð síðustu vikur og mánuði. Enginn hefur dáið úr verkfalli Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktur sem Halli í Botnleðju, er formaður Félags leikskóla- kennara og hefur aðsetur í þessu húsi. Hann hefur vak- ið mikla athygli fyrir einlægni sína og ákveðni í nýafstaðinni kjarabaráttu leikskólakennara. Hann sagði í viðtali við Rás 2 að enginn hefði dáið úr verk- falli. „Ég ákvað að vera í góðu skapi, þrátt fyrir allt,“ segir Halli um þessi ummæli sín. „Það er reyndar kannski ekki alveg rétt hjá mér að enginn hafi dáið úr verkfalli,“ segir hann. En þótt verkföll séu grafalvarlegur hlutur, þá eru þetta eftir sem áður bara peningar.“ Eignaðist barn í miðri baráttu Halli er 36 ára og þriggja barna faðir. Hann eignaðist sitt þriðja barn í sumar þegar hann var á kafi í skipulagningu baráttunn- ar. „Ég hlakka til þegar það fer að róast því þá fæ ég loksins að eyða meiri tíma með litlu stúlk- unni minni. Ég skal viðurkenna að ég hef misst úr svefn síðustu vikur en ég hefði líklega ekki komist í gegnum þetta ef ég ætti ekki svona yndislega konu. Konan mín er kletturinn minn. Án hennar gæti ég lítið,“ segir hann í fyllstu einlægni. Halli segir síðustu vikur hafa reynt á þótt hamingjan hafi haft yfirhöndina. Bæði vegna fjölskyldunnar og ný- fædds barnsins og anna í kjara- baráttunni. „Ég var alltaf að vakna á næturnar og muna eft- ir hinu og þessu sem ég ætlaði að gera. Ég svona vaknaði með fingurinn á lofti,“ segir hann og hlær. „Svo vita allir foreldrar hvernig fer með svefninn þegar hlúð er að ungbarni.“ Ætlar að njóta þess að vera með fjölskyldunni Kona Halla heitir Sigríður Eir Guðmundsdóttir og er þroska- þjálfi. Þau kynntust í Kenn- araháskólanum þar sem þau stunduðu bæði nám. Hann segist hafa kolfallið fyrir henni. „Ég er bara svo heppinn. Að fá að vera með henni er æðislegt,“ segir hann. „Þegar það fer að róast þá ætla ég að njóta þess að vera með fjölskyldunni.“ Kennarar eru sérfræðingar Það er nú þegar farið að róast svolítið og Halli er í óða önn að kynna nýjan samning leik- skólakennara. Eftir að þeirri kynningu er lokið tekur við kjarabarátta fyrir sjálfstæða leikskóla þar sem nýr samning- ur við leikskólakennara verð- ur viðmið. Hann er ánægður með samninginn en segist hafa skýra framtíðarstefnu. „Kenn- arar eru sérfræðingar og eiga að fá laun sem slíkir,“ legg- ur Halli áherslu á. „Kennar- ar eiga að mínu mati að vera ein stétt. Leikskólakennarar, grunnskólakennarar, tónlistar- kennarar og framhaldsskóla- kennarar. Í framtíðinni verður vonandi meiri samfella í námi frá leikskóla yfir í grunnskóla og þá geta kennarar stillt sig saman í baráttu fyrir virðingu fyrir starfi sínu.“ Enn á lélegum launum Flestir eru sammála um að Halli hafi skilað af sér góðu verki og fengið þjóðina til að hugsa til stéttar leikskólakenn- ara af meiri virðingu en hingað til. Hann talaði hreint og beint um skort á virðingu. „Því hvað er það annað en virðingarleysi að borga okkur svona lág laun? Leikskólakennarar eru á léleg- um launum,“ segir Halli. „Og þrátt fyrir að kjör þeirra hafi verið leiðrétt að ýmsu leyti eru þeir ennþá á lélegum launum.“ Var að fara að meika það Það var fyrir tólf árum að aura- laus Halli labbaði inn á leikskóla og sótti um vinnu. Hann vant- aði smá pening. „Það er stór- kostlega fyndið að hugsa til þess að mér hafi dottið í hug að safna smá pening með því að vinna á leikskóla. Það er vonlaus pæling að ætla sér að verða sér úti um pening með því að vinna á leik- skóla. Ég ætlaði að stoppa stutt við, mesta lagi svona þrjá mán- uði. Peningana ætlaði ég að nota í rokkið og heimsfrægðina sem ég hélt að væri á næsta leiti. Ég var alveg að fara að „meika það“ í útlöndum,“ segir Halli og brosir að sjálfum sér. Heimsfrægðin mátti eiga sig En á leikskólanum gerðist eitt- hvað innra með Halla og þá varð ekki aftur snúið. Heims- frægðin mátti eiga sig. „Mér líkaði svona líka vel. Ég náði til ákveðins hóps sem þykir erfitt að ná til og það fannst mér merkilegt. Þetta voru svona skemmtilegir og fjörugir drengir. Eiginlega bara óþekk- ir. Það má nefnilega alveg nota orðið óþekkt. Stundum þarf ekkert að flækja þetta frekar. Ég náði trausti þessara barna og þau urðu vinir mínir. Þeg- ar maður eignast vini þá er nú ekki aftur snúið.“ Fullur sjálfstrausts Halla gekk vel í starfi og eftir fimm ár sem leiðbeinandi fór hann í Kennaraháskóla Íslands og útskrifaðist þar með B.Ed- próf í leikskólakennarafræðum árið 2006. Hann fékk skjótan frama og tók við deildarstjóra- stöðu sama ár á leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði sem hann kenndi við og nú nokkr- um árum seinna hefur hann tekið við formennsku í Félagi leikskólakennara. „Ég vissi ná- kvæmlega að hverju ég gekk þegar ég tók ákvörðun um að kenna á leikskóla. Launin eru brandari og virðingin engin. En það þýddi ekki að því væri ekki hægt að breyta. Ég hafði trú á því að leikskólakennarar gætu rétt sinn hlut og öðlast mikla virðingu. Það hefur margt gengið vel en enn eigum við langt í land. Þetta mun ganga.“ Varð reiður eftir hrun Halli segist aldrei hafa haft mikinn áhuga á félagsmálum eða pólitík. Hann sóttist aldrei eftir þátttöku í félagslífi eða því að taka ábyrgð í stjórnmál- um. En eftir hrun og eftir nið- urskurð til menntamála seg- ist hann hafa fengið nóg. „Já, ég fékk svo sannarlega nóg og reiddist. Ýmis launaréttindi voru tekin af okkur sem voru ekki bundin í kjarasamninga og það var bara gert af því það var hægt. Þá finnst mér, eins og svo mörgum okkar, að hlut- irnir gerist of hægt. Ég ákvað að láta til mín taka. Ég er nefnilega enginn kaffistofutuðari. Tuð og neikvæðni bitnar á sálarlíf- inu og á endanum á starfinu. Kennarar mega ekki leyfa sér slíkt.“ Skrifaði einlægt bréf „Ég ákvað að fara ekki hefð- bundna leið enda veit ég vel að ég er ekki hefðbundinn. Ég ákvað að bjóða mig beint fram sem formaður og skrifaði félagsmönnum bréf þar sem ég kynnti mig til leiks.“ Þar sem Halli taldi sig nýliða í starfi félagsins ákvað hann að lýsa sér af mestu einlægni. Hann taldi í bréfi sínu upp kosti sína og galla. Meðal kosta taldi hann upp ríka réttlætiskennd, frjóa og skapandi hugsun og það að hann á auðvelt með að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar. Í bréfinu segir hann ekki hafa þótt gáfulegt að telja upp galla sína, sérstaklega ekki þeg- ar maður sækist eftir vinnu eða er á leiðinni í pólitík eða félags- mál. Hann gerði það nú samt af því að hann taldi það hreinskil- ið og heiðarlegt. Galli að vera karlmaður Halli sagði félagsmönnum sín- um enn fremur að hann væri langt í frá fullkominn. Hann gæti verið hvatvís, þótt það hefði lagast með aldrinum. Hann hefði ekki mikla reynslu af félagsstörfum, væri óhefð- bundinn og að hann ætti erfitt með að sitja lengi undir þurr- um og leiðinlegum fyrirlestr- um. „Þá fer ég að hugsa um skútu eins og Þorsteinn Guð- mundsson í auglýsingunni hérna um árið,“ segir Halli frá. Hann sagði félagsmönnum líka frá því að honum fyndist „aðalfundur“ ótrúlega leiðin- legt fyrirbæri. Að síðustu taldi hann það upp sem galla að hann er karlmaður. Hvers vegna gerði hann það? „Það er kannski galli vegna þess að ég starfa í stórum hópi kvenna. En ég setti þetta fram svona til að gera smá grín að sjálfum mér. Kjarabaráttan hefur verið háð af konum fyrir stóra stétt kvenna í gegnum tíð- ina. Ég vildi bera virðingu fyrir þeirri baráttu.“ Fór ekki á leikskóla Halli er alinn upp í Hafnarfirði og hann gekk ekki í leikskóla. Hann segist hafa verið upp- átækjasamur. „Ég var bara úti að leika mér og var afskaplega fjörugur og uppátækjasamur krakki. Mamma var þá heima- vinnandi og pabbi vann fyr- ir herinn á Keflavíkurflugvelli. Það var oft mikið ævintýralíf á mér og mamma hafði ekki und- an að reyna að siða mig til,“ segir hann og hlær og bætir því við að ef hann hefði verið á leikskóla hefði hann örugglega verið einn af þessum hressu strákum sem hann náði svo vel til seinna í kennarahlutverkinu. „Kannski skildi ég þá bara,“ segir hann. Uppátækjasamur strákur Fjörið varð enn meira þeg- ar Halli byrjaði í grunnskóla. Hann gekk í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og segist hafa verið heppinn með kennara sem var óvenjuþolgóður og tók upp- átækjum hans af yfirvegun. „Ég hljóp alltaf á harða- spretti heim úr skólanum. Ég var að reyna að ná heim áður en kennarinn hringdi í mömmu til að segja henni af prakkara- strikum dagsins,“ segir hann og hlær. „Ég vissi að ef ég næði því að vera á undan símtalinu næði ég að róa móður mína aðeins áður en hún fékk skellinn.“ „Ég gerði ótrúlegustu hluti,“ segir Halli frá. „Einu sinni vor- um við að æfa okkur að klippa með skærum og ég ákvað að prófa hvort það væri hægt að kippa áklæðið af stólnum, áður en ég vissi var ég búinn að klippa setur af nærri öllum stólunum í skólastofunni,“ seg- ir hann og hlær. Kennarinn hans sendi hann beint heim með seturn- ar í fanginu. „Ég kom heim og sagði við mömmu: Heyrðu mamma, þú átt að sauma þetta. Þá var kennarinn búinn að hringja í mömmu og segja henni hverju ég hefði tekið upp á. Mamma saumaði seturnar og mér finnst alveg frábært að hún hafi gert það.“ Stórir vinir Halli segir að sér ekki alltaf hafa þótt gaman í skóla. Hann varð þó aldrei undir. „Ég var lág- vaxinn og hvatvís og alltaf að lenda í vandræðum en ég var svo klókur að vingast við stóra stráka. Það er gott að eiga góða vini og fyrir litla stráka er sérlega gott að hafa þá í stærri kantin- um. Lífið er stundum átök og það á við um börn jafnt sem fullorðna. Þá skiptir öllu að eiga skjól í fólki sem má treysta. Fé- lögum sínum eða kennurum.“ Slitrótt skólaganga Skólaganga Halla varð slitrótt eftir því sem hann varð eldri. „Eftir grunnskóla mætti segja að ég hafi aðeins komið við í Flensborg,“ segir hann og bros- ir. „Í skólanum var einhvers konar punktakerfi fyrir mæt- ingu og þá flæktust málin all- verulega fyrir mér. Þetta var ein- faldara í grunnskóla. Þú mættir bara og ekkert meira með það. En nú var kominn mætingar- kvóti og ég var fljótur að eyða honum. Það var í febrúar á seinni önninni á fyrsta árinu í Flensborg sem ég átti bara einn eða tvo punkta eftir. Þá gafst ég bara upp og hætti. Svo kom ég líka aðeins við í Iðnskólanum og þóttist ætla að læra hönn- un. Ég er mjög frjór í hugsun og svona en það er ekki séns að ég komi hugmyndum mínum á blað. Mig skortir fínhreyfingar, kannski er það vegna þess að ég var aldrei í leikskóla,“ seg- ir hann og hreyfir puttana og hlær. Botnleðjuævintýrið En grófhreyfingarnar komu sér vel í tónlistinni. „Það þarf eng- ar fínhreyfingar til að spila á trommur og gítar,“ segir hann og skellir upp úr. Halli kynntist Heiðari og félögum í Flensborg. Þeir fóru í frímínútum og þegar gat var á milli tíma í bílskúr for- eldra Halla þar sem þeir komust í græjur. Enginn þeirra kunni á hljóðfæri en þar lærðu þeir saman að spila og búa til tónlist. Botnleðja var skipuð þeim Heiðari Erni Kristjánssyni sem söng og spilaði á gítar, Ragnari Steinssyni sem spilaði á bassa og Halla sem spilaði á tromm- ur. „Við vorum bara í bílskúr- unum þessi ár og lærðum að skapa músík. Þannig hófst þetta Botnleðjuævintýri. Við æfðum og æfðum og smám saman fór að heyrast tónlist úr skúrnum en ekki einhver óhljóð.“ Spiluðu með Blur Botnleðja vann Músíktilraun- ir árið 1995 og tveimur árum seinna spilaði hljómsveitin með Blur á tónleikaferðalagi í Bretlandi. Þeir fóru svo í vík- ing með fleiri stórum böndum til hinna og þessara landa og gerðu það afar gott. „Þetta var stórkostleg reynsla og mikið ævintýri en okkur fannst þetta allt saman svo eðlilegt,“ segir Halli. „Ég er stoltur af því hvernig við stóð- um okkur því við fengum að gera ótrúlega skemmtilega og spennandi hluti.“ Ekkert sukk Það var ekkert sukk á Botn- leðjungum, segir Halli. „Auð- vitað vorum við að drekka eins og ungt fólk gerir. En það var ekkert vesen á okkur og við höfðum mikinn metnað. Enda nærðu ekki árangri í neinu ef þú ert á hvolfi. Það var til dæm- is regla hjá mér að ég fékk mér aldrei neitt áður en ég fór á svið að spila. Aldrei.“ Pollapönk er þungavigtarsveit Halli er ekki hættur í tónlist þótt Botnleðjuævintýrinu sé lokið. Sem útskriftarverkefni frá Haraldur Freyr Gíslason, betur þekkt- ur sem Halli í Botnleðju, er formaður Félags leikskólakennara. Hann er líka svefnvana þriggja barna faðir og eignaðist litla stúlku í sumar í miðjum kjarasamningaslagnum. Hann keyrir um á sjötíu þúsund króna bíl og segist hafa þurft að drýgja tekjurnar með spilamennsku til að eiga fyrir reikningunum. Hann segir laun leikskólakennara brandara og virðinguna enga. Úr þessu ætlar hann að bæta og hann byrjar baráttuna af krafti. „Konan mín er kletturinn minn. Án hennar gæti ég lítið. „Mig skortir fínhreyfingar, kannski er það vegna þess að ég var aldrei í leikskóla. Á ferð og flugi: Á leiðinni á Sauðárkrók Halli á leiðinni á Sauðárkrók að kynna nýjan samning. Hann lætur ekki staðar numið og baráttan er rétt að hefjast í hans augum. „Kennarar eru sérfræðingar og eiga að fá laun sem slíkir,“ segir hann. mynd SiGtryGGUr ari Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.