Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Síða 44
S tefán Snævarr, pró- fessor í heimspeki við Háskólann í Lille- hammer í Noregi, er einna þekktastur með- al almennings hér á landi fyr- ir snarpar, galsafengnar og skemmtilega stílaðar grein- ar sem hann hefur birt á net- inu á liðnum árum. Prófess- orinn heldur meðal annars úti bloggi á vefsíðunni Eyjunni þar sem hann gjarnan fer mik- inn. Stefán hefur yfirleitt mjög sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og er uppsigað við ýmis legt, meðal annars margt í bandarísku samfélagi. Afdrátt- arleysi Stefáns og húmor gerir að verkum að það getur verið afar gaman að lesa skrif hans. Áður en hann byrjaði að skrifa á Eyjuna birti Stefán hug- leiðingar sínar í öðrum miðl- um, meðal annars á vefmiðl- inum Kistunni. Þar birti hann meðal annars eftirfarandi orð um skoðanir sínar á versnandi holdafari Íslendinga árið 2004, í upphafi góðærisins sem tók snöggan endi haustið 2008: „... Íslendingar (fyrrverandi) eru orðnir feitasta og ljótasta þjóð Vestur-Evrópu. Aukin offita og hreyfingarleysi getur vart leitt til annars en versnandi heilsu- fars. Það mun verða þjóðar- búinu afar dýrkeypt [...] Sú var tíðin að útlendir túr(grað)hest- ar gerðu sér ferðir til Íslands til að hitta fallegar íslenskar stelpur. En svo ljótar eru hinar ungu, akfeitu,  fölleitu og strý- hærðu  pizzujussur samtím- ans að slíkur túrismi hlýtur að hverfa. Og hvaða ferðamaður vill fara til lands sem er eins og skrípamynd af plebbalegasta hluta Bandaríkjanna?“ Frjálshyggjan krufin Greina- og bloggskrif Stefáns í íslenskum fjölmiðlum eru hins vegar bara aukabúgrein hjá honum. Stefán hefur skrifað einar fimm bækur um heim- speki, samtals átta ljóðabækur og skáldverk og fjöldann allan af greinum um heimspeki sem birst hafa í innlendum og er- lendum tímaritum. Stefán hef- ur nú gefið út sína sjöttu bók um heimspeki og heitir hún: Kredda í kreppu: Frjálshyggjan og mót- eitrið við henni. Í inngangi bókarinnar segir Stefán að hann hafi sett bókina saman í október 2008, í miðju íslenska efnahagshruninu, þar sem hann hafi ekki getað sofið og því afráðið að skrifa frá sér áhyggjurnar. „Því skal engan undra þótt bókin sé skrifuð með mínu hjartablóði,“ segir Stefán í innganginum og bætir því við tilgangurinn með bókinni sé að vara Íslendinga við „hugmynda- fræði sem átti ekki eilítinn þátt í hruni Íslands og kreppu Ís- lands.“ Þessi hugmyndafræði er frjálshyggjan sem Stefán kallar sjöundu „plágu Íslands og heimsins alls“. Frjálshyggja þessi er einnig ættuð frá Banda- ríkjunum, líkt og nýja íslensku feitabollumenningin sem Stef- án lýsti á svo grafískan hátt fyrir nokkrum árum. „Miðjan harða“ Út frá inngangi bókarinnar gæti lesandinn því haldið að hún fjallaði að beinu leyti um bankahrunið – tengsl frjáls- hyggjunnar og efnahagshruns- ins – en svo er þó ekki á beinn hátt nema að litlu leyti. Stefán notast lítið við raunhæf dæmi og staðreyndir um íslenska efnahagshrunið til að rökstyðja gagnrýni sína á frjálshyggjuna. Ein af ástæðunum kann að vera sú að Stefán þekkir þessa umræðu um hrunið ekki mjög vel. Þetta sést til dæmis þegar Stefán vísar til þess að tíu al- þingismenn hafi fengið meira en hundrað milljónir króna að láni í íslensku bönkunum á ár- unum fyrir hrunið (bls. 219– 220) Í um helmingi þessara til- fella var hins vegar um að ræða lán til maka þingmannanna en ekki lán sem þeir stofnuðu til sjálfir, til að mynda eins og var í tilfelli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Uppsetning- in á dæminu er því ekki alls kostar rétt. Bók Stefáns er fyrst og síð- ast heimspekirit þar sem hann reifar skoðanir ýmissa hugs- uða um frjálshyggju, gagn- rýnir þær, tekur söguleg dæmi um birtingarmyndir þessarar hugmyndafræði og setur svo fram sínar eigin hugmyndir sem hann kennir við „miðj- una hörðu“ – hófsöm, öfga- laus stjórnmálaheimspeki sem gengur í einföldu máli út á að blandað hagkerfi sé besta stjórnarfyrirkomulagið og að forðast beri öfgar eins og frjáls- hyggju og sósíalisma. Kjörorð Stefáns er: „Hvorki Marx né Hayek!“ (bls. 27) Bein tengsl efnis bókarinn- ar við íslenska efnahagshrunið eru því heldur lítil þó óbeinu tengslin séu umtalsverð: Stefán telur að hugmyndafræði frjáls- hyggjunnar hafi átt stóran þátt í íslenska efnahagshruninu og að hans eigin hugmyndafræði sem hann kennir við miðj- una hörðu sé skynsamlegri. Ef kreddum frjálshyggjunn- ar hefði ekki verið trúað í eins mikilli blindni á Íslandi á árun- um fyrir hrunið, og viðteknar skoðanir í samfélaginu hefðu verið nær skoðunum Stefáns sjálfs, hefði hrunið því varla átt sér stað með þeim hætti sem það gerði. Rit Stefáns er því bæði ádeilurit – hann deilir hart á frjálshyggju og einn- ig sósíalisma – en býður les- andanum einnig upp á annan möguleika: Sína stjórnmála- speki. Andúð á formúlum Ein af helstu forsendum Stef- áns í bókinni er andúð hans á formúluhugsun í stjórnmála- heimspeki og siðfræði. Stefán telur að frjálshyggjan sé upp- full af slíkum kennisetningum sem aðdáendur hennar trúa og beita í blindni í einstökum tilfellum án þess að velta fyrir sér aðstæðum og beita dóm- greind sinni. Það er þessi trú á kreddur frjálshyggjunnar og annarra öfgastefna sem Stef- án vísar til með gagnrýnum hætti í titli bókar sinnar. Í stað þess að lifa eftir kennisetning- um um heiminn sem við yfir- færum á einstök tilfelli ættum við frekar að beita dómgreind okkar og skynsemi til að vega og meta hvað okkur finnst um þau tilfelli sem við skoðum hverju sinni. Að þessu leyti líkist sýn Stefáns skoðunum svokallaðra stakhyggjumanna í siðfræði en þeir halda því fram að ekki séu til „almennar reglur fyrir siðferðilegu athæfi“ (bls. 36). Þegar við stöndum frammi fyr- ir siðferðilegum ákvörðunum þurfum við því alltaf að nota dómgreind okkar – ekki kenni- setningar – til að ákveða hvaða siðferðilegu skoðun við aðhyll- umst. Frjálshyggjumenn eru almennt séð ekki stakhyggju- menn heldur lögmálshyggju- menn sem byggja heimssýn sína á lögmálum um frelsi ein- staklingsins og ofurtrú á lög- mál markaðarins. Ein af þeim kreddum frjáls- hyggjumanna sem Stefán gagnrýnir er trú þeirra á að töl- ur um hagvöxt séu eini mæli- kvarðinn á lífskjör í samfélagi, að þeir setji samasemmerki á milli lífskjara og hagrænna þátta og velti ekki fyrir sér öðr- um atriðum eins og mennt- unarstigi, aðgangi að mat og heilbrigðisþjónustu (bls. 96). Lögmálshyggja frjálshyggj- unnar er því eitur í beinum Stefáns. Sem gagnrýni á dóm- greindarhyggju Stefáns má nefna þá gagnrýni að hún sé andheimspekileg þar sem Stefán geti alltaf sagt að dóm- greind manna, ekki kennisetn- ingar, eigi að ráða ákvarðana- töku manna þegar þeir velta fyrir sér siðferðilegum spurn- ingum. Stefán beitir þessu bragði alloft í bókinni (sjá til dæmis bls. 303). Þannig get- ur dómgreindarhyggja Stefáns forðað honum frá því að beita og sníða til skynsamlegar meg- inreglur um siðferðismál, jafn- vel þó þær kunni að blasa við. Fræðilegt rit Einhverjum lesendum bókar Stefáns mun án efa þykja hún full fræðileg, tyrfin og erfið af- lestrar. Stefán vitnar í mik- ið magn bóka og höfunda í verkinu sem er nærri 340 síð- ur að lengd. Miklu púðri er eytt í að reifa hugmyndir ýmissa fræðimanna um frjálshyggju og gagnrýni á hana. Segja má að bókin sé ekki skrifuð fyrir hinn almenna lesanda heldur miklu frekar fyrir fólk sem hef- ur einhverja grunnþekkingu á heimspeki og hagfræði auk brennandi áhuga. Bók Stefáns er því alls ekki aðgengileg. Einn af göllum bókarinnar er þar af leiðandi sá að ekki er atriðis- orða- eða nafnaskrá í henni og því er ekki hægt að fletta nöfn- um einstaka fræðimanna upp þegar leitað er í bókinni. Á sama tíma má segja að þeir sem hafa mikla þekkingu á því efni sem Stefán fjallar um í bókinni muni ekki finna margt nýtt af nálinni í verkinu. Stef- án er fyrst og fremst að endur- segja inntakið í þekktum hug- myndum á sviði heimspeki, til að mynda eins og hjá John Rawls, Roberts Nozick og Am- artya Sen, og berja í brestina sem hann telur sig sjá í hugs- un þeirra eða taka undir með þeim. Bókin er því eiginlega heldur ekki skrifuð fyrir sér- fræðinga á sviði heimspeki. Nefna má að skrifaðar hafa ver- ið nákvæmari og ítarlegri sam- antektir um hugsun Rawls og Nozick á íslensku, til að mynda í bók Vilhjálms Árnasonar, Farsælt líf, réttlátt samfélag. Pennafimi Stefáns og óvæntar athugasemdir lífga þó oft upp á endursögn hans á kenningum annarra og hefði lestur bókar- innar án þess verið erfiðari í fylgd með flestum öðrum en honum. Þörf byrjun Bók Stefáns gefur ágætis, en nokkuð grunnt, yfirlit yfir þá gagnrýni sem heimspekingar og hagfræðingar hafa sett fram á frjálshyggju í gegnum tíðina auk þess sem skoðan- ir Stefáns sjálfs komast vel til skila. Helsti kostur bókarinnar er sá að hún er tilraun til að benda á þá bresti sem Stef- án telur sig sjá í frjálshyggj- unni og til hvers frjálshyggjan getur leitt í reynd ef kenning- um hennar er beitt í samfé- laginu – sjá íslenska efnahags- hrunið og alheimskreppuna árið 2008. Beina tengingin við hrunið er þó yfirleitt lát- in liggja á milli hluta; Stefán nefnir yfirleitt ekki dæmi úr veruleikanum um hugsanleg áhrif þessara kennisetninga frjálshyggjunnar. Bókin er fyrst og fremst abstrakt, fræði- leg greining á heimspekihug- myndum. Slíkt hefur hins veg- ar ekki verið gert áður í bók á Íslandi eftir efnahagshrunið þar sem þær bækur um hrun- ið sem gefnar hafa verið út hafa ekki snúist um heimspeki og hugmyndafræði heldur verið sagnfræðilegs eðlis. Les- andanum er eftirlátið að setja þessar hugmyndir í samhengi við raunveruleikann. Tilraun Stefáns er því þörf og góð þó fleiri beinar teng- ingar við hrunið hefðu verið vel þegnar, létt bókina og gert hana aðgengilegri fyrir þá les- endur sem ekki hafa mikla þekkingu á hugmyndasögu og heimspeki. Greining Stefán á brestum frjálshyggjunnar get- ur því tvímælalaust nýst við frekari rannsóknir á birting- armyndum frjálshyggjunnar á Íslandi og tengslum hennar við íslenska efnahagshrunið og stendur undir sér sem hans heimspekilega manifesto. 44 | Fókus 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað Kredda í kreppu: Frjálshyggjan og móteitrið við henni Leikstjóri: Rupert Wyatt Handrit: Rick Jaffa, Amanda Silver. Leikarar: Andy Serkis, James Franco, John Lithgow, Freida Pinto, Brian Cox, Tom Felton. 105 mínútur Bækur Ingi Freyr Vilhjálmsson Brestir frjáls- hyggjunnar Skemmtilegur penni Stefán Snævarr er oft og tíðum afar skemmtilegur og frumlegur penni. Í nýjustu bók sinni gagnrýnir hann frjálshyggjuna sem hann telur vera eina af plágum Íslands. Mynd gunnAr gunnArSSon „Ein af þeim kreddum frjálshyggjumanna sem Stefán gagn- rýnir er trú þeirra á að tölur um hagvöxt séu eini mælikvarðinn á lífskjör í samfélagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.