Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 56
Óli fer, sem betur fer! Ráðherra á vetnisrafbíl n Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra keyrði í vikunni um á vetnisrafbíl. Bifreiðin er af gerðinni Hyundai Tucson ix35 og er glæný og í fullri stærð. Bifreiðina fékk Katrín að láni frá skandinavísku vetnisvegasam- tökunum (SHHP) og Íslenskri ný- orku. Koma bílsins hingað til lands er hluti af bílaprófunum Hyundai á vetnisrafbílum á Norðurlöndun- um. Hægt er að aka bílnum svipaða vegalengd á fullum tanki og venju- lega bensín- eða díselbíla. Áfylling bílsins tekur aðeins um þrjár mín- útur en bíllinn er skýrt dæmi um hversu hröð þróun hefur verið á raf- bílum á undanförnum árum. Óli fer en Geir tórir n Staðfesting á hinu óumflýjan- lega barst frá höfuðstöðvum KSÍ á fimmtudag. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, fær ekki að halda áfram að þjálfa landsliðið. Samningur hans renn- ur út í haust, en KSÍ ætlar ekki að reka hann heldur leyfa honum að stýra liðinu þrjá leiki í viðbót. Ár- angur Ólafs með landsliðið hefur verið hreint út sagt hörmulegur og hrapar íslenska liðið niður heims- listann í hvert skipti sem hann er birtur. Ísland er í 124. sæti og hefur aldrei verið neðar. Geir Þor- steinsson og Þórir Hákonarson, for- kólfar KSÍ, taka hins vegar enga ábyrgð á hörmulegu gengi og ætla að sitja áfram í foryst- unni. É g fór bara inn á heima- bankann minn áðan og sá að skuldin var komin upp í fimmtán milljarða króna. Ég veit ekki meir,“ segir Hólmfríður Erna Kjartansdótt- ir, einstæð móðir frá Selfossi, sem varð fyrir því í á fimmtu- daginn að fá himinháa kröfu frá íslenska ríkinu inn á heima- bankann sinn. „Ég held þetta sé vegna þess að ég skuldaði 15 þúsund kall vegna bifreiðar sem ég nota ekki en er á mínu nafni. Ég vissi af þeim reikningi,“ seg- ir hún. Hólmfríður viðurkenn- ir að þetta sé hæsti reikning- ur sem hún hafi séð. „Þetta er komið í vanskil svo ég bíð bara eftir dráttarvöxtunum,“ segir hún létt í bragði. Hún segist þrátt fyrir allt hafa tekið þess- ari uppákomu af mikilli ró. Um mistök sé að ræða enda hafi hún alls ekki farið fram úr sér í eyðslu undanfarið. „Mér finnst þetta bara fyndið. Ég hlýt að fá einhverja skýringu á þessum mistökum. Ég hef ekkert ver- ið að fara offari,“ segir hún og hlær. Hún bætir því við að hún ætli að bíða róleg og sjá hvort krafan lækki ekki. Að öðrum kosti væri þetta upphæð sem myndi hafa teljanleg áhrif á fjárhaginn. „Þetta yrði þungur róður. Ég vona að þetta leysist,“ segir hún í gamansömum tón. baldur@dv.is Einstæð móðir rukkuð um 15 milljarða n Hólmfríður Erna fékk óvæntan „glaðning“ á heimabankann sinn Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 26.–28. áGúst 2011 97. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. 15 milljarðar „Þetta yrði þungur róður,“ segir Hólmfríður Erna. Komið í vanskil Hólmfríður Erna bíður eftir leiðréttingu. Landsliðsmenn yrðu feitir n Meira af íslenska landsliðinu í fótbolta. Matgæðingurinn og met- söluhöfundurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir er í viðtali í nýjasta Moni- tor-blaðinu. Þar fær hún nokkuð óvænta spurningu þegar hún er spurð hvort hún myndi ekki vilja taka að sér að þjálfa landsliðið í haust, þegar Ólafur Jóhannesson hættir. Friðrika hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir knattspyrnuhæfi- leika og segir í viðtalinu: „Það er spurning hvort þeir myndu vilja ráða mig. Yrðu þeir ekki bara feitir?“ Friðrika hefur mokselt mat- reiðslubækur sínar á árinu. Samtals hafa meira en 20 þúsund ein- tök af bókum hennar selst á árinu. Við getum það allar — og þú líka — Við getum allar ræktað sál okkar og líkama. Í Baðhúsinu hefurðu aðgang að því sem til þarf fyrir aðeins 6.190* á mánuði. Með þátttöku í KK klúbbnum kemstu jafnt í opna sem LOKAÐA tíma. KK klúbburinn er klárlega hagstæðasta leiðin. Allt þetta er innifalið í Baðhúsinu fyrir aðeins 6.190* kr. á mánuði; - Zumba. - Hot jóga. - Lene Hansson námskeið. - Fit Pilates. - CX30. - Afró. - Jane Fonda. - Heilsuátak. - Spinning Express. - Tabata (Trx, Bosu, ketilbjöllur). - Magadans. - Les Mills tímar. - Salsa. - TKT. - Tæbox. - o.mfl. Og auðvitað hefurðu líka aðgang að heitri laug, vatnsgufu, sauna og notalegu hvíldarhreiðri. Komdu í Baðhúsið - og náðu markmiðum þínum. Við getum það allar. Og þú líka. Vertu velkomin. Nánari upplýsingar á www.badhusid.is/kk Komdu strax í klúbbinn og byrjaðu að æfa, fyrsta greiðsla kemur ekki fyrr en í október! 6.190* á mánuði í KK áskriftarklúbbnum, lágmarkstími 12 mánuðir. Hægt er að velja um 4 leiðir, með mismunandi bindingu og fríðindum; Skólaáskrift, Grunnáskrift, Eðaláskrift eða Frjálsáskrift. Frír aðgangur að lokuðum tímum, og frí barnagæsla fylgir öllum leiðum nema Skólaáskrift. Lj ós m yn da ri G as si
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.