Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 19
Fréttir | 19Helgarblað 26.–28. ágúst 2011 og skemmtilegan ánægjuvett­ vang,“ segir hann og hlær. „Ég hugsa að frjálslyndir, víð­ sýnir Evrópusinnaðir, grænir miðjumenn séu ekki endilega óánægðir sem slíkir. Ég held að þetta sé upp til hópa bara mjög ánægt fólk, þótt það sé auð­ vitað óánægt með margt í sam­ félaginu eins og gerist og gengur. Það hefur vægast sagt ýmislegt gengið á. Þessi flokkur verður hins vegar ekki skapaður um ein­ hverja óánægju heldur um þessi stefnumið og líka um þá von að geta orðið að gagni. Mér sýnist vera þörf á þannig nálgun. Nú er ég búinn að sitja þessi tvö ár á þingi og það hefur blasað við mér meira og meira að þessi stjórnmálahefð öll, sem var svo mikil krafa um að myndi breyt­ ast, hún er ömurleg og hefur ekkert breyst. Hún hefur bara orðið verri.“ Er það leiðinlegt starf að vera þingmaður? „Nei, það er ekki leiðinlegt en á sér leiðinlegar hliðar. Í grunn­ inn er þetta mjög skapandi starf, gefandi og lifandi.“ Þú ert sonur og barnabarn fyrrverandi formanna flokksins, kom aldrei til greina hjá þér að skora Sigmund bara á hólm og bjóða þig fram til formanns? „Ég fór aldrei af neinum þunga í þá spurningu. Ég hef oft verið spurður en ég hef nálgast það þannig að maður ákveður ekki beint sjálfur að verða for­ maður í svona flokki. Það eru flokksmenn sem taka þá ákvörð­ un eða gera kröfu um það að einhver verði formaður. Ég segi eins og Ísólfur Gylfi Pálmason held ég að hafi einhvern tím­ ann sagt: Það hafa margir hringt í mig en ekki um þetta. En það voru margir sem orðuðu það við mig að einhvern tímann í fram­ tíðinni ætti ég að verða formað­ ur þarna, en það var ekkert verið að skora á mig að verða formað­ ur á síðasta flokksþingi. Eins og á því þingi, hvað fáir mættu, ég leit yfir salinn og sá að margir sem ég á mikla samleið með voru ekki mættir. Það endurspeglaði líka, að ég held, að margir fram­ sóknarmenn voru og eru þreyttir á mjög langvarandi átökum. Það hafa verið erfiðir tímar í flokkn­ um lengi. Margir voru óánægðir undir stjórn Halldórs og síðan tók við tímabil fylgishruns og erfitt uppgjör eftir langt sam­ neyti við Sjálfstæðisflokk Davíðs. Það var skiljanlega ekki stemm­ ingin að fara í enn einn for­ mannsslaginn.“ Gæti gengið í Samfylkinguna Blundaði það ekkert í þér að verða þriðji ættliðurinn sem stjórnar flokknum? „Nei, það hefur aldrei haft neitt sérstaklega stóra þýðingu fyrir mér.“ Hafði fjölskyldusagan áhrif á ákvörðun þína um að ganga til liðs við Framsókn? Af hverju varstu ekki áfram í Samfylking­ unni? Er ekki akkúrat pláss fyrir þig í Samfylkingunni? „Ég gekk úr Samfylkingunni í rauninni af svipuðum ástæð­ um og ég gekk úr Framsókn. Ég er að leita að þessum frjáls­ lynda miðjuvettvangi og ég tel að hann eigi að vera á sviðinu þó svo Samfylkingin sé líka á sviðinu. Samfylkingin er sósíal­ demókratískur flokkur en hún er ekki að sýna sínar frjálslynd­ ustu hliðar í samstarfinu við VG. Auðvitað gæti ég gengið yfir í Samfylkinguna en þá yfirgef ég þetta langhlaup mitt, og ann­ arra, sem er að búa til þennan flokk á miðjunni.“ Er það kannski nauðsynlegt að til þess að jafnaðarmanna­ flokkur eins og Samfylkingin er geti náð fram sínum málum að hafa annað afl sem getur unnið með honum? „Þegar ég horfi á samfélagið og hvað margt gengur brösug­ lega, þá held ég að margt gæti gengið betur, ef það væri svona afl á sviðinu eins og ég og fleiri viljum núna stofna. Það gengi lipurlegra fyrir sig að koma at­ vinnulífinu af stað ef það væri þessi flokkur til staðar, þessi til­ tölulega kreddulausi, skynsami, víðsýni flokkur sem stundaði ekki þessa ásakana­ og skot­ grafapólitík. Flokkur sem nálg­ aðist ESB­aðild með opnum og faglegum huga eins og menn vildu gera á flokksþingi Fram­ sóknar 2009. Ég hef mikla trú á nauðsyn svona afls. Það væri mjög margt miklu betra í ís­ lensku samfélagi ef það væri til staðar. Fyrst ég sé þennan skort, þá finnst mér að maður eigi að stíga fram fyrir skjöldu og reyna að bæta úr honum.“ Um muninn á flokknum sem hann ætlar að stofna og Samfylkingunni segir Guð­ mundur: „Það er fullkomin einföldun að segja að þeir sem muni aðhyllast frjálslyndan flokk á miðjunni eigi allir heima í Samfylkingunni. Það held ég að geti ekki staðist. Síðan er líka annað sem ég vil leggja áherslu á. Mér finnst það orðið gamal­ dags og úr sér gengið, þó að það sé nauðsynlegt á einhvern hátt, að vera svona fullkomlega föst í því að líta á þetta í svona hólf­ um. Það er arfleifð frá liðinni tíð. Við versluðum einu sinni á bensínstöðvum eftir því hvað við kusum. Menn urðu frek­ ar bensínslausir en að kaupa bensín á þeim pólitísku bens­ ínstöðvum sem þeir aðhylltust ekki. Við erum komin í daglegu lífi burt úr þessu samfélagi. Við hittumst ekki í heitapottinum og byrjum á að spyrja í hvaða flokki fólk er. Við erum byrjuð að nálgast tilveruna allt öðruvísi, fyrir löngu síðan. Það er svo ótal­ margt sem við erum sem sam­ einar okkur og annað vissu­ lega sem stundum sundrar. En krafan um að setja mannlífið í svona hólf er út úr hlutföllum við það sem raunverulega þarf. Hólfin endurspegla ekki raun­ veruleikann nema að litlu leyti. Það sem blasir við mér núna er því þessi þversögn: Hvernig stofnar maður flokk sem hef­ ur það að markmiði sínu að minnka vægi flokka? Ég held að það sé hægt.“ Framsóknarhomminn Þú ætlar að verða leiðtogi í stjórnmálaflokki. Myndin sem fólk hefur af þér er að þú sért þægilegur náungi, miðbæjar­ bóhem og rólegur … þú kinkar kolli? „Ég ætla ekki að rökræða það.“ En ekki endilega stjórn­ málaleiðtogi. Ertu efni í öflugan flokksformann? „Ég horfi á flokksformenn­ ina og ég segi: Af hverju ekki? Ég meina í alvöru. Þetta er samt svo skrýtið. Einn galli sem er á þessum hefðbundnu flokk­ um er að það eru svo furðu­ lega gamaldags kröfur ríkjandi. Ein krafan á flokksleiðtogum í stjórnarandstöðu, til dæm­ is, er að styðja alls ekki ríkis­ stjórnina. En hvers konar krafa er þetta? Þetta er grundvallar­ krafa um að vera á móti bara til að vera á móti. Þá má spyrja sig: Hverslags einstaklingur væri þannig einstaklingur í daglega lífinu? Yrði hann ekki fullkom­ lega óþolandi? Þarna er ein­ hver kerfislæg krafa um að til að vera leiðtogi þurfi að gera svona hluti sem eru bara fullkomlega fáránlegir. Það er almennt fáránlegt þegar menn eru að spila ein­ hverja leiki sem eru fullkomlega gegnumsjáanlegir til að þjónk­ ast einhverjum gamaldags hefðum.“ Talið berst að samræðu­ pólitíkinni sem Guðmundur boðar að flokkur hans muni standa fyrir. Óhjákvæmilega kemur nafn Steingríms Her­ mannssonar, föður Guðmund­ ar, upp. „Pabbi hafði þá trú að lykillinn að því að stjórna væri að leggja sjálfan sig oft til hlið­ ar og tala mjög mikið við fólk á hverjum degi. Það er verið að tala um villiketti núna. Ég hef oft rifjað það upp í huganum og átti góðar samræður við pabba um vinstristjórnina 1989–1991. Hún var háð atkvæði Stefáns Valgeirssonar sem var óháður þingmaður að norðan. Stefán sagði aldrei ákveðið hvort hann styddi eða ekki. Flestir fundir enduðu svona á kannski. Í ríkisstjórninni sátu, talandi um villiketti, Jóhanna Sigurðar­ dóttir og Jón Baldvin, sem áttu ekki endilega mikið skap sam­ an. Síðan voru þarna Jón Sig­ urðsson og Steingrímur J, Ólafur Ragnar Grímsson nokkur, hann var og er ekkert með neitt lítið egó. Svo var þarna Svavar Gests­ son og í þingliðinu Hjörleif­ ur Guttormsson. Þetta var eins naumur meirihluti og hægt var að hafa. Hann lýsti þessu sem stanslausu samræðuverkefni, og þetta tókst og var mjög farsæl ríkisstjórn.“ Pabbi þinn var alþýðlegur stjórnmálamaður, það var hluti af hans sterku útgeislun, er þetta sú hefð sem þú kemur úr? „Já, að vera sá sem maður er. Það er lykilatriði. Í mínu tilviki svona framsóknarhommi,“ bæt­ ir hann við og hlær. Guðmundur segist ekki hafa móðgast við um­ mæli Ingva Hrafns í vikunni. „Ég get ekki séð að þetta sé hnjóðs­ yrði. Segir meira um Ingva Hrafn ef hann hefur hugsað það þann­ ig. Mér fannst þetta bara fyndið. Alexía setti á Facebook að hún hefði ekki orðið vör við að ég væri samkynhneigður.“ „Það eru ýmsar hættur í þessu og þetta getur alveg gjörsamlega klúðrast. Guðmundur Steingrímsson „Ég segi eins og Ísólfur Gylfi Pálma- son held ég að hafi einhvern tímann sagt: Það hafa margir hringt í mig en ekki um þetta.“ myndir SiGtryGGur ari Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.