Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 42
42 | Tækni 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað Hættir Nintendo við 3D? Japanski tölvuleikjafram- leiðandinn Nintendo lækkaði nýverið verð á 3DS-leikjatölvu fyrirtækisins með þeim af- leiðingum að aldrei hafa fleiri eintök af tölvunni selst. Það mun þó ekki vera nógu gott að mati stjórnenda fyrirtækis- ins en TechCrunch greinir frá því að Nintendo íhugi nú að gjörbreyta tölvunni með þeim afleiðingum að dregið verði úr gæðum þrívíddarinnar sem notendur tölvunnar upplifa. Tölvan er einstök að því leyti að þrívíddina í leikjunum er hægt að sjá án þess að vera með sérstök gleraugu eins og venjulega er nauðsyn. Framsókn með app Framsóknarflokkurinn hefur gömul og þjóðleg í heiðri en hann hefur engu að síður tekið skref sem enginn annar íslenskur stjórnmálaflokkur hefur tekið. Flokkurinn hefur sent frá sér snjallsímaforrit sem gerir áhugasömum framsóknarmönnum tækifæri til að fylgjast með öllu því nýjasta sem er að gerast í flokknum. Forritið er í raun einföld efnisveita sem miðlar efni af vefjum flokksins. Það ætti því ekki að reynast öðrum stjórnmála- flokkum erfitt að koma með skemmtilegri útgáfu af snjallsímaforriti. Handhægt lyklaborð Bandaríska tæknifyrirtækið Logitech hefur verið duglegt við að senda frá sér aukahluti fyrir önnur raftæki. Fyrirtæk- ið hefur nú sent frá sér enn einn aukahlutinn fyrir iPad – lyklaborð sem hægt er að brjóta saman. Lyklaborðið er þunnt og hægt að brjóta það saman til að gera auðveld- ara að færa það á milli staða. Lyklaborðið virkar líka sem höfn fyrir iPad-spjaldtölv- ur. Lyklaborðið tengist með Bluetooth-tækni í iPad-tölv- una þannig að þú ættir að geta notað lyklaborðið þó þú festir tölvuna ekki á það. Í slenska tæknibloggið sim- on.is hóf göngu sína fyrir stuttu en þar eru snjallsím- ar í sviðsljósinu. „Simon. is er tækniblogg með áherslu á snjallsíma og allt sem þeim tengist. Vefurinn er nefnd- ur í höfuð á fyrsta snjallsíma- num sem var framleiddur árið 1993 af IBM,“ segir Atli Stef- án Yngvason, hjá simon.is. „Markmið okkar er að skrifa skemmtilegt, faglegt og áhuga- vert blogg.“ Vefurinn var stofnaður af þremur strákum sem hafa brennandi áhuga á að koma upp góðu íslensku tækni- bloggi. Í dag hefur hópurinn á bak við vefinn stækkað mikið og eru um sextán manns sem koma að skrifum á vefnum. „Simon.is er rekinn af áhuga- mönnum um snjallsíma sem eru sumir hverjir tengdir fjar- skiptageiranum. Simon er mjög félagslyndur og hittumst við reglulega til að ræða um stefnu, árangur, verkefni og áhugaverða hluti sem tengjast snjallsímum,“ segir Atli Stefán. „Vefsíðan gefur út stuttar og lengri greinar sem fjalla ítar- lega um nýja snjallsíma, app og leiki fyrir snjallsíma og ýmsar spennandi tæknifréttir,“ segir Atli Stefán aðspurður hvernig síðan gangi fyrir sig. Meðal þess efnis sem þegar er komið á vef- inn er úttekt á verði íslenskra símafélaga á gagnaáskriftum. Síðan er opin öllum og ekki þarfnast áskriftar til að skoða efnið sem þar er að finna. Atli Stefán segir að síðan hafi fengið góð viðbrögð síð- an hún hóf göngu sína. „Við- brögðin er mjög góð! Okkur hefur gengið vel að fá vini á Facebook og erum hægt og rólega að byggja upp dyggan lesendahóp með markaðs- setningu á samfélagsmiðlum,“ segir hann. adalsteinn@dv.is n Íslenskt efni um snjallsíma á netinu Íslenskt snjallsímablogg Þ ess er skammt að bíða að þú getir borgað fyr- ir vörur úti í búð með snjallsímanum þín- um. Fyrirtækið Square hefur verið leiðandi á undan- förnum mánuðum í þróun á hugbúnaði fyrir snjalltæki sem gerir notendum kleift að bæði taka við greiðslum og greiða fyrir vörur og þjónustu í gegn- um tækin. Til að byrja með er lausnin fyrir þá sem nota iOS- snjalltæki á borð við iPhone og iPad og enn sem komið er verð- ur að teljast ólíklegt að þú get- ir notað lausnina annars staðar en í New York og San Francisco í Bandaríkjunum. Virkar svipað og PayPal Öllum þeim sem hafa versl- að á netinu hefur á einhverj- um tímapunkti verið boðið að greiða fyrir vörur og þjónustu með PayPal. Snjallsímaviðbót- in frá Square virkar með mjög svipuðum hætti fyrir hinn al- menna notanda. Til að nota snjallviðbótina þarftu að skrá kreditkortið þitt í kerfið hjá Square en forritið notar mynd af þér til að staðfesta að þú en ekki einhver annar sé að nota kortið. Öryggið er því ágætt. Þeir búðareigendur sem taka á móti snjallsímagreiðslum kom- ast hins vegar aldrei yfir kredit- kortanúmer viðkomandi og því er öryggið talsvert meira þar fyrir kaupandann en í venju- legum kreditkortaviðskiptum. Upplifun viðskiptavinarins er svipuð og með PIN-greiðslum sem nú á að taka upp á Íslandi að því leyti að bæði viðskipta- vinurinn og seljandinn taka virkan þátt í að framkvæma greiðsluna. Hröð þróun að undanförnu Viðbótin hefur þróast hratt á undanförnum mánuðum en í nýjustu útgáfunni er ekki leng- ur krafist staðfestingar í formi myndar eða undirskriftar fyr- ir viðskipti undir 25 dölum. Færslunum hefur þá verið flýtt þannig að það tekur innan við fjórar sekúndur að fá stað- festingu á kaupum. Það þýðir að auðveldara og fljótlegra er að nota þessa snjallsímaleið til að greiða fyrir litla og ein- falda hluti en með venjulegu greiðslukorti eða peningum. Í nýlegri breskri könnun kom fram að iPhone-eigendur eru líklegri til að nota svipaða tækni og þessa til að ganga frá greiðslum. Um 45 prósent þeirra iPhone-notenda sem tóku þátt í könnuninni sögðust líklega myndu nýta sér þessa tækni gæfist þeim kostur á því. Talsvert lægra hlutfall var hjá öðrum snjallsímanotendum en um 17 prósent töldu líklegt að þeir myndu nýta sér þessa tækni. Engu að síður verður að teljast líklegt að þessi greiðslu- máti muni ná talsverðum vin- sældum en snjallsímatækni hefur náð ótrúlegri fótfestu á mjög stuttum tíma. n Snjallsímagreiðslur eru nú mögulegar n Hröð þróun á síðustu mánuðum n Einfaldar greiðslur taka innan við fjórar sekúndur Borgaðu með snjallsímanum „Forritið notar mynd af þér til að staðfesta að þú en ekki einhver annar sé að nota kortið. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Snjallsímar Einfalt í notkun Það er einfalt að nota snjallsímalausnina. Margir skrifa Um 16 einstaklingar koma að skrifum á simon.is Mynd Sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.