Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 40
40 | Lífsstíll 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað Þ etta gekk svo vel síð­ ast að við ákváð­ um að ég myndi fæða heima núna,“ segir frjálsíþrótta­ konan Þórey Edda Elís­ dóttir en hún og kærastinn hennar, íþróttamaðurinn Guðmundur Hólmar, eign­ uðust sitt annað barn þann 27. apríl. Þórey Edda og Guð­ mundur fengu strák sem hef­ ur fengið nafnið Ingi Hólm­ ar en fyrir eiga þau soninn Braga Hólmar sem verður tveggja ára í september. Þórey segir meðgönguna og fæðinguna hafa geng­ ið vel. „Þetta var bara alveg frábært og yndislegt að geta farið bara upp í sitt rúm eft­ ir að hafa fætt hann,“ segir hún og bætir við að pabbinn hafi ekki verið neitt smeykur við heimafæðingu. „Hann er svo mikill sveitakarl og fannst þetta bara spennandi. Þetta var í rauninni hans ósk,“ seg­ ir hún og bætir við að Guð­ mundur hafi hjálpað mikið í fæðingunni. „Við vorum með alveg frábæra ljósmóður. Hún leiðbeindi honum svo hann gat tekið mikinn þátt og var ofan í lauginni hjá mér þegar hann fæddist.“ Þar sem Þórey fæddi heima voru engar deyfingar í boði. Aðspurð viðurkennir hún að hugsanir um sjúkra­ hús og deyfilyf hafi poppað upp í huga hennar eitt and­ artak. „Kannski í svona fimm sekúndur. En það var bara ágætt því þá vissi ég að hann væri að koma,“ segir hún brosandi og bætir við að stóri bróðir sé ánægður með við­ bótina. „Hann er alveg rosa­ lega ánægður með hann og vill helst geta leikið við hann strax. Það er kostur að hafa svona stutt á milli því þá er afbrýðisemin minni. Hann bara knúsar hann og kyssir og er voðalega góður.“ Þórey Edda segist hætt að keppa í frjálsum íþróttum. „Nú hafa barneignir tekið við,“ segir hún hlæjandi og viðurkennir að hún væri til í eitt barn í viðbót. „Ég ætla nú samt ekki að halda áfram þar til stelpan kemur. Ef næsta barn verður strákur þá er það bara flott. Ég held að þrjú börn séu alveg nóg. Ég er orð­ in 34 ára og ætla ekki að vera í þessu endalaust.“ Þrátt fyrir að vera hætt að keppa er Þórey staðráðin í að koma sér aftur í form. „Ég er komin með löngun til að fara að hreyfa mig en þessi löng­ un var alveg horfin eftir síð­ ustu meðgöngu. Nú langar mig að koma mér í form. Ég er að þjálfa stangarstökkhóp en ætla líka að gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Til dæmis að fara út að hlaupa, taka spretti og gera aðrar frjálsíþrótta­ æfingar.“ indiana@dv.is n Afreksíþróttakonan Þórey Edda Elísdóttir er orðin tveggja barna móðir. Barneignir teknar við af íþróttunum „Ef næsta barn verð- ur strákur þá er það bara flott. Falleg mæðgin Þórey og kærastinn hennar, Guðmundur Hólmar, eiga synina Braga Hólmar og Inga Hólmar. Mynd: GunnAr GunnArsson Lítil hjálp í soja Matur sem er ríkur af soja, líkt og tofu, veitir litla vörn gegn einkennum breytingaskeiðs­ ins, eins og haldið hefur verið fram. Í rannsókn, sem birtist í Archives of Internal Medicine, á yfir 250 bandarískum kon­ um, kom í ljós að sojatöflur veittu hvorki vörn gegn hita­ köstum né beinþynningu. Á meðan aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að sojaafurðir geti dregið úr einkennum breyt­ ingarskeiðsins kom nú í ljós að ástand kvenna sem fengu töfl­ urnar var alveg eins og þeirra kvenna í samanburðarhópi sem fengu lyfleysu. Sjónvarpsgláp seinkar þroska Börn sem horfa mikið á sjón­ varp eru á eftir í vitsmuna­ og málþroska við 14 mánaða aldur. Sérstaklega ef þau hafa horft á efni ætlað fullorðnum og eldri börnum. Börn sem horfðu í klukkustund á sjón­ varp daglega skoruðu einum þriðja lægra á prófi en börn sem horfðu ekki eins mikið. Þroski barnanna var þó innan eðlilega marka. Vísindamenn telja muninn tilkominn vegna þess að börn sem horfa mikið á sjónvarp eyða minni tíma í að leika sér og spjalla við for­ eldra sína. Rannsóknin kom fram Archives of Pediatric and Adolescent Medicine. Fyrsti smókurinn hættulegur Þeir sem kveikja sér í sígar­ ettu um leið og þeir vakna á morgnana eru líklegri til að fá krabbamein en þeir sem fá sér fyrsta smókinn síðar um daginn. Þetta kom fram í bandarískri rannsókn á yfir 7.600 reykingamönnum en rannsóknin birtist í tímaritinu Cancer. Í niðurstöðunum kom í ljós að þeir sem fá sér smók á fyrsta hálftímanum eftir að þeir stíga úr rekkju eru meira en helmingi líklegri til að veikjast af lungnakrabbameini en þeir sem bíða í klukku­ tíma áður en þeir kveikja sér í. Vísindamenn segja áhrifin af fyrstu sígarettunni mjög mikil jafnvel þótt breytur eins og fjöldi sígaretta séu teknar með í reikninginn. 1. Af hverju? Hefur þú áhyggjur af ein­ hverju? Hvað borðaðir þú í dag? Hreyfðirðu þig? Reyndu að slaka á og losa þig við allan kvíða. 2. dreifðu huganum Reyndu að gleyma þeirri stað­ reynd að þú verður að sofna. Því meira sem þú hugsar um að sofna því erfiðara verður það. 3. Borðaðu hollan mat Matur getur spilað stórt hlut­ verk. Koffein getur valdið svefnleysi. Forðastu mat sem er ríkur af koffeini eins og kaffi, kók, súkkulaði, te og orku­ drykki. Passaðu líka að fara ekki að sofa á fullan maga því meltingin getur truflað svefn­ inn. 4. Farðu snemma að sofa Ákveddu hvenær þú ætlar að vera komin/n í rúmið á kvöld­ in og stattu við það. Líka þeg­ ar þú ert ekki þreytt/ur. Eftir smátíma aðlagast líkaminn og þú ferð að finna fyrir þreytu á þessum tíma. 5. Gerðu svefnherbergið notalegt Passaðu að herbergið sé nota­ legt og hljóðlátt og hreint loft streymi um það. Sigrast á andvökunni n Það eru margar ástæður fyrir svefnleysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.