Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað
G
uðmundur Steingríms
son er hættur í Fram
sóknarflokknum og
ætlar að stofna nýjan
flokk. Það var háöldruð
amma hans sem fékk hann til
að hugsa sig um. Hann og Sig
mundur Davíð töluðust vart við
og hann átti enga samleið með
þjóðernishyggju formannsins.
Guðmundur segir stjórnmála
hefðina á Alþingi vera ömur
lega. Hann veit vel að ef þetta
framboð nær ekki flugi, þá er
pólitískur ferill hans líklega úti.
Hann vill verða samræðupóli
tíkus eins og pabbi hans í stað
þess að vera á móti bara til að
vera á móti.
Amma opnaði augun
Þú hefur ekki verið lengi í þing-
flokki Framsóknarflokksins.
Hvenær vissir þú að þú þyrftir að
breyta til?
„Þetta er uppsafnað. Ég
hugsa stundum til þess augna
bliks núna þegar amma mín,
sem er 102 ára og mjög skýr í
kollinum – og var lengi virk í
starfi framsóknarkvenna en hef
ur látið í ljós miklar efasemdir á
síðari árum, hallaði sér fram yfir
kaffibollann fyrir nokkru, þegar
ég var í heimsókn hjá henni, og
spurði mig: „Og hvað myndir þú
svo kjósa, Guðmundur minn?“
Dálítið merkileg spurning því
ég var þingmaður Framsóknar
flokksins á þessum tíma.
Spurningarinnar spurði hún
samt af miklum þunga og það
kom fát á mig. Ég reyndi auð
vitað að halda andliti og segja
Framsókn en fann að ég var
ekki að segja ömmu minni satt.
Ég fór þá smám saman að upp
götva að flokkurinn hafði færst
svo fjarri mér í ásýnd, málflutn
ingi, stíl og stefnu á skömmum
tíma með nýjum formanni, sem
í sjálfu sér enginn vissi hvaða
skoðanir hefði en hefur sem sagt
þessar skoðanir, að ég gat ekki
stutt hann lengur.
Síðan hef ég verið að rann
saka þessa tilfinningu í eigin
huga og það hafa hlaðist upp
fleiri vísbendingar um að ég eigi
ekki samleið með þessum flokki.
Stærsti áfanginn að þeirri niður
stöðu var síðasta flokksþing. Það
var mun fámennara en vanalega
er, sem sýndi mér að fleiri voru
að komast að sömu niðurstöðu
og ég. Það fólk hafði ákveð
ið að mæta ekki einu sinni. Þar
birtist mér flokkur sem er mér
mjög fjarri í lífssýn. Það var ver
ið að slá mjög markvissa og að
mínu mati yfirdrifna þjóðernis
hyggjutóna með fánahyllingu,
bændaglímu, þjóðernissöngv
um og nýju lógói með rísandi ís
lenskum fána. Ræða formanns,
sem mörgum þótti góð, höfðaði
engan veginn til mín, um sérís
lenska yfirburði og þar fram eftir
götunum. Ég er bara ekki á þess
um vettvangi í pólitík.
En það er margt fleira sem
réð úrslitum, málefnin augljós
lega en svo líka tónninn í mál
flutningnum. Ég gagnrýndi
opinberlega eftir síðustu sveit
arstjórnarkosningar þennan
tón í pólitík sem forystan hefur
ómað. Var kallaður ósvífinn á
eftir, af henni. Mér finnst tónn
Framsóknarforystunnar hafa
verið niðurdrepandi. Málflutn
ingurinn hefur alið á óskap
lega leiðinlega hefðbundnum
stjórnar, stjórnarandstöðu–
stjórnmálum og skotgrafahern
aði með miklum ásökunum og
alhæfingum, sem mér finnst
litlu skila. Ég hef enga sannfær
ingu fyrir svona pólitík.“
Húkir ekki ósáttur í flokki
Málflutningur Sigmundar Dav-
íðs hefur verið afgerandi upp á
síðkastið. Hann hefur lagt til að
við drögum ESB-umsóknina til
baka, Hólaræðan fór fyrir brjóst-
ið á mörgum. Hvenær gekk hann
endanlega fram af þér, var það
einhvern tíma á síðustu vikum?
„Það var í rauninni eins og
ég var að lýsa, að í hjarta mínu
var ég búinn að komast að þess
ari niðurstöðu, að ég ætti ekki
heima í Framsóknarflokki Sig
mundar.
Þá blöstu við spurningarnar:
Hvað átti maður að gera? Átti
maður þá samt að halda áfram
í flokknum? Mjög margir stjórn
málamenn komast að þeirri
niðurstöðu að halda áfram í
flokkum jafnvel þótt þeir séu
ákaflega óánægðir. Það geta ver
ið röksemdir fyrir því að gera
það, en líka mjög sterkar rök
semdir á móti. Í mínum huga
er hættan sú að menn fari að
tala sér þvert um geð og verða í
raun óheiðarlegir í pólitík. Fólk
getur jafnvel eytt allri starfsæv
inni þannig. Mig langar að skora
þessa kröfu á hólm, að fólk eigi
endilega að húka í flokkum þótt
flokkarnir séu farnir eitthvert
allt annað, málefnalega, í vinnu
brögðum og hvað varðar grund
vallarlífssýn.
Auðvitað byrjaði þessi gjá
að myndast strax í upphafi. Ég
sagði alltaf í kosningabarátt
unni að ég styddi umsókn að
ESB og að almenningur ætti að
fá að kjósa um samninginn. Ég
fór í kosningabaráttu þannig.
Síðan voru greidd um þetta at
kvæði í þinginu og að sjálfsögðu
greiddi ég því atkvæði mitt. Þá
var ég allt í einu staddur í þing
flokki þar sem stór meirihluti
var ekki á þessari línu. Það hefði
kannski verið hægt að brúa þá
gjá sem þá varð til, jafna ágrein
inginn, en það var ekkert gert í
því og ágreiningurinn magnað
ist bara.“
Hvernig var það í daglegu
starfi flokksins, þegar þingmenn
voru að ræða saman? Sigmund-
ur Davíð hlýtur að hafa hringt
sjaldnar í þig en Vigdísi Hauks-
dóttur, svo dæmi sé tekið. Varstu
ekki utanveltu?
„Ég veit ekki hvað hann
hringir oft í Vigdísi Hauksdótt
ur, en hann gat ekki, samkvæmt
skilgreiningu, hringt sjaldnar í
hana en mig. Aldrei.“
Þið Ásmundur Einar, sem
gekk nýlega í flokkinn, það er
ekki hægt að sjá að þið eigið
margt sameiginlegt í pólitík.
„Sú innkoma var enn ein
staðfestingin á því sem ég var
farinn að finna. Honum var
fagnað sem nýjum liðsmanni
sem ætti mikla samleið með
stefnu flokksins.
Ég hef hins vegar ekki upplif
að að ég sé á hans línu í pólitík,
heldur langt í frá. Þetta var því
augljóslega staðfesting á því að
flokkurinn var að fara í átt sem
ég vildi ekki fara í. Ég hef stund
um velt því fyrir mér hvernig
opnir fundir okkar þriggja, mín,
Ásmundar og Gunnars Braga,
hefðu átt að fara fram í kjör
dæminu. Það hefði eiginlega
þurft að auglýsa þá sem kapp
ræður.“
Alexía Björg, eiginkona Guð
mundar, kemur inn úr dyrunum
og ber pönnukökur á borð. Guð
mundur er fljótur að grípa orðið:
„Þetta er ekki alltaf svona,“ segir
hann og hlær.
Stjórnmálaferill að veði
Þú ætlar að stofna nýjan flokk,
hvenær lítur hann dagsins ljós?
„Það er ekki ákveðið. Ég hef
orðið svolítið var við það að á
fjölmiðlum, og ég hef starfað á
fjölmiðlum sjálfur, er oft eins og
það sé bara ein tímaeining. Það
er tímaeiningin „í dag“. Allt á að
gerast í dag. Hvenær í dag ætl
arðu að stofna nýja flokkinn?
En þetta er ekki einfalt mál.
Núna blasir við mér sá lúxus
vandi að það hlaðast inn stuðn
ingsyfirlýsingar við þessi áform
og þær hugsjónir sem ég hef lýst.
Það þarf að vinna úr því. Fjöl
margir hópar og einstaklingar
þurfa að koma að því að stofna
svona afl. Ég sé fyrir mér grænt,
frjálslynt, alþjóðlega sinnað og
víðsýnt miðjuafl, sem stundar
yfirvegaða og sanngjarna póli
tík. Nú þarf að tala við fullt af
fólki og finna hvort það sé ekki
raunverulegur samhljómur fyrir
slíku til staðar. Síðan gerist þetta
skref fyrir skref.“
Baklandið. Það hefur ver-
ið talað um ESB-sinnaða fram-
sóknarmenn, samfylkingarfólk
og jafnvel hægrikrata úr Sjálf-
stæðisflokknum. Treystir þú á að
það kvarnist úr þessum flokkum
í þinn flokk?
„Ég horfi ekki endilega á
þetta svona. Að skoða samfé
lagið út frá þessum hólfum sem
þú nefnir felur í sér mjög tak
markaða nálgun, þótt hún sé
ekki alveg út í hött. Hún bara
nær eins langt og hún nær.
Ég lít í kringum mig. Þar er
alls konar fólk, með alls konar
reynslu. Ég veit ekki hvort það er
hægrikratar eða eitthvað annað.
Mér finnst ég núna vera að stíga
þannig skref að ég geti stungið
upp á því við þetta fólk í kringum
mig að kjósa mig og okkur sem
verðum í þessum nýja flokki.
Hann mun standa fyrir hugsjón
ir og aðferðir sem við trúum að
séu réttar og skynsamlegar. En
svo ég orði þetta á stjórnmála
fræðimáli, þá ættu þessar
áherslur jú klárlega að höfða
til hægrikrata, Evrópusinnaðra
sjálfstæðismanna, frjálslyndra
framsóknarmanna og óflokks
bundinna. Þetta segir bara svo
lítið.
Stærsta mengið er einfald
lega fólk sem er í stórum drátt
um eins og ég og konan mín,
systir mín, mágur minn, amma
mín, mamma mín, tengdó og
strákarnir í hljómsveitinni. Bara
fólk sem hefur verið að hugsa sitt
og vill svo til að er í stórum drátt
um að hugsa það sama um þess
ar mundir, að mér virðist. Fólk
sem vill nútímalegt, víðsýnt afl
á miðjunni sem stundar stjórn
mál af virðingu og sanngirni.
Ég vona að ég geti staðið að því
ásamt mörgum öðrum að stofna
þannig afl.“
Þú ferð ekki að stofna svona
flokk einn. Það hlýtur að vera
eitthvert lykilfólk með þér í þessu.
Viltu nefna það?
„Nei, ég vil ekki nefna neinn.
En ég mun klárlega ekki standa í
þessu einn.“
Framsóknarmenn sem hafa
hætt að undanförnu?
„Já, margir framsóknar
mennirnir sem hafa hætt að
undanförnu eru þarna. Við höf
um talsvert samráð. Í þeim hópi
er að finna gríðarlega þekkingu
á þjóðfélagsmálunum og mikla
reynslu af stjórnmálastarfi, sem
verður ómetanlegt fyrir fram
haldið. Þarna er líka ungt fólk úr
Framsókn, sem ég hef átt mjög
gott samstarf við og er fullt af
drifkrafti og löngun til þess að
gera eitthvað uppbyggilegt. En
svo er ég líka í sambandi við
aðra hópa og einstaklinga, sem
vonandi eiga samleið með hver
öðrum.
Ég hef notað vikuna til þess
að fara í gegnum tölvupóstinn
minn og Facebooksíðuna til að
sjá hverjir hafa meldað sig frá því
á mánudag. Það er mjög mikið
af fólki. Miklu meira en ég bjóst
við. Svo er ég líka búinn að nota
sumarið mikið í að hugsa minn
gang og ræða við fólk,“ segir
hann og stoppar. „Maður hefur
skynjað þennan rauða þráð í tali
mjög margra undanfarið, að það
sé þörf á þessu nýja afli, og ég hef
fundið þessa kröfu í sjálfum mér
líka. En það er ekkert form kom
ið á þetta ennþá.“
Það hægir á tali meðan hann
hugsar næstu orð. „Það verð
ur bara gaman að tilkynna það
þegar það gerist hverjir munu
endanlega standa að þessu, en
ég get ekki annað séð en að það
verði margir góðir einstaklingar.“
Hvað á flokkurinn að heita?
„Það er ekki komið nafn.“
Hugmynd?
„Það eru nokkrar hugmynd
ir. Þú ert ekta blaðamaður sem
vilt vita allt í dag. Það er bara
ein tímaeining. En það sem er
dásamlegt við að vita ekki allt í
dag er að þú getur skrifað aðra
frétt seinna.“
Þú ert að leggja pólitískan fer-
il þinn að veði. Það hefði verið
öruggara að fara aftur í Samfylk-
inguna. Ef þessi flokkur nær ekki
flugi, er þá ekki pólitískur ferill
þinn búinn?
„Jú, ætli það ekki.“
Ertu ekkert hræddur við það?
„Nei,“ segir hann og leggur
þunga áherslu á orðið. Hann
hugsar sig síðan um áður en
hann heldur áfram. „Hitt finnst
mér ömurlegra, að hanga í póli
tík og einhvern veginn lúffa fyr
ir einhverri kröfu um að maður
eigi að láta alls konar hluti yfir sig
ganga, sí og æ, bara til að hanga
í pólitík. Ef maður hefur áhyggj
ur af trúverðugleika, þá held ég
að maður missi trúverðugleika
þannig.“
Nýjum framboðum gengur
sjaldnast mjög vel til lengri
tíma, þau tortíma sjálfum sér í
innbyrðisdeilum. Heldurðu að
það verði öðruvísi með flokk
sem þú stofnar?
„Það eru ýmsar hættur í
þessu og þetta getur alveg gjör
samlega klúðrast, en nýir flokk
ar hafa líka orðið til og náð flugi.
Einhvern tímann urðu allir
flokkarnir til. Á þinginu núna
eru tveir gamlir flokkar og þrír
ungir. Samfylkingin varð til fyrir
ekki svo mörgum árum, VG líka
og Hreyfingin er ný. Borgar
stjórnarkosningarnar í Reykja
vík sýndu það líka að það á eng
inn neitt í pólitík.
Fólk tekur sjálfstæðar
ákvarðanir á kjördag. Það getur
allt gerst.“
Gæti orðið hættulegt
Ertu ekkert hræddur um að þú
sópir til þín fólki sem er óánægt
í öðrum flokkum og að úr verði
hrærigrautur sem springur síð-
an í loft upp?
„Það er hættan og hefur oft
gerst hjá óánægjuframboðum.
Hins vegar er ég ekkert að hugsa
þetta sem óánægjuframboð. Ég
er miklu meira að hugsa þetta
sem uppbyggingarframboð
Talaði varla
við Sigmund
Valgeir Örn Ragnarsson
valgeir@dv.is
Fréttaviðtal
n Guðmundur Steingrímsson er hættur í Framsókn
n Hafði ekki áhuga á þjóðernishyggju Sigmundar Davíðs„Það var verið
að slá mjög
markvissa og að
mínu mati yfirdrifna
þjóðernishyggjutóna
með fánahyllingu,
bændaglímu, þjóð-
ernissöngvum og
nýju lógói með rís-
andi íslenskum fána.
Áttu enga
samleið
„Málflutningur-
inn hefur alið
á óskaplega
leiðinlega
hefðbundnum
stjórnar-,
stjórnarand-
stöðu-stjórn-
málum og skot-
grafahernaði
með miklum
ásökunum og
alhæfingum,
sem mér finnst
litlu skila. Ég
hef enga sann-
færingu fyrir
svona pólitík.“