Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 27
F Fræg er sagan af hnefaleika- manninum sem hrasaði við vindhögg andstæðingsins og komst ekki á fætur áður en dómarinn taldi upp að tíu. Boxarinn ólukkulegi varð ekki fyrir neinu höggi en var orðinn svo lúinn eftir lang- an bardagann að vöðvarnir brugð- ust þegar hann hugðist brölta upp á lappirnar á ný. Kiknaði í hnjánum og lá örendur á gólfinu með ökklana flækta í kaðlinum og höfuðið út af pallinum. Ég ætla nú ekki endilega að spá ríkisstjórninni viðlíka örlögum en nú þegar nýr stjórnmálavetur gengur í garð er ekki alveg út í hött að hafa þessa sögu í huga – sér í lagi núna þegar virðist sem stjórnvöld ætli að standa af sér atlögur stjórnarand- stöðunnar. Um koll að keyra Óhætt er að segja að allt hafi ætlað um koll að keyra þegar Guðmund- ur Steingrímsson tilkynnti í vikunni um úrsögn úr Framsóknarflokkn- um og stofnun nýs frjálslynds flokks á miðju stjórnmálanna. Og biðl- aði um leið til frjálslyndra alþjóða- sinnaðra hófsemdarmanna í öðrum flokkum. En því var einmitt spáð í þessum dálki fyrir viku að frjálslynd öfl í Framsóknarflokki, Sjálfstæðis- flokki og Samfylkingu gætu hæglega tekið höndum saman um slíkt fram- boð – enda væri allt galopið á miðju íslenskra stjórnmála. Áherslan und- anfarin misseri hefur nefnilega verið á öfgarnar á meðan hinn breiði hóp- ur frjálslynds hófsemdarfólks hef- ur verið afskiptur. Íslensk stjórnmál hafa eiginlega verið eins og þeyti- vinda sem þrýstir öllum út á jaðar- inn og skilur aðeins eftir tómarúm í miðjunni. Það varð nefnilega svo að þeg- ar að Samfylkingin færðist til vinstri í samstarfinu við VG, Bjarni Bene- diktsson hraktist í fang harðlínuafla og Sigmundur Davíð var upptekinn við íslenska kúrinn og annað þjóð- ernisbrölt þá galopnaðist miðsvæðið upp á gátt. Sóknarfæri Kannski er það einmitt til marks um hve augljóst sóknarfærið er á miðj- unni að viðbrögðin við úrsögn Guð- mundar úr Framsóknarflokknum hafi verið svona feiknarlega hörð. Það sem af er kjörtímabili hefur nefnilega verið mikil traffík á milli þingflokks- herbergja. Fyrir gáttir þeirra eru nú eiginlega komnar snúningshurðir í stað þeirra venjulegu. Fyrst fór Þrá- inn Bertelsson úr Borgarahreyfing- unni áður en hinir þrír þingmenn hennar stofnuðu nýjan þingflokk, Hreyfinguna. Svo yfirgáfu VG þau Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Sá síðast- nefndi gekk í Framsókn og Þráinn fór í VG eftir að hafa staðið utan þing- flokka um skeið. Það eru því engin sérstök tíðindi lengur í flakki á milli þingflokka. Tíðni slíkra skipta er slík að jafn- vel ætti að taka upp sérstaka skipti- glugga eins og gert er í fótboltan- um til að koma skikki á flakkið. Til dæmis síðsumars og á milli jóla og nýárs. Haustlægðir og hret Sitjandi ríkisstjórn er einhver sú mest sundur barða sem hangið hefur uppi en alveg sama hvað á henni dynur virðist hún standa allar atlögur af sér – svo sem upphlaup órólegu deildar VG, Icesave-helvítið, Magma-málið, Evrópusambandsumsóknina, hrip- lek fjárlög og ítrekaðar hótanir og skærur eigin liðsmanna. Allt frá fæð- ingu og í hverjum mánuði – ef ekki í hverri einustu viku – hefur ríkis- stjórninni verið spáð falli. En alltaf hangir hún uppi. Allavega enn sem komið er. Og nú þegar komið er fram yfir mitt kjörtímabilið hefur þeim fækkað sem spá ríkisstjórninni skjótu and- láti. En það er einmitt í slíku ástandi sem mesta hættan er á því að stjórn- völd hrasi um eigin flækjufót. Stjórn- arþreytan er nefnilega slík að jafnvel meinlausustu vindhögg stjórnarand- stöðunnar geta feykt ríkisstjórninni um koll. Eftir tvo stormharða frosta- vetur má áfram gera ráð fyrir hrá- slagalegum hretum í stjórnmálun- um. Spennandi verður að sjá hvernig ríkisstjórninni mun ganga að standa af sér haustlægðirnar sem nálgast nú óðfluga. Umræða | 27Helgarblað 26.–28. ágúst 2011 Hver á að verða næsti landsliðsþjálfari í fótbolta? „Eyjólfur Sverrisson eða Rúnar Kristinsson.“ Stefán Freyr Gunnlaugsson 18 ára menntaskólanemi „Eyjólfur Sverrisson.“ Benedikt Andrason 18 ára nemi „Mér gæti ekki verið meira sama.“ Tjörfi Karlsson 20 ára nemi „Mér er alveg sama.“ Ísak Ívarsson 24 ára nemi „Eiður Smári, það væri alveg flott að sjá hann sem þjálfara.“ Aron Bjarni Einarsson 19 ára slakar á Myndin Fest á filmu Fígúran Maximus Musicus var í banastuði fyrir utan Hörpu í góða veðrinu á fimmtudaginn og leiddist ekki athyglin. mynd SiGTryGGUr Ari Maður dagsins Gestir villast í landamæra- leysi tónlist- arinnar Pétur Grétarsson Pétur Grétarsson er framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Jazzhátíðar Reykjavíkur sem stendur til 4. september. Hann hóf hljóðfæranám sitt á harmonikku en endaði sem trommari. Hver er maðurinn? „Pétur Grétarsson, Jazzhátíðarstjóri í Reykjavík.“ Hvar ert þú alinn upp? „Í Reykjavík.“ Hvað drífur þig áfram? „Jazz og önnur góð músík.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Nei.“ Hver er uppáhaldstónlistarmað- urinn þinn? „Það fer eftir því hvernig veðrið er. Það getur verið Mugus eða Maler.“ Á hvaða hljóðfæri spilar þú? „Ég er trommari, en lærði fyrst á harmon- ikku.“ Hvað varst þú gamall þegar þú byrjaðir að læra á hljóðfæri? „Ég hef verið svona 10 ára.“ Hverju mega gestir Jazzhátíðar reykjavíkur búast við í ár? „Þeir mega búast við mikilli óvissuferð og að villast í landamæraleysi tónlistarinnar.“ Hvaða atriði ert þú spenntastur fyrir? „Ég er spenntastur fyrir heildarmyndinni. Mér finnst rosalega gaman að eiga eftir að upplifa Mezzoforte í troðfullri Eldborg í Hörpu og svo er líka Danilo Perez flottur.“ Hvaða þýðingu hefur hátíðin fyrir tónlistarlíf reykjavíkur? „Hún hefur þá þýðingu að við getum boðið upp á nokkra af okkar bestu tónlistar- mönnum við toppaðstæður.“ Kjallari dr. Eiríkur Bergmann Skiptiglugginn er opinn Dómstóll götunnar „Kannski er það einmitt til marks um hve augljóst sóknar- færið er á miðjunni að viðbrögðin við úrsögn Guðmundar úr Fram- sóknarflokknum hafi ver- ið svona feiknarlega hörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.