Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 38
38 | Fókus 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? mælir með... KVIKMYND Harry Potter and the Deathly Hallows: Part II „Það er í raun lygilegt hversu vel heppnaðar myndirnar um Harry Potter hafa verið.“ – Jón Ingi Stefánsson BÓK Skurð læknirinn „Skurðlæknirinn er hröð og spennandi lesning.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir BíÓMYND Captain Amer- ica: The First Avenger „Þokkalega vel heppnuð mynd. Einföld og nokkuð hnökralaus.“ – Ásgeir Jónsson Andrea Róbertsdóttir, mannauðsstjóri og tveggja barna móðir í fæðingarorlofi. Hvaða tónlist ertu að hlusta á þessa dagana? „Úff, tónlist er svo mikið meðal og mikilvæg. Þessa dagana er það The Doors, Cinema Club, Foster the People , Death Cab for Cutie og Prinspóló. Síðan Bubbi, Latibær og Justin Bieber með eldri syni mínum. Ég kann lögin úr Latabæ of vel.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Ég er gangandi ísskápur fyrir fimm vikna son minn og geri lítið annað 24/7.“ Áttu þér einhverja uppáhaldsbók? „Listinn er langur en ég er núna á bólakafi í meðgöngu- og barnabókum.“ Eyðir þú miklum tíma á netinu og þá á hvaða síðum helst? „Nei, ég er ekki mikið á netinu en er sítengd og því er þetta lúmskt. Aðallega Vísir, gmail, fésið, bankinn og vinnan.“ Er gangandi ísskápur H ótel í miðborg Reykjavíkur. Ungur maður gengur inn á sviðið; í peysu, gallabuxum, brúnum kúrekastígvélum og með sólgleraugu. Dökkt hárið axlasítt. Sest er á hvíta stóla í matsalnum. Þjónn kemur með matseðla. Bleikja pöntuð. Reyktur lax á brauði. Vatni hellt í glös. Þorleifur er sonur leikara og leik- stjóra; Arnars Jónssonar og Þórhildar Þorleifsdóttur. „Ég vissi snemma að ég færi í þessa átt. Ég vildi bara vera í leikhúsi. Leikhúsið er eins og vír- us. Ef maður hefur einu sinni smit- ast þá er ofboðslega erfitt að losna við hann úr kerfinu. Á meðan aðrir sjö ára krakkar fóru kannski heim og fengu súpu og fóru svo út að leika sér þá trítlaði ég niður í Þjóðleikhús, sat úti í sal og horfði á æfingar. Þetta var svo heillandi, merkilegur og spenn- andi staður.“ Fyrsta minningin úr leikhús- inu – Þorleifur Örn sá persónu, sem faðir hans lék, hníga niður á svið- inu og deyja. „Mamma lýsir þessu svo að ég hafi algjörlega tryllst. Börn skynja ekki muninn á raunveruleika og óraunveruleika og ég þurfti því að útskýra hvað gerðist er ég sá föð- ur minn deyja á sviðinu. Ég vissi að ég myndi hitta hann aftur um kvöld- ið en samt upplifði ég sorgina. Nið- urstaðan var sú að leikhúsið væri galdravettvangur – staður þar sem óraunveruleikinn var gerður raun- verulegur. Ætli það megi ekki segja að þetta sé enn þann dag í dag mitt leiðarljós í leikhúsinu; staður þar sem pabbi getur dáið en samt sung- ið fyrir mann vögguvísu um kvöldið.“ Leikarinn Hann fór fljótt að leika sem barn. Hann lék smáhlutverk í Yerma, Pétri Gauti og Fjalla-Eyvindi þar sem hann lék „Smala 2“. „Ég á líka hræði- legar minningar úr leikhúsinu. Verst var þegar ég var að leika smalann í Fjalla-Eyvindi. Ég átti að koma upp í gegnum hlera á sviðinu en þegar stikkorðið féll var ég upptekinn við að kjafta og fylgdist ekki með. Leikar- arnir stóðu á sviðinu og biðu þess að ég birtist en ekkert gerðist. Ég kom ekki inn á sviðið. Það var ekki fyrr en Kristín sýningarstjóri kallaði „hvar er strákskömmin?“ að ég rankaði við mér og stökk upp á svið – mitt inn í næstu senu. Pabbi tók mig á eintal í kjölfarið og benti mér á að um 500 manns væru búnir að borga pening og klæða sig upp í sitt fínasta púss og manni bæri að sýna þeim virðingu. Í þessum orðum birtist afstaða til leik- hússins og listarinnar sem ég tek al- varlega enn þann dag í dag.“ í felum fyrir óttanum Haustið 1992. Lækjartorg. Kvöld. Krökkt af ungmennum. Inn á sviðið gengur lágvaxinn, þybbinn drengur með grænt, liðað hár. Ein- hver réttir honum vodkaflösku. Hann fær sér fyrsta sopann. „Ætli ég hafi ekki verið um 1.40, ég var með grænt, krullað hár og barnabumbu þegar ég fór á fyrsta fylliríið. Ég drakk um hálfan pela af vodka og stuttu síðar gjörbreytt- ist upplifun mín á sjálfum mér. Í stað minnimáttarkenndarinnar yfir seinum kynþroska og lélegu sjálfsmati unglingsins leið mér eins og Arnold Schwarzenegger í Conan the Barbarian. Komplex- arnir hurfu með vodkanum og raunveruleikinn batnaði. Grænu hármódelkrullurnar urðu að síð- um lokkum, barnabumban orðin að sixpakk og ég gnæfði yfir mið- borg Reykjavíkur enda orðinn tveggja metra maður. Áfengi sneri öllum ótta mínum yfir í andstæðu sína – og strax frá byrjun var þetta ástæðan fyrir því að ég drakk. Þeg- ar ég drakk hvarf allt sem ég ótt- aðist. Allt sem mig langaði varð að veruleika og það varð algjör að- skilnaður á milli raunveruleikans og þess sem ég upplifði. Lífið varð eins og leiksýning.“ Þorleifur fór að drekka og dópa. „Ég flosnaði upp úr skóla og vann nærri því á annarri hverri búllu bæjarins. Ég fór fljótt út í örvandi efni og leiðin lá hratt nið- ur á við. Ég var í verulega vond- um málum um tvítugt. Nú dugðu efnin ekki lengur til þess að bæla niður óttann og óhamingjuna. Það stefndi allt í það að ég myndi kasta lífi mínu á glæ. Svo vaknaði ég á sunnudagseftirmiðdegi eft- ir stanslaust djamm alla helgina og það var eins og ég opnaði aug- un. Ég áttaði mig á því hvað ég var að gera mér og að ég yrði að gera eitthvað í mínum málum. Annað- hvort yrði ég atvinnufyllibytta eða atvinnu bara eitthvað annað. Ég leitaði mér hjálpar.“ Ekki gefast upp „Ég fann að frá því ég var mjög ung- ur var ég ofboðslega hræddur við lífið og hafði áhyggjur af því hvað fólki fannst um mig. Það fyndna er að í yfirgnæfandi meirihluta hafði þessi ótti ekkert með raunveru- leikann að gera. Það þarf að koma sér upp einhverju vopni til þess að lifa við svona mikinn ótta; að vera í hálfgerðu stríði við heiminn og ég sé það eftir því sem lengra líð- ur að ég varð sífellt sjálfhverfari. Og ég varð sífellt meira einmana en þeim mun meira sem mig lang- aði í samband við heiminn, þeim mun hræddari varð ég við hann og þeim mun einangraðri. Þetta varð að vítahring og þessa keðju þurfti að rjúfa. Það þarf að byrja á hegð- uninni og samskiptum í svona til- fellum og ég þurfti hægt og ró- lega að láta af þessari sjálfhverfu. Í óreglunni vissi ég alltaf að ég var ekki maðurinn sem ég vissi að ég gæti orðið. Það þarf að horfast í augu við sjálfan sig til að lagast af svona meini og það þarf að gera það af mikilli einurð, alvöru og auðmýkt og maður þarf að hætta að stjórna leiksýningunni. Þá er maður kominn með upplifun sem maður getur deilt með öðrum af því að sjálfhverfa er ekki áhuga- verð fyrir neinn nema þann sem er staddur í henni.“ Þorleifur Örn Arnarsson er tiltölulega nýfluttur heim frá Þýskalandi þar sem hann hefur búið undanfarin ár en hann nam leiklist í Berlín í hinum virta skóla Ernst Busch og síðan hefur hann ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur heldur leikstýrt stórum verkum – og enn stærri eru í burðarliðnum. Raunveru- leikinn er afstæður mælir ekki með... BíÓMYND Horrible Bosses „Myndin er ágætis afþreying en fjarri því að vera þess virði að borga fullt verð á hana í bíó.“ – Aðalsteinn Kjartansson BíÓMYND Rise of the Planet of the Apes „Handritið virkar eins og það hafi legið og safnað ryki í mörg ár.“ – Jón Ingi Stefánsson „Ég fann að frá því ég var mjög ungur var ég ofboðslega hræddur við lífið og hafði áhyggjur af því hvað fólki fannst um mig. N orræni tískutvíæringurinn, Nordic Fashion Biennale 2011, verður haldinn í Seattle, Bandaríkjunum, 30. septem- ber–13. nóvember næstkomandi. Norræna húsið í Reykjavík er hug- myndasmiður og stofnandi NFB og aðalframleiðandinn í ár ásamt Nor- dic Heritage Museum í Seattle. NFB er sýning á fatahönnun og skartgrip- um, nálgunin er listræn og óhefð- bundin. NFB nálgast hugtakið tísku sem listrænt fyrirbæri og er sýning- in skipulögð á sama máta og mynd- listarsýningar. Fjölmargir íslenskir hönnuðir taka þátt í sýningunni svo sem Mundi, Hildur Yeoman, Aftur, EYGLÓ, Vera Thordardottir, Aur- um, Kría Jewelry, Vík Prjónsdóttir, STEiNUNN og fleiri. „Þetta er ein stærsta kynning á norrænni fatahönnun í Bandaríkj- unum til þessa,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri í Norræna húsinu. „Þeir íslensku hönnuðir sem taka þátt í sýningunni fá mikla og jákvæða athygli en sem dæmi um stærðargráðuna er prentað tíma- rit til kynningar hönnuninni og því verður dreift í 160 þúsund eintök- um. Höfuðáhersla NFB er á hönnuði frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi en einnig taka aðrir skandínavískir hönnuðir þátt svo sem Henrik Vibs- kov og Ivana Helsinki. Myndir af fötum íslenskra hönn- uða verða birt í tímaritum eins og Vogue og Marie Claire en fjölmörg tískutímarit munu fjalla um viðburð- inn. Það er Hrafnhildur Arnardótt- ir, betur þekkt sem Shoplifter, sem hefur tekið að sér sýningarstjórn. Aðalsýning NFB í ár kallast Looking Back to find our Future sem vísar meðal annars í úrvinnslu hönnuða á menningar arfinum í hönnun sinni. Nánari upplýsingar um viðburð- inn er að finna á nordicfashionbien- nale.com/ og facebook.com/#!/nor- dicfashionbiennale. Risakynning á norrænni hönnun n Norræni tískutvíæringurinn verður haldinn í Seattle Tilda Swinton situr fyrir Tilda er andlit sýningarinnar á kynningarefni hátíðar- innar þar sem áherslan er á íslenska, færeyska og grænlenska hönnuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.