Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 41
Lífsstíll | 41Helgarblað 26.–28. ágúst 2011 Í eldhúsinu Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Fáránlega gott: Mexíkósk kjúklingasnilld K júklingur getur verið hinn besti matur og oft þarf ekki mikið til að gera kjúklingamáltíð góða og seðjandi. Ef þig lang- ar að prófa kjúklingarétt með mexíkósku ívafi skellirðu þér út í búð og kaupir nachos- flögur, ostasósu, salsasósu, kjúklingabringur eða -lundir og rifinn ost. Áður en þú gerir nokkuð með hráefnið skaltu kveikja á ofninum og stilla hann á 180 gráður. Kjúklinginn skerðu niður í um 1 sentímetra þykka bita og smellir þeim á pönnu. Gæta þarf fyllsta hreinlætis þegar kjúklingur er með- höndlaður og passa þarf að hann fái fullan eldunartíma. Steiktu kjúklinginn á pönnu í um 3 mínútur á hvorri hlið við góðan hita. Sniðugt er að skera í einhvern bita til að sjá hvort þeir séu ekki örugglega eldaðir alveg í gegn. Annaðhvort á meðan eða áður en þú steikir kjúkling- inn hellirðu svo ostasósunni saman við salsasósuna og hrærir í skál. Þú grófmylur svo nachos-flögur og setur í eldfast mót. Passaðu að þekja allan botn eldfasta móts- ins. Ofan á flögurnar fer svo kjúklingurinn og þar ofan á fer sósan sem þú blandaðir. Þegar allt er komið í eldfasta mótið dreifirðu rifnum osti yfir allt saman og smellir inn í ofn. Þú fylgist svo með því þegar osturinn er bráðn- aður og gylltur en þar sem kjúklingurinn fer fulleldaður beint af pönnunni ertu í raun einungis að bræða ostinn og hita sósuna í ofninum. Það er því ekki alvarlegt þó að þú hafir matinn of stutt inni í ofninum. n Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bloggar um baráttuna við aukakílóin É g byrjaði á Danska kúrnum haustið 2006 og í júní árið eftir var ég búin að missa rúm 20 kíló,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir í Borgar- nesi en hún hefur haldið úti opinskáu bloggi um baráttu sína við aukakílóin. Sigríður segist hafa farið samvisku- samlega eftir leiðbeining- um Danska kúrsins og þess vegna hafi hún náð svo góð- um árangri á svo skömm- um tíma. „Ég hreyfði mig mjög lítið í fyrstu en fór svo að lyfta, fara í spinning og út að ganga,“ segir Sigríður en henni hefur tekist að halda sér í fínu formi þótt hún hafi þyngst örlítið þegar hún flutti tímabundið til Noregs. „Úti kynntist ég hlaupum og er nú komin með hlaupabakter- íuna. Vissulega gæti ég tek- ið mig betur á í mataræðinu en ég veit að ég er hraust og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Sigríður sem hljóp tíu kílómetra í Reykja- víkurmaraþoninu um síð- ustu helgi auk þess sem hún fór hálft maraþon í Ósló í fyrra og gengur reglulega á fjöll. Sigríður segir mikilvægt að fólk átti sig á því að töfra- lausnir séu einfaldlega ekki til. „Það eina sem gildir er að fara eftir prógramminu og ekki svindla. Þegar ég byrjaði í mínu átaki var ég svo tilbúin í þetta. Mig langaði svo virki- lega að ná tökum á þyngd- inni. Það sem hjálpaði mér mest var að byrja að blogga og gera þetta strax opinbert. Að skrifa niður töluna af vigt- inni var virkilega gott aðhald. Ég vissi að fólk var að fylgj- ast með og því fannst mér ég þurfa að standa mig. Það var erfitt að stíga á vigtina og ég fékk næstum taugaáfall þeg- ar ég sá hvað ég var orðin þung. Hins vegar hef ég eng- an áhuga á að verða einhver mjóna. Ég vil vera heilbrigð og hraust og geta haft orku til að gera það sem mér dettur í hug að gera. Ég vil ekki vera mamman sem getur ekki leikið við börnin sín af því að hún getur ekki hreyft sig.“ „Það var erfitt að stíga á vigtina og ég fékk næstum taugaáfall þegar ég sá hvað ég var orðin þung. Töfralausnir eru ekki til Við upphaf átaks Sigríður segist ekki vilja verða einhver mjóna. Það sé henni mun mikilvægara að verða heilbrigð og hraust. Í fjallgöngu Sigríður smitaðist af hlaupabakteríunni þegar hún bjó í Noregi og gengur nú reglulega á fjöll. Með syninum Sigríður ásamt syni sínum Þórði Loga. S amkvæmt sálfræð- ingnum Alison Gop- nik við Kaliforníuhá- skóla í Berkeley og höfundi bókarinn- ar Whoa, there!, eru börnin okkar mun gáfaðri en við flest höldum. Og þau geta jafn- vel verið gáfaðri en við. „Börn hugsa öðruvísi en við, sem er gott mál,“ segir Gopnik. „Þau taka eftir öllu, sérstaklega öllu nýju og óvæntu á meðan við fullorðna fólkið tökum ekki eftir öllu því spennandi sem er í kringum okkur því við ein- beitum okkur svo stíft að því sem kemur okkur að gagni, hvort sem það er vinnan eða innkaupin,“ segir Gopnik sem segir flesta taugasérfræðinga á þeirri skoðun að börn og fullorðnir hugsi á mismun- andi hátt vegna þess að heilar þeirra séu ekki eins. Í heilum barna sé mun meira af tauga- tengingum en í heilum full- orðinna og að með aldrinum verði heilatengingarnar sér- hæfðari. Gopnik segir alla markaðs- setningu sem beint sé að vel- viljuðum foreldrum sem vilji ala upp sem gáfaðasta einstak- linga einfaldlega peningaplott. „Ekki kaupa myndbönd, próf og alls kyns dót sem á að auka þroskann. Leyfðu barninu frekar að skoða, íhuga og leika sér með dót sem það sér þig nota dagsdaglega, eins og síma og heimilistæki.“ Er barnið þitt gáfaðra en þú? n Leyfðu barninu að apa eftir þér í daglega lífinu Barn að leik Best er að leyfa börnum að leika sér með dót sem það sér þig nota á daginn. Mynd PHotoS.coM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.