Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 6
É g veit ekkert hvernig hún hefur það og ég vil ekki vita það,“ seg- ir blóðfaðir barnsins sem Agné Krataviciuté, 21 árs, fæddi og lét í ruslagám við Hótel Frón skömmu eftir fæðingu, aðspurður um líðan Agné. Hann vildi ekki svara frekari spurningum frá blaðamanni. Þegar blaðamaður hringdi í Agné og kynnti sig sagði hún einfaldlega „nei“ lágri, eilítið mjóróma röddu og skellti á. Enn í afneitun Faðir barnsins og fyrrverandi kærasti Agné er ekki í neinu sambandi við hana í dag, en það var hann, ásamt föður sínum, sem keyrðu hana á Landspítalann vegna blæðinga eftir að hún fæddi barnið og kom því fyrir í ruslagámi fyrir utan Hótel Frón þar sem hún hafði unnið við þrif. Faðirinn vissi ekki að konan væri barnshafandi en hún hélt því leyndu fyrir þeim sem hún um- gekkst. Konan kom til Íslands frá Litháen í október í fyrra og bjó fyrst ásamt barnsföður sínum heima hjá föður hans. Þau slitu samvistum og konan ól barnið þann 2. júlí. Lög- regla fann barnið í ruslageymslu við Hótel Frón sama dag eftir að grun- semdir vöknuðu meðal lækna sem önnuðust Agné á Landspítalanum. Agné hefur þó sjálf enn ekki gengist við því að vera móðir barnsins, eða að hafa alið barn. Hún var úrskurðuð í farbann til 1. september og er beð- ið eftir niðurstöðu geðmats. Sam- kvæmt Björgvini Björgvinssyni, að- stoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er vonast til að niðurstaða úr því verði komin fyrir mánaðamót. Glímir við erfiða reynslu Agné hefur ekki búið lengi hér á landi og hefur ekkert stuðningsnet í kring- um sig. Björgvin sagðist ekki vita til þess að ættingjar frá föðurlandi henn- ar væru hér hjá henni. Samkvæmt honum hefst Agné þó ekki ein við í blokkaríbúðinni í Þóru felli, þar sem hún er skráð til heimilis, heldur fær hún stuðning fyrir tilstuðlan lögreglu og stjórnvalda. Hún er ekki talin vera í sjálfsvígshættu. Aðspurður hvort Agné hafi sýnt merki um iðrun segir Björgvin: „Það segir sig sjálft að þessi manneskja á mjög erfiða andlega reynslu að baki og hún er að kljást við það. Þannig að hún er sjálfsagt illa á sig komin andlega, það fer ekkert á milli mála. En hún hefur allan þann stuðning sem hægt er að veita henni.“ n Faðir barnsins er ekki í sambandi við Agné Krataviciuté n Hún neitar því enn að hafa fætt barnið n Fær stuðning fyrir tilstuðlan lögreglu og stjórnvalda Faðir barnsins vill ekkert af Agné vita „Það segir sig sjálft að þessi mann- eskja á mjög erfiða and- lega reynslu að baki og hún er að kljást við það. 4. júlí 2011 Beðið eftir niðurstöðu geð- mats Agné Krataviciuté sem kom nýfæddu barni sínu fyrir í ruslagámi við Hótel Frón er í farbanni. Blóðfaðir barnsins vill ekkert við hana tala. 6 | Fréttir 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Veitingahúsið í Perlunni hagnast á hverju ári: Veitingahúsið skilar hagnaði Rekstrarfélag veitingahússins sem rekið er í útsýnisstaðnum Perlunni skilar hagnaði á hverju ári. Þannig var hagnaður af rekstri veitingastaðarins tæplega 47 milljónir króna árið 2009 og 36 milljónir króna árið 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi rekstrar- félagsins, Veitingahússins Perlunnar ehf., fyrir árið 2009. Eigendur félagsins eru Sigrún J. Oddsdóttir, Gísli Thor- oddsen og Stefán Sigurðsson. Eignir félagsins nema nærri 150 milljónum króna, eigið fé nemur nærri 100 milljónum og eiginfjár- hlutfall félagsins er 65 prósent. Á móti þessum eignum eru rúmlega 50 milljóna króna skuldir. Veitingahúsið stendur því afar vel. Á sama tíma og veitingahúsið í Perlunni hagnast umtalsvert á hverju ári tapar Orkuveita Reykja- víkur, eigandi hússins, fjármunum á húsinu á hverju ári. Tekjur Orku- veitunnar af húsinu duga ekki einu sinni fyrir fasteignagjöldum, líkt og fjallað var um í DV í vikunni. Nú er svo komið að Orkuveitan hyggst ekki lengur fjármagna taprekstur húss- ins og ætlar að auglýsa það til sölu á næstunni. Veitingahúsið virðist hins vegar gera það gott enda fær húsið um 500 þúsund gesti á hverju ári, aðal- lega erlenda ferðamenn, sem koma í Perluna til að njóta útsýnisins og skoða þessa sérstöku byggingu. ingi@dv.is Ekki á flæðiskeri statt Veitingahúsið sem rekið er í Perlunni er rekið með fínum hagnaði – tæplega 47 milljóna á ári – á meðan eigandi hússins, Orkuveita Reykjavíkur, tapar miklum fjármunum á því. ASÍ styður ekki kvóta- frumvarpið Alþýðusamband Íslands leggst gegn því að frumvarp til laga um stjórn fiskveiða verði samþykkt í núver- andi mynd. ASÍ tekur undir hækkun veiðileyfagjaldsins og tímabundinn nýtingarrétt af auðlindinni en telur aðra þætti frumvarpsins of gallaða til að hægt sé að mæla með sam- þykki þess. ASÍ segist vera sammála því að breyta þurfi fiskveiðistjór- nunarkerfinu en telur nauðsynlegt að vinna málið betur og í víðtæku samráði. „Þá er gagnrýnivert hvernig ráðstafa á hluta veiðileyfagjaldsins til sjávarbyggða. Í því felst óeðlileg mismunun milli svæða,“ segir meðal annars í umsögn ASÍ. Lögreglan komin í au-pair málið „Ég get staðfest að við erum með mál ungrar stúlku til rannsókn- ar sem kom hingað til lands sem au-pair,“ segir Árni Þór Sigmunds- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. DV ræddi á miðvikudaginn við mann í Mos- fellsbæ sem skaut skjólshúsi yfir 18 ára þýska stúlku, sem virtist hafa verið fengin hingað á fölskum for- sendum. Að hans sögn hafði hún komið hingað til lands til að vinna sem au-pair í fjóra til sex tíma á dag. Hún hafi átt að vinna fimm daga vikunnar og vera í fríu fæði og hús- næði. „Svo hefur hún verið í gegnd- arlausri vinnu við að þrífa íbúðir og gistiheimili fyrir þennan mann sem borgar henni tvær evrur á tímann,“ sagði maðurinn við DV en hann varð vitni að því þegar stúlkan brotnaði niður og brast í grát vegna álags. Svipuð staða og 2008 Fasteignamarkaðurinn er í svipuðu árferði og hann var í kringum byrj- un árs 2008. Hann er þó enn langt frá því að vera sambærilegur því sem var 2007 en algjört hrun varð á markaðnum í lok árs 2007. Tólf vikna velta á húsnæðismarkaði hefur engu að síður lækkað lítillega að undan- förnu en hún var 2.587 milljónir króna á síðustu vikum. Þetta kemur fram í tölum frá Fasteignaskrá Ís- lands sem birtar voru á þriðjudag. Vísitala íbúðaverðs stendur í 320,8 stigum sem er 0,4 stigum minna en í síðasta mánuði. Fasteignamarkaður- inn virðist stefna hraðbyri í átt að því sem hann var um mitt ár 2006 en þá tók hann mikið stökk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.