Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Page 6
É
g veit ekkert hvernig hún hefur
það og ég vil ekki vita það,“ seg-
ir blóðfaðir barnsins sem Agné
Krataviciuté, 21 árs, fæddi og
lét í ruslagám við Hótel Frón
skömmu eftir fæðingu, aðspurður
um líðan Agné. Hann vildi ekki svara
frekari spurningum frá blaðamanni.
Þegar blaðamaður hringdi í Agné
og kynnti sig sagði hún einfaldlega
„nei“ lágri, eilítið mjóróma röddu og
skellti á.
Enn í afneitun
Faðir barnsins og fyrrverandi kærasti
Agné er ekki í neinu sambandi við
hana í dag, en það var hann, ásamt
föður sínum, sem keyrðu hana á
Landspítalann vegna blæðinga eftir
að hún fæddi barnið og kom því fyrir
í ruslagámi fyrir utan Hótel Frón þar
sem hún hafði unnið við þrif.
Faðirinn vissi ekki að konan
væri barnshafandi en hún hélt því
leyndu fyrir þeim sem hún um-
gekkst. Konan kom til Íslands frá
Litháen í október í fyrra og bjó fyrst
ásamt barnsföður sínum heima hjá
föður hans. Þau slitu samvistum og
konan ól barnið þann 2. júlí. Lög-
regla fann barnið í ruslageymslu við
Hótel Frón sama dag eftir að grun-
semdir vöknuðu meðal lækna sem
önnuðust Agné á Landspítalanum.
Agné hefur þó sjálf enn ekki gengist
við því að vera móðir barnsins, eða
að hafa alið barn. Hún var úrskurðuð
í farbann til 1. september og er beð-
ið eftir niðurstöðu geðmats. Sam-
kvæmt Björgvini Björgvinssyni, að-
stoðarlögreglustjóra lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, er vonast til að
niðurstaða úr því verði komin fyrir
mánaðamót.
Glímir við erfiða reynslu
Agné hefur ekki búið lengi hér á landi
og hefur ekkert stuðningsnet í kring-
um sig. Björgvin sagðist ekki vita til
þess að ættingjar frá föðurlandi henn-
ar væru hér hjá henni. Samkvæmt
honum hefst Agné þó ekki ein við í
blokkaríbúðinni í Þóru felli, þar sem
hún er skráð til heimilis, heldur fær
hún stuðning fyrir tilstuðlan lögreglu
og stjórnvalda. Hún er ekki talin vera
í sjálfsvígshættu. Aðspurður hvort
Agné hafi sýnt merki um iðrun segir
Björgvin: „Það segir sig sjálft að þessi
manneskja á mjög erfiða andlega
reynslu að baki og hún er að kljást við
það. Þannig að hún er sjálfsagt illa á
sig komin andlega, það fer ekkert á
milli mála. En hún hefur allan þann
stuðning sem hægt er að veita henni.“
n Faðir barnsins er ekki í sambandi við Agné Krataviciuté n Hún neitar því enn
að hafa fætt barnið n Fær stuðning fyrir tilstuðlan lögreglu og stjórnvalda
Faðir barnsins vill
ekkert af Agné vita
„Það segir sig sjálft
að þessi mann-
eskja á mjög erfiða and-
lega reynslu að baki og
hún er að kljást við það.
4. júlí 2011
Beðið eftir niðurstöðu geð-
mats Agné Krataviciuté sem kom
nýfæddu barni sínu fyrir í ruslagámi
við Hótel Frón er í farbanni. Blóðfaðir
barnsins vill ekkert við hana tala.
6 | Fréttir 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Veitingahúsið í Perlunni hagnast á hverju ári:
Veitingahúsið skilar hagnaði
Rekstrarfélag veitingahússins sem
rekið er í útsýnisstaðnum Perlunni
skilar hagnaði á hverju ári. Þannig var
hagnaður af rekstri veitingastaðarins
tæplega 47 milljónir króna árið 2009
og 36 milljónir króna árið 2008. Þetta
kemur fram í ársreikningi rekstrar-
félagsins, Veitingahússins Perlunnar
ehf., fyrir árið 2009. Eigendur félagsins
eru Sigrún J. Oddsdóttir, Gísli Thor-
oddsen og Stefán Sigurðsson.
Eignir félagsins nema nærri 150
milljónum króna, eigið fé nemur
nærri 100 milljónum og eiginfjár-
hlutfall félagsins er 65 prósent. Á
móti þessum eignum eru rúmlega 50
milljóna króna skuldir. Veitingahúsið
stendur því afar vel.
Á sama tíma og veitingahúsið
í Perlunni hagnast umtalsvert á
hverju ári tapar Orkuveita Reykja-
víkur, eigandi hússins, fjármunum
á húsinu á hverju ári. Tekjur Orku-
veitunnar af húsinu duga ekki einu
sinni fyrir fasteignagjöldum, líkt og
fjallað var um í DV í vikunni. Nú er
svo komið að Orkuveitan hyggst ekki
lengur fjármagna taprekstur húss-
ins og ætlar að auglýsa það til sölu á
næstunni.
Veitingahúsið virðist hins vegar
gera það gott enda fær húsið um
500 þúsund gesti á hverju ári, aðal-
lega erlenda ferðamenn, sem koma
í Perluna til að njóta útsýnisins og
skoða þessa sérstöku byggingu.
ingi@dv.is
Ekki á flæðiskeri statt Veitingahúsið sem rekið er í Perlunni er rekið með fínum hagnaði – tæplega 47 milljóna á ári – á meðan eigandi
hússins, Orkuveita Reykjavíkur, tapar miklum fjármunum á því.
ASÍ styður
ekki kvóta-
frumvarpið
Alþýðusamband Íslands leggst gegn
því að frumvarp til laga um stjórn
fiskveiða verði samþykkt í núver-
andi mynd. ASÍ tekur undir hækkun
veiðileyfagjaldsins og tímabundinn
nýtingarrétt af auðlindinni en telur
aðra þætti frumvarpsins of gallaða
til að hægt sé að mæla með sam-
þykki þess. ASÍ segist vera sammála
því að breyta þurfi fiskveiðistjór-
nunarkerfinu en telur nauðsynlegt
að vinna málið betur og í víðtæku
samráði. „Þá er gagnrýnivert hvernig
ráðstafa á hluta veiðileyfagjaldsins
til sjávarbyggða. Í því felst óeðlileg
mismunun milli svæða,“ segir meðal
annars í umsögn ASÍ.
Lögreglan komin
í au-pair málið
„Ég get staðfest að við erum með
mál ungrar stúlku til rannsókn-
ar sem kom hingað til lands sem
au-pair,“ segir Árni Þór Sigmunds-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn á
höfuðborgarsvæðinu. DV ræddi á
miðvikudaginn við mann í Mos-
fellsbæ sem skaut skjólshúsi yfir 18
ára þýska stúlku, sem virtist hafa
verið fengin hingað á fölskum for-
sendum. Að hans sögn hafði hún
komið hingað til lands til að vinna
sem au-pair í fjóra til sex tíma á dag.
Hún hafi átt að vinna fimm daga
vikunnar og vera í fríu fæði og hús-
næði. „Svo hefur hún verið í gegnd-
arlausri vinnu við að þrífa íbúðir og
gistiheimili fyrir þennan mann sem
borgar henni tvær evrur á tímann,“
sagði maðurinn við DV en hann varð
vitni að því þegar stúlkan brotnaði
niður og brast í grát vegna álags.
Svipuð staða
og 2008
Fasteignamarkaðurinn er í svipuðu
árferði og hann var í kringum byrj-
un árs 2008. Hann er þó enn langt
frá því að vera sambærilegur því
sem var 2007 en algjört hrun varð á
markaðnum í lok árs 2007. Tólf vikna
velta á húsnæðismarkaði hefur engu
að síður lækkað lítillega að undan-
förnu en hún var 2.587 milljónir
króna á síðustu vikum. Þetta kemur
fram í tölum frá Fasteignaskrá Ís-
lands sem birtar voru á þriðjudag.
Vísitala íbúðaverðs stendur í 320,8
stigum sem er 0,4 stigum minna en í
síðasta mánuði. Fasteignamarkaður-
inn virðist stefna hraðbyri í átt að því
sem hann var um mitt ár 2006 en þá
tók hann mikið stökk.