Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 21
Fréttir | 21MIðvikudagur 24. ágúst 2011 útlimirnir dofnað og hjartslátt- urinn farið upp úr öllu valdi. „Öndunin verður óregluleg og mig svimar en ég man að þeg- ar ég lenti í þessu í fyrsta skipt- ið bað ég mömmu að gæta þess að ég myndi ekki deyja. Ég var ekkert að deyja en þeg- ar kvíðinn er orðinn það svæs- inn að maður upplifir það að hafa ekki stjórn á önduninni þá verður óttinn við dauðann raunverulegur í huga manns. Þetta var alveg skelfileg upplif- un,“ segir Gunnar en bætir við að hann óttist ekki lengur að fá kvíðakast. „Ég hef lært það mikið á sjálfan mig og veik- ist mun sjaldnar en ég gerði. Þegar það gerist hefur það ekki eins slæmar afleiðing- ar og áður og ég á auðveldara með að leita mér hjálpar. Ég er orðinn meiri skipstjóri í mínu lífi. Ég trúi á styrkleika mína og þori að láta reyna meira á þá en áður. En þegar þetta gerist efast enginn um að ég verði að komast tafarlaust undir lækn- ishendur.“ Efni í prófessor og kleppara Gunnar segist hafa upplifað fordóma gagnvart sjúkdómn- um þegar hann veiktist. „Ég held samt að hörðustu for- dómarnir hafi komið frá mér sjálfum. Ég vissi ekkert um geðsjúkdóma og átti mjög erfitt með að leita mér hjálpar.  Auk þess sem ég var allt of grimm- ur og kröfuharður á sjálfan mig með tilheyrandi niðurrifs- hugsunum. Mér fannst þetta feimnismál og skammarlegt og því fylgdi framtaksleysi. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hve veikur ég væri þegar ég lét ekki heilsuna vera í algjörum forgangi,“ segir Gunnar sem hefur það nokkuð gott í dag. „Ég hef það gott að mörgu leyti og byrjaði aftur í stærðfræð- inni og er í fjarnámi við skóla í Suður-Afríku. Þetta gengur hægt en ég á ekki nema fimm fög eftir í BS-gráðuna. Sam- kvæmt lækninum mínum er mín saga ótrúleg. Hann held- ur því fram að jákvæðni mín og gáfur hafi haldið í mér lífinu – að ég væri ekki staddur á þess- um stað, það er kvæntur með tvö yndisleg börn, ef ég hefði ekki haft jákvæðnina að leiðar- ljósi. Hann segir að veikindin hafi verið svo erfið að ég hefði þess vegna getað verið bú- inn að enda þetta líf eða verið lokaður inni á stofnun en þar hef ég stundum þurft að vera. Samkvæmt honum er ég efni í prófessor en var efni í klepp- ara,“ segir Gunnar hlæjandi og bætir við að hann geti sem bet- ur fer séð spaugilegu hliðarnar á sjúkdómnum. Missir dómgreindina Góðu tímabilin hans Gunn- ars Björns eru þeir dagar, vik- ur og mánuðir sem hann get- ur stundað vinnu eða nám án þess að taka veikindaleyfi. Lengsta góða tímabilið var tvö ár en þegar hann veikist verður hann ekki jafn veikur og áður. „Þessi tímabil lengjast smátt og smátt eftir því sem betur gengur að finna réttu lyfin og mér tekst að þroskast líkam- lega og andlega. Ég gríp inn í við minnsta grun því fyrir mér er geðheilsan algjör horn- steinn lífsins,“ segir hann og bætir við að þegar hann missi geðheilsuna missi hann dóm- greindina. „Ég verð skrítinn í samskiptum, get ekki alið upp börnin mín og næ ekki að hafa stjórn á geðsveiflum mínum eða hegðun. Veikindin bitna á öllu. Ég tek þessu því alvarlega og af mikilli festu en  þó reyni ég að hafa húmor fyrir þessu. Hér áður fyrr var ég fullur af sjálfvorkunn en það hefur sem betur fer breyst eftir að ég hætti að drekka og fór að stúdera AA- fræðin sem hafa verið mér holl lesning og mannrækt. Ég þoldi engan veginn áfengi. Það sló á kvíða en jók alla depurð. Ég var í hálfgerðri maníu þegar ég drakk en datt svo niður í mjög djúpt og erfitt þunglyndi og Framhald á næstu opnu Ofurtrú á minninu Samkvæmt bandarískri rann- sókn sem birtist í vefritinu PLoS ONE höfum við tröllatrú á minni okkar. Í rannsókninni, þar sem yfir 1.500 Amerík- anar voru látnir svara spurn- ingum um minnið og leysa verkefni tengd því, kom í ljós að sumar mýtur um minnið eru svo lífseigar að allt upp í 83% aðspurðra trúðu þeim. Tveir þriðju hlutar aðspurðra töldu að minnið virkaði líkt og myndbandsupptökuvél – safnaði saman heimildum til nota síðar. Hægt er að skoðað hversu vel minnið virkar á vef- slóðinni theinvisiblegorilla. com/survey.html. Ofurmömmur þunglyndari Mæður sem vinna heima þjást frekar að þunglyndi en útivinn- andi mæður. Þetta kemur fram í rannsókn nema við háskóla í Washington. Hins vegar séu þær útivinnandi mæður sem vilja passa í mýtuna um „ofur- mömmuna“ líklegri til að verða þunglyndar. Þær sem ætla sér mikils starfsframa meðfram hinu fullkomna heimilislífi eru líklegri til að finna fyrir þung- lyndi en þær sem gera sér grein fyrir að eitthvað verði að víkja. „Við getum blandað starfsframa og fjölskyldu saman ef við bara slökum á fullkomnunarárátt- unni,“ segir Katrina Leupp, höf- undur rannsóknarinnar. Tengsl milli heilaskaða og geðklofa Þeir sem verða fyrir alvarlegum höfuðáverka sem veldur heila- skaða eru 1,6 sinnum líklegri til að þróa með sér geðklofa en aðrir. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem birtist í Schizophrenia Bulletin. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli heilaskaða og geð- klofa en nýja rannsóknin er sú fyrsta sem sýnir tengslin á ótvíræðan hátt. Niðurstöðurn- ar sanna þó ekki að heilaskaði valdi geðklofa. Sjúklingarnir gætu hafa verið farnir að þróa með sér sjúkdóminn þegar þeir urðu fyrir heilaskaðan- um. Samkvæmt WHO hefur geðklofi áhrif á sjö af hverjum 1.000 fullorðnum einstakling- um í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.