Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 32
K ristján fæddist í Minnea- polis í Bandaríkjunum en ólst upp í Vesturbæn- um í Reykjavík. Hann var í Grandaskóla og Hagaskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla og lauk þaðan stúdents- prófi 2002, stundaði nám í íþrótta- fræðum við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan BS-prófi í íþróttafræði árið 2008. Hann stundaði síðan nám í lýðheilsuvísindum við University of Minnesota í Bandaríkjunum árið 2010–2011. Kristján sinnti ýmsum störfum á námsárunum, m.a. við kennslu og þjálfun. Að námi loknu hóf hann störf við frístundastarf barna hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavík- urborgar. Hann starfar nú við göngu- greiningar hjá Flexor í Orkuhúsinu. Kristján æfði og keppti í körfu- bolta með yngri flokkum KR á ung- lingsárunum og leikur nú með 2. deildar körfuboltaliðinu Augnabliki. Fjölskylda Unnusta Kristjáns er Arndís Svein- björnsdóttir, f. 5.10. 1983, lögfræð- ingur. Sonur Kristjáns og Arndísar er Sveinbjörn Daði Kristjánsson, f. 15.6. 2009. Systkini Kristjáns eru Jóhannes Páll Friðriksson, f. 26.4. 1984, starfs- maður hjá Reiknisstofnun Háskóla Íslands; Þorbjörg Andrea Friðriks- dóttir, f. 24.7. 1991, nýstúdent. Hálfbróðir Kristjáns er Gauti Frið- riksson, f. 30.5. 1979, starfsmaður hjá CCP. Foreldrar Kristjáns eru Friðrik Kr. Guðbrandsson, f. 16.7. 1950, læknir í Reykjavík, og Sóley Sesselja Bender, f. 26.7. 1953, prófessor við Háskóla Íslands. 32 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað K jartan fæddist á Selfossi og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Selfoss og Gagnfræðaskóla Selfoss, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Suðurlands og lauk það- an sveinsprófi í húsasmíði, stundaði síðan nám við Horsens Politeknikum í Horsens í Danmörku og lauk þaðan prófi í byggingariðnfræði, stundaði síðan nám í uppeldis- og kennslu- fræði við Háskólann á Akureyri og lauk þaðan prófum árið 2000. Kjartan var í sveit á Mýrum í Álfta- veri á æsku- og unglingsárunum. Hann var tollvörður á Keflavíkurflug- velli með námi og var háseti á síldar- bátum og á netaveiðum frá Þorláks- höfn. Kjartan kenndi við Framhalds- skólann á Húsavík 1998–2005 og hef- ur kennt við Fjölbrautaskóla Suður- lands frá 2005. Kjartan er varabæjarfulltrúi á Sel- fossi fyrir Samfylkinguna frá 2010 og var formaður umhverfis- og bygg- ingarnefndar Árborgar 2006–2010. Hann var meðlimur í karlakórnum Hreimi í Þingeyjarsýslu. Fjölskylda Kjartan er í sambúð með Valgerði Bjarnadóttur, f. 26.1. 1961, grunn- skólakennara. Dætur Kjartans og Valgerðar eru Melkora Kjartansdóttir, f. 21.8. 1989, háskólanemi; Elín Svava Kjartans- dóttir, f. 4.10. 1995, framhaldsskóla- nemi. Synir Kjartans frá því áður eru Haraldur Óli Kjartansson, f. 29.10. 1981, verkamaður á Selfossi; Hjalti Þór Kjartansson, f. 17.2. 1983, d. 12.6. 2009, verkamaður á Selfossi. Systkini Kjartans eru Anna María Óladóttir, f. 16.9. 1964, skrifstofu- maður við Háskóla Íslands; Guð- bjartur Ólason, f. 31.7. 1969, skóla- stjóri við Vallaskóla á Selfossi. Foreldrar Kjartans eru Óli Þ. Guð- bjartsson, f. 27.8. 1935, fyrrv. skóla- stjóri Vallaskóla og fyrrv. alþm. og dómsmálaráðherra, og Þuríður Svava Kjartansdóttir, f. 9.5. 1933, hús- móðir. Ætt Óli er sonur Guðbjarts, skipstjóra á Bíldudal, síðar bókara í Reykjavík Ólasonar, sjómanns á Bíldudal Þor- bergssonar, b. í Efri-Miðvík í Sléttu- hreppi Jónssonar, bróður Kristjáns, afa Valdimars Jónssonar prófess- ors. Móðir Óla var Margrét ljósmóðir Þorsteinsdóttir, systir Júditar, móð- ur Klemensar Kristjánssonar, korn- ræktarstjóra á Sámsstöðum í Fljóts- hlíð. Móðir Guðbjarts var Guðbjörg Guðbjartsdóttir, b. á Ósi í Arnarfirði, bróður Árna, afa Sigurðar Samúels- sonar prófessors. Annar bróðir Guð- bjarts var Jens, langafi Ingunnar Jensdóttur leikkonu, konu Friðjóns Guðröðarsonar, sýslumanns á Hvols- velli. Guðbjartur var sonur Kristjáns, b. á Borg í Arnarfirði Guðmunds- sonar og Guðbjargar, systur Matth- íasar, afa Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta. Systir Guðbjargar var Sigríður, móðir Markúsar Bjarnasonar, skóla- stjóra Stýrimannaskólans, afa Rögn- valdar Sigurjónssonar píanóleik- ara. Guðbjörg var dóttir Markúsar, pr. á Álftamýri Þórðarsonar, stúd- ents í Vigur Ólafssonar, lögsagnara á Eyri Jónssonar, ættföður Eyrarætt- arinnar, langafa Jóns forseta. Móð- ir Guðbjargar Guðbjartsdóttur var Guðríður, systir Jóns, ættföður Löve- ættar og afa Jóns Ásgeirssonar tón- skálds. Guðríður var dóttir Þórðar, b. á Kistufelli í Lundarreyjadal Jóns- sonar og Guðríðar Þorvaldsdóttur, b. á Stóra-Kroppi Jónssonar, dbrm. í Deildartungu Þorvaldssonar, ættföð- ur Deildartunguættar, langafa Helgu, langömmu Guðrúnar, móður Svav- ars Gestssonar sendiherra. Móðir Óla, fyrrv. ráðherra var María, dóttir Guðmundar, b. á Barmi í Gufudalssveit Arasonar, b. á Barmi Guðmundssonar, b. á Hallsteinsnesi Arasonar, b. á Svarfhóli Jónssonar. Móðir Ara á Barmi var Guðrún Jóns- dóttir, b. á Galtará Guðnasonar, b. á Fjarðarhorni Jónssonar, b. í Fremri- Gufudal Bjarnasonar. Móðir Jóns Bjarnasonar var Unnur Pálsdótt- ir, systir Magnúsar, föður Ara, lang- afa Gests Pálssonar skálds og Ara Arnalds, afa Ragnars Arnalds, fyrrv. alþm. og ráðherra og fyrrv. formanns Heimssýnar. Móðir Maríu var Þor- björg, systir Sveinbjarnar, kennara og fræðimanns, afa Jóns Óskarsson- ar, lögfræðings í Vestmannaeyjum. Þorbjörg var dóttir Guðmundar, b. í Skáleyjum Jóhannessonar og Stein- unnar, systur Jóhanns, langafa Krist- jáns Torfasonar, fyrrv. bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Steinunn var dóttir Sveinbjarnar, b. í Skáleyjum Magnússonar, b. í Hvallátrum Ein- arssonar, bróður Eyjólfs eyjajarls, langafa Jónasar, föður Snæbjarnar, fyrrv. vegamálastjóra. Móðir Stein- unnar var María Jónsdóttir, systir Sigríðar, móður Björn Jónssonar ráð- herra, föður Sveins forseta og Ólafs, ritstjóra Morgunblaðsins og afa Ólafs B. Thors, fyrrv. forstjóra og bogarfull- trúa. Önnur systir Maríu var Sesselja, móðir skáldanna Herdísar og Ólínu Andrésdætra. Þuríður Svava er dóttir Kjartans, b. á Torfastöðum og Vatnsdal í Fljóts- hlíð Magnússonar frá Brekkum í Landsveit. Móðir Þuríðar Svövu var Anna, systir Guðmundar, föður Sigurð- ar, framkvæmdastjóra SG-eininga- húsa á Selfossi. Anna var dóttir Guðmundar, b. á Núpi Magnússon- ar b. á Núpi Magnússonar. Móðir Önnu var Þuríður Sigurðardóttir, b. á Torfastöðum í Fljótshlíð Ólafs- sonar, b. á Kvoslæk í Fljótshlíð Arn- björnssonar, b. á Kvoslæk Eyjólfs- sonar. Móðir Þuríðar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Múlakoti í Fljóts- hlíð Árnasonar og Þórunnar, ljós- móður Þorsteinsdóttur, b. og smiðs á Vatnsskarðshólum Eyjólfssonar. Móðir Þórunnar var Karítas, ljós- móðir Jónsdóttir, klausturhaldara á Reynistað Vigfússonar, stúdents á Hofi Gíslasonar, rektors á Hólum Vigfússonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, biskups á Hólum Vigfús- sonar, bróður Gísla. Móðir Karítas- ar var Þórunn Hannesdóttir Schev- ings, sýslumanns á Munkaþverá, Lárussonar og konu hans, Jórunn- ar Steinsdóttur, biskups á Hólum Jónssonar. Kjartan Ólason framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands Eva Rán Árnadóttir verslunarmaður í London Kristján Theódór Friðriksson íþróttafræðingur í Kópavogi 30 ára á föstudag 50 ára á föstudag M artin fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breið- holtinu. Hann var í Ísaks- skóla, Hólabrekkuskóla og í Réttarholtsskóla, stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík, var skiptinemi í Banda- ríkjunum í eitt ár og stundaði síðan nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi. Martin starfaði við Urriðavöll gof- klúbbs Oddfellowa á árunum 1999– 2007 en hefur síðan verið lagermað- ur hjá Aðföngum í Reykjavík. Martin spilaði sinn fyrsta golf- hring fimm ára og hefur æft golf frá ellefu ára aldri. Hann situr í nefnd á vegum Golfklúbbs Öndverðarness. Fjölskylda Sambýliskona Martins er Heiða Rún Sveinsdóttir, f. 30.7. 1983, deildar- stjóri við sambýlið að Barðastöðum. Börn Martins frá því áður eru Gabríel Máni Martinsson, f. 21.12. 2004; Bryndís Lilja Martinsdóttir, f. 31.12. 2006. Systir Martins er María Ágústs- dóttir, f. 4.4. 1972, MA-nemi í við- skiptalögfræði. Foreldrar Martins eru Ágúst Þórð- arson, f. 4.10. 1951, byggingafræð- ingur í Reykjavík, og Edda Ólafsdótt- ir, f. 14.12. 1951, hjúkrunarfræðingur hjá Eirbergi. Martin Ágústsson lagerstarfsmaður 30 ára á laugardag Á Ármann fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í Brekkubæjarskóla, stund- aði nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og lauk þaðan stúdentsprófi árið 2000, stundaði síðan nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum 2004. Hann er nú að hefja MSc-nám í tölvunarfræði við Háskólann í Edinborg. Ármann vann við bátasmíðar hjá föður sínum á Akranesi með fram- haldsskóla, starfaði hjá Norðuráli á Grundartanga í tvö sumur. Hann var tölvunarfræðingur hjá fyrirtækinu Landmati ehf á árunum 2004–2006 en hefur verið hugbúnaðarsérfræð- ingur hjá Opnum kerfum frá 2006. Fjölskylda Eiginkona Ármanns er Ástrún Eva Sívertsen, f. 21.8. 1983, líffræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands. Systkini Ármann eru Svavar Páll Guðgeirsson, f. 5.7. 1986, nemi í japönsku við Háskóla Íslands; Lára Guðríður Guðgeirsdóttir, f. 29.11. 1989, nemi í hjúkrunarfræði við Há- skóla Íslands. Foreldrar Ármanns eru Guðgeir Svavarsson, f. 4.5. 1961, skipasmiður á Akranesi, og Kristín Ármannsdótt- ir, f. 25.3. 1963, skólaliði við Grunda- skóla á Akranesi. Ármann Veigar Guðgeirsson tölvunarfræðingur í Reykjavík 30 ára á sunnudag E va Rán fæddist í Reykja- vík en ólst upp á Seltjarn- arnesi. Hún var Mýrar- húsaskóla, Valhúsaskóla, Suðurhlíðaskóla og Hvassaleitisskóla og stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Eva Rán starfaði við Björns- bakarí við Hringbraut og á Fálka- götu í nokkur ár. Hún er nú búsett í London þar sem hún sinnir versl- unarstörfum við verslun systur sinnar. Fjölskylda Systkini Evu Ránar eru Jón Valgeir Williams, f. 25.11. 1973, stuðnings- fulltrúi í Hafnarfirði; Kristjana S. Williams, f. 20.12. 1974, kaupmaður í London. Foreldrar Evu Ránar eru Árni G. Jónsson, f. 24.9. 1955, SAP-fulltrúi í London, og Matthildur Magnúsdótt- ir, f. 16.9. 1945, húsmóðir í London. 30 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.