Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 14.–16. desember 2012 Helgarblað
Í fyrsta sæti annað árið í röð
n Norðlenska fékk viðurkenningu fyrir KEA hrygginn
Þ
etta er flott. Við erum alltaf mjög
ánægð þegar við vinnum til verð-
launa,“ segir Friðjón Ævarsson,
sölustjóri Norðlenska, þegar
hann tók við viðurkenningu fyrir besta
hamborgarhrygginn árið 2012.
Hamborgarhryggurinn frá KEA var
valinn sá besti í árlegri smökkun DV og
fékk 7,6 í meðaleinkunn. Það er Norð-
lenska sem framleiðir kjötið og er þetta
annað árið í röð sem KEA hryggurinn
hreppir þennan titil.
Friðjón segir að slík viðurkenning
hafi alltaf þýðingu fyrir fyrirtækið og sé
að sjálfsögðu jákvætt. „Við förum ekki í
launkofa með að þetta hefur þýðingu
fyrir okkur.“
Góður hópur matreiðslumanna
var fenginn til að smakka hrygginn en
smökkunin fór fram á veitingastaðn-
um Höfninni. n
F
innur Ingólfsson, eigandi
eignarhaldsfélagsins Fikts
ehf. og fyrrverandi ráðherra,
tók sér 100 milljóna króna arð
út úr þessu félagi sínu í fyrra.
Þetta kemur fram í ársreikningi Fikts
sem nýlega var skilað til ársreikn-
ingaskrár ríkisskattstjóra. Fikt skilaði
tæplega 25 milljóna króna hagnaði í
fyrra en hafði skilað ríflega 103 millj-
óna tapi árið 2010.
Fyrr á árinu lauk skiptum á einu
af dótturfélögum Fikts ehf., FS7 ehf.,
með því að afskrifa þurfti rúmlega
fimm milljarða króna af skuldum
þess. Frá þessu greindi DV í lok mars
síðastliðinn. Engar eignir fundust í
búi FS7 ehf. en stærstu kröfuhafarnir
voru Íslandsbanki og Landsbankinn.
Þrátt fyrir þetta gjaldþrot FS7 ehf.,
með tilheyrandi afskriftum á skuld-
um félagsins, þá heldur Finnur móð-
urfélagi þess, Fikti ehf., eftir og getur
greitt sér arð út úr félaginu líkt og
hann gerði í fyrra. Móðurfélagið
stendur því fjárhagslega sterkt eftir
á meðan afskrifað er hjá dótturfélagi
þess í kjölfar gjaldþrots. Ástæðan er
meðal annars sú að Fikt ehf. fékk 400
milljóna króna arð frá FS7 ehf. árið
2007.
Á nærri 590 milljóna eignir
Í ársreikningi Fikts kemur fram að
eignir félagsins nemi tæplega 590
milljónum króna. Eigið fé félagsins
er tæplega 454 milljónir króna og er
eiginfjárhlutfall félagsins 77 prósent,
skuldirnar nema rúmlega 132 millj-
ónum króna.
Staða Fikts síðastliðin ár hefur
verið svo góð Finnur hefur tekið arð
út úr því fjögur ár í röð. Finnur tók
13,5 milljóna króna arð út úr Fikti
2008, 15 milljónir 2009 og aftur 15
milljónir vegna rekstrarársins 2010.
Svo bætist við 100 milljóna króna
arðgreiðslan í fyrra. Arðgreiðslur
Finns út úr Fikti síðastliðin fjögur ár
nema því samtals 143,5 milljónum
króna.
Sé þessum arði deilt niður á alla
mánuði síðastliðinna fjögurra ára
hefur Finnur verið með tæplega þrjár
milljónir króna á mánuði út úr Fikti.
Það eru drjúg mánaðarlaun.
Gjaldþrot upp á 18 milljarða
FS7 ehf., félagið sem greiddi Fikti ehf.
400 milljóna króna arð árið 2007 og
er gjaldþrota, hélt utan um tæplega
67 prósenta hlut Finns í eignarhalds-
félaginu Langflugi ehf. Félagið var
einn stærsti hluthafi Icelandair með
24 prósenta hlut fyrir hrun. FS7 seldi
þennan hlut í Langflugi til Langflugs
sjálfs í lok ágúst árið 2007 fyrir 4,9
milljarða króna. Meðeigandi Finns í
Langflugi var eignarhaldsfélagið Gift
ehf. en félagið átti þriðjung í félaginu.
Það voru þessi viðskipti við Gift sem
gerðu Finni Ingólfssyni kleift að
greiða sér 400 milljóna króna arð
niður til Fikts vegna viðskiptanna
með bréf Langflugs og það eru þessi
viðskipti sem hafa gert stöðu Fikts
eins sterka og raun ber vitni.
Skilanefnd Landsbankans yfirtók
hlut Langflugs í Icelandair vorið 2009
en um svipað leyti yfirtók Íslands-
banki hlutabréf annarra hluthafa í
félaginu. Engar eignir fundust upp í
13 milljarða króna kröfur á hendur
Langflugi ehf. þegar skiptum á búinu
lauk í febrúar 2010. Ef Finnur hefði
ekki selt hlut sinn í Langflugi hefði
hann orðið að engu í bankahruninu
árið 2008 en í stað þess seldi hann
hlutinn fyrir 4,9 milljarða króna og
tók sér 400 milljóna króna arð. Sam-
anlagt gjaldþrot FS7 ehf. og Lang-
flugs ehf. nam því rúmlega 18 millj-
örðum króna.
Fikt á hins vegar nærri 600 millj-
ónir króna um þessar mundir og
Finnur hefur tekið sér meira en 140
milljóna króna arð út úr Fikti ehf.
eftir að viðskipti FS7 ehf. með hluta-
bréf Langflugs ehf. við Gift áttu sér
stað árið 2007. n
Finnur tók sér
100 milljóna arð
n Dótturfélagið gjaldþrota n Finnur hefur tekið 143,5 milljónir úr móðurfélaginu„Staða Fikts síðast-
liðin ár hefur verið
svo góð Finnur hefur tekið
arð út úr því fjögur ár í röð.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Risaarðgreiðsla Finnur Ingólfsson var
stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi
Icelandair árið 2007. Þá seldi hann hlut
sinn í félaginu og greiddi sér 400 milljóna
króna arð til félagsins Fikts. Í fyrra tók
Finnur 100 milljóna arð út úr félaginu.
Vilja frekar
Árna Pál
Árni Páll Árnason þingmaður
hefur meiri stuðning á meðal
kjósenda Samfylkingarinnar til
að gegna formennsku í flokkn-
um en Guðbjartur Hannesson
velferðarráðherra. Samkvæmt
könnun sem MMR gerði fyrir
Viðskiptablaðið nýtur Árni Páll
stuðnings 57,5 prósenta kjós-
enda flokksins. Guðbjartur nýt-
ur stuðnings 42,5 prósenta. Sé
litið á niðurstöðurnar óháð því
hvaða stjórnmálaflokk svarend-
ur segjast styðja kemur í ljós að
Guðbjartur er með forskotið. Af
öllum svarendum sögðust 51,2
prósent styðja Guðbjart til for-
mennsku en 48,8 prósent Árna
Pál.
Í framboð
fyrir Dögun
Tveir fyrrverandi formenn
Hagsmunasamtaka heimil-
anna, Andrea Jóhanna Ólafs-
dóttir og Þórður Björn Sigurðs-
son, hafa ákveðið að gefa kost á
sér í framboð fyrir Dögun fyrir
alþingiskosningarnar 2013. „Ég
legg mikla áherslu á þjóðar-
sátt um nauðsynlegar umbæt-
ur og mun leggja mig fram við
samvinnustjórnmál og bætta
stjórnmálamenningu,“ segir
Andrea Jóhanna. Hún bauð sig
einnig fram til embættis forseta
Íslands fyrr á árinu en hún fékk
stuðning 1,8 prósenta þjóðar-
innar. Áður hafa Gísli Tryggva-
son, Lýður Árnason, Margrét
Tryggvadóttir og Ragnar Þór
Ingólfsson formlega tilkynnt
framboð sitt fyrir Dögun.
Viðurkenning Friðjón Ævarsson, sölustjóri Norðlenska, tekur við viðurkenningarskjali.
MyNd: EyþóR ÁRNAsoN