Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Side 34
„En ég skil samt alveg þetta fólk líka. Ég var vandræðaunglingur en ekki sýnilegt og efnilegt skáld. Ég hafði bara þessa knýjandi löngun og tjáningarþörf og var einhvern veginn búin að bíta þetta í mig.“ Á vegi hennar varð Guðmundur Andrésson sem réði henni heilt. „Á tímabili var ég að vinna í barnabók­ unum í Máli og menningu. Þá var forlagið á efri hæðinni. Þar var Guð­ mundur Andrésson. Ég hitti hann á kaffistofunni og var eitthvað að barma mér og hann sagði: Því minna sem þú hugsar um þetta, því minni veruleiki verður þetta. Þetta vissi hann af eigin reynslu. Ég efast um að hann muni eftir þessu en þetta virk­ aði fyrir mig og kom einmitt þegar ég þurfti á því að halda.“ Agnes Bragadóttir til bjargar Auður fékk tækifæri til að koma sér á framfæri. Hún skrifaði pistla og fékk greinar eftir sig birtar í dagblöð­ um og tímaritum. Móðir hennar og amma voru hennar sterkustu fyrir­ myndir. „Það er bara gjörningurinn að skrifa sem er svo gefandi og ég vildi halda því áfram. Ég fékk að skrifa pistla í blöð og ofmetnaðist gjörsam­ lega því mér fannst það svo merki­ legt. Mamma var svo mikil fyrir­ mynd, hún skrifaði í blöð. Ég hef alltaf verið frekar í skugga hennar en afa, því ég leit svo mikið upp til henn­ ar. Ég hafði séð mömmu fara í bæinn svona „smarta“ að taka viðtöl með ljósmyndara. Mig langaði geðveikt að vera þannig,“ segir hún og skellir upp úr. Hún minnist þess þegar til stóð að hún fengi grein eftir sig birta í Morgunblaðinu. Hún sagði stolt frá áfanganum og bakslagið var því skiljan lega mikið þegar í ljós kom að greinin hafði týnst. „Þegar ég var 16 ára gömul seldi ég Morgunblað­ inu grein um ólétta unglinga. Þá voru þeir að taka í notkun fyrstu tölvurnar og það bilaði eitthvað hjá þeim. Þeir keyptu greinina en hún var aldrei birt. Hún eyddist út. Ég var búin að segja öllum frá því að greinin myndi birtast og var mjög stolt. Fékk ljós­ myndara sem mér fannst toppurinn á tilverunni. Þarna var blaðamanns­ draumurinn næstum því drepinn með blóðugum hnífi,“ segir hún og glottir og nefnir að Agnes Bragadóttir blaðamaður hafi nokkrum árum seinna gengið í málið. „Ég sagði henni frá þessu og að lokum fékk ég rosalega háa ávísun. Ég var 18 ára og hafði aldrei átt svona mikla peninga. Agnes sagði svo við mig að ég ætti ekki að láta mig dreyma um að ég fengi aftur svona mikið borgað.“ Kynntist eiginmanninum á DV Silja Aðalsteinsdóttir hafði milli­ göngu um að Auður fékk vinnu á DV. „Ég skrifaði pistla fyrir hana Silju og fór svo að vinna á Fókus á DV. Það var þá Silja sem hafði milligöngu um það þótt að ég hefði hætt að senda henni pistla af því ég var svo mikið að djamma. Ég dúkkaði bara upp hjá henni og vildi taka viðtal við nektar­ dansmey. Það birtist í helgarblaði DV og segir einmitt af þessu viðtali í bók­ inni. Það var gaman að vinna hjá Gunnari Smára, mikið frelsi og við unnum frá morgni til kvölds á byrj­ unarlaunum. Ég sleit mér reyndar út og fór þá að vinna á Nýju lífi. Þá fór ég að taka stærri viðtöl og lærði mik­ ið af Gullveigu, þáverandi ritstjóra og prófarkalesurum blaðsins. Ég fann samt að það átti betur við mig að vera á blaði. Ég hætti því eftir 9 mánuði.“ Auður kynntist núverandi manni sínum, Þórarni Leifssyni, á DV. „Það var algjört tívolí fyrir unga krakka að vera á DV. Það var fyrir 12 árum þegar við vorum að vinna jólablað DV að leiðir okkar Tóta lágu saman. Tóti var að vinna á Vísi og var mágur Gunnars Smára. Hann teiknaði oft fyrir hann í DV. Ég og Dr. Gunni vorum að skrifa grein sem hét Svona stelur þú jólun­ um og innihélt 30 atriði sem skemma jólin fyrir fjölskyldunni. Gunnar Smári setti inn eina hug­ mynd í púkkið sem var: Gefðu pabba þínum og bróður sameiginlega nær­ buxur í jólagjöf. Svo var mér skipað að senda hug­ myndirnar á Vísi, þó ekki þær allra verstu því þá myndi hann Tóti bara teikna þær. Og ég gerði það og sendi þar á meðal þessa hugmynd um nærbuxurnar. Svo var DV starfsmannapartí um kvöldið á Næsta bar og þá hitti ég Tóta þar. Hann fór að spyrja mig um nærbuxurnar. En þá kom í ljós að það var hann sem gaf pabba sínum og bróður hans sameiginlega nær­ buxur. Svo vaknaði hann hjá mér um morguninn og sá greinina í heild og teiknaði allt það versta, segir Auður og hlær. Þar á meðal mig að dansa nektardans. Við erum búin að vera saman í 12 ár núna í desember og erum mjög lukkuleg saman.“ Leitaði sér hjálpar Auður fór að vinna í sjálfri sér og fór í viðamikla meðferð fyrir aðstand­ endur alkóhólista. „Það að kynnast manninum mínum og að fara í með­ ferð skipti miklu máli, segir hún. Ég fór á stórt námskeið fyrir aðstand­ endur alkóhólista sem gaf mér nýja innsýn og bjargaði mjög miklu. Auðvitað er líka gott fyrir rithöf­ unda að vera óhamingjusamir. En ég var í svo litlu sambandi við sjálfa mig. Það hélt mér frá skriftum. Ég var rosalega óörugg og með litla sjálfsvirðingu. Ég hafði þó eitt­ hvað lágmark sem fleytti mér í það að skrifa fyrstu bókina og svona. Og þó að ég væri svona uppátektar­ söm þá var sjálfsvirðingin ekki í lagi. Ég þurfti á því að halda að fá svona hjálpartæki í hausinn til að sjá rétt. Það er í raun margra ára fasi. Eitt­ hvað sem maður er alla ævina að vinna með en á þessum tímapunkti var nauðsyn að leita sér hjálpar.“ Tókst að fyrirgefa sjálfri sér Það er sagt að skömmin sé ein sterkasta og langlífasta tilfinning sem til er. Litaði skömmin líf henn­ ar? „Skömmin er svo tengd einveru. Að maður sé einn og öðruvísi og veikur og hafi ekkert fram að færa. Skömmin er svo lúmsk og hún lamar. En við skrifin þá losnaði ég undan skömminni. Loksins. Mér tókst að fyrirgefa sjálfri mér. Ég var bara unglingsstelpa og gekk fram af mér í kynferðismálum, drykkju og hvernig ég kom fram við fólk og ég skildi ekkert af hverju ég hegðaði mér svona asnalega. Ég var bara ein stór tilfinning með tauga­ kerfið utan á mér. Það var gott að geta skrifað og skilið með aðstoð skáldskaparins sem oft heilar með því að setja í sam­ hengi og málar atburði í fjölbreyttara litrófi. Allt í einu gat ég horfst í augu við þetta sem ég hafði bara ekkert verið að flækja lífið með. Ég talaði oft mjög kaldranalega um þessa hluti og með einhverjum svörtum húmor. En ég er hætt því núna. Þetta er ferli. Örugglega fara margir í gegnum þetta ferli en það vill bara svo til að ég er rithöfundur og vel mér þetta tæki. Frekar en eitthvað annað.“ Eins og Woody Allen með stór brjóst Karlinn sem Auður giftist er látinn. Hún telur að dauðsfallið hafi haft töluverð áhrif á sig og skrifin. „Hann dó um vorið á þar síðasta ári. Ég var ólétt þegar hann dó og var svo til nýsest við skriftir. Ég hafði alltaf talað um hann með svarta húmorinn að vopni. En ég gat það ekki lengur. Ég ákvað að ég gæti ekki gert þetta nema af virðingu. Hann átti hana alveg skilið. Mér þykir vænt um allt þetta fólk í bókinni, líka þótt þetta séu skáldsagnarpersónur í raun og veru. Þetta er svolítið eins og í Woody Allen í myndinni Deconstructing Harry,“ segir hún og hlær. „Ég er mjög hrifin af Woody Allen, mér fannst ég vera eins og Woody með stór brjóst þegar ég var að skrifa þessa bók. En að öllu gríni slepptu þá held ég að það sé ekki hægt að skrifa svona bók nema það sé gert af væntumþykju. Maður fær skiln­ inginn í gegnum væntumþykjuna og væntumþykjan verður meiri í gegn­ um skilninginn. Þá losnar maður líka við þessa varnarkaldhæðni.“ Konurnar vöskuðu upp Bókin er nokkurs konar óður til kvenna og það er leynt og ljóst að Auður er að þakka fyrir sig um leið og hún skoðar feðraveldið sem hún er alin upp í og afleiðingar þess að alast upp við slíkt. „Við erum að átta okkur á því núna hvað feðraveldið risti djúpt. Það er dýpra og flóknara mál en okkur grun­ ar að alast upp í feðraveldi. Ég er líka að snerta á því máli á gráum svæðum. Kannski samt án þess að skilja þá sjálf til fullnustu. Amma var svona menn­ ingardrottning, sagði fólk. En hún hugsaði líklegast aldrei um kynja­ fræði. Ég held að ungar konur í þá daga hafi stundum upplifað að vera eins konar ekki­manneskjur. Menn­ ingin og tíðarandinn var þannig. Meira að segja pabbi gerði grín að þessu. Maður er alinn upp í þessu. Það var alltaf þannig hjá ömmu og afa eftir matinn að kon­ urnar fóru að vaska upp. Pabba, sem var svona ungur hippi, fannst það bara óþægilegt. Þetta var lensk­ an. Samt var heimili afa og ömmu framúrstefnulegt í menningu og hugmyndum.“ Hvað með afa og ömmu? Var ekki þrúgandi að eiga menningarkóng og menningardrottningu fyrir afa og ömmu? „Ekki þegar ég var ung af því að það var svo skemmtilega frjálslegt heimilishald. Þó að konurnar væru að vaska upp og svona. Þetta var svo mikill ævintýraheimur, fullur af kökum og hundum og svona,“ segir hún og hlær. n 34 Viðtal 14.–16. desember 2012 Helgarblað „Mamma vildi ekki lesa alla bókina Ung að árum Auður Jónsdóttir á þeim árum sem hún fluttist vestur og giftist sér eldri manni. Hér er hún með móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.