Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 44
44 Sport 14.–16. desember 2012 Helgarblað E ftir sannkallaðan ofursunnu- dag um síðustu helgi í enska boltanum mæta topplið deildarinnar liðum sem átt hafa í talsverðu basli á leik- tíðinni. Topplið Manchester United tekur á móti Sunderland á Old Traf- ford á laugardag en nágrannaliðið Manchester City fer norður í land og mætir Newcastle. Eftir magnaðan sigur United á City á Etihad-vellin- um um síðustu helgi er United með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. United er með 39 stig eftir 16 um ferðir en City er í öðru sæti með 33 stig. Chelsea, sem er í 3. sæti með 29 stig, spilar ekki um helgina þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan. United mætir Sunderland United hefur verið á ágætri siglingu í undanförnum leikjum og unnið fjóra leiki í röð frá 1–0 tapinu gegn Norwich þann 17. nóvember. Sunderland er í 15. sæti deildarinnar en liðið vann góðan 3–0 sigur á Reading á þriðju- dagskvöldið. Fari allt samkvæmt bók- inni ætti United að landa nokkuð þægilegum sigri; Sunderland hefur unnið einn af átta útileikjum sínum á tímabilinu á meðan United hefur unnið sex af sjö heimaleikjum sínum. City heimsækir Newcastle í hádeg- inu á laugardag en gengi Newcastle á tímabilinu hefur valdið miklum von- brigðum. Eftir gott gengi í fyrra hefur liðinu gengið illa það sem af er tímabil- inu og situr í 14. sæti deildarinnar með sautján stig. Liðið hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Newcastle vann þó sannfærandi 3–0 sigur á Wig- an í síðasta heimaleik sínum. City hefur ekki gengið sérstak- lega vel á útivelli í vetur þó liðið hafi ekki enn tapað leik. Liðið hefur feng- ið þrettán stig úr sjö útileikjum sínum en athygli vekur að City hefur aðeins skorað níu mörk á útivelli á tímabilinu. Níu mörk á Anfield Liverpool mætir Aston Villa á Anfield á laugardag en Liverpool-liðið hefur verið að sækja í sig veðrið í undan- förnum leikjum. Luis Suarez, sem tók út leikbann gegn West Ham um liðna helgi, verður klár í slaginn og væntan- lega úthvíldur. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli síðan liðið lá gegn Manchester United í september en á sama tíma hefur gengi Aston Villa á útivelli verið skelfilegt. Liðið hefur unnið einn af átta útileikjum sínum, skorað einungis fjögur mörk en feng- ið á sig fimmtán. Liverpool verður þó að skora meira á heimavelli en liðið hefur aðeins skorað níu mörk í átta heimaleikjum. Arsenal sem datt óvænt út úr deildarbikarnum gegn Bradford á þriðjudag mætir Reading á útivelli á mánudag. Reading hefur tapað fimm leikjum í röð á meðan Arsenal hef- ur aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum. n n QPR eygir sinn fyrsta sigur n United mætir Sunderland n City heimsækir Newcastle „Ég held að þeir rífi sig í gang og klári þetta Vissir þú … … að sex lið eiga enn eftir að fá víta­ spyrnu á tímabilinu. Þetta eru Aston Villa, Liverpool, Norwich, Sunderland, Swansea og Tottenham. … að Liverpool hefur gert fæstar skiptingar á tímabilinu, eða 38 það sem af er. … að Shola Ameobi hjá Newcastle hefur komið inn á sem varamaður í 114 skipti í úrvalsdeildinni. Nwankwo Kanu á metið en hann kom inn á sem varamaður 119 sinnum. … að QPR hefur ekki unnið í síðustu 17 leikjum sínum í úrvalsdeildinni. … að Manchester United hefur unnið 35 af síðustu 40 heimaleikjum sínum í deildinni. … að Demba Ba hefur hefur skorað 33 mörk frá fyrsta leik sínum í deildinni í febrúar 2011. Aðeins Robin van Persie og Wayne Rooney hafa skorað fleiri frá þeim tíma. … að 27 prósent marka Sunderland á tímabilinu hafa komið eftir hornspyrnur. … að þar til um helgina voru tæp 99 ár liðin síðan Manchester United vann útileiki gegn Chelsea, Liverpool og Manchester City á sama tímabili. … að aðeins Man­ chester United (27) og Manchester City (24) hafa fengið fleiri stig en Liverpool (20) í síðustu 11 leikjum úrvals­ deildarinnar. … að markið sem Robin van Persie skoraði gegn City um liðna helgi var 78. mark United í uppbótartíma frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Chelsea og Arsenal hafa gert 84 mörk í uppbótartíma. … að Glen Johnson hjá Liverpool hefur nú skorað þrisvar í röð gegn sínum gömlu félögum í West Ham. Laugardagur Newcastle – Man. City „Ég held að þetta verði of stór biti fyrir Newcastle. City er í sárum eftir leikinn gegn United og þeir koma dýrvitlausir til leiks. Ég held að City klári þetta 2–1.“ Norwich – Wigan „Þetta eru lið sem spila bæði nokkuð skemmtilegan fótbolta og ég býst við skemmtilegum leik. Ég segi að þessi fari 2–2.“ QPR – Fulham „Nú hefur QPR ekki unnið leik í deildinni og eitthvað segir mér að þeir vinni núna loksins. Þó að Fulham sé ágætis lið þá held ég að Harry Redknapp komi liðinu á sigurbraut og það vinni kærkominn 2–1 sigur.“ Liverpool – Aston Villa „Liverpool­menn virðast vera að rétta úr kútnum og eru komnir í 10. sætið. Ég held að þeir vinni þennan leik en ekki með neinum glæsibrag, 1–0 eða 2–0 í mesta lagi.“ Man. United – Sunderland „Þetta er 3–0 sigur. Persie skorar tvö og Rooney eitt og málið er afgreitt. Fyrst við tókum City á þeirra heimavelli þá klikkum við ekki gegn Sunderland.“ Stoke – Everton „Þetta verður leiðinlegur leikur. Stoke hefur aldrei heillað mig en liðið tapar sjaldan. Ég held að Everton muni þakka fyrir jafnteflið, 1–1.“ Chelsea – Southampton FRESTAÐ Sunnudagur Tottenham – Swansea „Tottenham er aðeins að lifna við og ef liðið ætlar að verða í baráttunni þá verður það að vinna þennan leik. Swansea spilar líka skemmtilegan fótbolta og Michu er búinn að vera frábær. Ég held samt að Tottenham vinni þetta 2–1.“ WBA – West Ham „Ég held að heimavöllurinn muni skipta öllu þarna og WBA vinnur þennan leik 2–1. Ég held að þeir rífi sig í gang og klári þetta.“ Mánudagur Reading – Arsenal „Miðað við frammistöðu Arsenal gegn Brad­ ford í deildarbikarnum kæmi mér ekki á óvart að þessi leikur myndi enda með jafntefli. Ég held að þetta verði baráttuleikur og þetta fari 1–1.“ QPR landar sínum fyrsta sigri DV fékk fjölmiðlamanninn Hermann Gunnarsson, Hemma Gunn, til að spá í leiki helgarinn­ ar í enska boltanum. Hemmi er dyggur stuðningsmaður Manchester United og spáir sínum mönnum þægilegum heimasigri gegn Sunderland. Þá spáir hann því að nágrannar United, Manchester City, komist á sigurbraut og ágætt gengi Liverpool haldi áfram. n Hemmi Gunn telur að Harry Redknapp nái í sigur í Lundúnaslag Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Baráttuleikir um helgina Mikilvægur Robin van Persie hefur reynst United ómet­ anlegur á þessu tímabili. Hann hefur skorað 11 mörk í deildinni. MyNd ReUteRS Staðan í deildinni 1 Man. Utd. 16 13 0 3 40:23 39 2 Man. City 16 9 6 1 30:14 33 3 Chelsea 16 8 5 3 28:17 29 4 Everton 16 6 8 2 27:20 26 5 Tottenham 16 8 2 6 29:25 26 6 WBA 16 8 2 6 24:21 26 7 Arsenal 16 6 6 4 26:16 24 8 Swansea 16 6 5 5 26:21 23 9 Stoke 16 5 8 3 14:12 23 10 Liverpool 16 5 7 4 22:20 22 11 West Ham 16 6 4 6 21:20 22 12 Norwich 16 5 7 4 17:24 22 13 Fulham 16 5 5 6 27:27 20 14 Newcastle 16 4 5 7 18:23 17 15 Sunderland 16 3 7 6 17:21 16 16 Southampton 16 4 3 9 22:32 15 17 Aston Villa 16 3 6 7 12:23 15 18 Wigan 16 4 3 9 17:30 15 19 Reading 16 1 6 9 19:31 9 20 QPR 16 0 7 9 13:29 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.