Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 25
Hún skammast sín ekkert fyrir dauða konunnar Það er yfirgengi- leg bjartsýni Ég hef verslað tvisvar í ÁTVR Morrissey kennir bresku konungsfjölskyldunni um dauða hjúkrunarkonunnar – The Daily MailBjörn Valur Gíslason vill kaupa öl handa málþófsmönnum á þingi. – blogg - smugan.is Ísland meikar ekki sens Spurningin „Ætli það verði ekki ham- borgarhryggur?“ Ellert Björgvin Schram 21 árs nemi „Kalkúnn.“ Fjóla Eðvaldsdóttir 47 ára nemi „Ég hef bara ekki hugmynd, það er ekki mitt að ákveða.“ Sveinn Garðarsson 21 árs nemi „Hamborgarhryggur“ Árni Elvar Emilsson 29 ára nemi „Líklega hamborgarhryggur því það veiddist engin rjúpa!“ Jón Áskell Þorbjarnarson 19 ára nemi Hvað verður í jólamatinn? 1 „Þetta er ansi bratt, finnst mér, hvernig búið er að fara með þennan mann“ Sérfræðing- ur í dýrarétti segir illa farið með Bjarna á Brúarreykjum. 2 „Núna ertu komin á götuna enn og aftur“ Leikkonan og verslunareigandinn María Birta rekin úr Kringlunni með fatamarkað sinn. 3 Kólumbísk hjón búa ofan í holræsi Hafa þó aðgang að rafmagni og geta horft á sjónvarpið. 4 „Þetta er alveg hrikalegt ástand“ United Reykjavík stofnar áfangaheimili í Reykjavík fyrir fólk sem er nýkomið úr meðferð. 5 „Fólk er ekki borið út úr Kringlunni á hverjum degi“ Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir reglur hafa verið brotnar með jólamarkaði Maníu. 6 Ætluðu að myrða og vana Justin Bieber Fangi heltekinn af tónlistarmanninum unga lagði á ráðin en var stöðvaður. 7 Þessir tveir eru bestu vinir Myndband af ungum dreng og hundi vekur athygli í netheimum. Mest lesið á DV.is Í dag er það þannig að fólk virðist ætla að treysta helmingaskiptaöflum fyrir fjöreggi þjóðarinnar – þ.e.a.s. ef marka má skoðanakannanir. Nú bendir allt til þess að skessum hins skít- lega eðlis verði leyft að gambla með líf okkar og limi. En á sama tíma segist fólk ekki treysta þeim eina fjölmiðli sem virkilega er traustsins verður. Hér í DV, fær fólk að lesa fréttir og umfjöllun sem ekki er lituð pólitísku þvaðri, smjaðri eða hollustu við þá sem heimta að deila og drottna. Af þess- um sökum óttast menn DV og reyna að klína siðblindunni á það fólk sem sýnir heiðarleika í allri sinni umfjöllun. Þegar virkilega reynir á traustið, þá er sið- blindan svæsin. Það er verið að reyna að selja fólki þá ímynd að Mogganum sé treystandi. En þegar fyrirtæki getur skilað af sér skoðanakönnun með slíkri niðurstöðu þá er ég sannfærður um að sóknarnefnd siðblindunnar hljóti að hafa fiffað tölurnar til. Hvað ætli samfélag siðblindunn- ar hafi gefið okkur í áranna rás? Jú, það hefur gefið okkur væðingu. Menn eru færðir í voðir græðgi, lyga, lyfja og ótta. Samfélag siðblindunnar hefur gefið okkur: Glæpavæðingu, öryggisgæslu- væðingu, óttavæðingu, sjúkdómavæð- ingu, svikavæðingu, einkavæðingu, for- dómavæðingu og alla aðra óheppilega væðingu sem hægt er að draga uppúr poka ameríska kókakóla-jólasveinsins. Þetta samfélag hefur einnig gefið okk- ur fordóma, sem eiga auðvitað rót sína í fáfræði og einstaka ofmati. Fólk burðast með fitufordóma, kynþáttafordóma og yfirleitt alla fordóma sem nöfnum tjáir að nefna. Samfélag siðblindunnar hefur einnig gefið okkur ýmiss konar óþarfa dýrkun, svo sem útlitsdýrkun, sjálfs- dýrkun, ríkidæmisdýrkun, gullkálfa- dýrkun og alla aðra dýrkun sem hægt er að hrista fram úr ermum Mammons eða troða í múginn af samviskulausri perrastétt. Og siðblindunni hafa stjórnmála- menn komið á legg. En afraksturinn er sá, að í dag eru það innan við 10% kosn- ingabærra landsmanna sem treysta þingmönnum. Við myndum fá betri út- komu með því að velja fólk af handahófi á þing. Samtrygging stjórnmálaelítunn- ar hefur ekki gefið okkur annað en sið- blindu og ógeðslega rotið kerfi, þar sem menn hafa leyfi til að fremja hvern þann glæp sem þá langar að fremja; þeir iðka sína list og þurfa aldrei að skammast sín fyrir eitt né neitt, vegna þess að þeir vita að þjóðin er jafn langrækin og jólar- júpa og hún hugsar jafn mikið og Þor- láksmessuskata eða hangikjötslæri. Þingmannahjörðin er hópur himpigimpa, siðlaus skríll sem lætur stjórnast af hagsmunum fárra; í nafni væðingar, fordóma og dýrkunar. Í eina tíð lifðum við í áhyggjuleysi og óttuðumst hvorki prest né pest. Í eina tíð var hér nóg af fallegri hugs- un og í eina tíð voru jólin eitthvað allt annað en kaupæði og áróðursstríð. En við getum verið þakklát siðblindunni, hún hefur kennt okkur að feitlagið kvenfólk á að vera án atvinnu, að karl- ar eiga að hafa hærri laun en konur, að best er að treysta þeim sem ljúga alltaf og að sanngirni er bara fyrir suma. – Gleðileg jól. Með fégræðgi er fólki kær hin falska sigurvíma en siðblind þjóðin seinna fær við syndirnar að glíma. Umræða 25Helgarblað 14.–16. desember 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Í gær bárust fréttir af hugmyndum velferðarráðherra um að flækja enn frekar frumskóg íslenskra hús- næðislána. Þó margt sé enn óljóst varðandi útfærslu þessara hugmynda virðast þær ganga út á að bjóða lán- takendum að kaupa sér tryggingu gegn verðbólguskotum. Þannig gætu þeir samið við bankann, eða hvern þann sem byði upp á slíka tryggingu, um að greiða árlegt tryggingagjald gegn því að þak væri sett á þær verð- bætur sem lagst gætu á lánið. Þetta hljómar kannski líkt því þaki á verðtrygginguna með almennum lögum sem við andstæðingar hennar höfum kallað eftir, á meðan unnið er í því af alvöru að afnema þetta þjóðarböl á neytendalánum. En við nánari skoðun er þetta bara enn einn plásturinn og vart til þess fall- inn að auðvelda íslenskum heimil- um að vinna sig út úr vítahring verð- tryggingarinnar. Vítahring sem valdið hefur einhverri mestu eignatilfærslu milli kynslóða sem þekkst hefur í Ís- landssögunni. Allir eiga að bera ábyrgð Hugmyndin um þak á verð- trygginguna snýst nefnilega um að koma hluta af ábyrgðinni á efna- hag þjóðarinnar yfir á lánveitendur. Eins og staðan er nú hafa þeir engan sérstakan hag af því að halda verð- bólgunni í skefjum og mætti jafnvel rökstyðja þá fullyrðingu að fáir hafi hagnast meira á verðbólgunni en einmitt fjármagnseigendur. Á vefsíð- unni actuary.is hefur Jón Ævar Pálma- son, verkfræðingur og tryggingastærð- fræðingur, tekið saman upplýsingar um þróun eignastöðu mismunandi aldurshópa síðustu 18 ár. Þar má sjá hvernig sjálfhverfa kynslóðin, sem ágætur maður nefndi svo, þ.e. fólk sem fætt er eftir 1970, hefur tapað öll- um eignum sínum á síðustu 2–3 árum og gott betur. Sjálfhverfa kynslóðin hefur þannig tapað um 200 millj- örðum frá árinu 2008 og skuldar nú saman lagt yfir 80 milljarða króna um- fram eignir. Stór þáttur í þessari eignatilfærslu er einmitt verðtryggingin. Lítið um aðgerðir Nú er liðið vel á annað ár frá því nefnd á vegum stjórnvalda, sem ég veitti forstöðu, skilaði af sér ítarleg- um tillögum um leiðir til að afnema verðtrygginguna. Meðal þeirra leiða sem meirihluti nefndarinnar lagði til var að setja þak á hækkun verð- bóta, endurskoðun á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna og nýtt húsnæðis- lánakerfi að norrænni fyrirmynd. Enn hefur lítið frést af aðgerðum stjórn- valda til að hrinda þessum tillögum í framkvæmd, þó Íbúðalánasjóður hafi fengið lagaheimild til að bjóða upp á óverðtryggð lán í framtíðinni. Nú stekkur svo velferðarráðherra fram á sjónarsviðið í aðdraganda kosninga og leggur til að hægt verði að kaupa tryggingar til að draga úr áhrifum verðbólgunnar á afborganir lána. Borga núna, eða borga seinna? En hvað þýðir þessi tillaga í raun? Af þeim litlu fréttum sem borist hafa virðist sem hægt verði að semja um tryggingagjald sem ákvarðast annars vegar af verðbólguvænting- um og hins vegar af því hversu hátt þakið á að vera. Því lægra þak og því hærri verðbólguspá, því hærra gjald. Þannig væri í raun ekki ver- ið að koma neinni ábyrgð að ráði yfir á lánveitendur, heldur væru lántakendur að greiða hluta verð- bótanna fyrirfram í formi álags á lánin og hins vegar að færa hluta yfir á þá sem selja tryggingarnar, ef verðbólgan hækkar meira en spár gera ráð fyrir. Enn verri afleiðing af þessu er svo að gegnsæi lánamark- aðarins mun minnka enn frekar. Í stað þess að fólk standi frammi fyrir valkostum um verðtryggð eða óverðtryggð lán, munu lánastofn- anir keppast við að fela verðbólgu- áhættuna á bak við fjölbreytt tilboð um ýmiss konar verðbótaþak og tryggingagjald. Hafi einhver haldið að almenningur stæði höllum fæti gagnvart bönkunum þegar kemur að því að semja um lánskjör mun ástandið aðeins versna með þessu, því vart munu þeir missa spón úr aski sínum við þetta útspil. Þú tryggir ekki eftir á Og hvað með þá sem þegar hafa misst allt sitt á verðbólgubálinu? Um þá gildir hið fornkveðna, þú tryggir ekki eftir á. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að kaupa tryggingu á lán sem þegar hafa verið tekin, heldur aðeins ný lán. Þeir sem þegar hafa tekið lán sitja uppi með tjónið og skulu borga það upp í topp. Og hverjir munu svo hafa efni á að kaupa sér þessa tryggingu? Jú, fyrir utan þá ríku, sem hafa bolmagn til að standa undir þessum aukakostnaði gerir ráðherr- ann ráð fyrir að ríkið muni aðstoða þá fátæku við að greiða trygginguna í gegnum einhvers konar bótakerfi. Eftir stendur millistéttin, hin svo- kallaða sjálfhverfa kynslóð og heldur áfram að borga. Er þetta norræna velferðin? Viltu kaupa verðbólgu- tryggingu með þessu? Kjallari Eygló Harðardóttir „Hugmyndin um þak á verðtrygginguna snýst nefnilega um að koma hluta af ábyrgðinni á efnahag þjóðarinnar yfir á lánveitendur Grétar Þór Eyþórsson um möguleika Jóns Gnarr borgarstjóra á að komast inn á þing. – DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.