Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 40
40 Smákökur 14.–16. desember 2012 Helgarblað Amerískar smákökur bestar n Rúmlega 50 tegundir bárust í keppnina n Mikið lagt í kökurnar A merískar smákökur voru valdar Smákökur ársins en alls bárust 51 tegund í keppnina. Það var fimm manna dómnefnd sem valdi kökurnar en það er Ingibjörg Sunna Þrastardóttir sem bakaði og sendi inn. Í verðlaun hlýtur hún Kitchen-Aid hrærivél. Súkkulaði- og pekanhnetu smákökur með karamellu sem Thelma Þorbergsdóttir sendi inn lentu í öðru sæti. Í þriðja sæti voru Sætir kókostoppar Svövu Gunnars- dóttur og smákökur sem nefnast Spesíurnar hans Ottós afa sem Elín Hróðný Ottósdóttir sendi í keppn- ina. Amman þekkt fyrir kökur sínar Sunna varð að vonum glöð þegar hún frétti að smákökurnar sem hún sendi inn hafi unnið. Hún segir að uppskriftin komi frá ömmu manns- ins síns. „Tengdamóðir mín lét mig hafa þessa uppskrift sem kom frá móður hennar. Hún hét Sigur- laug Jóhannsdóttir frá Dalvík og mér skilst að hún hafi verið einn myndarlegasti bakari sem sögur fara af. Fólk er enn að tala um hvað hún gerði flottar og góðar kökur. Sigurlaug lést árið 1975 og hún skildi eftir sig handskrifaða mat- reiðslubók. Þar er meðal annars þessi uppskrift,“ segir Sunna. Hún segist sjálf ekki vera sér- staklega myndarleg en að hana hafi lengi langað í Kitchen-Aid hrærivél- ina. „Ég hef lengi sagt við manninn minn að ef ég ætti svona hrærivél þá væri ég örugglega góður bak- ari. Ég held að mig hafi bara vantað réttu græjurnar,“ segir hún og hlær. Aðspurð hvort hún muni þá fara á fullt í baksturinn segir hún að dóttir þeirra, Ingibjörg Andra, bindi alla vega miklar vonir við það. Dómnefndin Dómnefndina skipuðu Erla Vigdís Óskarsdóttir, sölufulltrúi hjá Einari Farestveit, Margrét Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans, Haukur Leifs, konditormeistari, Rúnar Gíslason, matreiðslumaður hjá Kokkunum og Jón Bjarki Magn- ússon, blaðamaður á DV. Þeim var falið að smakka smákökurnar og skera úr um hver væri best. Mikil vinna að baki Í keppnina bárust kökur af ýmsum gerðum og stærðum og dómnefndinni fannst kökurnar almennt góðar. „Þær eru rosalega misjafnar, margar gerðir og týpur,“ sagði Rúnar og Margrét bætti við að það væri gaman að sjá hvað það væri mikið lagt í sumar. „Það er heilmikil vinna í þessu,“ sagði hún. Dómnefndin var sammála dóm- nefndinni í fyrra um að kökurnar væru of stórar, margar hverjar. „Þetta ætti ekki að vera stærra en munnbiti,“ sagði Haukur. Þeim fannst að þannig væru kökurnar fallegri á diski. Framkvæmd keppninnar Keppnin fór þannig fram að dóm- nefndin smakkaði allar kökurn- ar en hver og einn valdi að lokum þrjár kökur til að komast í úrslit. Það voru 12 kökur í úrslitum sem voru smakkaðar aftur og dæmdar. Að endingu voru það smákökur Sunnu sem stóðu uppi sem sigurvegari. Í úrslitin komust þrjár tegundir sem dómnefndinni fannst þó vera á mörkum þess að geta talist smákök- ur. Það voru pekanbitar með kara- mellu sem Guðrún Jónsdóttir sendi inn, pekanhnetukökur Sigríðar Maríu Sigmarsdóttur og Jólatoppar Margrétar Th. Jónsdóttur. Þrátt fyr- ir að þessar þrjár tegundir hafi vak- ið mikla lukku hjá dómnefndinni var tekin sú ákvörðun að þær gætu ekki unnið keppnina þar sem þær væru í raun ekki smákökur. „Þær eru eiginlega á mörkunum að vera eftirmatur eða konfekt,“ sagði Rúnar og þess má geta að dómefndinni var umhugað um að það kæmi fram að þau væru öll afar hrifin af þessum kökum. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Ég hef lengi sagt við mann- inn minn að ef ég ætti svona hrærivél þá væri ég örugglega góður bakari. Ég held að mig hafi bara vantað réttu græjurnar. Dómnefndin Fimm manna dómnefnd fékk það verkefni að smakka og dæma smákökurnar. MynD Sigtryggur Ari Vinningshafinn Ingibjörg Sunna Þrastardóttir, ásamt dóttur sinni Ingibjörgu Andreu Jónsdóttur, bökunarstjóra heimilisins. MynD Eyþór ÁrnASon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.